Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
11
Viðskipti
Umsjón: Viðskiptablaöið
A
' £
Þetta helst
1258 m.kr.
361 m.kr.
484 m.kr.
113 m.kr.
59 m.kr.
53 m.kr.
6,7 %
4,5 %
2,2 %
4,3 %
1,7 %
1,7 %
1217 stig
O 0,08 %
HEILDARVIÐSKIPTI
; - Hlutabréf
\ - Bankavíxlar
MEST VIÐSKIPTI
| 0 Íslandsbanki-FBA
Landsbankinn
I © Nýherji
MESTA HÆKKUN
i o Haraldur Bdövarsson
! © Delta
! © Opin kerfi
MESTA LÆKKUN
j o Vinnslustöðin
| © Össur
© Flugleiðir
ÚRVALSVÍSITALAN
: - Breyting
Þóröur Pálsson hjá Kaupþingi:
Tekur við starfi
í Danmörku
Þóröur Páls-
son, 33 ára deild-
arstjóri greining-
ardeildar Kaup-
þings hf., hefur
verið ráðinn yfir-
maður fyrir-
tækjasviðs hjá
Kaupþingi í
Kaupmannahöfn.
Þórður mun hefja
störf ytra í mars-
mánuði. Ekki
hefur verið
ákveðið hver tek-
ur við starfi
Þórðar í grein-
ingardeild. Þórður Pálsson er
heimspekingur og viðskiptafræð-
ingur að mennt. Hann bjó i Dan-
mörku á sínum yngri árum.
Strax Holdings
aö yfirtaka
Mobilestop
Strax Holdings Inc. hefur gert
skilyrt tilboð í öll hlutabréf tækni-
fyrirtækisins Mobilestop með það
að markmiði að sameina fyrirtæk-
in. Samfara kaupunum munu nýir
hluthafar og hlutafé koma inn í
Strax og þar á meðal sænska fjár-
festingarfélagið Novestra AB sem
eignast 7,6% hlut en bæði Novestra
og Strax voru fyrir í hópi stærstu
hluthafa Mobilestop. Frá þessu er
greint í Viðskiptablaðinu sem kom
út í gær.
Þórður Pálsson
Tekur viö starfi
fyrirtækjasviðs
Kaupþings í
Kaupmanna-
höfn.
EI?EE>1
01.02.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
BfeÍDollar 84,980 85,410
SsPund 125,030 125,660
| Kan. dollar 56,690 57,040
GuEÍDönskkr. 10,7410 10,8000
j ife Norsk kr 9,7400 9,7930
jtSsænsk kr. 9,0190 9,0680
:H**Hfí. mark 13,4797 13,5607
; 1 1 Fra. franki 12,2183 12,2917
i B ii Belg. franki 1,9868 1,9987
| n Sviss. franki 52,2500 52,5400
iClHoli. gyllini 36,3689 36,5875
Þýskt mark 40,9783 41,2245
ílh. líra 0,04139 0,04164
iOQAust. sch. 5,8245 5,8595
■ Port. escudo 0,3998 0,4022
1 Ll_[Spá. peseti 0,4817 0,4846
j| • jjap. yen 0,73080 0,73520
ll I jírskt pund 101,765 102,376
SDR 110,6500 111,3100
1 EIecu 80,1466 80,6282
Miklar breytingar á þjón
ustu Flugfélags íslands
Allir stærstu áfangastaðir Flugfé-
lags Islands hafa nú verið færðir inn í
nýtt bókunarkerfi og eru þar með
miðalausir. Þá tekur Flugfélag íslands
í dag í notkun nýja bókunarvél á vef-
síöu félagsins en þessar umbætur á
þjónustu eiga að auðvelda mjög að-
gang farþega að félaginu og vonandi
stytta verulega aOan biðtíma í síma
og á flugveUi.
Um síðustu helgi var aUt flug á
miUi Akureyrar og Reykjavikur fært
yfir í nýtt bókunarkerfi Flugfélagsins.
Þar sem Akureyri er langstærsti
áfangastaður félagsins fjölgaði bókun-
um í nýja kerfinu verulega. í frétt frá
Flugfélagi íslands kemur fram að
færslan hafi gengið mjög vel og án
mikiUa vandræða fyrir farþega félags-
ins.
Með þessu eru aUir stórir áfanga-
staðir félagsins miðalausir og er þá
lokið ferli sem staðið hefur meira og
minna í 6 mánuði. Þessir nýju af-
greiðsluhættir munu auðvelda mjög
aðgang farþega að félaginu og vonandi
stytta verulega aUan biðtíma í síma
og á flugvelli. Auk þess mun verða
mjög auðvelt að bóka ferðir á Netinu
i gegnum nýja bókunarvél Flugfélags-
ins.
Ráðherra pantar far
Sturla Böövarsson samgönguráöherra var fyrstur manna til aö bóka sig í flug
hjá Flugfélagi íslands meö rafrænum hætti.
Formleg gangsetning nýju bókunar-
vélarinnar fór fram á skrifstofu sam-
gönguráðherra kl. 9 5 gær og bókaði
Sturla Böðvarsson ráðherra sig í flug
með Flugfélagi íslands í gegnum
heimasiðu félagsins www. flugfelag.is.
Bókun er einföld
Tekið er fram í frétt Flugfélags ís-
lands að við hönnun bókunarvélar-
innar hafi verið reynt að hafa að leið-
arljósi að gera aðgang og vinnu í vél-
inni eins einfalda og mögulegt er.
Bókunarvélin byggist upp á 7 skrefum
og er hvert skref skýrt út á einfaldan
hátt fyrir viðskiptavininum. Bókun í
gegnum þessa vél á bæði að vera ein-
fóld og ekki síður fljótvirk leið fyrir
viðskiptavini.
Gert er ráð fyrir að fyrir aliar bók-
anir sem koma í gegnum þessa vél
verði greitt með greiðslukorti. Vélin
er tengd við bestu öryggiskerfi sem
völ er á þannig að kortaviðskipti eru
eins örugg og mögulegt er.
Mjög mikiU hluti viðskiptavina fé-
lagsins ferðast mjög oft og er reiknað
með að stór hluti þeirra muni velja að
bóka ferðir með félaginu með þessum
hætti. Það má segja að með þessu sé
bókunarþjónusta félagsins opin 24
tíma á sólarhring og unnt er að bóka
sig á flug með aðeins klukkustundar
fyrirvara.
Basisbank gerir sjalf
um sér erfitt fyrir
Basisbank í Dan-
mörku, sem íslands-
banki-FBA á stóran
hlut í, hefur farið mik-
inn í viðskiptaheimin-
um í Danmörku. Nú er
ljóst að bankinn verð-
ur að hægja á umfangi
rekstrarins eftir _rif-
andi góða byrjun. í uppgjöri íslands-
banka-FBA voru færðar niður 393
miUjónir króna í danska netbankan-
um Basisbank A/S, eða 60%.
Basisbank hefur á undanfórnum
fimm mánuðum eytt miklum pening-
um í markaðsstarf og aflað svo margra
viðskiptavina að víst þykir að ekki
verði hægt að sinna þeim viðskipta-
vinum sem fyrir eru ef bankinn held-
ur áfram á sömu braut. Samtímis hef-
ur Íslandsbanki-FBA hert tak sitt á
bankanum en hann á nú um 40%
hlutafjár í Basisbank.
Offjölgun viðskiptavina og
hlutafjárauking
Þetta er bein afleiðing þess að tölu-
vert hefur gengið á eigið fé bankans og
hafa fjárfest^r þurft að auka hlutafé
frekar, um 51 milljón danskra króna,
en þar byrjar fórnfýsin líka að flara
út. Svanbjörn
Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri þróun-
arsviðs íslandsbanka-
FBA, hefur þetta um
málið að segja i við-
tali við danska fjöl-
miðla: „Síðasta aukn-
ing hlutafjár í Basis-
bank hjá okkur byggðist á því að hún
dygði og það eru ekki áform um frek-
ari hlutafjáraukningu af okkar hendi.“
Jan Thorsen, bankastjóri Basis-
bank, segir að aðrir hluthafar í bank-
anum hafi ekki farið fram á aukningu
íjármagns að fyrra bragði. „En loforð
sem lýtur að þessu er ekki nauðsyn-
legt. Sú hlutafjárauking sem er nýaf-
staðin gefur okkur frið til þess að
huga að öörum hlutum," segir Thor-
sen. Þessir „aðrir hlutir“ eru fyrst og
fremst aukin áhersla á eftirlit með
áhættu því bankinn hefur ekki tök á
að þjóna svo mörgum nýjum við-
skiptavinum eins vel og hann vildi.
Basisbank hefur nú þegar aflað sér
25.000 nýrra viðskiptavina og hefur
þar að auki hætt við öll áform um
starfsemi í Noregi vegna þessa.
Ekki náðist i Svanbjöm Thoroddsen
vegna málsins.
Amazon segir upp 1300 starfsmönnum
Amazon hyggst segja upp 1300 starfs-
mönnum eða 15% heildarstarfsmanna-
fjölda fyrirtækisins. Þessar óvæntu
uppsagnir komu í kjölfar þess að reikn-
að er meö að sölutölur verði 10% minni
en vænst var i upphafi.
Fyrirtækið sannfærði þó fjárfesta
um að fyrirtækið væri ekki að verða
uppiskroppa með fjármagn. Jeff Bezos,
forstjóri fyrirtækisins, sagði að eigið fé
fyrirtækisins hefði verið 1,1 milljarður
dollara í árslok 2000. Áætlanir fyrir-
tækisins gera ráð fyrir að þessi tala
verði 0,9 milijarðar í lok þessa árs.
„Á meðan fyrirtækið kýs ekki að
afla meira hlutafjár til að styrkja efna-
hagsreikninginn eða til þess að auka
sveigjanleika fyrirtækisins hefur það
enga ástæðu til að gera það,“ sagði að-
alfjármálastjóri fyrirtækisins, Warren
Jenson.
Sérfræðingar sýndu tölum um sölu-
aukningu áhuga. Fyrirtækið gerir ráð
fyrir að salan muni aukast minna á
þessu ári, niður í 20-30% en söluaukn-
ingin árið á undan var 44%.
le±uci
Eldavél með fjölkerfa
I blástursofni, undir-/
yfirhita og grilli ásamt grillmótor.
4 hellur þ.m.t. hraösuðuhella.
HxBxD: 85x59,5x60 cm.
> Verð áður kr. 55.900
Tphfl
Eldavél með undir-z/
I yfirhita, og grilli. 4
hellur, þar af 1 hraðsuðuhella.
HxBxD: 85x49,5x60 cm.
> Verö áður kr. 34.600
/p h o
i Ofn og keramik
[ helluborð. Fjöikerfa
blástursofn, undir-/yfirhiti,
grill og grillmótor.
> Verö áöur kr. 67.300
Eldavél meö keramik
ZANUSSI
helluborði og fjölkerfa
blástursofni með undir-/yfirhita + grill.
HxBxD: 85x59,5x60 cm.
> Verð áður kr. 73.600
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Suöurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500
Verðlækkun á notuðum bílum - gott úrval
$ SUZUKI
Suzuki bílar hf., Skeifunni 17, sími 568 5100