Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
Fréttir j>v
Niðurstaða héraðsdóms sem dæmir Ingrid Juhala 200 þúsund krónur í bætur:
Lögreglan hélt fatafellu
of lengi í varðhaldi
- gæsluvarðhaldsúrræðið talið ofnotað - ríkið greiðir líka 300 þúsund í málskostnað
DV-MYND INGÓ
Ríkið greiði fatafeliunni fyrrverandi 200 þúsund krónur
Hjörtur 0. Aðalsteinsson héraösdómari til hægri og Gísli Gíslason, lögmaður
Ingridar Juhala, við dómsuppkvaðningu í gær. Hún komst ekki til Reykjavíkur
í gær vegna anna við fiskeldisstörf í Tálknafirði.
Eistneska fatafellan Ingrid Juhala,
20 ára, sat of lengi í gæsluvarðhaldi í
svokölluöu Þórscafémáli árið 1999 að
mati Héraðsdóms Reykjavíkur sem
dæmdi henni 200 þúsund krónur í bæt-
ur í gær. Dómurinn telur að lögreglan
hafi haldið stúlkunni lengur en nauð-
syn bar til á meðan verið var að rann-
saka málið i heild. Héraðsdómur hafn-
ar hins vegar kröfu Ingridar um bætur
fyrir missi af tekjum sem hún varð fyr-
ir á meðan hún sat í haldi 12 daga á
Litla-Hrauni. Fatafellan fyrrverandi,
sem nú segist starfa við fiskeldi í
Tálknafirði, lagði ekki fram þau gögn
sem nægðu til að sanna tekjutap henn-
þúsund krónur á mánuði meðan hún
starfaði fyrir Þórscafé sumarið ‘99, að
sögn fyrrum framkvæmdastjóra hins
erótíska skemmtistaðar sem bar vitni í
málinu. Hann var, eins og Ingrid, sýkn-
aður af ákæru um að hafa staðiö að
innflutningi á 969 e-töflum. Hollensk
stúlka, sú eina sem bar sakir á Ingrid,
var dæmd í þriggja og hálfs árs fang-
elsi. Sú hollenska hélt því fram að
Ingrid hefði vitað hvað var i pakka sem
hún tók við í Breiðholti með ætluðum
e-töflum og hefði ætlað að taka við
greiðslu fyrir en það þótti ekki sannað,
hvorki í sakamálinu né í einkamálinu
sem Ingrid höfðaði gegn rikinu. Hér-
aösdómur dæmir rikissjóð einnig til að
greiöa 300 þúsund krónur í málskostn-
að.
Farbannið í lagi
Ingrid var handtekin 8. júlí 1999.
Dómurinn tekur skýrt fram að ástæða
hefði veriö hjá lögreglu til að fá Ingrid
hneppta í gæsluvarðhald vegna rann-
sóknar málsins. Hún var yfirheyrð um
málsatvik 9. júlí og aftur 14. júlí en síð-
an aldrei aftur áður en henni var sleppt
lausri 20. júli þegar héraðsdómur hafði
hafnað því að halda henni lengur.
Stúlkan hélt ávallt fram sakleysi sínu -
að hún hefði ekki vitað hvað í pakkan-
um var. Héraðsdómur úrskurðaði
Ingrid í farbann fram á fyrri hluta árs
2000, þ.e. á meðan verið var að ljúka
sakamálinu fyrir dómi en á meðan á
því stóð gat fatafellan ekki aflað sér
tekna löglega. Hún fór þvf fram á sam-
tals rúmlega 8 milljóna króna skaða- og
miskabótakröfu vegna tekjumissis og
miska. Dómurinn í gær féllst hins veg-
ar ekki á að dæma stúlkunni bætur að
neinu leyti vegna farbannsins sem
hann taldi löglega úrskurðað.
Löglegt en of langt
„Sá sem krafist hefur gæsluvarð-
halds skal láta sakborning lausan þeg-
ar ástæður til gæslu eru ekki lengur
fyrir hendi. Það er áliti dómsins að
réttarstaða stefnanda hafi mjög
snemma orðið ljós og ólíklegt að hún
breyttist," segir í niðurstöðu héraðs-
dóms um gæsluvarðhald Ingridar sum-
arið 1999. „Enda þótt því verði ekki
slegið föstu hvenær það tímamark kom
að láta bæri stefnanda lausa, sat hún
að mati dómsins lengur í gæsluvarð-
haldi en nauðsyn bar til,“ segir siðan í
dóminum og er vísað tO laga um að þar
með eigi hún rétt á bótum frá ríkinu af
þehn sökum. -Ótt
ar.
Ingrid vann sér inn a.m.k. 400--500
DV-MYND JAK
Ingrid Juhala við „útistörf“ á íslandi sumarið 1999.
Loðnuvertíðin tekur nýja stefnu:
Geysilegt magn út af Vestfjörðum
- milcið veltur á að loðnan gangi sem fyrst suður í átt að Snæfellsjökli
Kemur á óvart
Loðnan er kynjafiskur og kemur
mönnum sífellt á óvart. Ganga eins
og nú hefur komiö úr vestri hefur
ekki komiö hér að landi í meira en
tvo áratugi.
„Við vitum í sjálfu sér ekkert hvað
þetta boðar. Það er hins vegar alveg
ljóst að við viljum fá þessa loðnu í
suðurátt, að hún komi að Jöklinum,
því þar er úrvals veiðisvæði og allt
annað aö eiga við loðnuna þar en þar
sem hún er núna þar sem alltaf er
allra veðra von,“ sagði Viðar Karls-
son, skipstjóri á Víkingi frá Akranesi,
í gær, en Víkingur var þá á landleið
með 1200 tonn sem fengust í 5 köstum
í Víkurál. Víkingur varð þvi fyrsta
skipið til að veiða loðnu úr „vestan-
göngunni" svokölluðu sem fannst fyr-
ir nokkrum dögum.
Það er þekkt fyrirbæri að loðnu-
göngur komi að vestan en að sögn
Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings
mun þurfa að fara allt aftur til ársins
1979 til að finna göngur sem hafa verið
eins öflugar og þessi virðist vera sem
nú er þar á ferð. „Við hreyfðum okkur
mjög lítið meðan við vorum að veiða
þetta og togaramenn voru að hringja í
okkur og tilkynna okkur um miklar
lóðningar. Loðnan virtist því vera
þama um allt, á 45 mílna belti a.m.k.,
og þama er því greinilega mjög mikil
loðna á ferðinni. Við verðum bara að
treysta því að hún gangi suður og
bendir allt til þess að svo verði,“ sagði
Viðar.
Menn hafa velt fyrir sér hvað það
geti þýtt að gangan komi úr vestur-
átt og fari síðan í suður með Vest-
urlandi á hrygningarstöðvarnar við
Snæfellsnes, í stað þess að ganga
austur með Norðurlandi, með Aust-
urlandi og Suðurlandi og þaðan að
Snæfellsnesi. Menn eru aðallega að
velta fyrir sér hvort verið geti að
loðnan hrygni fyrr vegna þessa
göngumynsturs nú en Viðar Karls-
son segir varasamt að fullyrða um
það. Loðnan sé nú í 6 gráða heitum
sjó sem þýði að kynþroska fari
mjög hratt fram, en fari hún t.d. að
Jöklinum þá komi hún í 4 gráða
heitan sjó og þá hægi á. Annars seg-
ir Viðar að fyrir fram sé ekki hægt
að fullyrða neitt um hvað muni ger-
ast, hegðunarmynstrið sé öðruvísi
nú en undanfarin ár og menn verði
bara að sjá hverju fram vindi.
í gær nam janúaraflinn 96 þús-
und tonnum sem er besti janúarafli
í langan tíma. Heildaraflinn var þá
orðinn 222 þúsund tonn og eftir-
stöðvar loðnukvóta 195 þúsund
tonn. Hæstu löndunarstaðir voru
Neskaupstaður með 23.353 tonn,
Eskifjöröur 19.595 tonn og Seyðis-
flörður með 14.334 tonn.
-gk
Veðríö í kvöld
-6\ •-£2' tfif 4
-v, *W 6* 5)
6° V.v
Vaxandi suðaustanátt
Vaxandi suöaustanátt sunnan- og vestanlands
í kvöld, 13 til 20m/s og rigning í nótt. Hiti 3 til
8 stig.
Sólargangur og sjávarföl!
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 17.16 16.49
Sólarupprás á morgun 10.04 10.06
Síódeglsflóö 24.06 04.39
Árdeglsflóð á morgun 00.06 04.39
Skýringar á veöurtáknum
Veðrið á morgun
^VINDÁTT 10V-HITI -10“ ^WINDSTYRKUR Vconcr í metrum á sekúndu rnuö i HBDSKÍRT
43 43 o
l£TTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAO
O © ©
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
% P
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA
Í..Afi.. . AC.
, ■
m.
1b)
\ Is, 'ÍS,
18)
44
Færðin á landinu
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni eru hálkublettir og hálka á
Vestfjörðum, Noröurlandi, Norðaustur-
landi og Austurlandi. Að ööru leyti er
góö færö á vegum.
CZJ SNJÓR
wm ÞUNGFÆRT
■■ÓFÆRT
EBjrá'iitiignaia
Skúrir vestanlands
Suðaustan 10 til 18 m/s á morgun, rigning suðaustan- og austanlands,
skúrir vestanlands en úrkomulítið noröanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Laugardaj
Vindun
5-10 m/s '
Hiti 0° til 3°
SA-læg átt, yfirleitt 5 tll
10 m/s. Slydda
noröaustanlands en
rignlng suóaustanlands.
Annars úrkomulíöló og
kólnar í veörl.
Siirimulagui '.-VÖHi M.immiLij
Vindur:''-^1 ''s 3—8 JtV'» / Vlndur: /-r' 5-15 m/‘ ww
Hiti O” tii -5” Vo Hiti 0° til -6” ‘ASfoé
Fremur austlægar áttir. Él í Allhvöss noröaustanátt. Éljagangur noröanlands en
snjókoma eöa slydda
flestum landshlutum. Frost austanlands og meö
0 tll 5 stlg. suöurströndinnl.
rmmm.
AKUREYRI alskýjað 5
BERGSSTAÐIR alskýjað 5
BOLUNGARVÍK alskýjað 4
EGILSSTAÐIR 7
KIRKJUBÆJARKL. rigning 6
KEFLAVÍK þokumóða 4
RAUFARHÖFN alskýjað 4
REYKJAVÍK alskýjað 3
STÓRHÖFÐI þokumóöa 5
BERGEN heiöskírt -4
HELSINKI snjókoma -5
KAUPMANNAHÖFN alskýjað 1
ÓSLÓ skýjað -7
STOKKHÓLMUR snjókoma -5
ÞÓRSHÖFN rigning 6
ÞRÁNDHEIMUR heiðsktrt -13
ALGARVE heiðskírt 10
AMSTERDAM hrímþoka 0
BARCELONA heiöskírt 0
BERLÍN þokumóöa 0
CHICAGO hálfskýjaö -3
DUBLIN alskýjaö 7
HALIFAX snjókoma -9
FRANKRJRT skýjaö 0
HAMBORG rigning 0
JAN MAYEN skýjaö 1
LONDON hrtmþoka -1
LÚXEMBORG
MALLORCA skýjað 6
MONTREAL alskýjað -9
NARSSARSSUAQ snjókoma -3
NEWYORK léttskýjaö 5
ORLANDO þokumóða 18
PARÍS heiðskírt -1
VÍN snjókoma -1
WASHINGTON léttskýjaö 0
WINNIPEG heiðsktrt -22
mtm