Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2001, Blaðsíða 28
Maður stunginn með hníf Skömmu eftir klukkan 22 í gær- kvöldi barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um mann sem lá í blóði sínu eftir hnífstungur í húsi við Klapp- arstíg. Þegar lögregla og sjúkraflutn- ingsmenn mættu á staðinn voru tvær ionur og einn karlmaður í húsinu auk pess sem stunginn hafði verið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var fólkið allt í annarlegu ástandi. Hinn særði var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en konumar tvær og hinn maðurinn voru fLutt í fangageymslur. Hinn særði reyndist ekki alvarlega haldinn þar sem stungusár hans voru grunn. -SMK Gæslu hafnað Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði kvaðst í morgun ekki búinn að taka af- stöðu til þess hvort hann kærir höfnun Héraðsdóms Austurlands um úrskurð um gæsluvarðhald yfir 24 ára Homflrð- ingi til Hæstaréttar. Dómurinn hafhaði ^gær kröfu sýslumannsins um gæslu- varðhald yfir manninum. Krafan var byggð á því að það væri í þágu almanna- hagsmuna að vista unga manninn í gæsluvarðhaldi enda hefði hann ítrekað valdið spjöllum að bænum Hvalnesi. Héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhalds- kröfunni en úrskurðaði nálgunarbann á hendur manninum: -Ótt • Islenskar teiknimyndir í Fókus, sem fylgir DV á morgun, verður skyggnst á bak við tjöldin hjá ís- lendingum sem framleiða teiknimyndir dags daglega, sagt frá nýrri stuttmynd Grims Hákonarsonar og uppljóstrað um nýjan skemmtistað i miðborg Reykja- víkur. Þér gefst tækifæri til að giska á hvaða klámmyndastjama á hvaða typpi og þú getur komist að þvi hvort þú ert spilafikill. Þá ræðir ung leikkona um meikið í London og Hinrik Hoe upp- ljóstrar um afrek sin á stuttmyndasvið- inu. Lífið eftir vinnu færir þér svo allt sem þú þarft að vita um djammið og menninguna. SKILDU ÞEIR EFTIR FÓSTURVÍSA? 6BFRETTASK0TIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 1 FEBRUAR 2001 Tortryggnir J kennarar „Það urðu margir kennarar tor- tryggnir þegar þeir sáu hversu mikið laun þeirra hækka 1. ágúst. Það er eins og þeir haldi að eitthvað annað hangi á spýtunni," sagði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakenn- ara, í morgun en atkvæðagreiðslu um nýja samninga kennara lauk í gær. „Við teljum á mánudaginn þegar Atkvæðagreiðslan Talið á mánudag. Greitt eftir nýjum lögum / dag fá öryrkjar grelddar bætur sínar eftir nýjum lögum um almannatryggingar sem samþykkt voru með miklum hvelli á Al- þingi fyrir skemmstu. Innan viö 10 prósent öryrkja fá greitt eftir nýrri skipan og 1. apríl fá þeir hinir sömu væna fúlgu þegar greitt veröur samkvæmt afturvirkni laganna. Búast má við örtröð í húsakynnum Tryggingastofnunar ríkisins í dag þegar ör- yrkjar streyma að með fyrirspurnir sínar. Þeir voru þegar mættir snemma í morgun þegar opnað var. öll gögn eru komin saman og þangað til get ég aðeins vonað hið besta,“ sagði Guðrún Ebba sem hefur lagt allt undir við kynningu á samningnum sem að hennar sögn færir grunnskólakennur- um meiri kjarabætur en áður hefur þekkst. Andóf gegn samþykkt samning- anna hefur verið töluvert, sérstak- lega hjá þeim kennurum sem höfðu komið sér upp góðum tekjum með mikilli yfirvinnu og svo hjá hinum sem eru fullir tortryggni vegna mik- illa launahækkana strax á samn- ingstímanum sem fyrr sagði. -EIR Fjórir menn dvöldu í Reykjavík frá sunnudegi til miðvikudags: Lögreglan fylgdist með / norskum Hells Angels fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessum samtökum, segir lögregla Fjórir meðlimir samtakanna Hells Angels í Noregi fóru með flugvél frá Keflavíkurflugvelli til síns heima I gærmorgun. Þeir höfðu dvalið hér á landi, aðallega í Reykjavik, frá því á sunnudag. Þeir dvöldu á Hótel Loftleiðum og til mannanna sást m.a. á kaffihús- um og viðar. Þetta hefur DV feng- ið staðfest hjá lögreglu. Lögreglan í Reykjavík fylgdist náið með ferðum fjórmenninganna þá daga sem þeir voru hér á landi. Hún hefur einnig verið i sambandi og samstarfi við lögreglu annars staðar á Norðurlöndum vegna samtakanna. Ekki liggur fyrir á neinn hátt hver var tilgangur ferðar fulltrúa Hells Angels hingað. Talsmaður lögreglu sagði hins vegar í samtali Breytingar á afgreiðslu leyfa til innflutnings nautakjöts: Hér ríkir bann - segir landbúnaðarráðherra Breytingar verða nú á stjómsýslu landbúnaðarráðrmeytisins varðandi leyfisveitingar til innflutnings á nauta- kjöti, að sögn Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra. Hingað til hefur ráðrmeytið gefið út tollkvóta. Yfirdýra- læknir og tollayfirvöld hafa litið á þá aðgerð sem ákvörðun ráðuneytisins og afgreitt málið áfram. Framvegis verð- ur leyfisveitingum háttað á þann veg að yfirdýralæknir fer yfir öfi gögn og kallar eftir þeim vottorðum sem til þarf. Síðan er það landbúnaðarráð- herra sem veitir leyfi. „Hér rikir bann, þar til leyfi er gefið á vísindalegum grundvelli,“ sagði Guðni við DV í morgun. Samkvæmt álitsgerð sem Eirikur Tómasson prófessor hefur unnið fyrir landbúnaðarráðherra fór embætti yfir- dýralæknis að lögum um dýrasjúk- dóma þegar heimilaður var innflutn- ingur á írskum nautalundum í lok síð- asta árs. í álitsgerðinni segir að emb- ættið hafi sinnt lögboðinni rannsókn- arskyldu þegar það mælti með að inn- flutningurinn yrði leyfður. Hins vegar hafi tiltekin ákvæði auglýsingar land- búnaðarráðuneytisins og reglugerðar ekki næga stoð í gildandi lögum. veitir sjálfur leyfið hér eftir við DV að „fyllsta ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum samtök- um“. Hann sagði útilokað að segja nokkuð til um hvort samtökin hefðu fyrirætlanir um aö koma á „viðskiptasamböndum" hér á landi. Lögreglan vekur athygli á að í Skandinavíu séu samtök þessi lit- in mjög alvarlegum augum. „Þau fjármagna sina starfsemi mest með glæpum og stríð á milli Bandidos og Hells Angels, þar sem mörg manndráp eiga sér stað, sýna að þessum mönnum er alvara með allt sem þeir taka sér fyrir hendur,“ sagði talsmaður lögreglu. í Finnlandi hafa stjórnvöld sett lög sem banna umrædd samtök. Þar hefur einnig verið gengið svo langt að banna fólki landgöngu í Finnlandi sé hægt að sýna fram á að þar séu á ferð fulltrúar Bandidos eða Hells Angels. -Ótt Utsala Armúla 24 • simi 585 2800 Ráöherra Veitir sjálfur innflutningsleyfi héðan í frá. Gæði og glæsileiki Guðni sagði að mikill vilji væri hjá ríkisstjóminni til þess að þrengja enn lögin um innflutning nautakjöts sam- kvæmt GATT-samningnum. Eiríkur Tómasson og Skúli Magnússon lektor ynnu að úttekt á alþjóðlegum skuld- bindingum íslands, m.a. með tilliti til þess hvort auka mætti takmarkanir á innflutningi kjöts og kjötvöru. -JSS smort Grensásvegi 7, sími 533 3350. / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.