Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Side 2
18 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 Sport Spánverjar lentu í fimmta sæti Spánverjar lentu í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir mikinn spennuleik við Rússa. Að lokn- um venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 35-35, Spánverjar höfðu síðan betur í framlengingu og sigruðu með 40 mörkum gegn 38. Ortega skoraði tíu mörk fyrir Spánverja en hjá Rússum var Kokscharow markahæstur með sex mörk. Úkraina lenti í 7. sæti en þetta var i fyrsta sinn sem lið þeirra tekur þátt í úrslitakeppni á heimsmeistaramóti. Úkraína sigraði Þjóðverjar í leik um 7.-8. sætið, 30-24, en í hálfleik var staðan, 17-8, fyrir Úkraínu. Þjóð- verjar léku illa og var um hreina uppgjöf að ræða hjá þeim. Kostetski skoraði 14 mörk fyrir Úkrainumenn og hjá Þjóðverjum skoraði Baur átta mörk. -JKS Gunnar og Stefán á faraldsfæti Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, sem komu um helg- ina frá dómarastörfum á heims- meistarakeppninni i handknatt- leik, verða aftur komnir til Par- ísar eftir mánuð. Þeir félagar hafa verið settir á leik franska liðsins US d'Ivry frá París og RK Jugovic Kac í Evrópukeppni fé- lagsliða. Þetta verður síðari leik- ur liðanna sem fer fram 3. mars. Stefán og Gunnar hafa verið mikiö á ferðinni erlendis í dóm- arastörfum í vetur og á heims- meistaramótinu fengu þeir góða dóma fyrir sín störf. -JKS Guðmundur og Alfreð í París Alfreð Gíslason, þjálfari Mag- deburg, og Guðmundur Guð- mundsson, sem þjálfar Bayer Dormagen, voru báðir um helg- ina í París á úrslitaleikjunum á HM í handknattleik. Alfreð hafði dagana á undan verið með Mag- deburg í æfrnga- og keppnisferð í Frakklandi. Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, brá sér einnig utan og fylgdist með síð- ustu leikjum keppninnar. Þess má geta að Guðmundur Guðmundsson fékk fyrir helgina aðstoöarmann viö þjálfunina hjá Dormagen sem er í neðri hluta þýsku deildarinnar. Sá heitir Kai Wandscheider og verður hjá félaginu út þetta tímabil. -JKS Eles meiddist alvarlega Ungverski handknattleiks- maðurinn Josepf Eles, sem lengi hefur verið í hópi bestu hand- knattleiksmanna heims, lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir nokkru og var um tíma talið að ferli hans sem íþróttamanni væri lokið. Eles, sem er 34 ára gamall og leikur með Fotex Ves- prem, hefur hins vegar ekki gef- ið upp alla von og stefnir að því að vera kominn í slaginn á nýjan leik næsta haust. -JKS Lövgren bestur Sviinn Stefan Lövgren var eft- ir úrslitaleik Frakka og Svía í gær útnefndur besti leikmaður keppninnar. Þessi niðurstaða kom fáum á óvart en Lövgren lék framúrskarandi vel í mótinu. Hann fleytti m.a. Svíum í úrslita- leikinn með marki á lokasekúnd- unni gegn Júgóslövum í undanúrslitum. -JKS I>V Júgóslavar, sem tefldu fram geysilega öflugu liði á heimsmeist- aramótinu í handknattleik, fengu góða sárabót þegar þeir tryggðu sér bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur gegn Egyptum, 27-17, í gær. Fyrri hálfleikur var í jafnræði framan af en Júgóslavar leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 8-11. Síðari hálfleikur var hrein sýn- ing af hálfu Júgóslava, stungu Eg- ypta hreinlega af og fögnuðu að lok- um góðum sigri. Eftir sárt tap gegn Svíum í undanúrslitunum héldu margir að allur vindur væri úr Júgóslövum en þeir tvíefldust og voru staðráönir að taka bronsið. Júgóslavar léku mjög skemmtileg- an handbolta og eru vel að brons- verðlaununum komnir en þeir léku án tveggja sterkra leikmanna í keppninni. Vonbrigöi að leika ekki til úrslita „Það var alveg ljóst að við yrðum að sýna okkar bestu hliðar til að leggja Egypta að velli. Það voru hins vegar mikil vonbrigði að leika ekki um gullverðlaunin,“ sagði Branislav Pokrajac þjálfari Júgóslava eftir leikinn. Þjálfarar beggja liða, Pokrajac og landi hans Zoran Zivkovic, þjálfari Egypta, eru góðir kunningar og þjálfarar í fremstu röð. Zivkovic er að gera góða hluti með Egypta en hann gerði Júgóslava að heims- meisturum í Sviss 1986. Skrbic átti frábæran leik fyrir Júgóslava og skoraði níu mörk og Javonaviv skoraði sex mörk. Awad og Hegazy skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Egypta og verður fróð- legt að fylgjast með þeim á næstu árum. Lið þeirra er mjög efnilegt og framtíðin björt hjá þeim. -JKS NM í snóker: Góður árangur íslendinga íslenska landsliðið í karla- flokki í snóker varð um helgina Norðurlandameistari í snóker. í keppni liða skipuðu þrír kepp- endur hvert lið og voru þátttak- endur auk íslands frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Leikinn var einn rammi, allir við alla. ís- lendingar sigruðu með yfirburð- um, töpuðu aðeins þremur römmum af 27. Jóhannes B. Jóhannesson átti hæsta skorið en hann gerði 120 í leik á móti Norðmanninum Her- mund Ardalen. Svíar urðu í öðru sæti og Danir í þriðja sæti. í einstaklingskeppninni varð Jóhannes B. Jóhannesson Norð- urlandameistari þar sem hann sigraði Gunnar Hreiðarsson í úr- slitum, 5-0. Þetta var annað sinn í röð sem hann vinnur þennan titil. í kvennaflokki varð Charlotte Staun frá Danmörku Norður- landameistari. Hún sigraði Rós Magnúsdóttur, 3-0, í úrslitum. -JKS Draumaliðið á HM í Frakklandi Draumalið heimsmeistara- mótsins í handknattleik var til- kynnt í mótslok i gærkvöldi. Markvörður liðsins er Spánverj- inn David Barrufet en aðrir leik- menn eru Stefan Lövgren, Sví- þjóð, Eduard Kokscharow, Rúss- landi, Hussein Zaky, Egypta- landi, Kyung-Shin Yoon, Kóreu, Zikica Milosavljevic, Júgóslavíu, og Bertrand Gille, Frakklandi. -JKS Frakkinn Jerome Fernandez er ein mesta skytta í heiminum í dag. Hann skoraði átta mörk gegn Svíum úrsiitaleiknum og er eitt þeirra í uppsiglingu hér. Fernandez leikur með Montpellier. Blazo Lisicic, Branko Kokir og Ratko Djukovic fagna þegar bronsverðlaunin voru í höfn. Reuter Við vorum heppnir - tryggði Svíum sigur á Júgóslövum Stefan Lövgren átti stórleik hjá Svíum þegar þeir lögðu Júgóslava í undanúrslitum, 25-24, eftir að hafa verið meö fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Lövgren tryggði Svíum sigurinn með marki einni sekúndu fyrir leikslok. „Við vorum heppnir að sigra en heppnina þarf alltaf að hafa með í svona móti,“ sagði Bengt Johannsson þjálfari Svía. Svíar voru með yfirhöndina allan tíman og um tima í síðari hálfleik voru þeir með sex marka forystu, 17-11. Þá fór í hönd frábær leikkafli Júgóslava sem jöfnuðu metin, 21-21, og komust síðan yfir, 21-22. Lokamínúturnar voru spennuþrungnar þar sem Svíar reyndust sterkari. Júgóslavar hafa alltaf reynst Svíum erfiður mótherji og á því varð engin breyting í þessari viðureign. Fjórir leikmenn Svía sáu um markaskorunina og var Lövgren markahæstur með 11 mörk og Jovanovic skoraði 6 mörk fyrir Júgóslava. -JKS Héldu ekki út - Egyptar gáfu eftir 1 síðari hálfleik Egyptar bitu svo sannarlega frá sér í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum í París á laugardaginn var. Þeir leiddu lengstum leikinn og höföu tveggja marka forystu í hálfleik, 8-10. Frakkar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, vörn þeirra var firnasterk og Bruno Martini, markvörður, varði vel. Frakkar áttu sterkan lokasprett og sigruðu, 24-21. Egyptar fengu nokkra brottrekstra á sig um miðjan hálfleikinn sem varð þess einnig valdandi að þeir misstu frumkvæðið og Frakkar gengu á lagið. Markvörður Egypta, Muhamed Imbrahim, varði 18 skot en varð að fara af velli undir lokinn vegna skots í andlitið. Gregory Anqueetil skoraði 7 mörk fyrir Frakka og Jerome Fernandez sex mörk, öll í síðari hálfleik. Hussein Zaky skoraði átta mörk fyrir Egypta. -JKS Sárabót fyrir hið sterka lið Júgóslava: Tóku bronsiö - léku við hvern sinn fingur gegn Egyptum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.