Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 9
24
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001
25
Sport
Sport
Bikarmeistarar Grindavíkur á heimavelli:
Rassskelltir
- ÍR í úrslit eftir frækinn sigur á Grindavík
Pétur Ingvarsson, þjalfari Hamars, leggur á ráðin gegn Keflvíkingum í gær. Hamar sigraði í leiknum og er kominn í úrslit í bikarnum.
DV-mynd HH
Hamar sigraði í Keflavík og fer í úrslitaleikinn
ÍR vann frækilegan sigur á bik-
armeisturunum frá Grindavík,
97-76, og það á heimavelli meistar-
anna og eru þar með komnir í úr-
slit bikarkeppninnar og mæta þar
liði Hamars frá Hveragerði.
Gestirnir mættu eins og grenj-
andi ljón til leiks og héldu aftur af
skotmönnum Grindvikinga með
grimmri vörn frá byrjun. Það
leiddi til þess að jafnt var nánast
á öllum tölum í fyrsta leikhluta og
mesti munur á liðunum var sex
stiga forysta Grindvíkinga, 22-16,
um miðjan fyrsta leikhluta en
mikil barátta ÍR undir körfunni
færði þeim boltann tvisvar á
lokamínútu leikhlutans og staða
24-21 eftir fyrsta leikhluta.
Sami barningur var áfram í öðr-
um leikhluta og hvorugu liðinu
tókst að ná forystu sem neinu
nam og staðan í hálfleik 39-39. Það
segir nokkuð um baráttu gestanna
að þeir náðu að jafna tveimur sek-
úndum fyrir hálfleikslok og þeir
skoruðu fjögur stig á seinustu
mínútunni.
Ekki sannfærandi
Það var mál manna í hálfleik aö
eitthvaö þyrfti að gerast hjá
heimamönnum í seinni hálfleik ef
ekki ætti illa að fara gegn frískum
leikmönnum ÍR. Leikmenn
Grindavíkur virkuðu ekki sann-
færandi og lykilmenn varla komn-
ir á blað í hálfleiknum. Áfram hélt
leikurinn og enn var enginn mun-
ur á liðunum. Grindvíkingar
Njörður og Ragna
meistarar
Njörður Ludvigsson, TBR, og
Ragna Ingólfsdóttir, TBR, urðu
Reykjavíkurmeistarar i badmin-
ton en Opnu meistaramóti Reykja-
víkur lauk í TBR-húsum í gær.
Njörður sigraði Brodda Krist-
jánsson TBR í úrslitum, 15-11 og
15-14. Ragna mætti Brynju Pét-
ursdóttur, TBR, í úrslitum og sigr-
aði hana 3-11,13-10 og 11-2.
íslandsmet
Meistaramóti íslands í fjöl-
þrautum innanhúss fór fram um
helgina og urðu þau Ólafur Guð-
mundsson, HSK, og Vilborg Jó-
hannsdóttir, UMSK, hlut-
skörpust en Vilborg setti glæsi-
legt íslandsmet í sexþrautinni.
Úrslit urðu þessi:
Sjöþraut karla:
1. Ólafur Guömundsson, HSK 4916
2. Theódór Karlsson, UMSS 4797
3. Jónas Hallgrímsson, FH 4719
Sexþraut kvenna:
1. Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS 4407
(nýtt íslandsmet)
2. Ágústa Tryggvadóttir, HSK 4161
(nýtt telpnamet)
3 Gunnhildur Hinriksd., HSK 3956
Bubka
loks hættur
Sergei Bubka, margfaldur
heims- og ólympíumeistari i stang-
arstökki, lauk ferli sínum opinber-
lega á móti í heimaborg sinni Do-
netsk í Úkraínu um helgina. Mik-
ill fjöldi áhorfenda fylgdist með
þegar honum var veitt æðsta við-
urkenning þjóðar sinnar, orða
Úkraínuhetjunnar.
„Þetta er mjög erfiður dagur fyr-
ir mig. ég er rétt að byrja að átta
mig á því núna að ég á ekki eftir
að stökkva framar," sagði Bubka
af þessu tilefni. -ÓK
breyttu í svæöisvöm, í þeirri von
að vinna boltann af ÍR en það
gekk ekki eftir og staðan 64-62
þegar síðasti leikhluti hófst og
hægt að segja að leikurinn væri í
járnum.
Reyndar lentu heimamenn í
villuvandræöum þvf Pétur Guð-
mundsson fékk sína fjórðu villu á
þriðju mínútu leikhlutans og El-
entínus Margeirsson á sjöundu
mínútunni þannig að þeirra naut
ekki við. Kristján Guðlaugsson
jafnaði fyrir heimamenn strax á
fyrstu andartökum síðasta leik-
hluta en eftir það var leikurinn
ÍR. Á næstu sjö mínútum
gerðu þeir út um leikinn með því
að skora 15 stig í röð og breyttu
stöðunni í 64-79. Eftirleikurinn
var síðan næsta auðveldur og sig-
ur þeirra fyllilega verðskuldaður.
Muna ekki annað eins
Undirritaður man vart eftir
annarri eins útreið hjá liði Grind-
víkinga á heimavelli þvl gestirnir
hreinlega völtuðu yfír þá í lokin
án þess að þeir ættu svar við einu
eða neinu. Leikurinn var ráðleys-
islegur og lykilmenn virkuðu eins
og hálfgerðir byrjendur í iþrótt-
inni. Enginn virtist hafa getu til
að taka af skarið og stappa stálinu
í menn og hreinlega horfðu á gest-
ina fara með sigur af hólmi. Kevin
Daley átti nokkrar glæsilegar
troðslur sem glöddu ótrúlega fáa
áhorfendur og Páll Axel Vilbergs-
son átti ágæta kafla í leiknum en
Stacy Dragila setti um helgina
heimsmet í stangarstökki innan-
húss þegar hún stökk 4,63 m á móti
sem fram fór í Madison Square Gar-
den í New York. Fyrra met hennar
var 4,61 m.
Þetta mót markar upphaf innan-
hússtimabilsins í Bandaríkjunum
og því óhætt að segja að Dragila
byrji mótið á svipuðum nótum og
hún lauk utanhússtímabilinu í
Sydney.
Hin fertuga Merlene Ottey byrj-
hinir leikmennirnir óska þess
sennilega að hafa ekki verið með í
leiknum.
Leikmenn ÍR voru vel að sigrin-
um komnir eins og fyrr segir. Þar
lögðust allir á árina og skópu liðs-
heild sem dugði til sigurs. Eiríkur
Önundason fór fyrir sínum mönn-
um og átti glæsilegan leik en þeir
stóðu honum lítt að baki, Cedric
Holmes sem var drjúgur í vörn-
inni og Hreggviður Magnússon
sem átti skínandi leik.
Meiriháttar sigur
„Þetta var alveg meiriháttar sig-
ur hér i kvöld. Strákarnir rifu sig
upp úr lægð sem þeir hafa verið í
að undanfömu og þetta var sér-
lega ánægjulegt. Við vorum virki-
lega tilbúnir frá byrjun og eftir að
hafa jafnað fyrir leikhlé heyrði ég
á þeim að við gætum alveg farið
alla leið. Leikir þessara liða hafa i
gegnum tíðina verið miklir bar-
áttuleikir og þessi var það. Ég er
ekkert farinn að spá í úrslitaleik-
inn en hlakka bara til,“ sagði Jón
Örn Guðmundsson þjálfari ÍR eft-
ir leikinn.
Stig Grindavlkur: Kevin Daley 21,
Páll Axel Vilbergsson 17, Elentínus
Margeirsson 13, Kristján Guðlaugsson
13, Guðlaugur Eyjólfsson 6, Pétur Guð-
mundsson 6.
Stig ÍR: Eirikur Önundarson 27,
Cedric Holmes 20, Hreggviður Magnús-
son 18, Steinar Arason 14, HaUdór
Kristjánsson 8, Ólafur Sigurðsson 6,
Sigurður Þorvaldsson 2, Sigurður Tóm-
asson 2. -FÓ
aði ekki síður vel og sigraði í 60 m
hlaupi, á tímanum 7,20 sek., gegn
sterkum andstæðingum, s.s.
Chryste Gaines, sem varð önnur.
Ottey var ekki eini öldungurinn
sem stóð sig vel á mótinu en Johnny
Grey, 41 árs Bandaríkjamaður vann
800 m hlaupið, á tímanum 1:50,40
mín.
Þá vann Jearl Miles-Clarke sitt
fyrsta 800 m hlaup innanhúss en
hún á bandaríska metið í greininni
utanhúss. -ÓK
Hið ótrúlega og baráttuglaða lið
Hamar úr Hveragerði gerði sér lítið
fyrir og skellti heimamönnum úr
Keflavík í undanúrslitum bikarkeppn-
innar í körfuknattleik í gær i leik sem
var æsispennandi, framlengdur og
virkilega skemmtilegur. Staðan eftir
venjulegan leiktíma var 89-89 en einni
-framlengingu síðar var lokastaðan
94-97 og leikmenn Hamars stigu villt-
an stríðsdans enda í fyrsta sinn í sögu
félagsins sem sæti í úrslitaleiknum er
tryggt en sem vonlegt er voru Keflvík-
ingar að sama skapi niðurlútir.
Þrátt fyrir að aldrei megi afskrifa lið
Hamars þá bjuggust flestir viö að Kefl-
víkingar, með sína sterku blöndu af
ungum og efnilegum leikmönnum og
eldri og reyndari, myndu sigra því
staða þeirra í deildinni er öllu betri en
Hamarsmanna og þeir hafa unnið til
margra titla í gegnum tíðina og þá tap-
ar liðið ekki oft leik á heimavelli. Lið
Hamars hefur verið ansi köflótt í vetur
og flestir sigrar hafa komið á heima-
velli en nú nýverið lögðu þeir íslands-
meistara KR á útivelli og nú Keflvík-
inga og svo virðist sem liðið sé búið að
vinna bug á útivallardraugnum sem
svo lengi hefur hrellt þá.
Sprengikraftur
Hamarsmenn hófu leikinn betur og
voru fyrri til að skora megnið af fyrsta
fjórðungi en góöur leikkafli Keflvík-
inga í lok hans tryggði þeim tveggja
stiga forystu. I öðrum fjórðungi hélst
jafnræði með liðunum og þau skiptust
á að hafa foystu en þegar flautað var
til leikhlés var staðan jöfn, 38-38. Kefl-
vikingar mættu geysilega ákveðnir til
leiks í þriðja fjórðungi og um tíma var
mikill sprengikraftur í liðinu og allt
leit út fyrir að þeir myndu stinga af en
■Hamarsmenn héngu á seiglunni inni í
leiknum þannig að þegar fjórðungnum
lauk voru Keflvíkingar einungis með
átta stiga forystu. Leikmenn Hamars
máttu þakka fyrir að forysta Keflvík-
inga var ekki töluvert meiri en að
sama skapi voru Keflvíkingar eilítlir
klaufar að fara ekki inn i fjórða leik-
hluta með þægilegra forskot.
Stutt milli feigs og ófeigs
Fjórði leikhluti var geysilega spenn-
andi en Hamar jafnaði 70-70 þegar
hann var tæplega hálfnaður og jafnt
var á flestum tölum en þegar ein min-
úta og fimmtíu og fjórar sekúndur voru
eftir náðu Keflvíkingar sex stiga for-
ystu, 86-80, og þegar ein mínúta og
þrjár sekúndur voru eftir var munur-
inn fjögur stig. Hamar minnkaði mun-
inn í tvö stig með góðri körfu frá Hjalta
Pálssyni þegar þrjátíu og ein sekúnda
var eftir og var spennan þá orðin nán-
ast óbærileg.
Það er vitað að stutt er á milli feigs
og ófeigs og Magnús Þ. Gunnarsson,
leikmaður Keflvíkinga, komst að raun
um það í gær. Þegar tuttugu og ein sek-
únda var eftir af venjulegum leiktíma
tók hann þriggja stiga skot og hefði
hann hitt væru það Keflvíkingar sem
ættu sæti í bikarúrslitaleiknum en
boltinn fór ekki ofan í þótt ótrúlega
litlu hefði munað og f staðinn náöi
Skarphéðinn Ingason frákastinu og á
honum var brotið og hann fór á vítalín-
una og fékk tækifæri til að jafna leik-
inn þegar nitján sekúndur voru eftir;
taugar allra í íþróttahúsinu voru þand-
ar til hins ýtrasta en Skarphéðinn var
sallarólegur og setti bæði vítin örugg-
lega niður. Keflavík fékk tækifæri til
að klára leikinn en vörn Hamars var
góð og Hjörtur Harðarson tók erfitt
skot á síðustu sekúndunni en það geig-
aði og framlenging staðreynd. Þess ber
að geta að Calvin Davis, leikmaður
Keflvíkinga, fékk sina fjórðu villu þeg-
ar þrjátíu sekúndur voru liðnar af
fjórða leikhluta og veikti það liðið
óneitanlega og Hamarsmenn voru
duglegir að notfæra sér það og sér í
lagi Hjalti Pálsson. Þegar fáar sekúnd-
ur voru eftir af venjulegum leiktíma
fékk Davis svo sína fimmtu villu og því
naut hans ekki við í framlengingunni.
Sætur sigur
Framlengingin var geysispennandi
og þegar ein mínúta og tuttugu og
fimm sekúndur voru eftir af henni var
staðan jöfn, 94-94, en glæsileg þriggja
stiga karfa frá Pétri Ingvarssyni og
karfa úr hraðaupphlaupi frá Chris
Dade stuttu seinna tryggðu Hamars-
mönnum óvæntan og sætan sigur og
sæti í úrslitaleiknum eins og áður var
vikið að. Þessi leikur hafði mikið
skemmtanagildi og sáust glæsileg til-
þrif í bland við mörg mistök enda mik-
ið í húfi og spennustigið hátt. Hjá
Keflavík voru þeir Gunnar Einarsson
og Calvin Davis bestir og þá átti Guð-
jón Skúlason ágætan leik. Hjá Hamri
voru þeir Pétur Ingvarsson og Chris
Dade sterkastir en Hjalti Pálsson,
Skarphéðinn Ingason og Gunnlaugur
Erlingsson stóðu fyrir sínu.
„Við urðum bikarmeistarar HSK
fyrir tveimur árum og kannski bætum
við öðrum bikar 1 safnið í ár,“ sagði
brosandi og sigurreifur Pétur Ingvars-
son, þjálfari og leikmaður. Hamars,
sem enn eina ferðina hefur sýnt fram
á hvað barátta og ósérhlífni getur skil-
að miklu.
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson
23, Calvin Davis 22, Guðjón Skúlason
15, Jón N. Hafsteinsson 11, Birgir Ö.
Birgisson 9, Magnús Þ. Gunnarsson 8,
Hjörtur Harðarson 6
Stig Hamars: Chris Dade 27, Pétur
Ingvarsson 25, Hjalti Pálsson 12, Gunn-
laugur Erlingsson 12, Skarphéðinn
Ingason 12, Lárus Jónsson 7, Svavar
Svavarsson 3. -SMS
Stacy Dragila horfir hér á slána þar sem hún svífur yfir methæðina.
Reuter
Stangarstökk kvenna:
Heimsmet
- Stacy Dragila byrjar tímabilið vel
ísfirðingar stríddu Keflvíkingum á heimavelli:
Umdeild tæknivilla
- reyndist vendipunktur í leiknum
Keflavíkurstúlkur tryggðu sér
sæti í úrslitaleik í bikarkeppni
kvenna enn einu sinni er þær lögðu
KFÍ á heimavelli, 66-56, á laugar-
dag, eftir að gestimir höfðu leitt,
23-32, í hálfleik.
Það voru heimamenn sem höfðu
þar frumkvæðið í fyrsta leikhluta
með Brooke Schwartz í aðalhlut-
verki. Stúlkan sú gerði 11 af 17 stig-
um heimamanna, en hjá gestunum
var Jessica Gaspar með sjö af 14
stigum þeirra. í öðrum leikhluta
snerist dæmið hins vegar við og
sterk vörn ísfirðinga hélt Keflavík-
urliðinu í aðeins sex stigum í leik-
hlutanum og forysta gestanna 9 stig
í hálfleik.
Fátt benti til þess að heimamenn
myndu rétta sinn hlut í þriðja leik-
hluta og forskot gestanna ávallt átta
til tíu stig. En á fyrstu 52 sekúnd-
um fjórða leikhluta sýndu Keflvík-
ingar hvað koma skyldi og gerðu
þeir sjö stig og munurinn skyndi-
lega aðeins eitt stig. Tinna Björk
rauf þá þögn KFÍ með tveimur góð-
um körfum og kom KFÍ í 5 stiga for-
ystu en Keflvíkingar fóru þá loks að
hitta utan af velli.
Vendipunkturinn
Er sex mínútur voru eftir átti sér
stað vendipunktur leiksins. Þá fékk
Jessica Gaspar sína íjórðu villu í
baráttu um frákast og í kjölfarið
tæknivillu og því útilokun frá frek-
ari þátttöku í leiknum. Á skammri
stund var allt sjálfstraustið sem
geislaði af gestunum
komið í hendur
heimamanna og þær
gengu á lagið og frá
stöðunni 55-55 skor-
uðu þær 11 stig gegn
einu og sigruðu,
66-56.
Brooke Schwartz
var atkvæðamest
heimamanna, en þær
Erla, Marín og þá sér-
staklega Svava gerðu
mikilvægar körfur í
fjórða leikhluta.
Hjá gestunum lék
Jessica Gaspar mjög vel meðan
hennar naut við. Sólveig lék einnig
mjög vel í fyrri hálfleik og þær
Fjóla, Stefanía og Tinna áttu sömu-
leiðis íínan leik.
Smáhiksti
Kristinn Óskarsson, þjálfari
Keflavíkur, var ánægður í leikslok;
„Sóknarleikurinn hikstaði hjá okk-
ur í öðrum og þriðja leikhluta, og í
raun var Brooke ein um aö taka af
skarið í þeim fyrsta. En við lékum
sem lið í lokaleikhlutanum, og þetta
lið þekkir ekkert annað en að gera
vel og liðið á skilið að vera komið í
Höllina. Við erum án okkar helsta
skorara (Birnu Valgarðsdóttur) og
eigum hana því inni i fram-
haldinu. Það er styrkur að
sigra á ekki nema tveimur
góðum leikhlutum."
Ósanngjörn tæknivilla
Karl Jónsson, þjálfari KFÍ,
var að vonum vonsvikinn í
leikslok. „Við vorum of mik-
ið til baka eftir að við náð-
um forystu, en á meðan
voru þær ákveðnar í aðgerð-
um sinum. Vendipunktur
leiksins er þegar Jessica fær
mjög ósanngjarna tækni-
villu, og ég hefði haldið að
hún fengi aðvörun áður. En þetta
var leikur tveggja frábærra liða og
bæði lið sýndu sínar bestu hliðar en
þær áttu lokaorðið að þessu sinni.“
Stig Keflavíkur: Brooke Schwartz 28,
Erla Þorsteinsdóttir 15, Svava Stefáns-
dóttir 9, Marín Rós Karlsdóttir 6, Kristín
Blöndal 5, Sigriður Guðjónsdóttir 3.
Stig KFÍ: Jessica Gaspar 17, Sólveig
Gunnlaugsdóttir 14, Tinna B. Sigmunds-
dóttir 12, Fjóla Eiriksdóttir 9, Stefanía
Ásmundsdóttir 4.
-EÁJ
Erla Þorsteinsdóttiir
átti góöan ieik fyrir
Keflavík gegn KFÍ.
Stúdínur í heimsókn í vesturbænum:
Mættu ofjörlum sínum
- KR-stúlkur áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotið lið ÍS
„Ég er mjög ánægður með stelpurnar þar sem þær
komu með hárréttu hugafari í þennan leik. Við vorum að
spila okkar besta leik eftir áramót og mér fannst aldrei
vera nein spuming hvort liðið færi með sigur af hólmi,“
sagði Henning Henningsson, þjálfari KR, eftir að hafa
sigrað ÍS, 72-47, í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í KR-
heimilinu á laugardag.
KR byrjaði leikinn gegn Stúdínum af miklum krafti og
hittnin var gríðarlega góö. KR beitti 2:2:1 pressuvöm og
féll aftur í 2:3 svæðisvörn. Leikurinn var hraður fyrir vik-
ið og mun hraðari en gengur og gerist í kvennakörfunni.
Þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður og KR yfir,
22-6, tók Henning byrjunarliðið ú taf. í kjölfarið datt
dampurinn úr sóknarleik KR. ÍS fór að beita pressuvörn
og minnkaði muninn i sex stig, 22-16, en nær komust
Stúdínur ekki.
KR tók fljótlega aftur öll völd á vellinum þegar byrjun-
arliðsmennirnir fóru að tínast inn á aftur og lék engin
betur en Kristín Jónsdóttir sem hitti úr öllum sínum skot-
um utan af velli og var með 15 stig i fyrri hálfleik. Stað-
an í hálfleik var 36-26 fyrir KR.
Stór þriggja stiga karfa
KR jók síðan forskot sitt í þriðja leikhluta og var vöm
liðsins mjög sterk. Gréta Grétarsdóttir og Hanna Kjart-
ansdóttir fóru fyrir liðinu í sókn og gerði Gréta stóra
þriggja stiga körfu í lok þriðja leikhluta og kom KR 17
stigum yfir, 53-36. Við þessa körfu játuðu Stúdínur sig
sigraðar en heimastúlkur léku við hvem sinn fingur það
sem eftir lifði leiks og leikgleðin skein úr hverju andliti.
Lið KR átti sinn besta leik í langan tíma og vom
lykilmanneskjur að hitta vel. Kristín átt enn
einn stórleikinn í vörn og sókn og Hildur Sig-
urðardóttir var einnig í miklum ham. Hanna
var sterk aö vanda og Gréta er alhliða leikmað-
ur sem skilar griðarlega stóm hlutverki í liðinu
og er að gera hluti sem eru ekki áberandi.
Vængbrotiö liö
Stúdínur mættu einfaldlega oflörlum sínum að
þessu sinni enda er liðið frekar vængbrotið
þessa dagana. Meira að segja þjálfari liðsins, Ós-
valdur Knudsen, gengur ekki heill til skógar og
er með hönd í fatla. Stella Rún Kristjánsdóttir
meiddist í byrjum annars leikhluta og var það
ekki á bætandi. Cecilía Larsson var góð í öðr-
um leikhluta og Hafdís Helgadóttir gerði það
sem hún gat og reyndi að drífa sitt lið áfram.
Lovísa Guðmundsdóttir komst ágætlega frá
leiknum en meiðsli í ökkia héldu aftur af henni.
Kristín Jónsdóttir sækir hér aö körfu ÍS en hún átti mjög góöan
leik. DV-mynd E.ÓI.
Einfaldlega betri
„KR-liðið var einfaldlega betra i dag. Þær vom
að hitta vel í þessum leik á meðan sóknarleikur-
inn hjá okkur gekk brösulega. Ég bjóst ekki við
að KR myndi spila svæðisvörn og það tók okk-
ur svolítið út af laginu í byrjun leiks. Við höfum
verið óheppin með meiðsli en það afsakar ekki
þetta tap að þessu sinni,“ sagði Ósvaldur Knud-
sen, þjálfari ÍS, við DV að leik loknum.
Stig KR: Kristín Jónsdóttir 17 (5 stolnir, 8/10 í skot-
um), Hanna Kjartansdóttir 17, Hildur Sigurðardóttir 16
(10 fráköst), Gréta Grétarsdóttir 9 (11 fráköst, 6
stoðsendingar), Guðrún Sigurðardóttir 4, Sigrún
Skarphéðinsdóttir 3, Guðbjörg Norðflörð Elíasdóttir 3,
María Káradóttir 2, Helga Þorvalsdóttir 2.
Stig ÍS: Hafdis Helgadóttir 10, Cecilía Larsson 9,
Lovísa Guðmundsdóttir 7 (6 fráköst, 4 varin skot), Júl-
ía Jörgensen 6, María Leifsdóttir 5, Jófríður Halidórs-
dóttir, Stella Rún Kristjánsdóttir 3, Þórunn Bjamadótt-
ir 2.
-BG