Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 16
32 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 > Adam Keefe, Golden State, sækir hér að körfu Dallas í leik liöanna á laugardaginn en risinn Shaun Bradley er til varnar. Reuter - sumir vilja þó gleyma þeim sem fyrst Minnesota Timberwolves í NBA- deildinni unnu á laugardag sinn 10. leik í röö sem er met hjá félag- inu, þegar þeir unnu góðan útisig- ur á Toronto Raptors. Þeir mega þó teljast heppnir aö hafa náð aö krækja í sigurinn þar sem Toronto náði aö jafna í lokin en því miður náði Tracy Murray ekki að sleppa hendinni af boltanum áður en flautan gall. Karl Malone fór fyrir Utah í sigri á Seattle, skoraði 28 stig og jafnaöi persónulegt met sitt með 12 af 12 skotnýtingu. Utah halda enn efsta sætinu í Miðvesturdeildinni á undan San Antonio sem unnu Houston heima og var þetta sjötti sigurleikur Spurs í röð og i 11. skipti í röð sem þeir leggja Rockets. Jerry Stackhouse, annar stiga- hæsti maður deildarinnar, var ekki á skotskónum í leik Detroit gegn Cleveland á heimavelli Cavaliers og hitti aðeins sjö af 34 skotum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Pistons sigruðu í leiknum. Eric Piatkowski var hins vegar í réttu skónum þeg- ar hann leiddi LA Clippers til sig- urs á Portland í Los Angeles. Þetta var annar sigurleikur Clippers í röð en slíkt hefur aðeins gerst þrisvar á þessu tímabili. Tap Trail- blazers var aðeins það fimmta í síð- ustu 22 leikjum og þeir höfðu einnig unnið Clippers í 13 af síðu- istu 14 viðureignum liðanna. Það á ekki af gamla stórveldinu Chicago Bulls að ganga en þeir töp- uðu sínum 14. leik í röð gegn Vancouver. Þetta er met hjá félag- inu sem aðstandendur þess vilja sjálfsagt gleyma fljótt. Tvíframlengt Sjö leikir fóru fram í deildinni á fostudag. í Philadelphia tóku heimamenn í 76ers á móti Orlando Magic og réðust úrslitin í 2. fram- lengingu, 117-123 fyrir Orlando, nokkuð óvænt. Darrell Armstrong var maður leiksins og skoraði 34 stig sem er persónulegt met. Boston Celtics vann sinn fimmta leik í röð gegn Detroit Pistons á útivelli, 95-102, þó að í liðið vantaði Antoine Walker en Paul Pierce tók sig til og skoraöi 40 stig fyrir Boston. -ÓK/HRM Jón Arnar fimmti - á boðsmóti Erki Nool um helgina Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi úr Breiðabliki, varð um helg- ina fimmti á sjöþrautarmóti í Tallin í Eistlandi, móti sem kennt hefur verið við Ólympíumeistarann og heimamanninn Erki Nool. Jón Amar náði 6056 stigum og varð rúmum 200 stigum á eftir sigurvegaranum Rom- an Sebrle frá Tékklandi. Gestgjafinn Nool varð einungis sjötti með 6026 stig. Jón var í þriðja sæti eftir fyrri dag meö 3460 stig. Hann hljóp þá 60 m á 6,99 sek. og varð fimmti. Því næst stökk hann 7,65 m í langstökki, sem er mjög góður árangur, og varð annar rétt á eftir Sebrle. Þriðja greinin var siðan kúluvarp og þar kastaði Jón 15,88 m og varð einnig annar á eft- ir Lev Lobodin. Síðasta grein fyrri dags var hástökk en þar náði Jón sér ekki alveg á strik og stökk 1,95 m. Síðari dagurinn hófst á 60 m grindahlaupi og Jón kom vel stemmdur til þess og hljóp á 8,00 sek. sem er aðeins 2/100 úr sekúndu frá íslands- meti hans. Þá tók stangarstökkiö við og þar stökk Jón 4,95 m og féll við það úr verðlaunasæti. Síðasta greinin, 1000 m hlaup, hefur kannski aldrei verið sterkasta grein Jóns en hann lauk hlaupinu á 2:54,47 mín. og varð þrettándi í greininni. Árangur Jóns Amars ætti að duga til þess að hann komist á heimsmeistaramótið innanhúss í Lissabon í byrjun mars, þó svo að hann hafi ekki náð lágmarkinu fyrir mótið sem er 6100 stig. -ÓK Metin falla NBADEILDIN Úrslit á laugardag: Washington-Denver........100-105 Whitney 24, Hamilton 18, Howard 18 - McDyess 24 (16 frák.), Van Exel 23 (11 stoös.), LaFrentz 17 (11 frák.). Toronto-Minnesota .......105-108 Davis 25 (13 frák., 3 varin), Carter 19, Murray 14 - Garnett 30 (13 frák.), Szczer- biak 19, Ellis 18 (11 frák.). Orlando-Atlanta ...........96-84 McGrady 26 (15 frák.), Armstrong 22 (10 frák., 3 stolnir), MiUer 15 - Terry 22, Wright 20, Mutombo 11 (15 ffák.). Cleveland-Detroit......81-88 (frl.) Mihm 14 (12 frák.), MUler 14, Traylor 13 - Smith 22 (13 frák.), Stackhouse 21, Barros 17. Dallas-Golden State.......101-95 Nowitzki 23, Eisley 20, Laettner 15, Davis 15 - Sura 28, Jackson 27 (12 frák.), Jamison 16. Milvvaukee-Indiana....... . 104-85 Cassell 23, Robinson 22, AUen 20 - Rose 15, Best 13, Bender 13. San Antonio-Houston ........90-88 Duncan 28 (11 frák., 4 varin), Anderson 15, Robinson 13 (4 varin) - Francis 29 (10 frák.), Mobley 28, Taylor 11. Utah-Seattle ..............111-91 Malone 28, Marshall 22 (10 frák.), RusseU 21 - Lewis 19, Baker 17, Davis 13. Vancouver-Chicago...........91-84 Bibby 26, Abdur-Rahim 21 (13 ffák., 3 var- in), Long 12 - Fizer 26, Mercer 17, Brand 14 (15 ffák., 3 varin). LA Clippers-Portland .......90-89 Piatkowski 26, Odom 18, Mclnnis 17 - Wells 22, Stoudamire 15, Smith 15. Úrslit á föstudag: New Jersey-New York.........71-95 Marbury 14, Newman 12, Williams 11 - Johnson 20 (3 varin), Houston 19, SpreweU 18, Rice 16. Philadelphia-Orlando 117-123 (2 frl.) Iverson 47, Ratliff 21 (13 frák., 4 varin), HUl 15 (10 frák.) - Armstrong 34 (13 stoðs.), McGrady 25, Miller 24. Atlanta-Miami ..............80-91 Terry 31, Wright 17 (10 frák.), Glover 10 - Jones 24 (12 frák., 3 stolnir), Hardaway 18, Grant 16 (13 ffák.). Detroit-Boston.............95-102 Stackhouse 40, Atkins 14, Cleaves 13, WiUiams 6 (13 ffák.) - Pierce 40, Wiliiams 17, Stith 14, Potapenko 13 (10 frák.). Indiana-Denver.............103-94 MUler 27, Rose 26, Best 16 (10 stoðs.) - McDyess 25, Van Exel 19 (10 stoös.), LaFrentz 15 (10 frák.), WUlis 15. LA Lakers-Charlotte.........93-87 Bryant 44 (5 varin, 9 frák.), Fox 9, Rider 8, Horry 8 - Mashburn 28, Davis 18, Camp- beU 14 (11 frák.). Sacramento-Vancouver .... 105-95 Webber 41 (15 frák.), Stojakovic 17, Divac 13 (10 ffák.) - Abdur-Rahim 27, Bibby 23, Abdui-Rauf 14. Tvíkeppni kvenna á HM um helgina: Endurkoma Ertl - hin þýska Martina Ertl heimsmeistari eftir erfið meiðsli Þar til í desember síðastliðn- um var Þjóðverjinn Martina Ertl með forystu í samanlagðri stiga- keppni kvenna í heimsbikamum en hún þykir sterk i öllum grein- um alpagreina. Hún varð svo fyrir því að slita liöbönd í hné og þar til á fóstudag hafði hún ekki tekið þátt í neinni keppni. Hún hirti hins vegar gull í tvíkeppni kvenna á heimsmeistaramótinu í St. Anton og það með vænni forystu á silfurhafann, hina ungu Christinu Sponring frá Austurríki. „Þetta er besti dagur skíðafer- ilsins míns,“ sagði Ertl eftir að gullið var tryggt. „Að lenda í svona erfiðum meiðslum og koma svo aftur og vera heims- meistari er ólýsanlegt." Óvænt á palli Christina Sponring er 17 ára Austurríkismær og var að taka þátt í sinni fyrstu heimsmeist- arakeppni. Hún var einnig í skýjunum með árangurinn sem og Karen Putzer frá Ítalíu en verðlaunapeningurinn kom henni jafn mikið á óvart. Fyrirfram var haldið að keppnin myndi standa milli Jan- icu Kostelic frá Króatíu og Renate Götschl frá Austurríki en báðar heltust þær úr lestinni áð- ur en yfir lauk. Kostelic í fyrri ferð svigsins og Götschl í þeirri síðari en hún hafði þá verið komin með væna forystu. Martröö hjá Götschl HM er því að breytast í martröð fyrir Götschl en hún datt einnig úr keppni í risasvig- inu eftir að hafa verið með bestu millitímana i brautinni. Kostelic hefur unnið síðustu níu svigmót sem hún hefur tekið þátt í en hún datt óvænt í brekkunni í fyrri ferð svigsins í tvíkeppn- inni. Hún lætur hins vegar það ekki á sig fá og segist koma tví- efld til leiks í svigkeppni kvenna sem fram fer á fimmtudaginn. -esá Urslit Tvíkeppni kvenna: 1. Martina Ertl, Þýskalandi . .2:55,65 2. C. Sponring, Austurriki . . . 2:58,23 3. Karen Putzer, Ítalíu ...2:58,69 4. C. Rey Bellet, Sviss ...2:59,43 5. P. Haltmayer, Þýskalandi .2:59,79 J l % irí IB IV 1U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.