Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 3
g f n i Fjórum bráðefnilegum piltum úr skóla þeim er við verslun kennir sig hefur tekist að troða í sig oggulítilli sneið af rjómatertu auglýsingamarkaðarins en hafa ekki einu sinni efni á .is-viðskeytinu vinsæla. Hugmyndunum eiga þeir hins vegar gnótt af og eru að hefjast handa við gerð aiíslenskra teiknimyndaþátta um Einfætlingana. Þeir Hjörtur Hjartarson, Þorvaldur Sævar Gunnarsson, Guölaugur Aöalsteinsson og Valdimar Kristjónsson eru haröjaxlar og þurfa engan umboösmann. „Við rákum umboðsmanninn. Það gerðu Spice Girls líka og sjáðu hvar þær eru í dag,“ segja fjórmenning- amir á Kringlukránni og eru á því að þetta sé masterlykill að velgengn- inni. Þeir hafa brallað ýmislegt sam- an og meðal annars búið til auglýs- ingar fyrir ljósvakamiðla, sett upp heimasíður og blöð fyrir fyrirtæki og búið til teiknimyndir. „Við erum líka með fylgdarþjónustu og svo spilar Valdi líka á skemmtara í þorrrablótum," segir Gulli við góðar undirtektir Dodda og Hjartar. „Ég vil ekki sjá að þú skrifir skemmtara, ég spila á píanó,“ leiðréttir Valdi hörundsár og uppsker frekari hlát- ur. Hann og Gulli leika einnig sam- an í söngleiknum Wake Me up before You Go Go í Loftkastalan- um og hafa lítinn tíma til annars nú um stundir. Ósmekklegt að sleppa fleiri útlimum Auk auglýsinganna hafa strákarnir nú hrundið gamalli hugmynd í fram- kvæmd, gerð teiknimyndaþátta fyrir sjónvarp, og sótt um styrk í Ball- antinessjóðinn. „Þetta er ádeila á ís- lenskt þjóðfélag og við myndum taka fyrir áberandi fólk og málefni og gera grin að íslenskum siðum. Við erum nefnilega gæddir þeim einstaka hæfi- leika að gera grín að fólki á þess kostnað,“ segja þeir „Það vantar líka íslenska teiknimyndaseríu. Eina teiknimyndin sem ég man eftir er aug- lýsing fyrir skólaost," segir Gulli. All- ar persónur þáttanna eru einfættar, enda eiga þeir að heita Einfætlingam- ir. „Það er mjög skemmtilegt og býður upp á marga möguleika. Þarna mótast kynþáttafordómar af því hvort menn eru með vinstri eða hægri löpp og það eru allir öryrkjar. Þeir sem hafa tvær lappir eru sendir á Ólympíuleika fatl- aðra og í venjulegum einfættum fót- boltaleikjum detta leikmenn eftir hvert skot, alveg eins og í ítalska bolt- anum,“ segja Doddi og Valdi. „Svo sparar það bæði tíma og peninga að hafa kallana einfætta en kannski ósmekklegt að sleppa fleiri útlimum," játa þeir. Dreymir um dömubindaauglýsingu Frægasta auglýsing strákanna til þessa, og reyndar sú eina sem þeir vilja láta bendla sig við er auglýsing sem þeir gerðu fyrir markaðsstjóra BSR, sjálfan Fjölni Þorgeirsson. „Þeir leyfðu okkur alveg að ráða öllu. Ef við værum stórt auglýsingafyrir- tæki þyrftum við að gera auglýsingar eftir annarra höfði. Það er miklu skemmtilegra að fá að vera grófir. Af hverju má til dæmis ekki segja typpi í auglýsingum," spyrja þeir. „Óskaaug- lýsingin hlýtur að vera dömubinda- auglýsing,“ segir Hjörtur og hinir samsinna. „Við verðum að gera dömu- binda-, bleiu- og bílaauglýsingu áður en við hættum." Timinn er nægur því þeir eru eiginlega ekki byrjaðir og ætla að ljúka náminu i Versló áður en þeir snúa sér að fullu að auglýsinga- geiranum. „Við viljum gera eitthvað kreatíft og erum í startholunum með margmiðlunarfyrirtæki fyrir þetta allt,“ tilkynna þeir. „Því Internetið er komið til að vera,“ smyr Gulli ofan á með beyglað bros á vör. Fyrirtækið ber nafnið Hugmyndir. „Það væri reyndar fyndið að hafa það Hugmynd- ir.is, en við höfum ekki efni á því. En við borðum mikið skyr.is og hlustum á Buttercup.is," segja þeir að endingu. Stuttmyndadagarnir eru árlegur viðburöur í Reykjavíkurborg og í vor verða þeir : ^ haldnir í 10. skipti. Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðarmaður er einnig umsjón- armaður hátíðarinnar og hann lofar að hátíðin verði stærri og glæsilegri en áður. Stærri og flottari stuttmynd „Þetta er í tíunda sinn sem þessi stuttmyndahátíð er haldin og það hafa myndast tengsl við aðrar stuttmyndahátíðir erlendis. Við fáum verðlaunamyndir að utan sendar til okkar til að sýna og héð- an í frá verða myndirnar hátt i hundrað talsins, bæði íslenskar og erlendar, en ekki 40-50 íslenskar stuttmyndir eins og áður hefur verið,“ segir Jonni. Afmælishátíð Þar sem þetta er afmælishátíð Stuttmyndadaga verða gerðar ein- hverjar breytingar og hátíðin verð- ur töluvert stærri í sniðum og glæsilegri en áður. Þetta verður haldið í tveimur sölum í Háskóla- bíói dagana 22.-25. maí. „Það er miklu meira varið í að taka þátt í þessu núna, þegar þetta er blanda af erlendum og íslenskum stutt- myndum og samkeppnin er meiri.“ Eins og áður hefur verið er það borgarstjórinn sem í lok hátíðar- innar veitir verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. „Fyrstu verðlaun eru glæsilegur gripur úr bronsi sem nefnist íslenska skreiðin eftir Stefaníu Sverris- dóttur myndhöggvara." Það er líka verið að vinna í að fá hingaö erlenda fyrirlesara. „Það á eftir að koma í ljós nákvæmlega hver það verður en við erum að gæla viö þá hugmynd að fá hingað John Waters sem gerði meðal anriars myndimar Cry Baby, Serial Mum og Hairspray." Byrjað að taka við umsóknum Jonni segir að byrjað sé að taka við umsóknum og hægt sé að sækja um á visi.is eða á skrifstofu Kvikmyndasjóðs við Túngötu 14 þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. Þátttökugjaldið er 1500 krónur en eftir 4. apríl hækkar það í 2000 krónur. Þann 6. maí er svo allra síðasti séns að sækja um. Að- spurður um tilgang hátíðar af þessu tagi segir Jonni hann aðal- lega vera að leiða saman unga kvikmyndagerðarmenn svo þeir geti sýnt sín verk, skoðað verk annarra og skipst á skoðunum. „Þetta er líka gott tækifæri fyrir unga kvikmyndagerðarmenn sem vilja og eru að reyna að koma sér Jóhann Sigmarsson er umsjónarmaöur Stuttmyndadaga sem veröa haldnir í vor. áfram í greininni." Nasistamell- urnar: Leita að klámi á Netinu Ólympískir hnefaleikar: Öruggari en að vera klappstýra Hvernig þú átt að taka á móti barni: í leigubfl! Dr. Gunni: Guðna í varafor- manninn Uppstoppaðir Islendingar: Og líka þeir sem hafa breyst Crazy Toum: Einnar nætur gaman Rammstein: Langar til íslands ís Jennifer Tzar: Myndar flottu Islendingana www.visir-is/fokus fokusSfokus • is rl í f i ö Múm oa Slowblow snúa aftur Hannbal Lecter er ekki hættur Hliómsveitin Delphi stefnir á olötu Litla vámpiran í bíó Forsíöumyndina tók Hilmar Þór af Nasistamellunum f ókus fylgir DV á föstudögum 23. febrúar 2001 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.