Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 11
„En er þetta ekki bara eitthvað „one hit wonder" sem fjarar út á nokkrum vikum og fellur í gleymsku eins skjótt og það reis til frama? Það held ég ... Það segir nú líka sitt að lagið Butterfly er víst eitt
vinsælasta lagið á stöðum eins og Astro og Klaustrinu í dag og ég tala nú ekki um vinsældir þess á Topp Tónlistarstöðinni, FM 957.“
Það eru allir að hlusta á hljómsveitina CrazyTown í dag, allavega í útvarpinu. Lagíð Butterfly hefur orðið
vinsælt alstaðar þar sem það hefur verið spilað og erlendis virðist bandið vera að selja plötur í heilu flug-
móðurskipsförmunum. Samt sem áður virðist enginn hafa heyrt um þetta band áður. Frosti Logason
kannaði hvort eitthvað væri á bak við ailt umtalið.
gaman
Þegar ég heyrði fyrst nafnið Crazy
Town hugsaði ég: „Hrikalegt nafn á
hljómsveit maður!“ en þegar ég
heyrði útvarpshitta'rann „Butteríly"
ákvað ég að kanna málið betur.
Fyrst var hvergi hægt að fá plötu
með þessu bandi en eftir nokkra eft-
irspurn virtist einhver hafa tekið
sig til og ílutt inn „The Gift of
Game“, fyrstu og einu plötu LA
sveitarinnar Crazy Town. Lagið sem
hafði hljómað á öldum ljósvakans
lofaði góðu. Þegar nánari rannsókn
var framkvæmd kom í ljós að við-
kunnanlega gítarstefið var engin til-
viljun. Það hafði verið fengið lánað
frá einum af mínum uppáhalds-
hljómsveitum í gamla daga, engum
öðrum en kóngunum í Red Hot
Chili Peppers. Söngvari Crazy
Town segir á heimasíðu hljómsveit-
arinnar að textinn í laginu Butterfly
hafi einfaldlega bara runnið upp úr
honum þegar hann heyrði Chili
Peppers lagið „Pretty Little Ditty“
af plötunni Mothers Milk. Það lá
því bara næst við að sampla úr því
gítarinn, henda inn nýju bíti og þá
var nýr metsingull fæddur. Það
þurfti að sjálfsögðu að fá samþykki
frá höfundunum en það reyndist
ekki vera neitt mál. „Þeir fíluðu lag-
ið bara feitt,“ sagði söngvarinn
Mazur og benti á að þetta væri eina
Peppers-samplið sem hefur hingað
til verið samþykkt.
í grunnskóla með lce
Cube
Það var einmitt Mazur og félagi
hans Shifty sem að stofnuðu bandið
á sínum tíma en saman deila þeir
því göfuga framlínuhlutverki að
vera söngvarar í Crazy Town. Báðir
höfðu þeir starfað sem
rapppródúserar í LA í nokkur ár
áður en þeir kynntust og hófu að
gera saman tónlist. Þeir segjast hafa
alist upp við það að hlusta á N.W.A,
Cypress Hill og Ice-T en auk þess
höfðu þeir fílað hinar og þessar alt-
ernative rokkgrúppur. Shifty segist
vera þessi týpa sem er með blöndu
af Kurt Cobain, Sid Vicious og
Biggie Smalls í blóðinu en hafl
fundið sína tónlistarstefnu er hann
komst yfir Beastie Boys plötuna
„Licensed To 111“ þegar hann var í
fríi með fjölskyldunni í Mexíkó.
Mazur segist hins vegar snemma
hafa farið að gera bít og lærði listina
að skratsa þegar hann gekk í grunn-
skóla með Ice Cube, Divine Styler
og báðum House Of Pain töffurun-
um, Everlast og Danny Boy.
Vafasamar vinsældir
Þegar þeir Mazur og Shifty voru
orðnir þreyttir á þvi að búa enda-
laust til einhverjar lúppur fyrir von-
lausa rappara ákváðu þeir að taka
málin í sínar eigin hendur og settu
saman sína eigin hip hop sveit. í dag
er Crazy Town sjö manna hópur
sem samanstendur af trommara,
bassa og tveimur gítarleikurum,
plötusnúð og svo rappararnir tveir
að sjálfsögðu, Mazur og Shifty. Það
var síðan Columbia Records sem
gaf út plötuna „The Gift of Game“
árið 1999 og síöan þá hefur bandið
sent frá sér þrjá singla. í fyrstu
tveimur tilraununum gerðist lítið
sem ekkert en i þriðja skiptið varð
allt vitlaust. Það var hið áðurnefnda
metsölulag, Butterfly, sem að nýver-
ið breytti lífi Crazy Town strákanna
þannig að þeir eru nú frægir um all-
an heim.
En er þetta ekki bara eitthvað
„one hit wonder" sem fjarar út á
nokkrum vikum og fellur í
gleymsku eins skjótt og það reis til
frama? Það held ég. Ég hlustaði á
plötuna með opnum hug en komst
að því að Butterfly er eina
melódíska lagið á þessari annars
hráu rapp/rokk plötu og þykir rest-
in af efni plötunnar vera frekar
klént fyrir minn smekk. Það segir
nú líka sitt að lagið Butterfly er víst
eitt vinsælasta lagið á stöðum eins
og Astro og Klaustrinu í dag og ég
tala nú ekki um vinsældir þess á
Topp Tónlistarstöðinni, FM 957.
plötudómar
hvaö? fyrir hvernf skemmti legar staöreyn air niöurstaöa
★★★ Flytjandi: SnOOp Dogg piatan: The Last Meal Útgefandi: Priority/SKÍfan Lengd: 77:09 mín. Snoop Doggy Dogg sló fyrst i gegn á Chronic-plötunni hans Dr. Dre fyrír tæpum áratug. Hann sendi síðan frá sér plötuna „Doggystyle" sem sló rækilega í gegn en hefur átt frekar erfitt uppdráttar síðan. Þetta er hans fimmta plata og nú er hann aftur að vinna undir stjórn Dr. Dre eftir nokkurt hlé. Tónlist Snoop Dogg er grúví kaliforn- íurapp með miklum p-funk áhrifum. Þeir sem sakna gangster-rappsins ættu kannski aö tékka á plötunni, sem og allir þeir sem geta ekki staðist mjúkt rappflæöi Snoop sem er hans helsta einkenni og hans stærsti kost- ur. Snoop Dogg hefur gengiö frekar brösu- lega aö undanförnu. Næstu tvær plöt- ur á undan þessari voru að mestu unnar með Master P. I New Orleans og þóttu ekki vel heppnaðar. Auk Dr. Dre eiga pródúserarnir Timbaland, Meech Wells, Scott Storch o.fl. lög á nýju plöt- unni. Þetta er þokkaleg plata. Hún hljómar eins og ekki neitt neitt við fyrstu hlust- un en vinnur á viö frekari kynni. Það eru ágætisstykki á meðal þessara 19 laga, t.d. „Go Away", „Brake Fluid", „Bring It On“ og „Stacey Adams". Þetta er svona losaralegt og fönkí rapp. Það er samt of mikið af uppyll- ingarefni. Dre og Timbaland eru langt undir getu! trausti júlíusson
★★★ Fiytjandi: Stephen Malkmus piatan: Stephen Malkmus Útgefandi: Domino/Japis Lengd: 41:43 mín. Síðrokks-popparinn Stephen Malkm- us, forsprakki Pavement, er hér einn á ferð með sólóskífu. Hann er jú með hljómsveit sér til abstoðar en allt efn- ið er samið af Malkmus og útsetning- ar I hans stjórn. Þetta er vandað síð- popp í ætt við Pavement sálugu en samt ekki eins súrealískt, og þó. Pavement-aðdáendur verða sjálfkrafa áskrifendur að þessari tónlist. Artie/lndie-popparar af hinum ýmsu stæröum og gerðum eru markhópur- inn og þá eru meðtaldar ostafýlu-stelp- urnar I MH. Þessi tónlist krefst lágs blóðþrýstings og nóg af þolinmæði. Upphaflega átti þessi plata að heita „Swedish Reggae" og átti þaö aö vera skírskotun I eöli tónlistarinnarsem, aö sögn höfundar, er gædd sænskri ná- kvæmni og afslöppuðum fíling reggae- tónlistar. Pavement var á sínum tíma algjört költ I „college/indie"-geiranum I Bandarlkjunum og þessi plata heldur að vissu leyti upp anda þeirrar fornu sveitar. Kærkomin plata er hér á ferð sem veldur þó nokkrum vonbrigöum. Undir- spilið mætti vera miklu llflegra og þá sakna ég sérstaklega gamla Pavem- ent-trommarans. Ef hann heföi veriö meö á þessari sklfu heföi bæst við heil stjarna I einkunnagjöfina. frosti logason
★ ★ Fiytjandi: Etta James piatan: Matriarch Of The Blues Útgefandi: Private/Japis Lengd: 64:27 mín. Etta James er ein af magnaöri blús- og soul-söngkonum allra tíma - búin aö vera að síðan á sjötta áratugnum. Jerry Wexler kallaöi hana „móöur blús- ins". Á þessari piötu, sem kom út seint á síðasta ári, er hún í blúsgírn- um. Þetta er Etta I blúsumhverfi að syngja standarda eins og „Try A Little Tend- erness", „Miss You", „Hound Dog", „Born On The Bayou" o.fl. Gltarar-riff og sóló, feit orgelsánd og Memphis- blástur ættu aö tryggja aö blúsmenn og -konur verði ekki fýrir vonbrigðum. Etta er búin að lifa tímana tvenna. Há- punkturinn á ferlinum var sjöundi ára- tugurinn, einmitt þegar hún var á kafi I dópi og rugli. Janis Joplin hlustaði á hana á æfingum þegar hún var ung- lingur og varö fyrir mjög miklum áhrif- um frá söngstílnum hennar á þeim tíma. Janis er búin aö vera dauð I 30 ár en Etta er enn að. Þessi plata lofar góöu en stenst ekki væntingar. Þó að lagalistinn sé glæsi- legur, sándið flott, bandið komi þessu ágætlega frá sér og Etta eigi mjög góða spretti er þetta bara of staðlað til þess aö eitthvað sé varið I þetta aö ráði. trausti júlíusson
★★ Flytjandi: Fuel piatan: Something Like Human Útgefandi: Sony/Epic/Skífan Lengd: 37:53 mln. Pennsylvaníu-rokkbandið Fuel með sína aðra skífu en þessi hljómsveit er þekktust fyrir útvarpssingulinn • „Shimmer" sem náði sínum hátindi seinnipart ársins 1998. Þetta band er bein afleiöing af grunge-rokkinu og er hálfilla tímasett því sú stefna leiö und- ir lok um miöjan síöasta áratug. Þessi diskur gæti vel átt heima I safni sportrokkarans sem blastar diskinn I bílnum á ieiðinni heim af handboltaæf- ingu, með blautt háriö og að sjálf- sögðu á GTI-bll. Óþroskaða fermingar- stelpan gæti lika oröið hljómsveitinni aö bráö. Fuel varö fýrst fræg fyrir áðurnefndan „Shimmer"singul en hann færði hljóm- sveitinni platínusölu bæði I Bandaríkj- unum og Ástralíu. „Shimmer" var líka mest spilaöa lagið I „Modern Rock“-út- varpi áriö 1998 og héldu sumir að þarna væri á ferðinni næsta Nirvana. Á „Something Like Human" er lagið Hemorhage reyndar að gera svipaðar gloriur I amerisku rokkútvarpi I dag. Litlaus plata sem er þó rokkaðri en ég átti von á. Útvarpsballaöan „Hemor- hage" er ágætislag en þar eru líka allt aðrir hlutir aö gerast samanboriö viö restina af diskinum. Þetta er alltof gömul hugmynd sem er fengist viö hér og er hljómsveitin því aö svamla I sama drullupolli og lopa-rokkbandið Creed. Þaö er ekki jákvætt. frosti logason
ntA
I
WpMM
t^-í T w
rvtiÉál
23. febrúar 2001 f Ó k U S
11