Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Page 2
18 MÁNUDAGUR 5. MARS 2001 Sport unqlinga DV m;<isr - norðanstúlkur fóru heim með bikarinn í 3. flokki kvenna Úrslitin í íslandsmótinu innanhúss hjá 3. flokki kvenna fóru fram sl. sunnudag í ValsheimUinu. Margir leikimir voru þrælskemmtilegir á að horfa og ekki vantaði mörkin í þá suma. Það voru stúlkurnar í Þór, Ak- ureyri, sem tryggðu sér íslandsmeist- aratitilinn eftir að hafa hafa sigrað sterkt lið Stjörnunar í úrslitaleik, 4-3. í A-riðli fóru Valur og Þór, Ak„ upp úr riðlinum og skildu Fjölni og Leikni, F„ eftir. En í B-riðli sigraði Stjarnan nokkuð örugglega og vann meðal annars BÍ, 9-1. Það vom síðan stelpurnar í Breiðabliki sem hrepptu annað sætið og fylgdu Stjömunni í undanúrslitin. Fjölnir og BÍ léku um 7. sætið en leikurinn endaði 4-4 og því urðu liðin að deila með sér 7.-8. sætinu. Um 5. sætið léku Leiknir, F„ og Fram og þar voru Leiknisstelpur mun sterkari og unnu sannfærandi 5-0 sigur. Umdeilt mark í fyrri undanúrslitaleiknum mætt- ust Þór, Ak„ og Breiðablik og var sá leikur æsispennandi. Kolbrún Stein- þórsdóttir kom Breiðabliki yfir eftir aðeins 12 sekúndur. Elma Grétars- dóttir jafnaði síðan stuttu seinna eftir mistök í vörn Blika. Elma skoraði síðan annað mark fyrir hlé og kom Þór, Ak„ í 2-1 eftir önnur varnarmis- tök í vörninni hjá Blikum og þannig var staðan í hálfleik. Seinna mark Þórs var frekar um- deilt þar sem vafamál var hvort bolt- inn hefði verið allur fyrir innan marklínuna en dómari leiksins var viss í sinni sök. Blikar sóttu mikið í seinni hálfleik og fengu nokkur dauðafæri en inn vildi boltinn ekki og því endaði leikurinn 2-1 fyrir Akur- eyrarstelpumar. Harpa skæð í hinum undanúrslitaleiknum mættust Stjarnan og Valur og var sá leikur kattarins að músinni. Stjaman var miklu sterkari og réðu Valsstelp- ur ekkert við Hörpu Þorsteindóttur sem sýndi hversu skæð hún er í fram- línunni hjá Stjörnunni. Stjarnan sigr- aði 7-1 og var Harpa með sex fyrstu mörk Stjömunar. Hún var síðan tekin út af um miðjan hálfleikinn þar sem úrslitin vom ráðin. Fyrir fram var reiknað með sigri Stjömunar í úrslitaleiknum gegn Þór, Ak„ en noröanstelpur sýndu mikinn styrk. Þær komust í 3-0 og flest gekk þeim í haginn. Stjaman gafst þó aldrei upp og sótti látlaust seinni hluta seinni hálfleiks. Þrátt fyrir mörg marktækifæri tókst liðinu ekki að jafna en minnkaði muninn í 3-4 en lengra komst það ekki. Sterk liðsheild Þórsstelpur geta verið ánægðar með árangurinn og sýndu þær frábæra baráttu. Þær eru með sterka liðsheild og vinna allar saman. Þrátt fyrir tap getur Stjaman vel við unað því liðið sýndi að það er fimasterkt, þó svo að ekki hafi tekist að landa titlinum að þessu sinni. Það eru margar efnilegar stelpur í þessum tveimur árgöngum og framtíðin björt í kvennaboltanum. -BG Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni, sýndi frábær tilþrif á mótinu og skoraði meöal annars sex mörk í undanúrslitaleiknum gegn Val. DV-myndir BG Úrslit: Þór Ak-Valur ....................14 Fjölnir-Leiknir F ..............1-3 Valur-Fjölnir ..................1-1 Leiknir F-Þór Ak ...............0-3 Fjölnir-Þór Ak .................2-5 Valur-Ijeiknir F ...............1-1 Staðan: 1. Þór Ak 2 0 1 9-6 6 2. Valur 1 2 0 6-3 5 3. Leiknir F 1 1 1 4-5 4 4. Fjölnir 0 12 4-9 1 Fram-Breiðablik ...............2-7 Stjarnan-BÍ ................. 9-1 Breiðablik-Stjarnan ............24 BÍ-Fram .......................2-3 Stjarnan-Fram .................5-0 Breiðablik-BÍ .................2-1 Staðan: 1. Stjarnan 3 0 0 18-3 9 2. Breiðablik 2 0 1 11-7 6 3. Fram 1 0 2 5-14 3 4. Bí 0 0 3 4-14 0 Leikið um 7. sætið: Fiölnir-Bí .....................44 Leikið um 5. sætið: Leiknir F-Fram . . ............5-0 Undanúrslit: Þór Ak.-Breiðablik ............2-1 Elma Grétarsdóttir 2 - Kolbrún Sten- þórsdóttir. Valur-Stjarnan ................1-7 Signý Heiða Guðnadóttir - Harpa Þorsteinsdóttir 6, Hjördís Hugrún S. Leikið um 3. sætið: Breiðablik-Valur ...............3-2 Kolbrún Steinþórsdóttir 2, Gréta Mjöll Samúelsdóttir - Rúna Sif Rafns- dóttir, Signý Heiða Guönadóttir Úrslitaleikurinn: Þór Ak-Stjaman .................4-3 Regína María Árnadóttir 2, Ragnhild- ur E. Arnórsdóttir, Signý Heiða Guðnadóttir - Auður Lilja Harðar- dóttir 2, Harpa Þorsteinsdóttir. I ! ; I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.