Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Síða 9
24
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001
25
Sport
Sport
Undanúrslit í bikarkeppninni í blaki:
Bæði liöin í úrslit
- stúdentar stefna á tvo bikara í blakinu
Stúdentar komust um helgina 1 úrslit bikarkeppninnar í
blaki með sigri á Þrótti frá Neskaupstað. Leikurinn var
einstefna frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu en skemmst
er að greina frá þvi að heimaliðið skellti gestunum í Haga-
skólanum í þremur hrinum gegn engri. Hrinurnar enduðu
25-15, 25-13, 25-17.
Það var sama hvar var gripið niður í leikinn: leikmenn
stúdenta voru þeir sem höfðu öll tök á leiknum og hleyptu
andstæðingunum aldrei neitt áfram. Hinn nýi rússneski
uppspilari Þróttar, Vitali Akimov, virkaði ekki afgerandi
leikmaður en það var þó ekki hægt að skella skuldinni á
hann þar sem kantskellar liðsins skiluðu fáum sóknum í
heildina og móttakan var heldur ekki neitt til að hrópa
húrra fyrir. Stúdentar tryggðu sér með sigrinum farseðil-
inn í bikarúrslitaleikinn en þetta er í þriðja sinn á þremur
árum sem félagið nær því.
Stjarnan lagöi KA
Leikmenn Stjörnunnar tryggðu sér sæti í bikarúrslita-
leiknum en liðið skellti KA í þremur hrinum gegn engri í
Ásgarði á laugardaginn. Hrinurnar enduðu 25-17, 25-14 og
28-26.
Leikur KA var hvorki fugl né fiskur á köflum ef undan
er skilin þriðja hrinan sem endaði 28-26, en þá var Vignir
Hlöðversson út af allan tímann hjá Stjörnunni. Klaufagang-
ur KA-manna var mikill þar sem liðið átti tvívegis mögu-
leika á klára hrinuna. Hinn erlendi leikmaður KA, Shailen
Ramdo, var allt í öllu hjá KA en það dugði ekki til en hann
sótti nánast úr öllum stöðum á tímabili og bar uppi leik
liðsins. Það verður lika að teljast einkennileg ráðstöfun hjá
KA að mæta ekki með þá Sigurð Arnar Ólafsson og Haf-
stein Jakobsson í svo mikilvægan leik, en þeir félagar hafa
verið aðalkantskellar liðsins í vetur og því kom ekki á
óvart að liðið náði aldrei að bíta almennilega frá sér.
Stúdínur unnu létt
Stúdínur voru mun betri aðilinn þegar þær skelltu KA í
þremur hrinum gegn engri í Hagaskólanum á laugardag-
inn. Stúdínur tryggðu sér með sigrinum farseðilinn í bik-
arúrslitaleikinn. Hrinurnar enduðu, 25-9,25-14 og 25-16.
Það voru fyrst og fremst góðar uppgjafir stúdína sem að
kláruðu leikinn en móttakan var að sama skapi í molum
hjá gestunum sem náðu aldrei að komast almennilega inn
í leikinn þrátt fyri góða viðleitni. Það var líka sérstakt að
sjá stúdínur fara í uppgjafarreitinn og skora mörg stig
beint úr uppgjöf en það létti þeim lifið til muna í leiknum
og kaffærði andstæðingana. Birna Baldursdóttir átti
ágæta spretti fyrir KA-stúlkur á köflum og ógnaði talsvert
úr afturlínu en hún var auk Maríu Indriðadóttur best.
Stúdínur léku flestar ágætlega og liðsheild þeirra var sterk.
Leikur Víkings og Þróttar N. var frestað þar sem að Norð-
fjarðarliðið komst ekki í bæinn þar sem allt flug lá niðri.
Stjarnan-Valur 21-24
0-1, 2-2, 5-4, 7-5, (9-9). 12-10, 15-11,
15-13, 18-16, 18-18. 19-20, 20-22, 21-24.
Stiarnan
Mörk/víti (Skot/viti): Magnús
Sigurðsson 5/1 (10/1, Konráð Ólafsson
4/2 (4/2),Björgvin Rúnarsson 4 (5),
Eduard Moskalenko 3 (5), Bjarni
Gunnarson 3 (4),David Kekelia 1 (4),
Amar Pétursson 1 (7).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3(
Björgvin 2, Moskalenko
Vítanýting: Skorað úr 3 af 3.
Varin skot/viti (Skot á sig): Birkir
ívar Guðmundsson 10 (28/1, 36%)
Gunnar Erlingsson 3 (6, 50%.)
Brottvísanir: 16 mínútur Arnar
Pétursson rautt spjalt beint.
Valur
Mörk/viti (Skot/viti): Júlíus Jónasson
5 (6), Valgarð Thoroddsen 5 (6), Daníel
Ragnarsson 4 (7), Valdimar Grímsson
3/1, Freyr Brynjarsson 2 (3), Sigfús
Sigurðsson 2 (4), Snorri Guðjónsson 2
(5), Markús M. Mikaelsson 1 (3)
Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (
Valdimar, Markús Máni.
Vitanýting: Skorað úr 1 af 1.
Varin skot/víti (Skot á sig): Roland
Eradze 8 (20/2, 40%), Egidijus
Petkevicius (1/1).
Brottvisanir: 8 mínútur. Sigfús rautt
fyrir brot.
Dómarar (l-10):Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (4)
GϚi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 215
Maöur leikins: Júlíus Jónason
Val
FH-Breiðablik 33-20
1-0, 4-2, 5-3, 9-5, 11-8 (18-8), 17-8,18-10,
21-11, 22-14, 27-14, 30-16, 33-20.
FH
Mörk/víti (skot/viti): Guðmundur Ped-
ersen 8 (8), Jason Ólafsson 6/4 (9/4), Logi
Geirsson 5 (8/1), Sigurgeir Ægisson 4 (9),
Sverrir Þórðarson 3 (4), Finnur Hansson
2 (3), Lárus Long 2 (3), Gunnar N. Gunn-
arsson 1 (1), Victor Guðmundsson 1 (2),
Valur Arnarson 1 (5).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 14 (Guð-
mundur 5, Logi 2, Lárus 2, Finnur 2,
Sverrir 2, Sigurgeir).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Bergsveinn
Bergsveinsson 9 (16/4,56% 1 víti í slá), ív-
ar Bragason 4 (17/2, 24% 1 víti í slá).
Brottvísanir: 4 mínútur
Breiöablik
Mörk/viti (skot/viti): Zoitan Belanyi
11/6 (17/8), Andrei Lazarev 3 (7), Kristinn
Hallgrímsson 2 (7), Guðmundur Guðjóns-
son 1 (1), ísak Jónsson 1 (1), Orri Hilmars-
son 1 (4), Björn Hólmþórsson 1 (10),
Slavisa Rakanovic (1), Sigtryggur Kol-
beinsson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Belanyi
2, Kristinn 2, ísak).
Vítanýting: Skorað úr 6 af 8.
Varin skot/viti (skot á sig): Guðmund-
ur Geirsson 7 (30/4, 23%), Rósmundur
Magnússon 4/1 (14/1, 29%).
Brottvisanir: 8 mínútur (ísak Jónsson
rautt fyrir brot).
Dómarar (1-10): Gisli Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson (6).
GϚi leiks (1-10): 4.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksins:
Guömundur Pedersen, FH
Svart útlit
Stjörnumenn töpuðu fyrir Val í
gærkvöld, 21-24, í framlengdum leik
í Garðabæ. Leikurinn verður ekki í
minnum hafður fyrir skemmtileg-
heit þvi leikurinn var stöðvaður
ótrúlega oft og hefðu dómaramir
mátt reyna að láta leikinn fljóta
meira.
Stjömumenn höfðu frumkvæðið
lengst af og spiluðu 3:3 vörn á Vals-
menn og áttu þeir í mesta basli með
að komast í gegnum hana. Valsmenn
náðu ágætum leikkafla undir lok
fyrri hálfleiks og náðu að jafna en á
þeim kafla voru Stjörnumenn oft ein-
um færri.
Stjörnumenn komu ákveðnir til
leiks í seinni hálfleik og náðu góðu
forskoti, 15-11. Þá voru 18 mínútur
eftir af leiknum en þá tóku Vals-
menn leikhlé og réðu ráðum sínum
og tókst loksins að finna ráð til að
komast í gegnum vöm heimamanna
og á næstu mínútum minnkuðu þeir
muninn. Sigfús Sigurðsson Valsmað-
ur fær beint rautt spjalt eftir að hafa
kljáðst við Arnar Pétursson
Stjörnumenn náðu að rífa sig aft-
ur frá gestunum og komast í 18-15.
Þegar staðan var 18-17 varð umdeilt
atvik í leiknum. Eduard Moskalenko
fékk boltann inn á línuna og braut
Geir Sveinsson á honum gróflega og
dómarar leiksins hefðu áttu að
dæma viti og reka Geir út af en í
staðinn hélt leikurinn áfram. Vals-
menn fóru 1 sókn og Daníel Ragnars-
son jafnaði i 18-18. Framlenging var
staðreynd, fyrri hluti framlengingar
er jafn en seinni hlutinn varð eign
Valsmanna sem ná tveggja marka
forustu. Björgvin Rúnarsson fer inn
úr ágætu færi en skýtur yfir og Vals-
menn fara í sókn og innsigla sigur
sinn og fagna vel i leikslok enda dýr-
mætt stig í höfn. „Leikir Stjörnunn-
ar og Valsmanna hafa alltaf verið
hörkuleikir og jafnir. Viö vomm
meira eða minna undir allan leikinn
en ég er stoltur af strákunum að ná
að rífa sig upp og klára leikinn þeg-
ar flestir voru búnir að bóka
Stjömusigur. Við vorum einfaldlega
betur tilbúnir í framlenginguna. Það
eru fimm leikir eftir og við ætlum
okkur að ná í eitt af fiórum efstu sæt-
unum i deildinni," sagði Geir Sveins-
son, þjálfari Vals, eftir leikinn.
Björgvin Rúnarsson, leikmaður
Stjörnunnar, var ekki eins ánægður
eftir leikinn. „Hvað er hægt að segja?
Ég er ekki vanur að gagnrýna dóm-
ara en í þetta sinn er ég orðlaus. Ég
hélt að þetta væri ekki til. Við gáfum
allt í þetta en því miður náðum við
ekki að vinna. Nú er útlitið orðið
svart í tilraun okkar að komast í
úrslitakeppnina," sagöi Björgvin.
-BB
Stórsigur FH
FH-ingar unnu auðveldan sigur,
eins og vænta mátti, á stigalausu
Breiðabliksliði i Kaplakrika á fóstu-
dagskvöld, 33-20, og em nú líklegir
til þess að tryggja sér sæti í úrslita-
keppninni 10. árið i röð.
Breiðablik hélt í við FH-inga
lengst af í fyrri hálfleik en eftir að
Zoltan Belanyi misnotaði vítakast í
stöðunni 11-8 og fimm mínútur vom
eftir af fyrri hálfleik, hrukku FH-ing-
ar í gang og skomðu fimm sfðustu
mörk hálfleiksins. Þetta hefur oft
verið raunin í leikjum Breiðabliks í
vetur. Þeir hafa staðið í andstæðing-
um sínum fram á lokamínútur fyrri
hálfleiks en með lélegum lokakafla
staðið frammi fyrir töpuðum leik
strax í hálfleik. Sóknarleikurinn
gekk illa hjá Breiðabliki sem skoraði
fimm af átta mörkum fyrri hálfleiks
af vítalínunni og eftirleikurinn var
auðveldur fyrir FH-inga.
Seinni hálfleikur var betur leik-
inn af beggja hálfu og brá oftar fyrir
skemmtilegum tilþrifum i sókninni.
FH-ingar juku hins vegar forskotið
og varð munurinn mestur 14 mörk,
30-16.
FH-ingar þurftu óvenjulítið til
þess að tryggja sér 13 marka sigur á
Breiðabliki sem sýnir engin bata-
merki. Varnarleikurinn var traustur
hjá FH lengst af þessum leik og voru
FH-ingar eins og svo oft áður i ess-
inu sínu í hraðaupphlaupunum og
skoruðu úr þeim alls 14 mörk. Allir
leikmenn liðsins fengu að spreyta
sig nema Hálfdán Þórðarson, sem er
meiddur, ásamt Héðni Gfissyni.
Guðmundur Petersen var frískastur
leikmanna liðsins og sýndi hinn 18
ára Logi Geirsson góð tilþrif. Jason
Ólafsson lék fyrsta leik sinn með FH
og stóð sig nokkuð vel.
Sóknarleikurinn er höfuðverkur
Breiðabliksliðsins en liðið vantar til-
finnanlega leikmenn sem geta skotið
af löngu færi. Zoltan Belanyi og And-
rei Lazarev léku vel hjá Breiðabliki
en aðrir voru slakir. -HRM
Róbert Gunnarsson, línumaður Fram, er hér í fangbrögðum við varnarmenn Gróttu KR, þá Magnús Agnar Magnússon og Hörð Gylfason, en eins og svo oft í þessum
leik hafði Framarinn betur. DV-mynd E. Ól
Framarar rifu sig upp eftir tvo tap-
leiki í röð og hreinlega rúlluðu yfir
Gróttu/KR á heimavelli sínum í Safa-
mýrinni. Þó má geta þess að Vesturbæ-
ingar og Seltirningar gerðu þeim þar
einstaklega auðvelt því tæplega helm-
ingur marka Fram kom úr hraðupp-
hlaupum eftir að Grótta/KR hafði misst
boltann í sókninni, oft á ansi klaufaleg-
an hátt.
Nokkurt jafnræði var þó með liðunum
framan af en snemma kom þó í ljós
hvernig Fram hafði hugsað sér að spila
á Gróttu/KR. Liðið lék 5:1 vörn með
Þorra sem fremsta mann og gekk hann
vel út á móti Aleksander Pettersons
enda átti hann mjög erfitt uppdráttar í
leiknum og þar sem Hilmar Þórlindsson
lék ekki með sínum mönnum vegna
veikinda var bitið þar með farið úr
sóknarleik Gróttu/KR og það var einna
helst Davíð Ólafsson sem sýndi lit þar.
Sóknarleikur Fram var reyndar heldur
ekki mikið til að hrópa húrra fyrir en
munurinn fólst í hraðupphlaupunum.
Það var á þeim sem fram náði forystu
í fyrri hálfleik en þar breyttu þeir stöð-
unni úr 6-6 í 14-7 rúmum ellefu mínútum
þar sem sjö af þessum átta mörkum
komu úr hraðupphlaupum. Forystan var
svo fimm mörk í leikhléi, 16-11.
Gróttu/KR liðið hélt í horfinu framan
af síðari hálfleik, en í stöðunni 21-16
slokknuðu öll ljós og við tók myrkur í
heilar 17 mínútur. Á þessum kafla skor-
uðu Framarar tíu mörk í röð, þar af sex
úr hraðupphlaupum, og fór Gunnar
Berg sérstaklega mikinn á þessum kafla.
Ráðleysið í sóknarleik Gróttu/KR var al-
gjört enda fóru 17 sóknir í röð forgörð-
um. Mikið var um tæknileg mistök í
þessum leik, slæmar sendingar, ruðn-
ingur eða að menn hreinlega misstu
boltann í hendurnar á Frömurum og
þegar þeir komust í færi hittu þeir
Sebastian Alexandersson þar fyrir i
stuði. Eftir þennan kafla snerist leikur-
in í hálfgerða vitleysu enda úrslitin
löngu ráðin og algjört formsatriði að
ljúka honum.
„Það er gott að vinna leiki en ég held
að það sé lítið að marka þennan leik.
Það vantaði tvo máttarstólpa í liðið hjá
þeim, þar á meðal manninn sem skorar
nánast helminginn af mörkunum þeirra
þannig að það er kannski erfitt fyrir þá
að finna lausn á því. Við bara klipptum
Petersons út úr spilinu hjá þeim, leyfð-
um þeim að skjóta fyrir utan og Basti
tók þá bolta sem hann átti að taka. Við
nýttum okkur það. Við erum mjög sáttir
við þennan leik og gott að rifa sig upp úr
sleninu og gera eitthvað af viti,“ sagði
Gunnar Berg Viktorsson eftir leikinn en
hann var besti maður vallarins ásamt
Sebastian markverði. Þá sýndi horna-
maðurinn Þorri Ólafsson góða takta.
„Það gerðist hreinlega allt þegar byrj-
aði að ganga illa. Við klikkuðum í
dauðafærum og sendum oft beint í hend-
urnar á þeim enda skoruðu þeir mikið
úr hraðupphlaupum. Vörnin var ekki
skelfileg sem slík en sóknarleikurinn
var hræðilegur. Við lögðum upp með að
spila langar sóknir og að þær myndu í
versta falli enda á því að við fengjum á
okkur leiktöf. Þá hefðu við allavega tap-
að með minni mun. En við fórum bara
ekki eftir því sem þjálfarinn var að
segja. Það var bara andleysi í liðinu. Það
vantaði reyndar þrjá lykilmenn og það
er sérstaklega slæmt að vera án Hilmars
því hann er mjög mikilvægur í sóknar-
leiknum og við erum ekki með aðra
skyttu. Við verðum bara að vinna
heimavinnuna okkar betur,“ sagði
Magnús Agnar Magnússon, fyrirliði
Gróttu/KR. Davíð Ólafsson lék ágætlega
í fyrri hálfleik en að öðru leyti lék liðið
langt undir getu.
-HI
NISSAIM j ■ deildin
Fram 17 13 4 459-377 26
Haukar 15 13 2 435-354 26
KA 16 11 5 413-387 22
Grótta/KR 17 11 6 410-409 22
FH 17 9 8 408-377 18
Afturelding 16 9 7 435409 18
Valur 17 8 8 411-375 17
ÍR 16 8 8 369-364 16
ÍBV 17 7 10 444-456 14
Stjarnan 17 6 10 430-435 13
HK 16 3 13 370435 6
Breiðablik 17 0 17 343-549 0
Þýska bundeslígan í handknattleik:
Sjö mörk Duranona dugðu
skammt fvrir Nettelstedt
- Gústaf Bjarnason skoraði fimm mörk fyrir Minden sem sigraði Nordhorn
Vegna þátttöku þýsku handknatt-
leiksliðanna á Evrópumótunum um
helgina fóru aðeins fram fiórir leik-
ir í deildinni. íslendingar komu við
sögu í öllum þeirra og misjöfnu
gengi áttu þeir að fagna.
Minden kom verulega á óvart
þegar liðið sigraði Guðmund Hrafn-
kelsson og félaga í Nordhorn, 22-24,
á útivelli. Gústaf Bjarnason skoraði
fimm mörk fyrir Minden og Guð-
mundur Hrafnkelsson stóð í marki
Nordhorn og átti ágætan leik.
Slæmt tap Dormagen
Dormagen, sem berst fyrir að
halda sæti sínu í deildinni, tapaði á
heimavelli fyrir Willstatt, 25-28, og
voru þau úrslit gífurleg vonbrigði
fyrir Guðmund Guðmundsson og
lærivsina hans hjá Dormagen,
Róbert Sighvatsson skoraði þrjú
Julian Róbert Duranona.
mörk af línunni fyrir Dormagen í
leiknum.
Wuppertal tapaði enn einum
leiknum, nú fyrir Solingen á úti-
velli, 31-28, og skoraði Heiðmar Fel-
ixsson fiögur mörk fyrir Wuppertal
í leiknum.
Stíft verður leikið í deildinni á
næstunni og ljóst að línur eiga eftir
að skýrast verulega eftir þá leikja-
hrinu.
Flensburg er i efsta sæti með 41
stig eftir 24 umferðir. Magdeburg er
í öðru sæti með 37 stig, Wallau
Massenheim og Lemgo hafa 36 stig,
öll eftir 24 leiki.
Á botninum eru Bayer Dort-
magen meö 13 stig, Wuppertal hefur
6 stig og Hildesheim hefur 4 stig og
unnið aðeins einn leik í deildinni.
-JKS
Evrópumótin í handknattleik:
Magdeburg lá
heima fyrir Lemgo
- liöiö samt komið áfram
8-liða úrslitum á Evrópumót-
unum í handknattleik lauk um
helgina. í EHF-keppninni
komust auk Hauka, Magdeburg,
RK Metkoviv og Bidasoa áfram í
undanúrslit. Mag-
deburg, sem sigraði
Lemgo með sex
marka mun á útivelli
í fyrri leiknum, beið
lægri hlut á heima-
velli um helgina,
23-26. Þetta var ann-
að tap Magdeburg á
heimavelli í tvö ár og
bæði gegn Lemgo.
Ólafur Stefánsson
var markahæstur hjá
Magdeburg með sex mörk en hjá
Lemgo skoraði Marc Baumgar-
tner sjö mörk fyrir Lemgo.
Bidasoa frá Spáni sigraði ung-
verska liðið Pick Szeged, 26-23,
en Ungverjamir unnu fyrri leik-
inn með einu marki. í gærkvöld
sigraði Brodomerkur frá Spilt í
Júgóslavíu lið Metkovic frá Króa-
tíu, 27-20, en Metkovic vann fyrri
leikinn, 27-18, og fer áfram á
betri markatölu.
í Meistaradeild Evrópu
komust Barcelona,
meistarar undanfar-
inna ára, spænska lið-
ið Portland San Anton-
io, Kiel, og Pivovarna
Lasko frá Slóveníu
áfram.
Pivovama sigraði
Montpellier í síðari
leiknum í gær, 29-23,
og samanlagt, 52-47
San Antonio sigraði
Braga, 24-21, og samanlagt, 49-37.
Kiel tapaði fyrir Lovcen Cetinje
frá Júgóslavíu, 29-24, en Kiel
vann fyrri leikinn í Þýskalandi,
35-22, og fer áfram samanlagt,
59-51.
-JKS
Steinlágu
- ÍR hafði betur gegn ÍBV í Breiðholtinu, 31-20
Eyjamenn fóru enga frægðar-
för í Breiðholtið á föstudags-
kvöldið þegar þeir mættu ÍR.
Heimamenn burstuðu gestina,
31-20, eftir að jafnt hefði verið
mestallan fyrri hálfleik.
ÍR-ingar áttu greinilega ekki
von á að Eyjamenn tækju Einar
Hólmgeirsson úr umferð frá
fyrstu mínútu til þeirrar síðustu
í leiknum og riðlaði það leik
heimamanna mjög mikið. ÍR-ing-
ar komu mun betur stemmdir til
seinni hálfleiks og spiluðu góða
vörn með Finn Jóhannsson
fyrirliða í miðju vamarinnar.
Á fyrstu mínútum seinni hálf-
leiks náðu ÍR-ingar að gera út um
leikinn með góðum varnarleik
sem skilaði þeim ódýrum hraða-
upphlaupsmörkum. Eyjamenn
geta sjálfum sér um kennt
hvernig fór. í staðinn fyrir að
hlaupa aftur og reyna að verjast
hraðaupphlaupum ÍR-inga eyddu
þeir orku sinni í að nöldra í
dómumm leiksins og fengu að-
eins brottvísanir að launum.
Eyjamönnum tókst ekki að
fylgja eftir góðum sigri á útivelli
frá síðustu umferð og leikmenn
liðsins léku langt undir getu. ÍR-
ingar náðu sér á strik í seinni
hálfleik og þar liggur munurinn
á liðunum í þessum leik.
„Við vissum að þetta yrði erfitt
og Davíð gat ekki komið með
okkur og þar fór einn hluti af
vöminni því hann var að vinna.
Það komu smáfeilar í vörnina og
sóknarleikur okkar -var ekki
nógu beittur. Þetta er því miður
svona upp og niður hjá okkur og
við erum í bölvuðu basli að
tryggja okkur í átta liða úrslit-
in,“ sagði Guðfinnur Krist-
mannsson, leikmaður ÍBV.
-BB
Fram-Grótta/KR 32-18
0-1, 3-2, 5-3, 6-6, 9-6, 14-7, (16-11). 17-11,
18-14, 22-16, 31-16,31-17,32-18.
Fram
Mörk/viti (Skot/viti): Gunnar Berg Vikt-
orsson 10/1, (13/2), Þorri Bjöm Gunnarsson
5 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4 (7),
Guðlaugur Amarsson 3 (3), Róbert Gunn-
arsson 3 (5), Maxim Fedioukine 2 (4), Guð-
jón Drengsson 2 (4), Ingi Þór Guðmundsson
1 (1), Sebastian Alexandersson 1 (1), Björg-
vin Björgvinsson 0 (2), Hjálmar Vilhjálms-
son 0 (2), Níels Benediktsson 0 (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 16 (Gunnar
Berg 4, Guðlaugur 3, Maxim 2, Þorri 2, Guð
jón, Ingi, Vilhelm, Róbert, Sebastian).
Vítanýting: Skorað úr 1 af 2.
Varin skot/viti (Skot á sig): Sebastian Al-
exandersson 23 (41/2, 56%) eitt víti fram-
hjá).
Brottvisanir: 8 mínútur
Grótta/KR
Mörk/viti (Skot/viti): Davíð Ólafsson 7/1
(13/1), Alexander Pettersons 5 (14), Mgnús
Agnar Magnússon 2 (3), Atli Þór Samúels-
son 2 (8), Kristján Þorsteinsson 1/1 (4/2), Al-
freð Finnsson 1 (2), Davíð B. Gíslason (2),
Hörður Gylfason (1)
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 ( Atli 2,
Davíð, Magnús).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 3.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hlynur
Mortens 6 (25/6, 24%, eitt viti framhjá og
eitt í slá), Hreiðar Guðmundsson 3 (16,
19%).
Brottvísanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Gísli H. Jóhannsson
og Hafsteinn Ingibergsson. (5)
Gœði leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: Um 200.
Maöur leiksins:
Gunnar Berg Viktorsson, Fram.
ÍR-ÍBV 31-20
0-2, 2-2, 3-4, 5-5, 7-6, 9-7 (11-8), 12-9,
13-10, 17-10, 18-11, 21-14, 23-18, 25-19,
28-20, 31-20.
ÍR
Mörk/víti (skot/viti): Sturla Ásgeirsson
6/2 (7/3), Róbert Rafnsson 4 (7), Kári
Guðmundsson 5 (8), Brynjar Steinarsson
4 (4), Finnur Jóhannesson 3 (4), Ragnar
Helgason 3 (4), Einar Hólmgeirsson 2 (6),
Andri Úlfarsson 2 (2), Bjarni Fritzson 2
(3), Kristin Björgúlfsson (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 ( Ragnar
2, Bjarni 2, Andri 2, Kári og Sturla
Vitanýting: Skorað úr 2 af 3 .
Varin skot/viti (skot á sig): Hallgrimur
Jónsson 7/1 (24/2, 29%, Hrafn
Margeirsson 4/1 (7/1, 57%, Ámi Gíslason
4/1 (4/1 100%.)
Brottvísanir: 2 mínútur
ÍBV
Mörk/viti (akot/viti): Minkaugas
Andriska 7/2 (15/3), Jón Andri Finnsson
6/2 (8/3), Guðfinnur Kristmannsson 4
(11/1), Davíð Hallgrímsson _ 1 (2),Kári
Kristjánsson 1 (2), Davíð Þór Óskarsson 1
(2), Sigurður Ari Stéfánsson (1).
Mörk úr hradaupphlaupunu 3 (Jón
Andri 2, Minkaugas.)
Vítanýting: Skorað 4 úr af 7.
Varin skot/viti (skot á sig): Gísli
Guðmundsson 5 (23/2, 23%, eitt víti
yfir.), Kristinn Jónatansson 4 (17/1, 23%.)
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (6)
GϚi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksins:
Róbert Rafnsson ÍR