Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Page 11
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001
27
*
Luke Chadwick skoraði markið fyrir Manchester United gegn Leeds á Elland Road. Hann sést hér fagna marki sínu. Mark Viduka jafnaði fyrir heimamenn
átta mínútum fyrir leikslok. Leeds hafði í fullu tré við Manchester United og á heildina litið var Leeds mun nær sigri en gestirnir. Reuter
Enska knattspyrnan um helgina:
- er með 14 stiga forskot eftir jafntefli gegn Leeds
Forysta ensku meistaranna í
Manchester United er nú 14 stig eft-
ir leiki helgarinnar í úrvalsdeOd-
inni. United sótti Leeds heim á El-
land Road og mátti kallast heppið aö
ná jafntefli.
„Við hefðum verðskuldað sigur
og aö mínu mati átti Fabien Barthez
að fá rauða spjaldið fyrir brotið á
Ian Harte. Markið sem United skor-
aði var hrein gjöf af okkar hálfu,“
sagði David O’Leary, knattspyrnu-
stjóri Leeds, eftir leikinn á laugar-
daginn.
„Við hefðum alveg getað tapað
þessum leik. Ég held að dómarinn
hafi ekki séð atvikið á milli Barthez
og Harte," sagði Alex Ferguson eftir
leikinn.
í hinu umdeilda atviki, sem upp
kom skömmu fyrir leikhlé, þar sem
Barthéz, markvörður United, brýtur
á Ian Harte fær Leeds fyrir vikið
vítaspymu og Barthez gula spjaldið.
Frakkinn gerði sér lítið fyrir og
varði vítaspyrnuna frá Harte.
Frakkinn Sylvain Wiltord gerði
þrennu fyrir Arsenal sem sigraði
West Ham, 3-0, á Highbury. Tony
Adams lék að nýju með Arsenal en
West Ham vantaði Paolo Di Canio
sem tók út leikbann.
Þórði vel fagnað
Þórði Guðjónssyni var vel fagnað
af áhangendum Derby þegar hann
kom inn á þrettán mínútum fyrir
leikslok í sínum fyrsta leik fyrir fé-
lagið gegn Tottenham. Derby er á
góðu skriði og vann góðan sigur og
fjarlægist hægt og bítandi fallbarátt-
una.
Leicester tók á móti Liverpool og
vann góðan sigur og er í fjórða sæt-
inu í deildinni. Amar Gunnlaugs-
son lagði upp síðara mark Leicester
sem Muzzy Izzet skoraði skömmu
fyrir leikslok. Amar kom inn á sem
varamaður 20 mínútum fyrir leiks-
lok.
David Unsworth, varnarmaður
Everton, kom mikið við sögu i
leiknum gegn Newcastle. Hann varð
fyrir því óláni að skora sjálfsmark
en bætti það síðan upp þegar hann
jafnaði leikinn úr vítaspyrnu.
Sem fyrr gengur hvorki né rekur
hjá Manchester City á heimavelli.
Liðið varð enn eina ferðina að láta
þar í minni pokann, nú fyrir South-
ampton. Dan Petrescu skoraði eina
mark leiksins og eru Dýrðlingamir
komnir í 9. sætið. Manchester City
er áfram í fallsæti.
Kirkland bjargaöi Coventry
Chris Kirkland, markvörður
Coventry, varði hvað eftir annað á
glæsilegan hátt þegar liðið náði
markalausu jafntefli við Chelsea.
Eiður Smári Guðjohnsen var í byrj-
unarliðinu hjá Chelsea en Zola
leysti hann af hólmi átta mínútum
fyrir leikslok.
Ekki batnaði staða Middles-
brough eftir markalaust jafntefli við
Charlton á heimavelli. Terry Ven-
ables, knattspyrnustjóri Boro, sagði
eftir leikinn að liðið ætti mjög erfltt
tímabil fyrir höndum.
Veröum að fara aö vinna
„Til að þoka okkur af þessu svæði
verðum við að vinna leiki, svo ein-
falt er það,“ sagði Venables.
Ipswich komst í þriðja sætið eftir
sigurinn á Bradford og lék Her-
mann Hreiðarsson að nýju með
Ipswich og stóð fyrir sínu. Frétta-
stofur voru ekki á einu máli um
hver hefði skorað þriðja mark
Ipswich. Hermann átti fastan skalla
að markinu eftir hornspyrnu en svo
virðist sem boltinn hafi breytt örlít-
ið um stefnu af Mark Burchill.
í gær áttust við tvö efstu lið 1.
deildar, Fulham og Bolton, og varð
jafntefli, 1-1. Guðni Bergsson lék
með Bolton allan leikinn og átti
ágætan leik. -JKS
ðfí ENGLAND
" ... ■ ■ 11
Lærisveinar Guójóns Þórdarsonar í Stoke-
unnu Colchester, 3-1. Stoke varð undir strax á 5.
mínútu leiksins en tvö mörk frá Peter Thorne
og eitt frá Kavanagh komu sigri liðsins í örugga
höfn. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Stoke í
baráttu liðsins að komast í úrslitakeppnina um
sæti í 1. deild að ári. Birkir Kristinsson lék all-
an leikinn í markinu hjá Stoke. Byrnjar Björn
Gunnarsson var i byrjunarliðinu en var skipt
út af á 74. minútu. Bjarni Guöjónsson var
einnig í byrjunarliðinu en fór út af á 84. mínútu
fyrir Kavanagah sem
skoraði stuttu síðar
þriðja markið í
ieiknum. Stoke er í 6.
sæti með 57 stig en
Millwall er á toppnum
með 69 stig, stjö stigum
meira en Rotherham.
Liósmenn Preston
gerðu góða ferö til London þar sem liðið lagði
Crystal Palace, 0-2. Bjarki Gunnlaugsson sat á
varamannabekknum hjá Preston allan tímann.
Heiöar Helguson lék síðustu ellefu mínútum-
ar með Watford sem tapaði fyrir Birmingham,
2-0, á útivelli.
Ólafur Gottskálks-
son og ívar Ingimars-
son léku allan leikinn
með Brentford sem tap-
aði á útivelli fyrir Bour-
nemouth, 2-0. Brentford
er í 10. sæti með 45 stig.
Bjarnólfur Lárusson og samherjar í 3.
deildarliðinu Scunthorpe sigruðu Torquay, 0-2,
á útivelli og lék Bjarnólfur allan leikinn. Scun-
thorpe er í 12. sæti með 43 stig. Chesterfield er í
efsta sæti með 80 stig.
-JKS
ENGLAND
Úrvalsdeild
Arsenal-West Ham...........3-0
1-0 Wiltord (6.), 2-0 Wiltord (13.), 3-0
Wiltord (39.)
Coventry-Chelsea...........0-0
Derby-Tottenham ...........2-1
1-0 Strupar (12.), 2-0 Strupar (33.
vítasp.), 2-1 West (70. sjálfsm.)
Everton-Newcastle..........1-1
0-1 Unsworth (47. sjálfsm.), 1-1
Unsworth (82. vítasp.)
Leeds-Manchester Utd.......1-1
0-1 Chadwick (64.), 1-1 Viduka (84.).
Leicester-Liverpool........1-0
1-0 Akinbiyi (51.), 2-0 Izzet (90.)
Manch. City-Southampton . . . 0-1
0-1 Petrescu (55.)
Middlesborough-Charlton . . . 0-0
Ipswich-Bradford...........3-1
0-1 Carbone (27.), 1-1 Reuser (59.), 2-1
Reuser (72.), 3-1 Burchill (75.)
Sunderland-Aston Villa .. í kvöld
Staðan í úrvalsdeild
Man. Utd. 29 20 7 2 66-19 67
Arsenal 29 15 8 6 47-29 53
Ipswich 28 14 4 10 42-34 46
Liverpool 27 13 6 8 47-30 45
Leicester 28 13 6 9 31-29 45
Leeds 29 12 8 9 42-37 44
Sunderland 28 12 8 8 32-27 44
Charlton 29 11 9 9 3340 42
S’hampton 28 11 8 9 33-34 41
Chelsea 27 10 9 8 48-33 39
Newcastle 28 11 5 12 33-39 38
Tottenham 29 9 9 11 33-38 36
West Ham 28 8 11 9 35-35 35
Derby 29 8 10 11 30-44 34
Aston Villa 26 8 9 9 28-28 33
Everton 29 8 8 13 3143 32
Middlesbro 29 5 13 11 31-35 28
Man. City 29 6 8 15 31-47 26
Coventry 29 5 9 15 2348 24
Bradford 28 3 7 18 18-53 16
1. deild:
Birmingham-Watford........2-0
Blackbum-W.B.A.............1-0
Crewe-Tranmere.............3-1
Crystal Palace-Preston ....0-2
Fulham-Bolton..............1-1
Grimsby-Bamsley............0-2
Huddersfield-Norwich.......2-0
Portsmouth-Bumley .........2-0
O.P.R.-Sheff. United.......1-3
Sheff. Wednesdey-Gillingham 2-1
Stockport-Wimbledon .......2-2
Wolves-Nott. Forest........2-0
Staðan í 1. deild
Fulham 35 24 7 4 73-25 79
Bolton 35 19 7 9 58-34 67
Blackburn 33 19 8 6 52-31 65
Birmingh. 32 19 5 8 47-32 62
W.B.A. 35 17 8 10 47-40 59
Sheff. Utd. 34 16 8 10 40-32 56
Preston 34 17 5 12 46-41 56
Watford 34 16 6 12 56-49 54
Nott. Forest 34 16 5 13 43-39 53
Burnley 33 14 6 13 34-40 48
Wimbledon 31 12 9 10 53-36 45
Norwich 35. 11 10 14 34-41 43
Barnsley 35 11 8 16 36-43 41
Wolves 33 10 10 13 34-35 40
Gillingham 34 9 12 13 43-47 39
Portsmouth 34 8 14 12 35-41 38
Crystal P. 34 9 10 15 46-52 37
Crewe 33 10 6 17 34-46 36
Sheff. Wed. 35 10 5 20 37-61 35
Grimsby 33 9 7 17 31-48 34
Stockport 35 6 15 14 44-59 33
Q.P.R. 34 6 14 14 34-56 32
Huddersf. 33 7 10 16 34-43 31
Tranmere 32 8 6 18 32-52 30
2. deild
Stoke-Colchester.....
Bournemouth-Brentford
Bristol City-Oxford . . .
Bury-Swansea.........
Cambridge-Oldham . ..
Luton-Bristol Rovers . .
Millwall-Peterborough
Notts County-Walsall . .
Reading-Rotherham . ..
Wigan-Swindon........
Wycombe-Port Vale . .
Wrexham-Northampton
3-1
2-0
0-0
3-0
2-0
0-0
0-0
2-0
2-0
0-0
0-0
3-0
Millwall 34 21 6
Rotherham 33 18 8
Reading 32 18 6
Walsall 35 17 9
Wigan 35 15 14
Stoke 33 15 12
Bristol C. 33 14 10
NottsC. 33 15 7
Northampt. 35 13 10
7 67-32 69
7 55-39 62
8 62-35 60
9 59-40 60
6 42-30 59
6 53-33 57
9 53-36 52
11 44-46 52
12 39-43 49