Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 r>v Fréttir Borgarnes og Selfoss bjóða í sameinaða kjötvinnslu og 100 störf: Keppa um að fá Goða Sveitarfélögin Árborg og Borgar- byggð keppa nú um að fá sameinaða kjötvinnslu Goða til sín. Henni fylgja um 100 störf. Að sögn Róberts Jónsson- ar hjá Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands hefúr forráðamönnum Goða ver- ið boðið að byggja yfir fyrirtækið verði það flutt til Selfoss. Að sögn Stefáns Kaimanssonar, bæjarstjóra í Borgar- nesi, hefur sveitarfélagið m.a. boðið Goðamönnum að liðka fyrir um íbúð- arhúsnæði fyrir starfsfólk það sem kynni að flytja til Borgamess verði fyr- irtækið flutt þangað. Ólafur Sveinsson stjómarformaður vonast til að ákvörð- un um staðsetningu sameinaðrar kjöt- vinnslu liggi fyrir í þessari viku. Eins og DV greindi frá í gær verða fjórar kjötvinnslur fyrirtækisins í Reykjavik, Borgamesi og Selfossi sam- einaðar. Um sl. áramót var ákveðið að hið sameinaða fyrirtæki yrði flutt f Mosfellssveit. Framkvæmdastjórinn, Kristinn Þór Geirsson, mun vera því mjög fylgjandi. Siðan komu fleiri val- kostir inn í stöðuna, bæði Borgames og Selfoss. Goði hefur sótt um lán upp á hundrað milljóna til Byggðastofnun- ar. Sú umsókn miðast við að fyrirtæk- ið verði í Borgamesi. Er horft til þess að gamla mjólkursamlagið geti hýst kjötvinnsluna. Reykjagarður hafði fest kaup á því húsi fýrir nokkra og hugð- ist flytja sláturstarfsemina þangað frá HeOu. Af því hefur ekki orðið og mun húsið nú vera til sölu. Róbert Jónsson hjá Atvinnuþróun- arsjóði Selfoss sagði að Goða hefði ver- Topparnir farnir frá Gen.is: Þetta varð að gerast - segir stjórnarformaöurinn „Nú liggur fyrir að endurskipu- leggja fyrirtækið og koma því í lag. Starfsfóikið er eftir þó toppamir séu famir,“ sagði Tryggvi Pétursson, stjómarformaður útgáfúfyrirtækisins Genealogia Islandorum, um brotthvarf tveggja lykOmanna frá fyrirtækinu, þeirra Jóhanns Páls Valdimarssonar og Þorsteins Jónssonar. Jóhann PáO yfirgaf fyrirtækið vegna samstarfsörð- uglefta við Þorstein Jónsson og tók með sér bókaútgáfú sína, JPV-forlag. í kjölfarið var Þorsteini Jónssyni gert að segja upp en hann stjómaði ætt- fræðiútgáfú fyrirtækisins. . Þorsteinn hvarf frá störfum Hnlni"tll 'x!in fyrirtækinu fyrir bestu. Þetta er eitt- f þó svo hann sé stærsti ein- . hvað sem varð að gerast,“ sagði staki hluthafinn í Genea- Tryggvi Pétursson en vildi ekki ; logia Islandorum, með um l að öðra leyti tjá sig um ástæð- j 40 prósent hlutafjár. V>0* ur átakanna í fyrirtækinu. „Þorsteinn verður í |j»£, ; Þau væra einkamál sem • stjóm fyrirtækisins en fcj " Báðir farnir ekki væri hægt að hafa með því að hætta dagleg- I %,JÍ Sr Fréttir DV um eftir. Ekki náðist í 1 um störfum hér er hann JÍSSSÍ.;/brotthvarf topp- Þorstein Jónsson í j aðeins að gera það sem er anna, morgun. -EIR Tryggvi Pétursson ÁstæOur einka- mál sem ekki eru hafandi eftir. Þorsteinn Jónsson Hverfur frá störf- um en situr í stjórn sem stærsti hluthafi. ið boðið að byggja 4000 fermetra hús yfir sameinaða kjötvinnslu. Slíkt hús kostaði 350-400 milljónir og yrði leigt fyrirtækinu. Mánaðarleiga væri einn hundraðasti af byggingarkostnaði. Forráðamenn Árborgar hefðu viljað sjá einhverjar tryggingar frá Goða fyr- ir greiðslu á leigunni en þá hefði þyngst hljóðið í Goða-mönnum. Engu hefði þó verið hafnað. Þá hefðu fjár- festar á svæðinu verið tilbúnir til að koma inn í starfsemi Goða. Loks hefðu forráðamenn Árborgar verið tilbúnir til að aðstoða Goða við að sækja um styrk í Byggðastofnun og koma á nám- skeiðum fyrir kjötvinnslufólk á svæð- inu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands og fleiri. „Við erum að sjálfsögðu að keppa við Borgames," sagði Róbert. Stefán Kalmansson sveitarstjóri sagði að sveitarstjórnin hefói boðið Goða að iiðka fyrir um húsnæði fyrir starfsfólk ef fyrirtækið flytti til Borgar- ness. Fleiri atriði hefðu verið viðrað en ekki væri ástæða til að tíunda þau að svo komnu máli. „Það yrði visst áfall ef við fengjum fyrirtækið ekki hingað,“ sagði Stefán. „Þeir era hér með 25 starfsmenn nú sem myndu fara héðan ef þeir koma ekki með sameinaða fyrirtækið." Ólafur Sveinsson, stjómarformaður Goða, sagði að allir möguleikar væra opnir en ákvörðun um staðarval yrði ekki tekin fyrr en ákvörðun Byggða- stofnunar lægi fyrir. -JSS DV-MYND HILMAR ÞOR Aðalfundur Islandsbanka-FBA Rekstraráætlun Íslandsbanka-FBA hf. gerir ráO fyrir aö hagnaöur bankans á þessu ári veröi 3.561 milljón króna í staö 662 milljóna króna hagnaöar á síöasta ári. Áætlunin var kynnt á aöalfundi bankans sem haldinn var i gær. Á fundinum var kjörin ný stjórn bankans. Guömundur H. Garðarsson og Fmn- bogi Jónsson gáfu ekki kost á sér áfram en í þeirra staö koma í stjórnina Jón Ólafsson og Víglundur Þorsteinsson. Endurkjörnir voru Einar Sveinsson, Eyjólfur Sveinsson, Helgi Magnússon, Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristján Ragnarsson sem er formaöur. Portúgalsferð með Sól: Kjarakjör í sólina fyrir áskrifendur DV Áskrifendum DV býðst nú ein- stakt tækifæri til að skella sér.í sól- ina í Portúgal. Það eru DV og Ferða- skrifstofan Sól sem efna til tveggja vikna ferðar til Albufeira í Portúgal fyrir áskrifendur. Flogið verður út á vit ævintýranna þann 8. apríl og komið heim þann 22. en gist verður á að lágmarki þriggja sóla íbúðar- hóteli. í boði eru vandaöir gististað- ir, spennandi skoðunarferðir, falleg- ar strendur, fjörugt skemmtanlíf og frábærir golfvellir. Ef miðað er við hjón með 2 börn á aldrinum 2 til 14 ára kostar ferðin 53.479 krónur á mann og ef miðað er við tvo í stúd- íóíbúð er ferðin á 64.600 krónur fyr- ir manninn og eru flugvallarskattar inni í því verði. Handhafar Atlas- ávísunar fá 5000 króna aukaafslátt. Bestu kjör fyrlr DV-áskifendur DV og Feröaskrifstofan Sól efna til tveggia vikna feröar til Portúgals. Eldur laus um borð í Geirfugli GK Kviknaði í sjógöllum DV, GRINDAViK: ~~ Betur fór en á horfðist þegur eld- ur varð laus um borð í Geirfugli GK þegar verið var að vinna með logsuðutæki um borð í skipinu í gærdag. Starfsmenn Þorbjarnar Fiskaness voru að vinna með logsuðutæki og gættu ekki að sér með þeim afleiðingum að kviknaði i sjógöllum sem geymdir voru í skor- steinshúsi skipsins. Var slökkviliö Grindavíkur kall- að út en búið var að slökkva eldinn þegar það kom og aðstoðaði þaö við að reykræsta. Svo vel vildi til að einn af starfsmönnunum var slökkviliðsmaður og má því segja að fagmannlega hafi verið tekið á eld- inum strax í byrjun og varla hægt að tala um nokkurt tjón á skipinu. Sagði Ásmundur Jónsson slökkvi- liðsstjóri að lítil hætta hefði stafað af eldinum vegna réttra viðbragða starfsmanna en illa hefði getað farið ef eldurinn hefói náð að breiðast út. Verið er að byrja á vinnu við skipið vegna breytinga og sagði Guðmundur Ólafsson, þjónustu- stjóri hjá ÞF, að til stæði að breyta skipinu í línu- og netaskip en allt væri þó óljóst um framhaldið. Áður hét skipið Hrafn og síðar Háberg og var loðnu- og síldarskip. -ÞGK DV-MYND ÞKK Sluppu vel Eldurinn sem kom upp var fagmannlega slökktur af starfsmanni sem kunni til verka. Hér er lögreglan á vettvangi í gærdag. Stuttar fréttir Búinn aö iofa lögum Gísli Hjartarson hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni á Vest- fjörðum segir að gömlu refirnir úr samninganefnd sjó- manna telji sig hafa fundið það á lykt- inni af útgerðarmönnum að forsæt- isráðherra sé búinn að lofa þeim að lög verði sett til þess að fresta verk- falli sjómanna. - InterSeafood.com greindi frá. Ný umhverfissamtök Miklar líkur eru á stofnun nýrra umhverfissamtaka með aðsetur í Mývatnssveit. Það eru nokkrir heimamenn sem hafa þegar haldið tvo óformlega undirbúningsfundi um félagið og er stefnt að opinber- um fundi í næstu viku. - Dagur greindi frá. Ekki af almannafé Sveinn Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir að það sé bæði villandi og rangt að halda því fram samtökin séu rekin af almannafé eins og Haukur Hauksson, formaður Samtaka versl- unarinnar, fullyrti í ræðu sinni á aðalfundi þeirra sl. föstudag. Klámið rætt á Alþingi Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri-grænna, spurði Björn Bjarnason menntamálaráðherra i gær hvort hann hygðist skoða það að klámefni væri dreift á Breið- bandinu fyrir Skjá einn. Bjöm minnti á breytingar á lögum frá 1995 og taldi óvíst hvort nokkur gæti ritskoðað efnið. Rætt var um við- skiptahalla í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær. Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, sagði að viðskiptahallinn væri meiri en ann- ars stað í kringum okkur nema í Portúgal. Taldi hann skuldsetningu heimilanna „mesta þjóðarböT1 landsins. Hverastrýtur friðlýstar Að tillögu Náttúruvemdarráðs og Náttúruverndar ríkisins hefur um- hverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, í samráði við sjávarútvegsráðherra, ákveðið að friðlýsa hverastrýtur á botni Eyjafjarðar. Þetta er 84. frið- lýsingin hérlendis, en sú fyrsta í hafi. Stefnir í gjaldþrot Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að hallinn á rekstri vímuefhameðferð- arinnar þar á síð- asta ári hafi í fyrsta sinn verið meiri en svo að SÁÁ hafi get- að greitt hann niður af sjálfsaflafé sínu. Ekki verði hjá því komist að draga úr kostnaði ella stefni sam- tökin í gjaldþrot. - RÚV greindi frá. 833 milljóna gjaldþrot Lýstar kröfur í þrotabú Nasco i Bolungarvík nema rúmlega 833 milj- ónum króna. Fyrsti skiptafundur í þrotabúinu var haldinn í gær. Ólík- legt er að eitthvað fáist greitt upp í almennar kröfur en forgangskröfur greiðast að hluta. - RÚV greindi frá. -HKr. Þjóðarböl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.