Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Fréttir DV Réttarhöld í máli ríkislögreglustjóra gegn sjö sakborningum í stóru smyglmáli: Fýrrum tollvörður ber af sér sakir - félagi hans viðurkennir brot þar sem ríkistollstjóri krefst 41 milljónar greiðslu Fyrrum tollvörður, sem ákærður er fyrir tollalagabrot og brot í opinberu starfi með því að aðstoða félaga sinn við að flytja inn stóran gám af áfengi frá Bandaríkjunum skömmu fyrir jól árið 1996 og annan frá Frakklandi í júní sama ár, neitaði i gær öllum sak- argiftum íyrir dómi. Félagi mannsins, 31 árs Reykvíkingur, sem ríkistoll- stjóri krefur um 41 milljón króna í að- tlutningsgiöld sem ríkið varð af þegar hann flutti inn umrædda áfengisgáma, gekkst að mestu við því sem honum er gefið að sök. Á hinn bóginn var framburður mannsins gagnvart hinum fyrrum toll- verði á þá leið að þeir hefðu vissulega farið saman til New York með tveimur öðrum mönnum - þar á meðal rann- sóknarlögreglumanni - en tilgangur þeirrar farar hjá öllum hefði verið að kaupa bíla. Ákærði sagði síðan að tveimur vikum síðar hefði hann aftur farið til Bandaríkjanna - þá hefði hann gengið frá kaupunum, ekki þegar hann var með tollverðinum - hann hefði ekkert vitað um kaupin eða hvað í gámnum var þegar hann fékk tollvörð- inn til að afgreiða gáminn á milli svæða. Samtals 17 þúsund lítrar af áfengi voru í gámunum tveimur. í DOMSALNUM Óttar Sveinsson Gámur með ólífuolíu reyndist áfengisgámur Tollvörður frá rikistollstjóra sem vann við rannsókn málsins kom fyrir dóminn í gær og sagði að grunsemdir hefðu fyrst vaknað í desember 1996 þegar gámurinn frá New York hafði komið inn á tollsvæðið í Sundahöfn. Þegar hann fór að grennslast fyrir um gáminn var honum sagt að hann hefði verið sendur upp í Tollvörugeymslu. Þar fékkst hins vegar upplýst að gámurinn væri farinn - bilstjóri greindi síðan frá að gámurinn hefði verið fluttur á gámasvæði við Lang- Þingholtin: Lögregla stöðv- aði sýningu Lögreglan í Reykjavík stöðvaði sýn- ingu sem haldin var í Þingholtunum á fóstudagskvöldið eftir að borgari kvartaði undan henni. Á sýningunni, sem auglýst var undir nafninu „is- lenskt lambakjöt", var myndum af fá- klæddum og nöktum stúlkubömum varpað á átta glugga í húsi í hverfinu. Að sögn lögreglunnar hafði sýningin verið auglýst með veggspjöldum í mið- bænum undir áðumefndu nafni. Lög- reglan ræddi við aðstandanda sýningar- innar sem gaf skýringu á uppátækinu en enginn var handtekinn. -SMK Reykjavík: Köttur réðst á barn Lögreglan í Reykjavík var köiluð að íbúð i vesturbænum um helgina þar sem ókunnur köttur hafði komist inn. Kötturinn hafði ráðist að bami sem í íbúðinni var og var búinn að skemma sófasett er lögreglu bar að garði. Mein- dýraeyðir aðstoðaði við að fjarlægja hinn óvelkomna gest. Bamið meiddist ekki við árás kattarins. -SMK Reykjavík: Verðmætum skartgrip stolið Tveir þjófar stálu skartgrip að verðmæti um 100 þúsund krónur úr skartgripaverslun við Laugaveg í Reykjavík um helgina. Þjófamir fóru inn í verslunina á afgreiðslurtima hennar og dreifði annar þeirra at- hygli starfsfólksins á meðan hinn teygði sig í skartgripinn. Þeir komust svo báðir undan en lögreglan í Reykjavík er með málið í rannsókn. Jafnframt var rúmteppi stolið úr sængurfataverslun í miðborginni. Þjófurinn komst inn í verslunina um glugga á annarri hæð hússins. -SMK Maður slasaðist við flutning á spennistöð Karlmaður slasaðist á fæti er ver- ið var að hífa sjö tonna spennistöð af palli á vinnusvæði Orkuveitunn- ar i Höfðahverfi á föstudag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var verið að setja spennistöðina á vöruflutn- ingabíl þegar stuðningsfótur á bif- reiðinni brotnaði og lá við að hún legðist á hliðina. Spennistöðin skall utan í aðra sams konar stöð. Stjórn- andi kranans meiddist á fæti og var fluttur á slysadeild. Hann var ekki talinn í lífshættu. -SMK Verjendur viö aöalmeðferö í héraösdómi í gær. Samtals voru um sautján þúsund lítrar af áfengi í smyglgámunum tveimur sem teknir voru. DV-MYND HILMAR ÞOR holtsveg. Eftir þetta leiddi eitt af öðru og farið var að kanna fyrri innflutning þess manns sem hafði flutt áfengið inn. Kom þá í ljós að hann haföi flutt inn ólífuolíu frá Frakklandi í júní - olíu sem reyndist aldrei annars staðar en á vörureikningi og tollpappírum frá því um sumarið. Síðan kom i ljós að gámurinn hafði verið fullur af áfengi. Ríkistollstjóri telur að með því hafl að- alsakborningurinn komist hjá því að greiða 32 milljónir í aðflutningsgjöld. Hann og tollvörðurinn fyrrverandi ásamt þriðja aðila í málinu eru allir kraföir um þær 8 milljónir króna sem tollayfirvöld urðu af þegar gámurinn frá New York var fluttur inn. Ekkert athugavert við að taka við flösku í fyrri gáminum voru hátt í tíu þús- und lítrar af áfengi. Gámurinn kom með Dísarfelli, skipi Samskipa. Aðal- sakbomingurinn í málinu flutti áfeng- ið inn en tollverðinum fyrrverandi er gefið að sök að hafa aðstoðað með því að gefa út svokallað neyðarleyfi til fyr- irtækis sem skráð var á innflytjanda gámsins. Vegna þessa gáms fer rikis- lögreglustjóri fram á að sakbomingur- inn verði dæmdur til refsingar fyrir brot á tollalögum og hegningarlögum, t.a.m. með þvi að falsa vörureikninga. Síðari gámurinn kom með leigu- Lítill hluti gáma skoöaöur Fyrrum tollvöröurinn sem ákæröur er í smyglmálinu stóra segir aö innan viö 1 prósent gáma séu vöruskoöaö- ir vegna manneklu - þeirgámar sem fái neyöarleyfi séu enn síöur skoöaöir. skipi Eimskips til landsins í desember 1996,872 kassar af áfengi, samtals rúm- lega 7.800 lítrar. Ákæravaldið heldur þvi fram að mennimir hafi komið áfenginu inn í landið án tollafgreiðslu með því að blekkja starfsmenn Eim- skips og Tollstjórans til að afhenda gáminn milli tollsvæða. Við þann verknað hafi mennimir afhent aðstoð- arverkstjóra eina flösku af áfengi. Tollvörðurinn fyrrverandi viður- kenndi þá afhendingu en sagðist ekki hafa átt flöskuna og liti því svo á að maður gefi ekki það sem maður á ekki. Hann kvaðst ekkert hafa séð athuga- vert við að taka sjálfúr við einni flösku enda væri slíkt ekki óvenjulegt í starfi tollvarða. Rannsókn hefur dregist New York-gámurinn var afhentur út af frísvæði Tollvörageymslunnar að beiðni annars mannanna, undir því yf- irskini að flytja ætti hann án tafar aft- ur á tollsvæði Eimskips til endurút- flutnings. Tollvörðurinn fyrrverandi haföi þá innsiglað gáminn á frísvæði Tollvörugeymslunnar sem ekki var vinnusvæði hans. Eftir það var gámur- inn svo fluttur á athafnasvæði fyrir- tækis við Langholtsveg þar sem góssið var tekið úr honum. Einn maður er ákærður með hinum tveimur vegna seinni gámsins og ann- ar fyrir að hafa veitt liðsinni við að geyma áfengið á Langholtsvegi. Fimmti aðilinn er ákærður fyrir að kaupa 280 kassa af áfengi og selja hluta af því. Tveir era ákærðir fyrir að kaupa lítinn hluta af góssinu. Eins og fram kemur hér að framan er smyglmálið orðið 4 ára sem þykir langt í réttarkerfmu í dag. Þegar verj- andi aðalsakbomingsins bar fram spumingu til skjólstæðings síns í gær kom fram að hann heföi ítrekað hringt til ákæravaldsins og spurt hvort málið yrði ekki fljótlega tekið fyrir. Hann upplýsti að hann heföi unnið á góðum vinnustað eftir að málið kom upp og væri nú í námi. Maðurinn sagði að dráttur málsins heföi hins vegar óneit- anlega haft slæmt áhrif á nám sitt og framtíðarákvarðanir. -Ótt VeðTíö í kvöíd - jio ííSjj ytr % *** á?7 fSfífit REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.23 19.06 Sólarupprás á morgun 07.49 09.20 Siódegisflóð 21.19 01.52 Árdegisflóð á morgun 09.39 14.12 Sii^du^wávQðurtiálkiuim 10 VINDATT -10“ VINÐSTYRKUR í metruifi á sekúndu ^3 O tETTSKYJAO HALF- SKÝJAD SKYJAÐ ALSKYJAÐ Slydduél suðaustanlands Norðaustlæg átt, 8 til 13 m/s norðvestan til og allra austast í fyrstu, en annars fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítil snjókoma eða él á Austurlandi fram eftir degi. Slydduél suöaustanlands. Annars skýjað með köflum og úrkomulítið. w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA :o ■ W ir = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA Færö Ofærö á Norðausturlandi Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinnni er ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiöi og Breiödalsheiði. Hálka er á Steingrims- fjaröarheiöi, Öxnadalsheiöi og Fagradal. Að öðru leyti er góð færö á vegum landsins. Austlæg eða breytileg átt Hæg austlæg eöa breytileg átt. Dálítil slydduél suðaustanlands en annars úrkomulítið. Hiti O til 4 stig sunnanlands en um eða rétt undir frostmarki norðantil. F5rmrrtaö - . ■'i, j í£iM. Vindur:'^' 3-8 m/s Hiti 0° tii «3* Austlæg átt, yflrleltt hæg. Stöku él austanlands en annars skýjað með köflum. Vægt frost norðanlands en víða frostlaust að deginum sunnanlands. Fostuú ws* Vindur: Laugarú Vindun 3-8. Hiti 0° tii -3° Austlæg átt, yflrleitt hæg. Stöku él austanlands en annars skýjað með köflum. Vægt frost norðanlands en víða frostlaust að deglnum sunnanlands 3-8 m/» Hiti O" til -3‘ Austlæg átt, yflrleltt hæg. Stöku él austanlands en annars skýjað með köflum. Vægt frost norðanlands en víða frostlaust að deglnum sunnanlands. AKUREYRI alskýjað 1 BERGSSTAÐIR hálfskýjað 0 BOLUNGARVÍK skýjað 0 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 2 KEFLAVÍK léttskýjað 1 RAUFARHÖFN súld 0 REYKJAVÍK skýjað 1 STÓRHÖFÐI skýjað 3 BERGEN skýjaö 2 HELSINKI þokumóða « KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 2 ÖSLÓ alskýjaö 0 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN skýjað 4 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 1 ALGARVE heiðsktrt 10 AMSTERDAM skúrir 6 BARCELONA léttskýjað 7 BERLÍN rigning 4 CHICAGO alskýjað 2 DUBLIN rigning 4 HALIFAX léttskýjaö -3 FRANKFURT skýjað 6 HAMBORG rigning 4 JAN MAYEN snjóél -8 LONDON skúrir 5 LUXEMBORG skýjað 4 MALLORCA heiöskírt 13 MONTREAL heiðskírt -6 NARSSARSSUAQ hálfskýjað 6 NEW YORK rigning 3 ORLANDO skýjaö 23 PARÍS skýjað 6 VÍN rigning 11 WASHINGTON rigning 5 WINNIPEG þoka -2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.