Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 11 DV Utlönd Húsbréf Hundgá í stað vopnaskaks í þorpi við hlutlausa svæðið Frá og meó 15. mars 2001 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 29. útdráttur 4. flokki 1994 - 22. útdráttur Vopnahlé ríkir nú milli al- banskra skæruliða og serbneskra öryggissveita i Presevo-dalnum við landamærin að Kosovo og Makedón- íu. Allt var með kyrrum kjörum þeg- ar vopnahléið gekk í gildi þegar klukkan var eina mínútu gengin i eitt eftir miðnætti. Embættismenn viðurkenndu þó að mikið verk og erfitt væri fram undan við að koma á varanlegum friði. Átök hafa öðru hverju blossað upp á þessum slóð- um í meira en eitt ár. „Vinnan fram undan er mikil. Við þurfum að koma á ró í hérað- inu, við verðum að tryggja öryggi íbúa svæðisins, veita þeim ferða- frelsi og eðlilegt líf,“ sagði Nebojsa Covic, aðstoðarforsætisráðherra Serbíu. Rúmlega þrjátíu menn hafa týnt Vopnin á hilluna Albanskir skæruliöar í sunnanverðri Serbíu hafa fallist á vopnahlé. Þessi vígalegi náungi var í þorpinu Turija. lífi á þessu svæði þar sem NATO hefur komið upp hlutlausu svæði. Vestrænar ríkisstjómir hafa haft áhyggjur af þvi að átökin myndu breiðast út um Balkanskaga. Það var sendimaður NATO sem hafði milligöngu um vopnahléið. I þorpinu Lucane, þar sem aðeins 100 til 200 metrar skilja að stöðvar albanskra skæruliða og serbnesku lögreglunnar, heyrðist aðeins hund- gá í morgunsárið. Þorpið er við jað- ar hlutlausa svæðisins vestur af Bu- janovac, helsta bæ héraðsins. „Við getum aftur heyrt I bömun- um í þorpinu. Það er góðs viti,“ sagði serbneskur lögregluþjónn í samtali við fréttamann Reuters. Lögregluþjónninn sagði að hann hefði heyrt síðasta skothvellinn í þorpinu klukkan ellefu 1 gærmorg- un en síðan hefði veriö rólegt. 2. flokki 1995 - 20. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 11. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. mars. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og veróbréfafVrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Alfred Sirven Höfuöpaurinn í franska mútuhneyksl- inu neitar aö tjá sig um mátiö. Sirven vill láta stöðva réttarhöld Alfred Sirven, sem eitt sinn var næstæðsti maður franska ríkisolíu- félagsins Elf, neitaði í gær að svara spurningum fyrir dómi um spilling- armál tengd félaginu og krafðist þess að réttarhöldin yfir sér yrðu stöðvuð. Yfirlýsing Sirvens olli miklum vonbrigðum þar sem margir hlökk- uðu til að heyra frásögn hans af spillingarmálinu sem Roland Dumas, fyrrum utanríkisráðherra, er meðal annarra tengdur. Hinn 74 ára gamli Sirven var á flótta undan réttvísinni í næstum fjögur ár. Hann var handtekinn á Filippseyjum og framseldur þaðan i síðasta mánuði. Sirven er ákærður fyrir að hafa dreift milljónum doll- ara úr leynisjóðum Elf. Lækkandi gengi í kauphöllunum Gengi á hlutabréfamörkuðum í Asiu féll í morgun, rétt eins og gerð- ist á mörkuðunum í Bandaríkjun- um í gær. Vísitalan á markaöinum í Tokyo fór niöur fyrir tólf þúsund stig í fyrsta sinn síðan 1985. Nasdaq hlutabréfavisitalan vestra féll um meira en sex prósent og fór niður fyrir tvö þúsund stig í gær. Hún hefur ekki farið jafnlangt niður í tvö ár. Afkomuviðvörun frá tölvu- fyrirtækinu Intel hafði áhrif á vísi- töluna, svo og tilkynning Cisco Sy- stems tölvufyrirtækisins um að 11 prósent starfsmanna myndu missa vinnuna. Innlausn húsbréfa Morð í Þýskalandi: Stjórnarandstæð- ingar vilja DNA- skrá alla karla Lögreglan í Brandenburg í Þýska- landi er undir miklum þrýstingi að fmna morðingja 12 ára gamallar stúlku, Ulrike Brandt. Öll þjóðin fylgdist með minningarathöfn um Ulrike sem sjónvarpað var á sunnu- daginn. Talið er að lögreglan taki munn- vatnspróf af öllum körlum á svæð- inu og beri saman við DNA-leifar á líkinu til að reyna aö finna morð- ingjann. Slík aðferð hefur áður bor- ið árangur. Nú vilja kristilegir demókratar DNA-skrá alla þýska karla, alls 41 milljón, til að koma í veg fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi og morð. Tölvu- nefnd vísar tillögunni á bug og það gera einnig stjómmálamenn úr röð- um frjálslyndra. Forsetahjón á leið á kjörstað Forseti Úganda, Yoweri Museveni, og eiginkona hans, Janet, i biöröö fyrir utan kjörstaö i Rwakitura í gær. Útlit var fyrir aö forsetinn heföi tryggt sér endurkjör og þar meö setu á forsetastóli fimm ár til viðbótar. Ásakanir komu fram um kosningasvindl en samkvæmt eftirlitsmönnum fóru kosningarnar tiltölulega rólega fram. Vopnahlé gengið í gildi í Presevo-dalnum í Serbíu: að gulli Milosevics Seðlabankastjóri Júgóslavíu, Mla- djan Dinkic, heldur í dag til Kýpur til þess að rannsaka meint smygl Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, á gulli. Dinkic mun ræða við fjölda embættismanna vegna leitarinnar að 700 kílóum af gulli og öðrum eðalmálmum sem hann fuil- yrðir að Milosevic hafi smyglað frá Serbíu síðustu þrjá mánuðina á for- setastólnum. Saksóknari í Belgrad hefur áður beðið innanrikisráðu- neytið í Júgóslavíu um að rannsaka ásakanir um að Milosevic hafi selt 173 kíló af gulli til Sviss i fyrra og lagt hagnaðinn inn á bankareikn- inga i Grikklandi og á Kýpur. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Richard Boucher, sagði ráðuneytið vonast eftir fullri samvinnu yflrvalda á Kýpur í leit- inni að gulli og fjármunum sem kann að hafa verið smyglað frá Júgóslaviu. Undirskriftir gegn Milosevic Hreyfmg námsmanna í Belgrad í Serbíu hefur hafiö herferö til aö auka á þrýstinginn á stjórnvöld um aö handtaka Milosevic. Serbneska blaðið Blic skrifaði í gær að öryggislögregla Milosevics hefði verið á kafl í flkniefnaviðskipt- um. Fyrir síðustu helgi fundust nær 700 kíló af heróíni í bankahólfum ör- yggislögreglunnar. Fíkniefnin voru hvergi á skrá. Mirko Nicovic, fyrr- verandi yfirmaður lögreglunnar í Belgrad, segir fundinn styrkja grun manna um að stjórnvöld hafl átt beinan þátt i flkniefnaviðskiptum. „Það leikur enginn vafi á því. Þetta er gífurlegt magn miðað við innan- landsmarkað. Hér finnst enginn kaupandi að 10 kílóum af heróíni sem er miklu minna magn en hálft tonn. Verðið á kílói kostar 50 þúsund dollara í Serbíu en hálfa milljón doll- ara í New York,“ benti Nicovic á. Hann óttast að uppljóstranirnar seinki aðild Júgóslavíu að alþjóðlegri samvinnu lögreglumanna. 98 prósent embættismanna Milosevics gegna enn stöðum sínum. Bankastjóri í leit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.