Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Er vorið komið? Dagfari Yetrarnotkun hjólhýsanna Ættleiðingar barna Ingibjörg ógildi kosninguna Ragnheiður Ragnarsdóttir s krífar: Nú þegar enn eru nokkrir dagar þar til kosningin um flugvöllinn á sér stað, þá velti ég því fyrir mér hugmynd sem ég held að borgar- stjórinn ætti að skoða. Hún á að nota þessar 40 - 50 milljónir sem kosningamar kosta og byggja nýtt barnaheimili. Það er farið að upp- nefna R-listann „Bið-listann“ vegna þess að biðlistamir á barnaheimil- um hafa lengst svo mikið að þegar að börnunum kemur að fá inni er helsti bjargvættur biðlistans, og sá er styttir hann, orðinn maðurinn með ljáinn. Mér skilst að það sé alveg sama hvernig kosningin fer, hún skiptir „Mér skilst að það sé alveg sama hvemig kosningin fer, hún skiptir engu máli. í fyrsta lagi, verði kosningin bindandi bindur hún bara fólkið sem nú er í borgar- stjóm til nœstu borgar- stjórnarkosninga. “ engu máli. I fyrsta lagi, verði kosn- ingin bindandi bindur hún bara fólkið sem nú er í borgarstjórn til næstu borgarstjórnarkosninga. En hvernig hún bindur það að gera eitt- hvað eftir árið 2016 eða láta þá eitt- hvað ógert skil ég ekki. í öðru lagi, verði kosningin ekki bindand má ætla að hún bindi engan að gera neitt - eða gera eitthvað eftir árið 2016. - Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að kosningin er rándýr markleysa. Einhvers staðar las ég að Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi ætli að greiða báðum möguleikum atkvæði sitt þannig að völlurinn verði í Vatnsmýrinni eftir árið 2016 og fari líka eftir árið 2016! Þetta er senni- lega bráðsnjallt hjá henni, að halda og sleppa i sömu andránni. - Enn er lag fyrir borgastjórann að ógilda kosninguna og nýta það fé sem i hana fer til uppbyggilegs starfs eins og barnaheimilin eru. Eva María Hallgrímsdóttir nemi: Já, tími til kominn aö skipta út dún- úlpunni fyrir þynnri jakkann. Saga Ýrr Jónsdóttir nemi: Alla vega var mér ekki kalt á djamminu um helgina. Dagbjört Einarsdóttir nemi: Já, þaö er komiö svo gott veöur. Erla Víðisdóttir nemi: Já, prófveðriö er komiö. Konráð Friðfinnsson skrifar: Mörg munaðarlaus bömin eru saman kominn í heiminum í dag og ekki er það mjög erfitt verk fyrir heilbrigt fólk að eign- ast barn. Slíkt gerist hjá fólki við nánast hvaða aðstæður sem er. Eftir vissa athöfn karls og konu verður hún þunguð og barn fæðist í heiminn. Og böm koma undir hvar- vetna, jafnvel á bak við ruslatunnu eða hól, svo gripið sé til kaldhæðnislegra orða- tiltækja. Fólk bara eignast sitt bam, punktur og basta, hvort sem manneskjan er hæf til barnauppeld- is eður ei. - Ekkert leyfi, enga uppáskrift þarf frá svokölluðum „uppeldisfræðingum" eða sálfræðingum. Svo er það hinn hóp- urinn, sem einhverra hluta vegna getur ekki getið af sér afkvæmi. Tvennt kemur þar til. Konan er ófrjó eða maðurinn. Likams- starfsemi þessara ein- staklinga er ekki eðli- leg og getnaður því úti- lokaður. Oft þráir þetta fólk að ala upp bam en skilur stöðu sína og leitar á mið ættleiðingarinnar. Það gengur þó ekki allt þrautalaust fyrir sig. Þeir sem hafa með slík mál að gera setja fram Jóhanna Rikarösdóttir nemi: Já, alla vega á góöri leiö. Ólöf Halla Guörúnardóttir nemi: Já, þaö er komiö alveg frábært veöur. Munaöariaus börn á götunni. - Beöiö eftir upprunavottorum „Er mönnum ekki kunnugt um að milljónir munaðarlausra barna eru til víða um heim, börn sem hvorki eiga föður né móður og hafa engan annan samastað en götuna eina, kalda og miskunnarlausa...?“ alls konar skilyrði. Parið þarf að uppfylla þetta og hitt til að eiga einhvern möguleika. Og ef fólkið stenst prófið er það sett á biðlista. - Sú bið getur svo staðið í mörg ár. En því þarf fólkið að bíða? Er mönnum ekki kunnugt um að miljónir munaðarlausra barna eru til víða um heim, böm sem hvorki eiga föður né móður og hafa engan annan samastað en götuna eina, kalda og miskunnarlausa, og eiga í raun enga mögu- leika á að „plumma" sig í lífinu? Erum við kannski ekki að tala um þetta fólk þegar ættleið- ingar ber á góma? Vilj- um við máski að ættar- tala bamsins sé pottþétt og sakarvottorð „ekta“ foreldranna sé hreint áður en við tökum ætt- leitt bam inn á heimil- ið? Sannleikurinn er sá að hver manneskja sem fæðist í þennan heim hefur jafnan rétt á við aðra að fá aöhlynningu, njóta ástríkis fullorð- inna og eiga sitt heim- ili. Engum sem kemur í heiminn er fyrirfram ætlaður staður í hita- veitustokkum, kjöllur- um yfirgefinna bygg- inga eða á götunni, þótt það verði hlutskipti alltof margra, já millj- óna barna, í þessum heimi. íslendingar nenna ekki lengur að vinna í fiski. Skiptir þar engu þótt stjórnvöld haldi því fram á hátíðarstundum að sjávarútvegurinn sé undir- staða efnahagslegrar velferðar þjóðainnar. Það þykir ekki flnt að vinna í slorinu, starfið fer illa með fingurna og allt lyktar af fiski. Það er ekki góð latína á upphafsdögum nýrrar aldar. Bónus- drottningar og -kóngar vilja í önnur störf, rólegri og í hlýrra umhverfi. í góðærinu hefur enda ver- ið nóg annað að hafa. Þetta hefur leitt til þess að vinnuaflið er flutt inn í stríðum straumum. Einhver verður jú að hreinsa ormana úr þorskinum og ganga frá af- urðunum í neytendapakkningar. Vestflrska heyr- ist því varla í þeim góða fjórðungi heldur allt önnur tungumál þótt pólskan sé algengust. Þótt út- lenda vinnuaflið sé um allt land er umhverið þó al- þjóðlegast á Vestfjörðum. Þar talar hver upp í ann- an og enginn skilur neitt, nema Pólverjarnir inn- byrðis. Þekkt er að Islendingar eru með ferðaglöðustu þjóðum. Það er gott og blessað í sjálfu sér en eykur á viðskiptahallann sem er ærinn. Því hefur það komið til tals að efna til hópferða vestur á firði til þess að heyra útlensku talaöa í stað þess að sækja þá upplifun með ferðum út fyrir landsteinana. Vandinn er bara sá að það dýrara að fljúga innan- „Því hafa hugmyndaríkir verktakar fundið það snjallræði að koma Pól- verjunum fyrir í hjólhýsum. íslending- ar eiga nóg af þeim og nota ekki nema rétt í júlí og ágúst. Það er því tilvalið að planta slíkum húsum á byggingar- lóðimar og fylla af Pólverjum. “ lands en í hópferðum til útlanda. Því er ólíklegt að vesturferðir verði stundaðar í einhverjum mæli. En það má skoða Pólverjana víðar en á Vest- Qörðum. Þótt íslendingum þyki enn ekki jafn óflnt að vinna í byggingarvinnu eins og í fiski vantar samt iðnaðar- og ve'rkamenn í þá grein vegna þenslunnar á markaðnum. Því hafa fyrir- tækin gripið til þess ráð að flytja inn iðnaðar - og byggingarverkamenn víða að en einkum frá Póllandi, líkt og í fiskinum. Pólverjar og aðrir gestir íslensku þjóðarinnar búa í ágætum húsum á Vestfjörðum og viðar um land en alkunna er að húsnæði er dýrara en annars staðar á land- inu í höfuðborginni. Því hafa hugmyndaríkir verktakar fundið það. snjallræði að koma Pól- verjunum fyrir í hjólhýsum. íslendingar eiga nóg af þeim og nota ekki nema rétt í júlí og ágúst. Það er því tilvalið að planta slíkum húsum á byggingarlóðimar og fylla af Pólverjum. Það er að vísu kalt í þeim yfir háveturinn og þau leika á reiðiskjálfi þegar eitthvað er að veðri en það er ekki frágangssök. Pólverjarnir mega vel við una, segja verktakarnir. Þeir eru í vinnu í ríku vestrænu þjóðfélagi og einhver not þarf að finna fyrir öll hjólhýsin yfir vetrartímann. Það má því halda áfram að veiða og byggja þótt við nennum því ekki sjálf. Nóg er af Pólverjunum - og hjólhýsunum. ^ o . Fleiri skattþrep Árni Guðjónsson skrifar: Nú er lag fyrir ríkisstjórnina að koma til móts við allan almenning með því að fjölga skattþrepum. Eftir nýtt samkomulag við ASÍ nú fyrir stuttu um að tryggja félagsmönnum þess kjarabætur án frekari aðgerða er það beinlínis skylda ráðamanna að virða það samkomulag með þeim breytingum einum sem duga launa- fólki mest og best. Þar eru breytingar á tekjuskatti efstar á blaði. Auk þess sem það hefur áratugum saman verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að útrýma tekjuskattinum ætti forráða- mönnum flokksins að vera létt verk að standa saman um það nýmæli að fjölga skattþrepunum um leið og tekjuskatturinn er skorinn við trog að stórum hluta. Ég segi: Skattalækkun er besta kjarabótin. Á Keflavíkurflugvelli Ein þjóö, einn flugvöllur? Áróður fyrir Reykja- víkurflugvelli Haraldur Ólafsson skrifar: Vissulega mátti alltaf búast við því að Reykjavíkurflugvöliur yrði hita- mál, svo miklir fjármunir sem eru í húfi fyrir ríki og borg vegna fram- kvæmda nýs flugvallar og fyrir þau fyrirtæki sem nota Reykjavíkurflug- völl fyrir starfsemi sína. Fyrst og fremst Flugleiðir hf. sem tengjast bæði innanlands- og utanlandsfluginu með starfsemi sinni á vellinum. Mörgum finnst þó býsna skoplegt hvemig ýms- ir þeir sem hæst láta tO stuðnings Reykjavíkurflugvelli bera sýnilega mikla umhyggju fyrir hinu annars ágæta flugfélagi Flugleiðum, þótt þeir virðist ekkert tengjast starfsemi flugs- ins sérstaklega. Halda mætti að þarna væru á ferð þeir sem gjarnan ganga undir viðurnefninu „frílansarar" í ferðalögum, þ.e. þeir sem sækja af hvað mestri áfergju í „frimiðabætur" Flugleiða undir ýmsu yfirskini. Þeir telja víst að þeir vinni Flugleiðum mikið gagn með því að hamast gegn brotthvarfi flugvallarins úr Vatnsmýr- inni. Staðreyndin er þó sú að með því að flytja allt flug til Keflavíkur yrði Flugleiðum þá fyrst sköpuð sú aðstaða við allt þeirra flug sem félagið hefur svo sárlega skort um áratuga skeið. Forsetahúsið við Laufásveg Var keypt fyrír erlenda gesti forseta- embættisins. í fríu húsnæði? Jóhann Sigurðsson skrifar: Ef rétt er sem maður les í fréttum á vefsíðum Netmiðla, og víðar, að dóttir forseta íslands búi í fríu húsnæði ásamt sambýlismanni sínum í húsi sem rikið keypti fyrir forsetaembættið til að hýsa erlenda gesti er það regin- hneyksli. Það ætti ekki að þurfa að koma upp á þessum síðustu og upp- lýstu tímum að í kerfinu séu embætt- ismenn eða aðrir þjónar þjóðarinnar, hver svo sem i hlut á, að notfæra sér þær gloppur sem skapast vegna slæ- legs aðhalds á reglum og skyldum hinna kjörnu eða skipuðu embættis- manna. Ég tel það ábyrgðarhlut ráða- manna að kanna ekki svona fréttir eða hvort þær hafa við rök að styðjast. Orðrómur um spillingu eða yfirhylm- ingu á ekki að þurfa að ganga órann- sakaður lengi. ESSESBi^ Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasífta DV, Þverhotti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.