Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 20
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Tilvera I>V A5 gefa bra bra Þaö var glaðlegur hópur barna aö gefa öndunum brauö viö Tjörnina um helg- ina. Jackson tafði giftingarathöfn Segja má að popparinn Michael Jackson hafi verið í hefðbundnu hlut- verki brúðarinnar um daginn þegar hann varð þess valdandi að töf varð á því að góðvinur hans, skeiöabeyglar- inn Uri Geller, gæti gengið að eiga sína heittelskuðu í annað sinn. Mich- ael, sem var svaramaður Gellers, kom nefnilega hálfum öðrum tima of seint til kirkjunnar. Ástæðan var sögð vera sú að popparinn hefði þurft að láta lækni líta á brotinn fót sinn. Þegar gestir voru farnir að ókyrrast greip GeDer til þess að ráðs að bjóða til veislunnar fyrir fram. Hann afsak- aði sig i bak og fyrir og tóku gestirnar það gott og gilt og gæddu sér á veiting- unum. Popparinn kom um síðir og athöfn- in gat farið fram. Daginn áður hafði poppdrottningin látið bíða eftir sér í þrjá tíma í Oxford. Vorstemning í Reykjavík Engu er líkara en það sé komið vor í Reykjavík þrátt fyrir að mars sé ekki hálfnaður. Mannlífið var með besta móti og alls staðar fólk að spóka sig og njóta lífsins. Samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofunni mun veðrið verða svipaö næstu daga en bú- ast má við úrkomu um helgina. DV-MYNDIR EJ Æft af kappi Þessir ungu knattspyrnumenn, sem eru í 3. flokki Víkings, voru aö æfa fót- bolta í sandinum í Nauthólsvik um helgina. .1S exxxotica www.exxx.is GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 A Vesturgotunni Mæögurnar Hrönn og Hlökk á göngu í vesturbænum. Hlökk er aö taka sín fyrstu „skref“ á þríhjólinu. Vor á Ingólfstorgi Hann var léttklæddur, drengurinn sem var aö æfa sig á hlaupabretti á Ing- ólfstorgi ásamt félögum sínum sem geröu nokkrar listilegar æfingar. 9-Cið vinsæía fermingarBíað fytgir OV miðviíqidaginn 21. mars. Þetta blað hefur þótt nauðsynlegt upplýsinga- og innkaupablað fyrir alla þá sem eru að undirbúa fermingu og eru í leit að fermingargjöfum. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í stma 550-5720, netfang: srm@ff.is, fyrir 15. mars svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. EH3 Framkvæmdir að hefjast við endurbætur bókasafnsins: Bókasafnið fer í gamla Skiphól „Við erum búin að vera i sama hús- næði í yfir fjörutíu ár og það er löngu sprungið. Til okkar koma um 150 þús- und manns á ári hverju, aukningin hefur verið mikil síðustu árin, líklega um 170% á tæpum áratug," sagði Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðu- maður Bókasafns Hafnarfjarðar, í samtali við DV. í fyrradag var undir- ritaður verksamningur Hafnaríjarðar- bæjar og Hábergs ehf. um endurbætur á húsnæðinu að Strandgötu 1 fyrir Bókasafnið, en í því húsnæði var fyrr- um landsfrægur skemmtistaður, Skip- hóll, en Iðnaðarbankinn á jarðhæð. Húsnæðið nær þrefaldast í haust, verður meira en 1400 fermetrar. Anna Sigríður sagði að safnið yrði á fjórum hæðum. Þar yrði gott rými fyrir glæsilegt tónlistarsafn sem nær allt til ársins 1958, en hefur nánast verið í felum. Þarna verða líka 40 tölvur til almenningsnota í stað tveggja í dag. Það var Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri sem undirritaði samninginn fyrir hönd bæjarins. Háberg mun lag- færa burðarvirki og innviði hússins og innrétta það fyrir Bókasafn Hafn- arfjarðar og skjalasafn bæjarins. Samningurinn hljóðar upp á rúmar 99 milljónir króna og gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið 1. október. -DVÓ/JG DV-MYND JG Nýtt bókasafn Myndin var tekin við undirritun samnings um nýtt bókasafn fyrir Hafnfiröinga. Frá vinstri Sófus Bertelsson og Andrés Ásmundsson frá Hábergi ehf., Sigurö- ur Haraldsson, forstöðumaður byggingardeildar og Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.