Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 28
tilboösverö kr. 2.750,- Merkilega he milistækiðS Nú er unnt að "o merkja allt á § heimilinu, kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Rafoort SYLVANIA Stakk gat á dúkku: Krefst bóta fyrir uppblásna dúkku Aðfaranótt laugardagsins var lög- reglan i Reykjavík kölluð að veit- ingastað í miðborginni vegna upp- blásinnar dúkku. Karlmaður utan af landi hafði mætt á staðinn en virtist að sögn lögreglunnar ragur við að nálgast konur höfuðborgar- innar því hann hafði uppblásna kvendúkku með sér í fór. Öðrum gesti veitingahússins, erlendri konu, misbauö uppátækið og stakk gat á dúkkuna sem þá lyppaðist loft- laus niður. Maðurinn krefst nú bóta fyrir tjónið og segir á heimasíðu lögreglunnar að kvöldið hafi liklega orðið tilbreytingarsnautt hjá hon- um fyrir vikið. -SMK Kópavogur: Lögregla stöðv- aði á fjórða tug ' ♦ Lögreglan í Kópavogi stöðvaði á fjórða tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á síðasta sólarhring. Flestir þessara ökumanna voru stöðvaðir við skóla í austurbæ Kópavogs og voru að sögn lögreglunnar margir hverjir foreldrar á leið með böm sín í skólann. Auk þessa var einn ökumaður grunaður um ölvun við akstur í nótt og um miðjan dag í gær var annar ökumaður stöðvaður grunaður um að hafa verið undir áhrifum ein- ^ hvers konar lyfja. Lögreglan ætlar að halda áfram að mæla hraða ökumanna við skól- ana í Kópavogi næstu daga. -SMK Vorglaðningur: Opiö í Bláfjóllum Bláfjöllin verða opnuð í dag fyrir skíðafólk, öllum að óvörum. Ein- göngu verður opið í stólalyftuna í Kóngsgili en snjórinn þar ætti að duga fyrir 300 gesti eða svo. Fyrstir koma - fyrstir fá. Bláfjöllin verða opnuð klukkan 12 á hádegi og verð- ur opið til klukkan 21 í kvöld - ef snjóbirgðir endast. -EIR ,im Loðnukvótinn um 100 þúsund tonn ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Hafrannsóknarstofnun hefur ákveðið að auka loðnukvótann um 100.000 tonn. Meðal þeirra þátta sem leiddu til ákvörðunar stofnunarinnar var að vænni loðna var við landið núna en í fyrra og því þótti ástæða til þess að endurreikna stofhstærðina. Stjórnvöldum hér á landi ber hins vegar samkvæmt samningi um nýt- ingu loðnustofnsins á milli íslands, Grænlands og Noregs að kynna til- lögu Hafrannsóknastofnunar um aukninguna fyrir stjórnvöldum í Grænlandi og Noregi. Að því búnu mun ráðherra taka ákvörðun um aukningu kvótans. -DVÓ HRÆDDIST ERLENDA ÆRÚIN SAMKEPPNINA?/ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 DVWVND GVA Sippað í sólinni Fátt er skemmtilegra en að fagna vorkomunni með góðu sippi á skólalóðinni. Þessi kátu börn lyftust frá jörðinni eins og fuglar himinsins í samhentri gleði yfir góðri tíð og bjartri framtíð við Laugarnesskóia í gær. Breskar nektardansmeyjar í felum í miðbæ Reykjavíkur og vilja heim: jji cðivai 11CÍS.LCII u.diiöincj jcii 1 íciuiii i iiuuucc -Lvcj' js.j d v iis. u.i ug viijd iicim. Neituðu vændi í Club 7 Bfiheímar Flugslysið í Skerjafirði: Rannsóknarnefnd enn með flakið - en hreyfillinn farinn i i i i i i i Rannsóknarnefnd flugslysa hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fullyrt er að hún hafi enn undir hönd- um flak flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð í ágúst í fyrra. Fimm manns létust af völdum slyssins og glímir sá sjötti enn við áverka sem hann hlaut í slysinu. Faðir eins fórnarlambsins taldi að flak flugvélarinnar hefði verið selt og afhent dönsku tryggingarfélagi, en rannsókn rannsóknarnefndar og lög- reglu er enn ekki formlega lokið. í fréttatilkynningunni kemur fram að hreyfillinn hafi verið rannsakaður Af vettvangi í Skerjafiröi. í vikunni eftir slysið og að rannsókn- arnefndin hafi látið hann frá sér eftir það. Ekki kemur fram hvað gert var við hreýfilinn. Auk flaksins, segist nefndin enn hafa undir höndum alla þá hluti flug- vélarinnar og hreyfilsins (íhluti og kerfi) sem máli skipta fyrir rannsókn- ina, sem og dagbækur og gögn. „Rannsóknamefnd flugslysa er að vinna að lokafrágangi skýrslu sinnar vegna flugslyssins og vonast til að hún verði gefin út innan tveggja vikna,“ segir í tilkynningunni, en eins og kunnugt er hefur útgáfa skýrslunn- ar dregist mikið og rannsóknarnefnd flugslysa sætt gagnrýni aðstandenda fómarlambanna fyrir vikið. Ekki náðist í fóðurinn i morgun. -SMK FRJALST, O H A Ð DAGBLAÐ - tómt kjaftæði, segir framkvæmdastjórinn - viðskiptin dragast saman Tvær breskar nektardansmeyjar fóru huldu höfði í miðbæ Reykjavík- ur í gær og áttu sér þá ósk heitasta að komast aftur Olafur Arnfjörö heim til Eng- lands. Nektar- dansmeyjarnar komu hingað til lands á fóstudag- inn og höfðu dansað í Club 7 á Hverfisgötu 1 tvö kvöld um síðustu helgi þegar þær ákváðu að strjúka: „Við áttum að gera allt annað en samningur okkar kveður á um. Úti dönsum við bara. í Club 7 var lagt hart að okkur að stunda vændi,“ sögðu þær Cynthia og Pam þegar DV ræddi við þær á felustað þeirra í gær. Stúlkurnar eru aðeins 19 ára og óttuðust mjög að vinnuveitendur þeirra i Club 7 heSu uppi á þeim áður en flugið til London færi i loft- ið snemma í morgun. Eins og menntaskóiastúlkur „Við erum dansarar, ekki vænd- iskonur,“ sögðu Cynthia og Pam sem við fyrstu sýn gætu virst óbreyttar menntaskólastúlkur utan af landi; íklæddar þröngum gallabuxum og hettupeysum, með sígarettu í annarri hendi og kók- flösku í hinni. Þær sögðu starfs- systur sínar á Club 7 og vaktstjóra á staðnum hafa gert þeim grein fyrir skyldum sínum og tekju- möguleikum. Peningarnir væru í vændinu. Ólafur Arnfjörð Guðmundsson, eigandi Club 7, vísar fullyrðingum Cynthiu og Pam á bug. Segir þær tómt kjaftæði. Viöskiptin að dala „Það er eins með þessar stelpur og margar aðrar sem komið hafa. Þær gera sér einhverjar vænting- ar um vistarverur og annað hér á landi eftir lýsingar umboðsmanna ytra. Þegar þær svo sjá hvað býðst Margir dansarar vilja aftur heim - og viðskiptin dragast saman. verða þær fyrir vonbrigðum og vilja fara heim aftur. Ég er lík- lega búinn að tapa flugmiðum fyrir hátt í 300 þúsund krónur vegna svona dansara," sagði Ólafur Arnfjörð og þvemeitaði því að vændi væri stundað á Club 7. „Hitt telst líklega til tíð- inda að þessi viðskipti eru að dala. Nýjabrumið er farið af súlustöðunum og þá minnka viðskiptin. Enda út í hött að ætla sér að reka 7 nektarstaði í borg eins og Reykjavík," sagöi Ólafur Arnfjörð sem er með leigusamning vegna Club 7 í gamla Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu fram á haust á næsta ári. Þá má gera ráð fyrir að bygg- ingin öll verði rudd því Ingi- björg Pálmadóttir, einn af erf- ingjum Hagkaupsveldisins, festi nýverið kaup á húseign- inni allri og hyggst opna þar hótel. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.