Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 19. MARS 2001
21
Inga Lára Þórisdóttir reynir hér að koma boltanum á Guönýju Gunnsteinsdóttir en til varnar hjá Víkingi eru Geröur
Beta Jóhannesdóttir og Kristín Guömundsdóttir. DV-mynd ÞÖK
- niðurstaðan eftir sigur Stjörnunnar i Vikinni á laugardaginn, 14-18
Ekkert
spennandi
Fram sigraði FH með 30
mörkum gegn 26 og tryggði sér
þar með sæti í undanúrslitum
Islandsmóts kvenna í hand-
knattleik. Þetta var annar sigur
liðsins á FH í jafnmörgum leikj-
um og í raun þróaðist hann ekki
á ósvipaðan hátt og sá fyrri og
náði því miður aldrei að verða
neitt sérstaklega spennandi.
Þar með er ekki sagt að leik-
urinn hafi verið leiðinlegur því
hann bauð upp á margvísleg til-
þrif og töluverðan hraða.
Fram náði frumkvæðinu
snemma leiks og mest náði liðið
þriggja marka forystu en FH
náði góðum leikkafla seint í
fyrri hálfleik og náði foryst-
imni, 15-14, þegar rúm mínúta
var eftir af honum en Fram
tókst að skora tvö mörk á þeim
tíma sem eftir var og ná eins
marks forystu, 15-16, þegar
flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikur var lengst af
jafn og liðin skiptust á um að
skora þótt Fram væri með frum-
kvæðið en þó tókst FH að kom-
ast yfir, 22-21, þegar tólf minút-
ur voru liðnar af síðari hálfleik.
Fljótlega eftir það náði Fram
heljartökum á leiknum með frá-
bærri vörn og góðri markvörslu
og þær breyttu stöðunni úr
23-23 í 23-26, og liðið sté ekki
feilspor á lokakafla leiksins og
innbyrti öruggan og sanngjarn-
an sigur.
„Þetta var ekki ósvipað og í
fyrri leiknum þar sem við héld-
um út þangað til tíu mínútur
voru eftir en gáfumst þá upp en
það þýðir ekkert annað en að
bita á jaxlinn og mæta sterkari
til leiks næst,“ sagði Dagný
Skúladóttir í leikslok.
Gústaf A. Bjömsson, þjálfari
Fram, var sáttur í leikslok. „Ég
er mjög ánægður með að hafa
klárað þetta í tveimur leikjum
og mér fannst við spila betur nú
en í fyrri leiknum. Það var lyk-
iiatriði fyrir okkur að ná að
stöðva hraðaupphlaup FH og
það tókst vel í síðari hálfleik og
nú biður okkar krefjandi verk-
efni og ég tel að liðið eigi tölu-
vert inni.“ -SMS
Oddaleik þarf til að fá fram úrslit í.
viðureign Víkings og Stjörnunnar í
átta iiða úrslitakeppni kvenna eftir
sigur þeirra siðarnefndu 14-18 i Vík-
inni á laugardaginn.
Jafnt var á öllum tölum þangað til
að staðan var 6-6, þá náðu Stjömu-
stúlkur tökum á varnarleik sínum og
sóttu skyttur Víkings framar á völl-
inn og við það kom fát á sóknarleik
heimastúlkna. Gestimir nýttu sér það
og náðu þriggja marka forskoti, og
var það fyrst og fremst fyrir stórleik
Lijönu Sadzon. Steinunn Bjarnason
kom þá inn á hjá Víkingum og skor-
aði næstu tvö mörk í leiknum og
minnkaði muninn í eitt mark. Undir
lok fyrri hálfleiks fengu heimastúlkur
tækifæri til að jafna en mistókst og
Þóra B Helgadóttir skoraði fyrir
Stjörnuna og leiddu þær í hálfleik
9-11.
I upphafi seinni hálfleiks skoraði
Hrund Schving tvö mörk fyrir Stjöm-
una úr vinstra horninu og náðu þær
við það fjögurra marka forskoti. Vík-
ingar gátu minnkað muninn í tvö
mörk þegar tíu mínútur vorc liðnar
af seinni hálfleik en misfórst. Stjörnu-
stúlkur náðu fimm marka forskoti
þegar tiu mínútur voru eftir og fengu
fjölmörg tækifæri til að innsigla sig-
urinn t.d. þrjú víti sem Helga Torfa-
dóttir varði og hélt Víkingi inn í
leiknum en samherjum hennar tókst
ekki að nýta sér það. Stjörnustúlkur
unnu verðskuldaðan sigur í þessum
leik, léku góða vörn og börðust vel.
„Það verður barátta upp á líf eða
dauða á mánudaginn, liðið sem sigrar
fer áfram, svo einfalt er það. Liðið lék
eins og ég lagði upp fyrir leikinn,
spilaði sterkan varnarleik og agaðan
sóknarleik. Ég vona að fólk sjái sér
fært að mæta og hvetja liðin og skapi
góða stemningu í Garðabænum á
mánudaginn. Það var góður hópur
sem mætti í Víkina í dag og munaði
mikið um hann fyrir okkur,“ sagði
Siggeir Magnússon, þjálfari Stjörn-
unnar eftir leikinn. -BB
Á síðustu stundu
ÍBV tryggði sér sæti í undan-
úrslitum íslandsmóts kvenna
með sigri á Gróttu/KR í öðrum
leik liðanna á Seltjarnamesi í
gærkvöldi. Á æsispennandi
lokamínútum réðust úrslitin
þegar Tamara Mandzic skoraði
úr aukakasti þegar aðeins ein
sekúnda var eftir af leiktíman-
um.
Leikurinn var mjög ijörugur
allt frá byrjun, ÍBV náði fljótlega
frumkvæðinu og náðu nokkrum
sinnum að komast tveimur
mörkum yfir á jöfnum upphaf-
smínútum. Leikmenn Gróttu/KR
lögðu á það áherslu að stöðva
skyttur Eyjamanna sem höfðu
reynst þeim erfiðar í fyrsta
leiknum, með því að senda einn
og stundum tvo leikmenn út á
móti þeim. Það gekk að vísu ekki
upp því Eyjastúlkur voru að
skjóta vel og markvarslan hjá
Gróttu/KR var ekki góð ekki
frekar en hjá ÍBV en markverðir
liðanna vörðu aðeins eitt skot
fyrstu 23 mínútur leiksins en
fengu á sig 24 mörk.
Grótta/KR hélt sér inn í leikn-
um framan af með afar öguðum
sóknarleik sem var vel stjórnað
af Ágústu Björnsdóttur og skytt-
ur liðsins þær Alla Gokorian og
Jóna Björg Pálmadóttir voru í
miklu stuði. Um miðjan hálfleik-
inn kom svo góður leikkafli hjá
Gróttu/KR þar sem þær breyttu
stöðunni úr 5-7 í 14-11 þökk sé
vel útfæröum sóknarleik en í öll-
um fyrri hálfleik töpuðu þær
boltanum aðeins tvisvar sinnum
i sókninni.
ÍBV byrjaði seinni háifleikinn
af krafti og skoraði þrjú fyrstu
mörkin, Vigdís var farin að verja
í markinu og átti það eftir að
reynast mikilvægt þegar upp var
staðið. Þaö sem eftir lifði leiks
voru Eyjastúlkur með þetta 1-2
marka forskot þrátt fyrir það að
þær Tamara og Amela Hegic
væru teknar úr umferð alian
seinni hálfleikinn. Þegar aðeins
tæpar þrjár mínútur voru eftir
var staðan 20-23 en með mikilli
þrautseigju náði Grótta/KR að
jafna fyrst í 23-23 þegar rúm min-
úta var eftir og aftur í 24-24 þeg-
ar 20 sekúndur voru eftir á
mögnuðum lokakafla.
„Það var mjög gott að klára
þetta héma á mjög erfiðum úti-
velli. Við rúlluðum yfir þær
heima og vissum að þær myndu
koma dýróðar til leiks hérna.
Við vorum að spila vamarleik-
inn ágætlega, Vigdis náði sér
ekki á strik í fyrri hálfleik en
kom upp í þeim seinni en við
verðum að haf^ hana í gangi með
vöminni. Þetta varö allt léttara
eftir að hún fór að verja,“ sagði
Sigbjöm Óskarsson eftir leikinn.
-HRM
Sport
Víkingur-Stjarnan 14-18
1-0, 2-2, 3-4, 5-5, 6-7, 6-9, 8-10, (9-11)
9-13, 11-14,11-16, 12-17 14-18.
Vikineur:
Mörk/víti (skot/viti): Kristín Guð-
mundsdóttir 7/2 (22/4), Steinunn Bjarna-
son 3 (4), Guðrún Hólmgeirsdóttir 2
(3),Eva Halldórsdóttir 1 (2),Gerður Beta
Jóhannesdóttir 1 (3), Helga Guðmunds-
dóttir (1), Gyða Ingólfsdóttir (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Guð-
rún.)
Vitanýting: Skorað 2 úr af 4.
Varin skot/víti (skot á sig): Helga
Torfadórttir 9/3 ( 23/7, 39%).
Brottvísanir: 2 mínútur.
Stiarnan:
Mörk/víti (skot/víti): Halla María
Helgadóttir 8/4 (12/6), Þóra B Jónsdóttir
3 (4), Anna Blöndal 3 (4), Hrund Schev-
ing Sigurðardóttir 2 (4),Guðný Gunn-
steinsdóttir 1 (1), Margrét Vilhjálmsdótt-
ir 1 (1), Inga Lára Þórisdóttir (3).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Anna
2, Margrét.)
Vitanýting: Skorað úr 4 af 7.
Varin skot/viti (skot á sig): Lijana
Sadzon 12 (26/4, 46%, eitt víti I stöng og
eitt framhjá).
Brottvisanir: 4 minútur.
Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson
og Gunnar Viðarsson (7).
Gϗi leiks (1-10); 6 .
Áhorfendur: 100.
Maöur leiksins:
Lijana Sadzon, Stjörnunni.
FH-Fram 26-30
0-2, 3-4, 6-7, 10-11, 13-13, (15-16), 16-16,
18-20, 22-21, 23-23, 24-26, 26-30.
FH:
Mörk/viti (skot/viti): Dagný Skúladóttir
11 (18), Harpa Vífilsdóttir 7 (9), Hafdís
Hinriksdóttir 6/2 (17/4), Dröfn Sæmunds-
dóttir 2 (12), Judith Rán Esztergal 0 (6),
Björg Ægisdóttir 0 (3), Hrafnhildur Skúla-
dóttir 0 (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum:
13 mörk ( Dagný 7, Harpa 5, Hafdis 1)
Vítanýting: Skorað úr 2 af 4.
Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta
Slapikiene 11/1 (30/7, 37%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Franu
Mörk/viti (skot/víti): Marina Zoueva
10/6 (14/6), Díana Guðjónsdóttir 7 (7),
Svanhildur Þengilsdóttir 5 (5), Hafdís
Guðjónsdóttir 3 (7), Olga Prokhorova 2 (4),
Irina Sveinsson 2 (6), Björk Tómasdóttir 1
(7), Katrín Tómasdóttir 0/0 (0/1), Guðrún
Þ. Hálfdánsdóttir 0 (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 mörk (
Díana 3, Svanhildur 2, Hafdís 1).
Vítanýting: Skorað úr 6 af 7.
Varin skot/viti (skot á sig): Hugrún Þor-
steinsdóttir 20/2 (46/4, 43%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (7).
Gceöi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur:.
Maður leiksins:
Marina Zoueva, Fram.
Grótta/KR-ÍBV 24-25
1-0, 1-3, 4-4, 5-7, 9-8, 10-10, 14-11,
(14-13), 14-16, 16-18, 18-18, 19-22, 20-23,
23-23, 24-25.
Grótta/KR:
Mörk/viti (skot/viti): Ágústa E.
Björnsdóttir 8/1 (15/2), Alla Gokorian 6
(20),
Jóna B. Pálmadóttir 3/1 (3/1), Eva
Hlöðversdóttir 3 (4), Edda Kristinsdóttir
2 (6), Eva Þórðardóttir 1 (3), Ragna Sig-
urðardóttir 1 (4).
Mörk úr hraöaupphlaupunu 3 (Eva H.
2, Ágústa 1).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 3.
Varin skot/viti (skot á sig): Ása Ingi-
marsdóttir 9 (24/3, 38%), Asa Ásgrims-
dóttir 0 (10, 0%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/viti): Tamara Mandzic
11/3 (15/3), Anita Andreassen 7 (11),
Gunnleyg Berg 3 (4), Ingibjörg Jóhanns-
dóttir 2 (3), Edda Eggertsdóttir 1 (3),
Amela Hegic 1 (5), Bjamey Þorvarðar-
dóttir (1).
Mörk úr hraöaupphlaupunu 2 (Anita
2).
Vítanýting: Skorað úr 2 af 2.
Varin skot/viti (skot á sig):
Vigdís Sigurðardóttir 14/1 (37/2, 38%),
Árún Guðgeirsdóttir 0 (1/1,0%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson
og Jónas Elíasson (6).
GϚi leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 200.
Maöur leiksins: Áqústa E.
Björnsdóttir, Gróttu/KR.