Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Side 14
30 MÁNUDAGUR 19. MARS 2001 9 Sport DV Starfsmenn i Bláfjöllum hafa verið mjög útsjónarsamir við að nýta þann snjó sem er á svæðinu og fyrir helgi var gerð tilraun með að flytja til snjó. Ýtt var í stóran skafl í Eldborgargili og þaðan var snjórinn selfluttur með vörubíl upp í byrjenda- brekkuna við Bláfjallaskála. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi aðferð er notuð á skíðasvæði hérlendis, svo vitað sé. Byrj- endabrekkan var svo opnuð um helgina. í sióustu viku bætti einnig nokkuð við snjóinn á skíöasvæð- unum á Norður- og Austurlandi og eru aðstæður hinar bestu. Meðal annars var skíðasvæðið í Tindaöxl á Ólafsfirði opnaö 1 vikunni, en þar hefur verið lok- að í vetur vegna snjóleysis. Ástœóa er því til að hvetja skíðaáhugamenn til að fylgjast með opnunartíma skíðastað- anna á næstunni því nú viröist loksins vera að rofa til í þeim málum. -HI - skíðaæfingar stundaðar í KR-heimilinu %ópavoa Það er ekki gaman að vera skíða- maður þegar veturinn er búinn að vera eins og hann hefur verið í vetur. Krakkamir sem hafa verið í skíðaæf- ingum hjá Sigríði Jakobsdóttur í KR- heimilinu síðan í september hafa ekki komist nema í eitt skipti í vetur en þrátt fyrir það er mikið fjör í tímun- um hjá henni þegar krakkarnir þjálfa upp ýmsa hluti sem koma sér vel þeg- ar menn byrja að renna sér. Hópur Sigríðar samanstendur af krökkum átta ára og yngri og er yngsta barnið í hópnum fjögurra ára. „Upphaflega var gert ráð fyrir að æf- ingarnar yröu fast einu sinni í viku innandyra og tVisvar í viku uppi í fjalli. Það hefur hins vegar ekki verið hægt að vera í fjallinu vegna snjóleys- is, nema þá aðeins í byrjun janúar. Þess vegna höfum við bætt viö inniæf- ingum til að halda í krakkana. Þetta hefur gengið mjög vel. Auðvitað koma öðra hverju svona snjólausir vetur en það er alls staðar janfmikill undirbún- ingur fyrir skíöaiðkunina," segir Sig- riður. Aö sögn hennar byggjast tímamir á styrktaræfingum, liðleikaæfmgum, samhæfingu og snerpuæfingum. „Við blöndum þessu mikið saman. Við er- um með margar æfingar þar sem við notum ýmis áhöld og dýnur og búum jafhvel til svið f salnum.“ Róleg þrátt fyrir snjóleysið Yngri krakkamir em ekki eins stressaðir yfir því að komast ekki sem fyrst á skíði eins og hinir eldri. „Yngri krakkarnir hafa farið einu sinni á Sauðárkrók yfir helgi á skíði og það er stefnt að því gð gera það aft- ur síðar í vetur. Þá stefhum við einnig að Andrésar andar leikunum á Akur- eyri seinni partinn í apríl. Félagið fer þangað með hóp af krökkum, þannig að við gefumst ekkert upp þó að snjó- leysið hái okkur. Ég held samt að krakkamir skilji að þegar ekki er snjór í fjöllunum þá er ekki hægt að komast á skíði.“ Sigríður er með í kringum 20 krakka í yngsta hópnum og hafa þau mætt vel í vetur. „Þaö er mjög mikiil skíðaáhugi meðal yngstu kynslóðar- innar. Krakkarnir geta byrjað mikiu fyrr á skíðum nú en áður fyrr og eru jafnvel farin að skíða sjáif fimm ára gömul. Flestir krakkamir héma eru mjög vön. Síöasti vetur var mjög góð- ur og gaf þeim tækifæri á að skíða heilmikið." Lætur sjá sig á endanum Þegar blaðamaður DV-Sport spjall- aði aðeins við krakkana virtust þeir hka hafa það nokkuð vel á hreinu að þessar æfingar styrktu þá fyrir skíða- iðkunina. Eitt bamið, sem var reynd- ar með þeim eldri í hópnum, var þó þaulvant og hafði skíðað nánast frá tveggja ára aldri. Þau viðurkenndu þó að þaö væri dálítið leiðinlegt að hafa ekki komist mikið á skíði í vetur en vom þó sannfærð um að snjórinn myndi á endanum láta sjá sig. -HI Kópavogur hefur vaxið afar hratt á stuttum tíma - þróast frá því að vera nokkur hús án nokkurrar þjónustu í að verða næststærsta sveitarfélag landsins með alla þjónustu. Þjónustan í Kópavogi nær ekki bara til Kópavogsbúa heldur er í bæjarfélaginu rekin öflug þjónusta fyrir allt höfuðborgarsvæðið enda er bærinn afar miðsvæðis. Ekki má heldur gleyma menningunni . sem blómstrar í Kópavogi. í Kópavogi eru mörg öflugustu fyrirtæki landsins á sviði verslunar og þjónustu og mikil uppbygging stendur nú yfir á því sviði. [ Kópavogi er einnig myndarleg höfn. Umsjón auglýsinga: Ösp Kristjánsdóttir, sími 550 5728 netfang: osp@ff.is Umsjón efnis: Steinunn Stefánsdóttir netfang: steina@ff.is ' * í sérblaði DV sem kemur út 28. mars næstkomandi verður fjallað um Kópavog á fjölbreyttan hátt, þróun byggðar, verslun, iðnað, þjónustu og menningu. Ath. síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudaaurinn 22. Bland i P oka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.