Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 Viðskipti__________ Umsjón: Vi&skiptablaöíö Seðlabankinn tekur upp verðbólgumarkmið Seðlabankinn hefur tekið ákvörðun um að taka upp breytta stefnu í pen- ingamálum og taka upp verðbólgu- markmið í stað núverandi gengis- markmiðs. Þetta kom fram á aðalfundi Seðlabankans sem haldinn var í gær. Verðbólgumarkmið Seðlabankans mun miðast við 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs eins og hún er nú reiknuð af Hagstofu íslands. „Seðlabankinn stefnir að þvi að ár- leg verðbólga verði að jafnaði sem næst 2,5%. Víki verðbólga meira en 1,5 prósentustig frá settu marki ber Seðla- bankanum að ná verðbólgu svo fjótt sem auðuð er inn fyrir þau mörk að nýju. Jafnframt ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kemur hver ástæða frá- - lækkaði stýrivexti sína af þessu tilefni vikanna er, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve lang- an tíma hann tel- ur það taka að ná verðbólgumark- miðinu að nýju,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra á árs- fundinum í gær. Eigi síðar en í árslok 2003 hyggst bankinn hafa náð því markmiði að verðbólga verði 2,5%. Á árinu Olafur G. Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans. 2001 skulu efri mörk verðbólg- unnar verða 3,5 prósentustig fyr- ir ofan verð- bólgumarkmiðið en 2 prósentustig á árinu 2002. Neðri mörkin verða 1,5 pró- sentustig neðan við markmiðið á þessum árum og svo framvegis. Sjálfstæði seðlabankans verður aukið. „Sú breyting verður nú á að seðlabankanum er gert skylt að stuðla að framgangi stefnu ríkisstjómarinn- ar í efnahagsmálum svo fremi sem bankinn telji það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu [sem verður verðbólgumarkmið],“ sagði Davíð Oddsson. Samhliða þessu hefur Seðlabankinn ákveðið að lækka stýrivexti sína um 50 punkta. „Þessi breyting er gerð í ljósi þess að horfur eru á að verðbólga muni lækka á næsta ári samhliða því að hægja mun á efnahagsstarfseminni. Verðbólguhorfur eru innan þeirra marka sem miðað er við í sameigin- legri yfirlýsingu ríkisstjórnar og seðla- banka um verðbólgumarkmið," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri. Landsbankinn færir öll símaviðskipti til Íslandssíma Seðlabank- inn lækkar vexti Bankastjóri Landsbanka íslands og forstjóri Íslandssíma hafa skrifað undir samning sem kveður á um að Landsbanki Islands færir öll símavið- skipti sín til Islandssíma. Samning- urinn er til þriggja ára og er áætlað verðmæti hans nærri 200 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá ís- landssíma að samningurinn sé einn sá stærsti sem Islandssími hefur gert um alhliða símaþjónustu fyrir fyrir- tæki. Auk fastlínusímaþjónustu felur hann i sér að Landsbanki Islands kaupir farsimaþjónustu af íslands- síma. I fyrstu er um að ræða 200 far- símaáskriftir og síma sem fyrirtækið leigir af Íslandssíma. Þá er samið um GPRS-þjónustu þannig að starfsmenn bankans eru alltaf tengdir við Inter- netið og geta því m.a. skoðað efni vef- síöna í símanum eða verið í stöðugu sambandi við innra net bankans líkt og af borðtölvu á vinnustaðnum. Lægri símgjöld samfara heildarþjónustu Þá hefur Íslandssími hafið teng- ingar og yfirfærslu símaumferðar Landsbankans á fastalínu inn á kerfi fyrirtækisins. Þegar því verður lokið mun Íslandssími sjá um síma- þjónustu aðalbanka og annarra starfsstöðva Landsbankans á höfuð- borgarsvæðinu og yflr 50 afgreiðslu- staða bankans um alit land. Fram kemur að samningurinn felur í sér lægri símagjöld á milli starfsstöðva Landsbanka íslands. Þá segir að hann feli einnig í sér lægri síma- gjöld milli farsíma Íslandssíma og loks lægstu símagjöld sem bjóðast á markaði milli farsíma og fast- línusíma innan fyrirtækisins. Eyþór Arnalds, forstjóri fslandssíma. Landsbankinn hefur nú bæst í hóp stórfyrirtækja og stofnana sem flutt hafa fjarskipti sín til Íslandssíma. Meðal þeirra eru Reykjavíkurborg, Garðabær, Seltjarnarnes, VISA Is- land og íslandspóstur. Íslandssími hóf símaþjónustu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið rekur eigið farsímakerfi á höfuðborgar- svæðinu, Reykjanesi og í Eyjafirði. Islandssími hefur gert reikisamning við Landssímann þannig að við- skiptavinir fyrirtækisins geta notað farsíma sína um land allt. Þá hafa viðskiptavinir Íslandssíma aðgang að nærri 300 farsímanetum erlendra símafyrirtækja í 123 löndum. Þetta er víðtækari farsímaþjónusta en ís- lensku farsímafyrirtækin geta veitt samanlagt. Mikið hefur verið að gerast á gjaldeyrismarkaði undanfarna tvo daga. Krónan hefur verið undir miklum þrýstingi til lækk- unar og hefur Seðlabankinn kom- ið oft inn í og keypt krónur til að halda krónunni innan vikmarka' en dagsveltan með krónur á mánudaginn voru 10 milljarðar. Þessi niðurþrýstingur á krónuna var túlkaður sem væntingar markaðsaðila um að Seðlabank- inn hygðist taka upp verðbólgu- markmið I staö núverandi gengis- markmiðs. Upptaka verðbólgu- markmiðs og flot krónunnar myndi sennilega hafa einhver áhrif til lækkunar krónunnar. Á aðalfundi Seðlabankans í gær dró heldur betur til tíðinda en þá ákvaö stjórn bankans að lækka stýrivexti sína um 50 punkta. Seðlabankinn hefur einnig tek- ið ákvörðun um að taka upp breytta stefnu í peningamálum og einskorða hana nú við verðbólgu- markmið. Stefnir bankinn að því að árleg verðbólga verði að jafn- aði sem næst 2,5% en víki verð- bólga meira en 1,5 prósentustig frá settu marki hyggst bankinn beita sér fyrir því að verðbólga færist aftur inn fyrir þau mörk. Eigi siðar en i árslok 2003 hyggst bankinn hafa náð því markmiði að verðbólga verði 2,5%. 2001 skulu efri mörk veröbólgunnar verða 3,5 prósentustig fyrir ofan verðbólgumarkmiðið en 2 pró- sentustig á árinu 2002. Neðri mörkin verða 1,5 prósentustig neðan við markmiðið Árás á krónuna Strax við opnun markaða í gær lækkaði krónan úr 123 í 123,75 á stundarfjórðungi. Hún hélt síðan áfram að lækka og var kominn niður í 124,6 þegar Seðlabankinn greip inn í og keypti krónur að andvirði 1,6 milljarða króna. Fór þá krónan niður í 123,7. Hún fór þó fljótlega í 125,15 eða aðeins 0,19 stig frá vikmörkum gengis- stefnunnar og enn og aftur greip Seðlabankinn inn í og keypti krónur fyrir um 2 milljarða króna sem keyrði krónuna niður í 123,6. Vísitala krónunnar endaði í 125,10 og lækkaöi gengi hennar uin 1,71%. Viðskipti námu 18,4 milljörð- um, sem er þriðja mesta velta frá upphafi, og seldi Seðlabankinn 42 milljónir dollara eða um 3,8 millj- arða. Efri mörk vísitölunnar eru 125,36 og þar með er krónan 26 punkta frá þeim. Stórt, veglegt 40 síðna aukablað fylgir DV 11. apríl nk. DV hefur um árabil verið í forystu fjölmiðla í umfjöllun um bíla og hefur lagt metnað sinn í að þjónusta bifreiðaumboðin og flytja fréttir af nýjungum á bílamarkaðinum. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Hörpu Haraldsdóttur á auglýsingadeild DV í síma 550 5722, netfang: harpa@ff.is Umsjón efnis: Njáll Gunnlaugsson, sími 550 5723, netfang: njall@ff.is DV HEILDARVIÐSKIPTI 2987 m.kr. - Hlutabréf: 650 m.kr. - Húsbréf: 1458 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Baugur 63 m.kr. Kaupþing 45 m.kr. Landsbanki íslands 33 m.kr. MESTA HÆKKUN O Delta 3,8 % O Skýrr 2,1 % ©ÍAV 1,5 % MESTA LÆKKUN O Opin kerfi 8,2 % O Landsbanki íslands 4,8 % © Marel 3,8 % ÚRVALSVÍSITALAN 1148,6 stig - Breyting O 1,97 % IAV og Ishug yfir á Aðallista Þann 1. apríl nk. verða hlutabréf íslenskra aðalverktaka og íslenska hugbúnaðarsjóðsins flutt af Vaxtar- lista á Aðallista Verðbréfaþings ís- lands. Félögin hafa bæði náð til- skyldum þriggja ára aldri í núver- andi rekstri og uppfylla önnur skil- yrði skráningar á Aðallista. Félögin verða tekin úr heildarvísitölu Vaxt- arlista og tekin inn í heildarvísitölu Aðallista þann sama dag en verða eftir sem áður í viðeigandi atvinnu- greinavísitölum. Félögin halda sömu auðkennum og áður, eða IAV (Islenskir aðalverktakar) og IHUG (íslenski hugbúnaðarsjóðurinn). Að loknum ílutningi félaganna tveggja verða 50 félög skráð á Aðallista Verðbréfaþings Islands, samtals að markaðsverðmæti yfir 330 milljarð- ar króna. Nasdaq kaupir Easdaq Bandaríski hlutabréfamarkaður- inn Nasdaq hefur samþykkt að kaupa 58% hlut í evrópska hluta- bréfamarkaðnum Easdaq. Nasdaq er annar stærsti hluta- bréfamarkaður heims á eftir New York Stock Exchange (NYSE). Með kaupum á meirihluta í Easdaq getur Nasdaq boðið upp á hlutabréfavið- skipti allan sólarhringinn því nú þegar á Nasdaq hlutabréfamarkað í Japan, Nasdaq Japan. 28.03.2001 M. 9.15 KAUP SALA jfcd Dpiiar 90,360 90,820 ESpund 129,630 130,290 Hjkan. dollar 57,530 57,890 ESIPönsk kr. 10,7840 10,8430 rf~ Norsk kr 9,9600 10,0150 EuSsænsk kr. 8,8180 8,8660 80FI. mark 13,5338 13,6151 1 Fra. franki 12,2673 12,3410 | Belg. franki 1,9948 2,0067 Sviss. franki 52,5700 52,8600 Holl. gyllini 36,5149 36,7343 Þýskt mark 41,1428 41,3900 1 ít. líra 0,041560 0,041810 IX'Aust. sch. 5,8479 5,8830 Port. escudo 0,4014 0,4038 Spá. peseti 0,4836 0,4865 ÖLiJap. yen 0,741200 0,745600 P írskt pund 102,173 102,787 SDR 114,660000 115,340000 ECU 80,4683 80,9518

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.