Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára________________________________ Guðrún Geirdal, Vallarbraut 9, Akranesi. 85 ára________________________________ Aðalbjörg Stefánsdóttir, Kirkjuvegi 10, Keflavík. Sigmundur Magnússon, Frakkastíg 17, Reykjavík. 80 ára________________________________ Ágúst Helgason, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Ingeborg Einarsson, Hæöargarði 35, Reykjavík. 75 ára________________________________ Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Borgarlandi 3, Djúpavogi. Einar Jónsson, Móabarði 18, Hafnarfirði. Elín Jónsdóttir, Borgarholtsbraut 45, Kópavogi. Guðbjörg Valgeirsdóttir, Hlíðarvegi 3, ísafirði. Karl Brynjólfsson, Háabarði 10, Hafnarfirði. 70 ára________________________________ Benedikt Kristján Alexandersson, Vtri-Bakka, Akureyri. Sigurjón Sigurbergsson, Hamrahlíö, Varmahlíö. 60 ára________________________________ aGylfi Sigurðsson stýrimaöur, Bogabraut 12, Skagaströnd. Eiginkona Gylfa er Guðrún Guðbjörnsdóttir verslunar- maður. Þau taka á móti gestum í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd laugard. 31.3. kl. 16.00-20.00; Gunnar Árni Ólason, Efstasundi 39, Reykjavík. Gylfi Hallgrímsson, Fannafold 22, Reykjavík. Þorsteinn Hallsson, Ásgötu 16, Raufarhöfn. 50 ára________________________________ Birgir Elínbergsson, Skarösbraut 4, Akranesi. Bragi Ragnarsson, Bergholti 5, Mosfellsbæ. Guðríður S. Hermannsdóttir, Bollagöröum 43, Seltjarnarnesi. Gunnar Þórir Þórmundsson, Bakkatjörn 10, Selfossi. Ingi Jón Sverrisson, Frostaskjóli 105, Reykjavík. Þorbjörn Ágústsson, Sporði, Hvammstanga. 40 ára________________________________ Ásrún Hauksdóttir, Fellasmára 2a, Kópavogi. Einar Hólm Guðmundsson, Norðurgötu 10, Seyðisfiröi. Gunnar Pétur Héöinsson, Túngötu 17, Patreksfiröi. Hjörtur Hjartarson, Grundargötu 8, Siglufirði. Jóhannes Guðmar Vignisson, Skólavegi 8, Fáskrúðsfirði. Jón Sigurðsson, Dalbraut 6, Höfn. Samaporn Pradablert, Efstasundi 71, Reykjavík. Wieslawa Vera Lupinska, Ástúni 10, Kópavogi. Þorkell Þórðarson, Mið-Görðum, Snæfellsnesi. jjrval - hefur þú lesið það nýlega? Andlát Björgvin Schram lést laugard. 24.3. sl. Bjöm Ágúst Sigurðsson, Baldursbrekku 15, Húsavík, lést á heimili sínu 25.3. Birgir Jóhannsson kaupmaður, Lauga- vegi 133, Reykjavík, lést fimmtud. 22.3. Guðríður Gísladóttir lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtud. 15.3. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erlingur Eyjólfsson, Brattholti 6A, Mos- fellsbæ, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtud. 15.3. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna frá Lágafellskirkju. Jarðsett var aö Mosfelli. Dóróthea Jónsdóttir, Grundargötu 9, Siglufiröi, lést á Heilbrigðisstofnuninni, Siglufiröi laugard. 24.3. Ingi Karl Jóhannesson, Birkimel 8a, lést aðfaranótt sunnud. 25.3. DV Hundrað ára Þorgerður Einarsdóttir fyrrv. húsfreyja í Þórisholti í Mýrdal Þorgerður Einarsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Þórisholti í Mýrdal, nú á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vik í Mýrdal, er hundrað ára í dag. Starfsferill Þorgerður fæddist að Reyni í Mýrdal og átti þar heima til 1921. Hún gekk í Reynisskóla í fjóra vet- ur. Kötluveturinn 1917-18 var hún vinnukona hjá Þorsteini Þorsteins- syni, kaupmanni í Vík, og Helgu, konu hans. Þorgerður giftist og flutti að Þór- isholti 1921 en þau hjónin stóðu þar fyrir búi 1922-54. Þá missti maður hennar heilsuna en sonur þeirra, Einar, og kona hans, tóku við búi. Þorgerður bjó í Þórisholti til 1995, er sonur hennar og tengdadóttir brugðu búi. Núverandi ábúendur þar eru sonarsynir Þorgerðar, Grét- ar og Guðni Einarssynir. Þorgerður hefur verið heimilsmaður í Hjalla- túni frá 1995. Þorgerður hefur verið í Kvenfé- laginu Ljósbrá frá stofnun og er heiðursfélagi þess, starfaði um ára- bil með kirkjukór Reyniskirkju og er félagi í Samherjum, félagi eldri borgara í Mýrdalshreppi. Hún er ið- in að sækja mannfagnaði í seinni tíð og lét sér ekki muna um að sækja þorrablót að Eyrarlandi nú fyrir skemmstu, enda vel ern. Fjölskylda Þorgerður giftist 20.11.1921 Kjart- ani Einarssyni, f. 21.8. 1893, d. 28.7. 1970, bónda í Þórisholti. Hann var sonur Einars Finnbogasonar, f. 26.6. 1863, d. 17.8. 1944, hreppstjóra í Þór- isholti, og k.h., Vilborgar Andrés- dóttur frá Kerlingadal, f. 21.11. 1865, d. 28.10. 1945, húsfreyju. Börn Þorgerðar og Kjartans: Borghildur, f. 23.9. 1922, maki Ólaf- ur Jóhannesson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Vöruhappdrættis SÍBS, þau eiga þrjú böm og fimm barnabörn; Einar Sigurður, f. 3.3. 1925, d. 18.12. 1970, vörubílstjóri í Vik, maki Halldóra Sigurjónsdóttir sem lést 1999 og eru dætur þeirra tvær, barnabömin sex og eitt bama- barnabarn; Ingveldur Guðríður, f. 2.8. 1929, d. 9.9. 1999, maki Sigurður Ágúst Hafsteinn Jónsson, fyrrv. sendibílstjóri í Reykjavík, börn þeirra eru fimm, bamabömin ellefu og eitt barnabarnabam; Einar, f. 3.12. 1930, fyrrv. bóndi í Þórisholti, maki Sigurbjörg Pálsdóttir og eiga þau sex börn og sautján bamabörn; Sigurgeir, f. 7.3.1938, skurðlæknir í Reykjavík, kvæntur Höllu Sigur- jóns, tannlækni og dósent, og eiga þau tvö börn og flmm bamabörn; Kristinn Matthías, f. 28.11.1942, loft- skeytamaður og kerfisfræðingur í Reykjavík, maki Guðrún Helgadótt- ir bankamaður, þau eiga þrjú börn og sex barnaböm; Kjartan, f. 1.11. 1944, verslunarstjóri í Reykjavík, maki Alda Guðlaug Ólafsdóttir bankamaður, þau eiga þrjú böm og tvö barnabörn. Fjölskylda Þorgerðar telur alls 121 en af þeim eru beinir afkomendur 86 talsins. Þorgerður er yngst og ein eft- irlifandi átta systkina. Systk- ini hennar: Sig- ríður, f. 10.2. 1887, húsfreyja í Vik; Kristín, f. 20.4. 1888, hús freyja í Prests- húsum; Brand- ur, f. 6.8. 1889, bóndi á Suður- Götum í Mýr- dal og síðar tómthúsmaður í Vik; Brynjólfur, f. 2.8. 1890, bóndi á Dyr- hólum í Mýrdal; Einar, f. 18.1. 1892; Sveinn, f. 1895, bóndi á Reyni; Mar- grét, f. 4.9. 1896, húsmóðir í Reykja- vík. Foreldrar Þorgerðar voru Einar Brandsson, f. 18.3. 1858, d. 28.2. 1933, bóndi á Reyni, og k.h., Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 15.11. 1857, d. 31.3. 1935, húsfreyja. Ætt Einar var sonur Brands, b. á Reynishjáleigu, Einarssonar, b. þar, Eiríkssonar. Móðir Brands var Mar- grét Brandsdóttir. Móðir Einars á Reyni var Kristín Einarsdóttir, hreppstjóra í Þóris- holti, Jóhannssonar, og Ragnhildar Jónsdóttur frá Höfðabrekku. Sigríður var dóttir Brynjólfs frá Skammadal, Guðmundssonar, Guð- mundssonar. Móðir Brynjólfs var Guðrún Hallgrímsdóttir frá Neðra- Velli í Gaulverjabæjarhreppi. Móðir Sigríðar var Þorgerður Jónsdóttir frá Flögu Þorlákssonar, og Sigriðar Sturludóttur frá Þóru- stöðum í Mosfellssókn. Þorgerður tekur á móti gestum í tilefni af afmæli sínu í dag, mið- vikudag 28. febrúar, á Hótel Höfða- brekku frá kl. 16.00-19.00. EEE Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður Krossins Fimmtugur Ólafur Örn Jónsson prentsmiður í Hafnarfirði Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, Laugalind 3, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp i foreldrahúsum. Hann lauk landsprófi og stund- aði nám við MH. Gunnar lagði síðan stund á guðfræðinám við Christ Gospel Bible Institude í Bandaríkjunum. Gunnar starfrækti verslunarfyr- irtæki um skeið í Vestmannaeyjum. Auk þess hefur hann starfrækt verktakafyrirtækið Þakklæðningu í Reykjavík. Hann stofnaði Krossinn 1978 og hefur verið forstöðumaður safnaðarins frá stofnun. Fjölskylda Gunnar kvæntist 25.12. 1971 Ingi- björgu Guðnadóttur, f. 11.2. 1952, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Guðna Guðmundssonar, sem er lát- inn, forstjóra, og Jóhönnu F. Karls- dóttur, fyrrv. starfsmanns hjá Skatt- stofu Reykjanesumdæmis. Börn Gunnars og Ingibjargar eru Guðni, f. 11.8.1972, sem nú hefur aft- ur eignast og tekið við rekstri Bilkó í Kópavogi, fyrirtæki sem hann starfrækti áður fyrr, búsettur í Reykjavík og er sonur hans Daníel Gunnar Guðnason, f. 1.7. 1999; Sig- urbjörg, f. 2.8. 1974, skrifstofumað- ur, búsett í Hafnarfirði, maður hennar er Aðalsteinn Scheving rafeindavirki; Jóhanna, f. 1.1.1976, skrif- stofumaður 1 Reykjavík og eru dætur hennar Camila, f. 2.9. 1994, og Ingibjörg Laila, f. 14.12. 1997; Gunnar Ingi, f. 23.1. 1989, í foreldrahúsum. Systkini Gunnars; Ás- dís, f. 22.5. 1948, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík; Einar Þorsteinn, f. 3.10. 1949, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík; Þórstína B., f. 8.9.1956, kaupkona, Reykjavík. Foreldrar Gunnars voru Þor- steinn Oddsson, f. 25.11.1919, d. 27.7. 1994, prentmyndasmiöur og siðar verktaki í Reykjavik, og k.h., Sigur- björg Einarsdóttir, f. 24.6. 1919, d. 3.12. 1999, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Odds frá Leirá í Leirársveit Ólafssonar, sjó- manns Halldórssonar. Móðir Þor- steins var Þuríður Jónsdóttir, b. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, Þorsteinssonar. Sigurbjörg var dóttir Einars, mat- sveins og verkamanns í Borgarnesi, Ólafssonar, frá Stóru Fellsöxls, Jónssonar. Móðir Sigurbjargar var Þórstína Gunnarsdóttir, b. í Fögru- hlíð á Djúpavogi, Þorsteinssonar. Móðir Þórstínu var Þórunn Björk Jakobsdóttir, b. á Eiríksstöðum. Gunnar er í útlöndum um þessar mundir. Ólafur Örn Jónsson prentsmiður, Breiðvangi 50, Hafnarfirði, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borg 1969, lauk námi í handsetningu frá Iðnskólanum í Reykjavík 1974, námi í filmuskeyt- ingu og plötugerð í offsetiðn 1980, stundaði nám í teikningu við Mynd- listarskólann í Reykjavík og Hand- iða- og myndlistarskóla íslands og sótt námskeið í olíumálun í Svíþjóð. Ólafur hóf nám í handsetningu hjá Gunnari Einarssyni í Leiftri. Að loknu sveinsprófi starfaði hann hjá Blaðaprenti. Þaðan fór hann i nám í fllmuskeytingu hjá Prentmiðjunni Grafík í Síðumúla. Hann var síðan verkstjóri hjá Prentsmiðju Áma Valdimarssonar um nokkurra ára skeið og hjá SAM-útgáfunni og Prentsmiðju G. Ben. Ólafur og fjölskylda hans fluttu til Váxjö í Svíþjóð 1990 þar sem hann starfaði við sína iðn hjá SMP-trykk, hjá Smálandsposten og loks hjá Grafiska Punkten. Eftir að Ólafur og fjölskylda hans sneru aftur heim hóf hann störf hjá Prentsmiðjunni Odda 1995 þar sem hann hefur starfað siðan. Ólafur hefur gegnt trúnaðar- og trúnaðarráðsstörfum í Félagi bóka- gerðarmanna og situr í stjórn Félags bókagerðar- manna frá 1997. Fjölskylda Ólafur kvæntist 26.1. 1974 Hafdísi Jónsteins- dóttur, f. 22.8. 1951, fjár- málastjóra hjá EGG ehf. Hún er dóttir Jónsteins Haraldssonar forstjóra og Halldóru Helgu Kristjánsdóttur sjúkraliða. Börn Ólafs og Hafdísar eru Rósa Ólafsdóttir, f. 31.7. 1973, d. 24.8.1973; Halldóra Ólafsdóttir, f. 10.11. 1974, verslunarstjóri, búsett í Hafnarfírði en dóttir hennar er ísóld Braga Halldórsdóttir, f. 11.8. 1996; Ólafur Örn Ólafsson, f. 19.10.1986, nemi. Systur Ólafs eru Sigrún Jónsdótt- ir, f. 19.7. 1953, verslunarmaður í Hafnarfirði, gift Halli Vilhjálms- syni, f. 20.5. 1954; Hrafnhildur Jóns- dóttir, f. 27.5. 1959, skrifstofustjóri í Hafnarfirði, gift Guðjóni Grétars- syni, f. 6.6. 1955; Áslaug Jónsdóttir, f. 16.7.1964, verslunarmaður í Hafn- arfirði, gift Magnúsi Magnússyni, f. 5.11. 1964. Foreldrar Ólafs eru Jón Gestur Jónsson, f. 26.9. 1926, bátasmiður í Hafnarfirði, og Rósamunda Alda Arnórsdóttir, f. 30.6. 1929, hár- greiðslukona. Ólafur og Hafdís taka á móti ætt- ingjum og vinum í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfírði, milli kl. 19.00 og 22.00. Merkir Isfendingar Jón Jónsson frá Ljárskógum fæddist á hinu þekkta tónlistar- og menningar- heimili, Ljárskógum í Dölum, 28. mars 1914. Hann var sonur Jóns Guðmunds- sonar, bónda, refaskyttu, Ijósmyndara og silfursmiðs í Ljárskógum, og k.h., Önnu Guðrúnar Hallgrímsdóttur hús- freyju. Systir Jóns Jónssonar var Jó- fríður, móðir Jóns, sóknarprests á Mosfelli. Jón kvæntist Jónínu Krist- jánsdóttur leikstjóra en sonur þeirra er Hilmar matreiðslumeistari. Jón stundaði nám við MA, lauk stúd- entsprófum 1934 og stundaði nám í guð- fræðideild HÍ. Hann kenndi um skeið á ísafirði og fékkst nokkuð við þýðingar. Jón var prýðilegt skáld. Tvær ljóðabækur Jón Jónsson frá Ljárskógum komu út eftir hann á meðan hann lifði: Syng- ið strengir, 1941, og Hörpuljóð, 1942. Þá kom út bókin Gamlar syndir og nýjar, 1947, og ljóðasafn hans, Ljóð Jóns frá Ljárskógum, 1976. Auk þess birtust eft- ir hann ljóð og smásögur í Rauðum pennum og öðrum tímaritum. Jón var stofnandi og félagi í vin- sælasta söngkvartett sem sungið hefur á íslandi, MA-kvartettinum, sem skemmti með söng sínum á árunum 1932-1942. Hinir söngfélagar Jóns voru Jakob Hafstein framkvæmdastjóri, sem lést 1982, og bræðurnir Steinþór, fyrrv. lþm., og Þorgeir læknir Gestssynir frá Hæli sem báðir eru á lífi. Jón lést úr berkl- um langt fyrir aldur fram, 7. október 1945. Jaröarfarir Árni Sigurösson, Vallarbraut 6, Ytri- Njarðvík, verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju miðvikud. 28.3. kl. 14.00. Arnar Jóhann Magnússon, Löngumýri 26, Garöabæ, lést á Landspítalanum viö Hringbraut fimmtud. 15.3. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikud. 28.3. kl. 13.30. Edda Þórey Guölaugsdóttir, til heimilis að Stórateigi 21, Mosfellsbæ, verður jarösungin frá Lágafellskirkju í Mosfells- bæ miðvikud. 28.3. kl. 13.30. Heiöar Theodór Ólason, Skúlagötu 44, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Há- teigskirkju miövikud. 28.3. kl. 15.00. Jarðsett veröur í Gufuneskirkjugarði. Svava Guðmundsdóttir frá Heiði, Nestúni 23, Hellu, verður jarðsungin frá Keldnakirkju á Rangárvöllum fimmtud. 29.3. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.