Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2001, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 Tilvera DV Ég var beðin að koma... Einleikurinn Ég var beðin að koma..., eftir Þorvald Þorsteins- son, verður verður sýndur á síðasta einleikjadegi Kaffileik- hússins. Einleikari er Sigrún Sól Ólafsdóttir og leikstjóri Guðjón Pedersen. Sýningin hefst kl. 21. Klassík ■ VILBERGSDAGAR I GARÐABÆ Nú stendur yfir glæsileg tónlistar- velsla í Garðabæ til heiðurs minn- ingu Vilbergs Júlíussonar skóla- stjóra. Næstu tónleikar veröa í sal Tónlistarskólans klukkan 20 í kvöld. Fram koma fjölmargir listamenn og efnisskráin er fjölbreytt og skemmti- leg. Meðal þeirra sem koma fram eru Sigrún Eövaldsdóttir, Richard Simm, Haliveig Rúnarsdóttir, Peter Tompkins, Pétur Jónasson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Björk Guöjónsdóttir, Helðrún Hákonar-dóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir og Marta Guörún Halldórsdóttir. Forsala aögöngumiða er í bókabúðinni Grímu . Útivist ■ GENGIÐ MILLI SAFNHUSA I kvöld stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferðum milli safnhúsa í miðbæ Reykjavíkur. Farið verðurfrá anddyri Borgarbókasafns Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Allir eru velkomnir f gönguna. Fundir ■ AÐALFUNPUR CCU SAMTAKANNA I kvöld verður aðalfundur Crohn' s og Colitis Ulcerosa samtakanna. Gestur fundarins verður Inga Reynisdóttir verkefnastjóri hjá íslenskri erfðagreiningu og fjallar hún um rannsókn á erföaþáttum þarmabólgu. CCU samtökin er hópur fólks meö langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 20.30. ■ FYRIRLESTUR UM BJATRNASIVERTSEN RIDDARA BJörn Pétursson sagnfræðingur heldur fyri rlestur í Sjóminjasafni islands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. kl. 20.30 í kvöld. Fyrirlesturinn nefnist Bjarni Sívertsen frá Selvogi og áhrif hans á Hafnarfjörð. Fyrirlesturinn er í boði Rannsóknarsetur í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns íslands. Félagsstarf ■ OPH) HUS FYRIR ELPRI BORGARA I AKUREYRARKIRKJU A morgun er opiö hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju milli kl. 15 og 17. Flutt veröur blönduð dagskrá um ástina, lífiö og tilveruna með þátttöku gesta. Jón Árnl Sigfússon leikur á harmónikku og séra Svavar A. Jónsson flytur bænarorö. Kaffiveitingar. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðllundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Listasöfn ■ I LISTASAFNI SIGURJONS OLAFSSONAR I LAUGARNESI er sýning á list myndhöggvarans 1930-1960. Safnið er oþiö um helgar kl. 14-17, kaffistofan einnig. Sjá nánar: Lifiö eftlr vinnu á Vísi.is Félag húsbílaeigenda: Ferðast að hætti snigilsins fólk sem komið er á ní- ræðisaldur. Starfsemi Húsbílafé- lagsins er blómleg og hefur það meðal annars staðið fyrir skipulögð- um helgarferðum um landið. „Við erum með níu skipulagðar ferðir í sumar og þar af er ein gróðursetn- ingarferð að Þórisstöðum í Svína- dal. Það er í fyrsta sinn sem við för- um í gróðursetningarferð," segir Ema. Þar að auki er farin hvíta- sunnuferð, veiöiferð og berjaferð á haustin, svo nokkuð sé nefnt, en ferðimar í sumar verða níu alls. Hápunktur starfseminnar er þó Fjólskyldumál Stóra ferðin svokallaða en hún stendur í heila viku. í fyrra var Stóra ferðin farin um Norðaustur- land en í sumar á að fara um Vest- firði. Að sögn Emu eru ferðir félags- ins vandlega skipulagðar. „Það er alltaf leiðsögn í ferðunum. Það er svo skemmtilegt að sá sem er frá viðkomandi stað gefur sig fram og sér um leiðsögnina. Hann þekkir miklu betur söguna en það sem við lesum úr bókum, auk þess sem þetta verður persónulegra. Sigríður Ama Amþórsdóttir fyrrverandi formaður hefur annars séð um leiðsögnina ef enginn annar hefur fengist. Við reynum einnig alltaf að flétta ein- hverju menningarlegu inn í hverja einustu ferð. Þetta gerir það að verkum að fólk veit meira um land- ið sitt,“ segir Erna. Þá er einnig mikið sungið og leikið i ferðum fé- lagsins enda einir fjórir harmon- ikkuleikarar meðal félagsmanna. Á veturna er félagið einnig með starfsemi til dæmis er opið . Þá er komið að fermingun- um. Um allt land er verið að undirbúa fermingar og næstu mánuðina munu ung- lingar í þúsunda tali ganga upp að altarinu og ljúka þannig fermingarfræðslunni sem hófst í flestum kirkjum landsins í haust. Auðvitað fermast ekki allir 14 ára ung- lingar. Sumir eru ekki i þjóð- kirkjunni, fríkirkjunum, óháða söfnuðinum eða kaþ- ólsku kirkjunni heldur í söfnuðum og kirkjum sem ferma ekki. Aðrir vilja ekki fermast. En langstærstur hluti árgangsins tekur þátt I fermingarstarfinu og fermist í vor. Það er fróðlegt að skoða tölur i þessu sam- bandi. í ár fermast um 3000-3.500 14 ára unglingar í þjóðkirkjunni, kaþólsku kirkjunni og fríkirkjunum. Ef við segjum til gamans að um 10 manns tengist náið hveiju einu fermingarbarni (pabbi, mamma, systkin, afar, ömmur, stjúpforeldrar, hálf- systkin o.s.frv.), þá eru það um 30-35.000 manns sem einmitt núna eru að huga að lokaundirbúningi ferminganna. Ef hvert fermingar- bam býður að meöaltali um 30 manns í veislu, þá munu um 90-105.000 manns halda upp á ferm- inguna með fermingarbömunum í ár. Það gerir hvorki meira né minna en um þriðjung þjóðrinnar. Það er stærri hópur en tekur þátt í nokkrum öðrum hátíðahöldum á árinu af einu og sama tilefninu. Það er því örugglega óhætt að segja að fermingarnar séu stærsti fjölskylduviðburður ársins. En jafn árviss og fermingarnar er dapurlegur söngur ákveðinna fýlupoka í íjölmiðlunum sem af einhverjum ástæðum geta ekki unnt þriðjungi þjóðarinnar þess að eiga hátíðlega og góða stund með unglingunum slnum. Þessir aðilar kvarta m.a. yfir því að unglingarn- ir séu of ungir þegar þeir taka ákvörðun um ferminguna. Fýlu- pokamir halda því fram að ung- lingamir vilji bara fermast út af gjöfunum, að það séu foreldramir sem ráði ferðinni o.s.frv. Af ein- hverjum furðulegum ástæðum eru einu sjálfstæðu unglingarnir i aug- um þessara gagnrýnenda, þeir sem ekki vOja fermast. En ætli foreldr- arnir hafl ekki jafn mikil eða lítil áhrif á þá eins og hina sem ferm- ast. Úr þvi að menn efast ekki um ákvörðun þeirra sem ekki vilja fermast, af hverju þarf þá að hæð- ast að ákvörðun hinna? Af hverju er verið að gera svona lítiö úr ung- lingunum? Þykir unglingur ekki sjálfstæður í dag nema hann geri eitthvað af sér, drekki sig fullan nokkrum sinnum yfir vetrarmánuð- ina. „Þá koma félagsmenn saman og fá sér kaffi, sýna myndir og gera ýmislegt. Á síðasta fundi var til dæmis farið í eldvarnir, reyk- skynjara, teppi og önnur öryggis- tæki. Við reynum alltaf að flétta ein- hverju fræðsluefni inn í,“ segir Ema Kristjánsdóttir að lokum. -EÖJ Fermingar og fýlupokar Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum eða reyki hass? Það er niðurlægj- andi og hrokafull afstaða gagnvart unglingunum að gera ráð fyrir því að þeir geti ekki sjálfir tekið sínar eigin ákvarðanir. Lang flestir ung- lingar eru skynsamt og réttsýnt fólk sem lætur ekki draga sig á asnaeyrunum. Þeir vilja standa sig vel í lífinu og vita hvað þeir vilja. Margir þeirra hafa einmitt notað fermingarfræðsluna í vetur tO þess að taka ákvörðun varðandi ferm- inguna. Hana ber að virða. Og svo er það veislan eða annað það sem gert er tO að halda upp á ferminguna. Þegar hundruðum er boðiö i brúðkaupsveislur og fer- tugs-, fimmtugs og sextugsafmælis- veislur þá er aOt í lagi. Þá sjást engin hneykslunarfull upphróp i blöðum. En þegar eitthvað er gert unglingunum tO heiðurs er það talið bruðl, mútur og vitleysa! Auðvitað er aOt best í hófi hvort sem það eru gjafir og hátiðahöld vegna ferminga, brúðkaups eða stórafmælis. Ég held líka að á síð- ari árum sé að draga úr eyðslunni og skynsemin sé látin ráða í gjafa- vali og öðru sem heyrir tO ferm- ingunni. Ef of miklu er eytt þá er það heldur ekki unglingunum að kenna, heldur foreldrunum, gleym- um því ekki. Nei, þið sem eruð að fara að fermast á þessu vori, látið þetta sjálfumglaða nöldur í fýlupokan- um í fjölmiðlunum sem vind um eyru þjóta. Njótið stundarinnar með ættingjum og vinum og stand- ið stolt við ákvörðun ykkar á ferm- ingardaginn. Senn liður aö sumri og íslenskir ferðamenn eru margir hverjir farn- ir að hugsa sér til hreyf- ings. Æ fleiri kjósa að ferðast um landið á hús- bílum enda er vart hægt að hugsa sér hentugri ferðamáta. Því fylgir jú óneitanlega frelsi að ferðast með húsið á bak- inu eins og snigillinn. Auðvelt er að vera þar sem veðrið er best, ein- ungis þarf að setjast undir stýri og aka af stað. Að sögn Ernu Krist- jánsdóttur, formanns Fé- lags húsbílaeigenda, eru félagar á bilinu 550 til 600 og hefur fjölgað mjög með árunum. „Það er engin bólusetning við þessu. Ef fólk er búið að fara eina ferð þá kemur það aftur," segir Erna. Húsbílar félagsmanna eru af öllum toga, litlir og stórir, gamlir og nýir. Sumir bílarnir eru tO- búnir húsbOar en aðrir kaupa sendiferðabíla og breyta þeim, eða láta breyta, í húsbíla. Félags- menn eru á öllum aldri, allt frá litlum krílum í Til í slaginn Erna Margrét Kristjánsdóttir, formaöur Félags húsbílaeigenda, í gættinni á fortáta húsbíl. DV-MYND EINAR J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.