Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Side 10
Ríkust allra Söngkonan Mariah Carey er viö það að skrifa undir samning við plötufyrir- tækiö Virgin sem fer í sögubækurnar vegna þeirra flárhæða sem i boði eru. Samkvæmt nýj- ustu fregnum er fyrir- tækið tilbúið að borga stúlkunni 20 milljónir punda á plötu fyrir að skrifa undir og gæti samningurinn fært henni allt að 60 milljónir punda. Fyrsta platan í samningnum ætti að koma út í ágúst og verð- ur hún með tðnlistinni úr væntanlegri mynd Carey, All That Glitters. Söngkonan hefur selt yfir 120 milljón eintök af plötum sínum í gegn- um tíðina og því ekki skrýtið að Virgin sé tilbú- ið að gera þennan samning. Stærstu samning- ana fram að þessu eiga REM, sem skrifuöu undir 52 milljóna samning árið 1996, Janet Jackson, sem fær að minnsta kosti 15 milljón- ir punda fyrir hverja plötu, og Madonna sem ný- lega skrifaði undir 40 milljón punda samning. Of fullir Tónleikar Placebo í Perugia á Ítalíu um síðustu helgi voru stöðvaðir í klukkustund eftir einungis þrjú lög þar sem gæslumenn óttuðust að girö- ing umhverfis sviðið myndi bresta. Þegar sveit- inni var leyft að halda áfram baðst söngvarinn Brlan Molko afsökunar é að þeir væru orðnir of- urölvi en biðina hefðu þeir notað til að fagna af- mæli bassaleikarans Stefan Olsdal. Tónleika- gestir sögðu að Molko hefði verið svo ölvaður að hann hefði átt í vandræðum með að muna textana og svo klykkti hann út með því aö til- einka lagiö Slave To The Wage itölsku klám- drottningunni sem gerðist pólitíkus, Ciccollnu. Placebo eru um þessar mundir að túra í Evrópu en í lok apríl hefst 22 tónleika túr um Bandarík- in og Kanada. í sumar spila þeir svo á tónlistar- hátíðum í Evrópu og hafa þeir meðal annars tek- ið 15. júni frá fyrir Tónlistarhátíð Reykjavíkur. Stórar ákærur Rapparinn Nate Dogg lýsti sig saklausan af ákærum um að hafa ólöglegt vopn í fórum sínum fyrir rétti í Kaliforníu i síðustu viku. Nate Dogg, sem er frændi Snoop Dogg, á að mæta aftur fyrir rétti seinna í mánuðinum en hann er ákærður fyrir atvik í júní . síðastliðnum þegar hann á að hafa ógnað kærustu sinni með byssu, ráðist á hana, hótað að brenna hús móður hennar og að lokum kveikt í bíl móður hennar. Gamlar ákærur um mannrán, heimilisofbeldi og hótanir um hryðjuverk og bruna voru felld- ar niöur þegar kærastan neitaði að vitna gegn honum. Eftir aö hafa verið dæmdur fyrir fíkni- efnamisferli fyrir fimm árum má drengurinn ekki eiga skotvopn en hann gengur nú laus gegn einnar milljón dala tryggingu. Eitt af því sem geisladiskabyltingin seint á síðustu öld hafði í för með sér var mikil sprenging í endurútgáfu. Nú þegar stóru plötufyrirtækin eru mikið til búin að hreinsa upp katalógana sína hafa lítil óháð fyrirtæki tekið forystuna í þessum geira. Trausti Júlíusson kynnti sér nokkur þeirra. Kræsingar úr skúma- Skotum tónlistarsögunnar Á síðustu árum hafa komið fram nokkrar mjög áhugaverðar litlar plötuútgáfur sem einbeita sér að end- urútgáfu. Þessar útgáfur eiga það all- ar sameiginlegt að vera reknar af ódrepandi tónlistaráhugamönnum sem eru tilbúnir tO þess að leggja aOt undir. Þeim hefur tekist að búa til plötur sem útgáfurisarnir, þar sem allt er í fóstum skorðum, láta sig ekki einu sinni dreyma um. En lítum nán- ar á nokkrar þeirra. Strut og alþjóðasamtök fönksins. Strut-útgáfan var stofnuð af Lund- únabúanum Quinton Scott. Hann byrjaði ferO sinn í bransanum sem starfsmaður Jive Records en 1995 stofnaði hann plötuútgáfuna Harmless sem margir kannast við vegna eðalfönkseríunnar Pulp Fusion. Hann stofnaði Strut í ársbyrj- un 1999. Strut sérhæfir sig í fónk, djass, lat- in, diskó og afróbeat tónlist. Á meðal afreka í útgáfusögu fyrirtækisins má nefna Block Party Breaks seríuna sem er safn af upprunalegri grúvtón- list sem danstónlistarmenn síðustu ára hafa samplað. Efnið á plötunum er valið af breska hip-hop plötusnúðn- um DJ Pogo. Larry Levan At The Paradise Garage kom út í fyrra með upptökum eins frægasta diskóplötu- snúðs aOra tíma Larry Levan. Disco Not Disco er safn af síðpönk tónlist, sem varö vinsæl á diskósenunni í New York, valdri af Joey Negro og Sean P. Á meðal ílytjenda eru Ian Dury, Material, Was(Not Was) og Liquid Liquid. Loks er það Grass Roots platan þar sem plötusnúðurinn Ashley Beedle, sem spOaði á íslandi í janúar sl., velur efni sem hefur mót- að hans tónlist. Frábær plata. Samhliða Strut-merkinu rekur Quinton undirmerkið Afro Strut sem í fyrra gaf m.a. út plöturnar sem Tony Allen gerði með hljómsveit Fela Kuti á áttunda áratugnum. Afro Strut gefur líka út Club Africa serí- una sem er safn af afróbíti og fleiri perlum úr sögu afriskrar tónlistar, t.d. The Lafayette Afro Rockband og BIo sem eru afrískar hippasveitir frá áttunda áratugnum. SoulJazz og endalaus uppspretta grúvsins SoulJazz-útgáfan er starfrækt í Soho í London og er rekin af nokkrum eldheitum tónlistargeggjur- um. Hún vakti fyrst athygli fyrir frá- bærar útgáfur á latin tónlist frá New York. Safnplötumar Nu Yorica! og Nu Yorica 2! lögðu grunninn að velgengn- inni. Síðan hafa þeir sent frá sér hverja perluna á fætur annarri og nægir þar að nefna hið frábæra New Orleans Funk safn sem kom út í fyrra. Að undanförnu hafa þeir samt ver- ið þekktastir fyrir reggí útgáfu. Dynamite serían þeirra (100% Dynamite og upp í 400% Dynamite) er mjög fjölbreytt og skemmtilegt bland af ólíkri reggí tónlist. Fyrstu tvær plötumar í þeirri seríu eru ekkert minna en snilld. Nýlega kom svo flaggskipið en það er Studio One Rockers sem safnar saman misþekktu efni frá Studio One útgáfunni á Jamaíku sem oft er talað um sem mikilvægustu plötuútgáfuna í reggí- sögunni en sem lítið hefur verið end- urútgefin þar til SoulJazz fengu til þess leyfi nýlega. Plötunni fylgir ítar- legur bæklingur með mjög fróðlegu viðtali við Clement Dodd sem stofn- aði Studio One útgáfuna. Blood & Fire og tímalaus sefjun döbbsins Blood & Fire var stofnað árið 1993 af Steve Barrow sem áður hafði séð um endurútgáfur Trojan-útgáfunnar og átti líka stóran þátt í að velja efni á Tougher Than Tough, The Story of Jamaican Music, fjögurra diska settið sem Island gaf út og sem er enn besta yfirlitsútgáfan á jamaískri tónlist hingað til. Markmið Blood & Fire var aö færa endurútgáfu á reggíi í sama gæðaflokk og bestu djass, blús og soul endurútgáfurnar og jafnframt að gæta þess að bæði listamennirnir og upp- tökustjórarnir fengju borgað fyrir vinnu sína, nokkuð sem oft vill „gleymast". Á meðal frábærra platna sem Blood & Fire hafa gefið út eru Dub Like Cr- azy og Dub Like Dirt með King Tubby og svo Heavyweight döbb safnplöturnar. Stærsta útgáfan þeirra hingað til er hins vegar þriggja diska safnið „Natty Universal Dread 1973- 1979“ meö Big Youth sem er nýkom- ið út. Big Youth er reggí dj en þeir spiia tónlist, oft sína eigin, og tala yfir hana. I-Roy og U-Roy eru á meðal þekktustu reggí dj-anna en Big Youth, sem byrjaði að dj-a snemma á áttunda áratugnum, bylti stflnum alveg og opnaði hann fyrir alls konar nýjum hlutum bæði tónlistarlega og texta- lega. Big Youth boðaði ást, ekki ófrið. Hann boðaði líka frelsi og trúna á Jah hinn almáttuga. Big Youth hafði mik- 0 áhrif m.a. á Bob Marley. Hann var líka í sérstöku uppáhaldi hjá John Lydon og bresku pönkurunum. Natty Universal Dread er sannkölluð perla en pakkanum fylgir viðamikfll bæk- lingur fuUur af fróðleik. Og við erum rétt að byrja... Auk ofantalinna útgáfufyrirtækja má nefna fyrirtæki eins og BBE sem á síðasta ári gaf út 10 ára afmælis- pakkana tvo með Masters At Work og nýlega sendi frá sér þriggja diska diskópakka sem er valinn og mixaður af íslandsvininum Dimitri From Paris. Frábært safn sem heitir Disco Forever og er fullt af þessum næstum kæruleysislegu en grúví diskólögum sem Dimitri heldur upp á. BBE gefur líka út seríur eins og Legendary Deep Funk og Breaks & Beats. Mr Bongo er fyrirtæki sem hefur komið víða við og sem, eins og reynd- ar BBE líka, gefur bæði út nýtt og gamalt efni. Mr Bongo er sennilega þekktast fyrir latin safnplöturnar þeirra Latin Beats og Brazilian Beats 1 og 2 sem eru ótrúlegar og ættu að vera til á öUum heimUum er hneigj- ast tU grúvs og gleðUáta. k plötudómur Skurken og Prince Valium / Stefnumót # 01 ★★★ Gott innlegg í tónlistarútgáfuna Tímaritið Undirtónar hefur staðið fyrir tónleikaröð undir nafninu Stefnumót, á Gauki á Stöng á undan- fómum mánuðum. Þessir tónleikar hafa verið velkomið innlegg i tón- listarlifið í borginni; þeir hafa bæði gefið ungum og upprennandi tónlist- armönnum tækifæri á að koma sér á framfæri og eins verið vettvangur fyrir þá sem lengra eru komnir. Skemmst er að minnast frábærra tónleika Þórunnar Antóníu, Múm og Slowblow fyrir nokkrum vikum en þeir tónleikar voru nánast eins og hátið. Það var fullt út úr dyrum, ótrúleg stemning og gæði dagskrár- atriðanna einstök. Nú hafa þeir Undirtónamenn ákveðið að ganga einu skrefi lengra og gefa út plötur með listamönnum sem hafa spilað á tónleikunum og er sú fyrsta nýkomin út. Þessir diskar verða seldir á Stefnumótakvöldun- um og i nokkrum plötubúðum í Reykjavík. Verðið er 1000 kr. og svona til þess að gefa skattheimtu og stefgjaldagreifunum langt nef þá rennur helmingur þeirrar upphæð- ar beint til tónlistarmannanna sem eiga efni á diskunum. Og ekkert væl. Þessi fyrsti diskur í röðinni inni- heldur tólf lög með tveimur flytjend- um. Fyrri sex lögin eru með Skurken, sem er listamannsnafn Jóhanns Ómarssonar, en þau seinni sex með Prince Valium, þ.e. Þorstein Ólafs- son. Þetta eru hvor tveggja ungir raftónlistarmenn. Tónlist Skurken er mjög melódísk og aðgengileg. Lög eins og Fixer og Dental Care minna óneitanlega á teknósnillinga á borð við Orbital. Þessi sex lög eru öll ágæt, nokkuð fjölbreytt og hljómur- inn þokkalegur. Lögin Transil og Whipping Harry eru þó í sérstöku uppáhaldi hjá undirrituðum. Prince Valium (flott nafn!) er meira í stemningunum; hans lög er rólegri og sveimkenndari. Þetta er mjög myndræn tónlist, að hlusta á þessi lög er eins og að svífa yfir stór- brotið landslag. Hljómurinn er samt heldur síðri en hjá Skurken, lagið Rópan (lögin heita öll eftir mismun- andi lyfjategundum) liður t.d. fyrir slakt sánd. Lögin Ibofen og Fluot- hane eru bestu lögin að mínu mati, það seinna er brotið upp með ein- földum nöktum takti sem svo þróast út í glaðlegt popp. Það er óhætt að mæla með þessari útgáfu. Þúsundkallinum verður varla mikið betur varið. Það er líka sérstaklega ánægjulegt að einhver sé farinn að gefa út raftónlist á íslandi. Það er allt fullt af efnilegum tækni- nördum í herbergjum og á háaloftum út um allan bæ sem þurfa að fá áheyrendur til þess að geta þróast. Trausti Júlíusson. Það er óhætt að mæla með þessari útgáfu. Þúsund- kallinum verður varla mik- ið betur varið. Það er líka sérstaklega ánægjulegt að einhver sé farinn að gefa út raftónlist á íslandi. f Ó k U S 6. apríl 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.