Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Qupperneq 9
9 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 DV Fréttir Dýpkunarframkvæmdir við Hornafjarðarhöfn: Fuglaáhugamenn mótmæla - segja að þær raski lífríkinu Félag fuglaáhugamanna á Horna- flrði hefur sent mótmæli til bæjar- ráðs og bæjarstjórnarmanna en einnig til umhverfisnefndar Horna- fjarðar þar sem mótmælt er fyrir- huguðum framkvæmdum við dæl- ingu úr Hornafjarðarhöfn yfir í Síla- vík. Félagið telur að með þeirri fram- kvæmd verði lífríki Sílavíkur og án- ingarstaður tugþúsunda vaðfugla á farleiðum milli sumar- og vetrar- stöðva eyðilagður. í bréfi fuglaá- hugamanna segir að á nýsamþykktu aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Dýpkunarpramminn Soffía er tilbúinn til dæl- ingar og veriö er að undirbúa Björn lóös og Ásgrím Halldórsson til veiöa. Hornafjörð sé dregin lína þvert yfir Sílavíkina þar sem fyrirhugað er að fylla upp, en með þvi að dæla óheft (án varnargarðs) mun efni berast langt út fyrir þá línu og valda mikl- um skaða á lífríkinu. Félag fuglaáhugamanna fer fram á að fyrirhugaðar fram- kvæmdir verði stöðvaðar og bæjarstjórn skoði aðra möguleika en þá að dæla yfir í Sílavik og eyðileggja með því lífríki hennar. Torfi Friðfinnsson hjá Horna- íjarðarhöfn segir að ekki verði byrj- að að dæla upp úr höfninni fyrr en þessi mál verði komin á hreint og tilskilin leyfi fengin. Umhverfis- nefnd væri með þetta í skoðun og á meðan væri ekkert hægt að gera. Árlega er dælt 25 þúsund rúmmetr- um efnis úr höfninni og að þessu sinni verður mest dælt austan Álaugaeyjar svo hægt sé að snúa þar stórum skipum. Á þessu um- rædda svæði er skipulögð byggð samkvæmt aðalskipulagi bæjarins. -JI Vilhjálmur Egilsson undan feldinum: Stefnir á áframhaldandi þingmennsku - margir munu bítast um þingsætin í nýju kjordæmi DV, SAUDÁRKRÓKI: Vilhjálmur Egilsson alþingismaður hefur ákveðið að stefha að áframhald- andi þingmennsku í nýju sameinuðu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Nokkur óvissa hefur verið um það hvort Vilhjáimur mundi halda áfram í pólitíkinni og tók hann veturinn til að „liggja undir feldi“ eins og félagar hans orðuðu það og huga að framtíð- inni í þessum efnum. Um þessar mundir eru 10 ár frá því Vilhjálmur var fyrst kjörinn á þing og stóð hann af því tilefni fyrir spástefnu á Króknum fyrir helgina, þar sem 10 valinkunnir menn brugðu sér í spá- mannsgervið og reyndu að gera sér grein fyrir því hvemig staðan yrði á Norðurlandi að tíu árum liðnum. „Ég var mjög ánægður með hvemig til tókst. Þama komu fram mörg mis- Vilhjálmur Sturla Egilsson. Böövarsson. munandi sjónarmið eins og búist var við, enda var ekki verið að leita þama eftir neinum stórasannleik," sagði Vil- hjálmur um spástefnuna og hann kvaðst vonast til að sú margvíslega mynd sem hún brá upp mundi nýtast bæði sér og öðrum á næstu árum. Framboðsmál komu ekki til tals á spástefnunni, hvorki Vilhjálms né ■---- Einar Oddur .Einar Kr. Kristjánsson. Guöfinnsson annarra en svo vikið sé að þeim þá mun nánast ekkert vera farið að ræða það enn hvemig staðið verði að upp- röðun á lista, hvorki hjá sjálfstæðis- mönnum né öðrum flokkum í norð- vesturkjördæmi, enda mitt kjörtímabO nú og því nægur tími. Hvorki Vil- hjálmur né aðrir þingmannskandídat- ar em því með tryggt sæti á listanum en Vilhjálmur er vongóður um að ná kjöri til þings. Miðað við 10 þingmenn í kjördæm- inu, níu kjöma og eitt uppbótarsæti, á Sjálfstæðisflokkurinn trúlega mögu- leika á þremur tii fjórum mönnum. Um þau sæti munu auk Vilhjálms að líkindum bítast núverandi þingmenn, Sturla Böðvarsson, ráðherra af Vestur- landi, sem telja verður líklegt að muni leiða listann og Guðjón Guðmundsson, einnig af Vesturlandi eða einhver nýr kandídat. Telja verður líklegt að kona eða konur muni blanda sér í barátt- una, hvort sem þær koma af Vestur- landi eða öðrum svæðum. Á Vestfjörö- um em síðan fyrir nafnamir Einar Kr. Guðfmnsson og Einar Oddur Krist- jánsson, þannig að nógir verða um hit- una -ÞÁ DV-MYND GUÐFiNNUR RNNBOGASON. Boröeyringar fagna Á þessari mynd af Boröeyri og Borö- eyringum er 150 ára verstunaraf- mæli á þessum merka staö fagnaö. Nú viröist Ijóst aö skólahald veröur tekiö upp aö nýju á staönum. Skólahald á ný á Borðeyri DV, STRANDASYSLU: Meiri líkur en minni eru á því að skólahald hefjist að nýju á Borðeyri á hausti komanda en það lagðist af tímabundið fyrir fáum árum vegna nemendafæðar en frá þeim tíma hafa nánast orðið kynslóðaskipti. „Við höfum verið svo lánsamir að ungt fólk hefur tekið við á mörgum bæjum í sveitinni," segir Sæmund- ur Gunnar Benónýsson, oddviti Bæjarhrepps. Nýverið samþykkti sveitarstjórn að auglýsa eftir skólastjóra fyrir næsta skólaár. Það sem öðru fremur ýtir undir stefnubreytingu hvað þetta varðar er að skólahald leggst af á Reykjum á þessu vori en þang- að hafa börn úr Bæjarhreppi sótt skóla hin allra síðustu ár og einnig að Laugabakka. Lagt er upp með að 1,- 3. bekkur sæki skóla að Borðeyri en eldri nemendur sæki í austurveg f í skóla í Húnaþingi vestra. Rúmgóð húsakynni eru til skólahalds á Borðeyri sem vel er haldið við. Á síðasta sumri fannst við borun heitt vatn við bæinn Laugarholt, skammt frá Borðeyri, þegar frá líður getur | það orðið kauptúninu og byggðinni s allri auðsuppspretta. -GF ■mRpiiMsíMmw Fullt VERÐ FYRÍR FULLDRÐNA 890 KR 'ENDUR PURFA AO SÆKJA AFSLATTARMIOA A SYNjNGUNA I STUVEW DV AO ÞVERHDLTI 1 1 . SM! ÞJÓNUSTUVERS ER EFTIRFARANDÍ: JR KL. 8.00-20.00, LAUGARDAGUR KL. B.OQ - 14.00 NNU DAGUR KL.16.0Q-22.00 24. - 27. MAÍ BILASYNING.COM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.