Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Síða 17
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001
J3V
var komið aldrei hafa fundið fyr-
ir neinum aldursmun þótt hún
væri réttri kynslóð á undan flest-
um skólafélögum sínum. Félagar
hennar í málaradeiid fóru fljót-
lega i Kolaportið og snuðruðu
uppi gömlu plöturnar með henni
og allir hlustuðu saman á Gerði
G. Bjarklind á Rás eitt á föstudög-
um með óskalög eldri borgara.
„Það er mikil nostalgía í gangi
og stundum fannst mér þau jafn
gamaldags og ég.“
Málaöi úrelta hluti
Lokaverkefni Þuríðar á út-
skriftarsýningu Listaháskólans
snerist að vissu leyti í kringum
þessa eftirsjá eða nostalgíu því
það fólst i þvi að hún málaði fjöl-
margar myndir af hlutum sem
áttu það sameiginlegt að hafa lok-
ið upprunalegu hlutverki sínu;
vera orðnir úreltir. Þetta eru
heimilistæki, hreingerninga-
áhöld, ílát en einnig hljómplötur
og ýmis tæki til daglegra þarfa og
reyndar ekki öll eins gömul og
ætla mætti.
„Kannski var það vistin i Laug-
arnesi sem vísaði mér til fortíðar
þvi mér fannst ég vera komin á
heimaslóðir aftur í vissum skiln-
ingi. Ég málaði allar myndir með
hlutina sjálfa að fyrirmynd og
þegar ég fór að handleika þá rifj-
uðust upp minningabrot sem
tengdust þeim.“
Meðal hlutanna sem voru
myndir af á sýningunni voru
hlutir sem minna meira á nútím-
ann, eins og farsími og dömu-
bindi.
„Hvort tveggja féll undir skil-
greininguna að hafa lokið hlut-
verki sínu svo mér fannst eðlilegt
að hafa þessa tvo hluti með.“
Upprifjun minninga varð til
þess að Þuríöur setti saman litla
bók með nokkrum textabrotum
sem varð hluti sýningarinnar.
Brotin tengjast hlutunum sem
myndirnar eru af og Þuríður seg-
ist líta á þau sem myndir líka.
„Orðið hugmynd felur í sér
mynd og ég hugsa alltaf í mynd-
um og textinn í bókinni er líka í
myndum.“
Stefni á sýningu
- En hvaö tekur nú við hjá ný-
útskrifuðum listamanni?
„Ég fékk mjög góðar undirtekt-
ir á útskriftarsýningunni og seldi
nokkrar myndir. Ég er núna í
verkefni í Þorlákshöfn ásamt
Markúsi Andréssyni og Ólafi
Breiðfjörð, skólabræðrum mín-
um. Þetta er hluti verkefnis sem
heitir Hringferð en það felst í því
að vinna list, tengda staðnum, og
er skipulagt af nemendum skól-
ans. Það leggst mjög vel í mig.
Síðan er ég byrjuð að mála á
sýningu sem ég ætla að halda þeg-
ar skammdegið er hvað dimmast í
vetur. Þar er ég að fást við blóm
og hlutverk þeirra og hvernig við
litum á náttúruna. Við grátum af
gleði yfir sóleyjum og fiflum úti í
haganum á vorin en slítum þessi
sömu blóm upp af fullkomnu mis-
kunnarleysi í görðunum okkar
því þar eru þau illgresi.
Síðan dreymir mig um að fara
og ljúka mastersnámi. Hvernig
það verður er óljóst enn en hver
veit nema hluta þess verði hægt
að taka hér heima. Það er erfitt
fyrir fullorðið fólk með fjölskyldu
að fara til náms erlendis."
Sungiö fyrir striga
Þuríður segist í raun alltaf hafa
viljað starfa ein utan sviðsljóssins
og segist í raun vera feimin og
ekki kunna við sviðsljósið. Það er
erfitt að trúa því eftir að hafa séð
hana á sviði og á sjónvarpsskján-
um þar sem hún starfaði sem þula
um hríð.
„Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað
ég kunni í raun illa við að vera í
svona áberandi starfi. Þetta var
orðið ágætt, fólk var hætt að
þekkja mig, en svo kom það aftur
þegar ég var í sjónvarpinu. En
maður bregður sér í hlutverk. Það
gera allir.“
Þuríður segist ekki vera hætt
að syngja þótt margir virðist
halda það.
„Ég hef verið að syngja fyrir
striga allan tímann sem ég hef
verið í skólanum. Ég syng eink-
um á árshátíðum, þorrablótum og
í einkasamkvæmum og við leik-
um tónlist við allra hæfi.“
Að lokum rifjum við saman upp
nokkur lög sem Þuríður gerði vin-
sæl á ferli sínum sem dægurlaga-
söngkona og reynum að ráða í
það hvert þeirra lýsi henni best.
Hún segir að: Ég ann þér enn sé
alltaf hennar uppáhaldslag. Mér
finnst lagið: Ég á mig sjálf, eiga
mun betur við hana. Það er Þurið-
ur.
-PÁÁ
Brot úr bók Þuríðar
Lítum á nokkur brot úr bókinni
Ágrip eftir Þuriði Sigurðardóttur:
... tíu ára, með boðskortið í
rassvasanum. Sýningin var í
Bogasal Þjóðminjasafnsins og ég
fylltist lotningu. Allir svo flnir og
eftirvænting í loftinu. Ég hafði að-
eins skoðað fáein málverk þegar
ég var rekin út...
... það var eitthvað lítið um pen-
inga. Fötin mín og niðurbrett stíg-
vélin féllu ekki í kramið. Ég fékk
að finna fyrir því. Þá ákvað ég
einn skóladaginn að fara til Glas-
gow og Edinborgar. Enginn af
mínum nánustu hafði farið til út-
Helgarblað
landa og því þótti þetta hálfgerð
firra. Mér tókst að safna fyrir
ferðinni um sumarið, fór utan um
haustið, eyddi allri hýrunni og
fyllti þrjár ferðatöskur af
„Sixtie’s“-hátiskufatnaöi. Þær
stríddu mér ekki eftir það...
... í afmælinu hans pabba var
maður sem átti fataverksmiðju.
Hann sagðist ætla að gefa mér
rauða úlpu með skinnkanti á hett-
unni. Mikið hlakkaði ég til.
Hann kom oft eftir það ...
... Valgerður, sagði þá maður-
inn. „Ég er enginn asni.“
17
Uvorpool-
tr&yjur
Liverpool-treyjurnar
loksins komnar.
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
www.mitre.com
,
GEFDU Þ É R g ó ) <i n T í M A
ÞAR SEM E R ÓDÝRARA A D VERSLA
FLUGSTÓÐ LEIFS EIRIKSSONAR
-gefðu þér góðan tíma