Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001
I>V
Blóðugt uppgjör hjóna:
Löggan vissi
hvernig fela
átti slóðina
Daniel „Danny“ Evans hafði ver-
ið lögreglumaður í átta ár. Starííð
átti hug hans allan en hann tók þó
jafnframt þátt í starfsemi áhuga-
mannaleikhóps i bænum Carlisle í
Englandi viö landamæri Skotlands
þar sem hann bjó. Michelle, eigin-
kona Daniels, tók einnig þátt i leik-
hússtarfinu en hún var augsýnilega
meiri hæfileikum gædd en eigin-
maðurinn.
Hjónaband Daniels og Michelle
var ekkert sérstaklega hamingju-
ríkt. Danny var sjaldan heima og
Michelle, sem þótti lagleg kona, leit-
aði sér smám saman afþreyingar
annars staðar. Og hún var ekki í
neinum erfiðleikum með að vekja
athygli hins kynsins.
Sama um hliðarspor eigin-
konunnar
Svo virtist sem Danny stæði
hjartanlega á sama um hliðarspor
eiginkonunnar, að minnsta kosti til
ársins 1993 þegar æfingar á árlegri
uppfærslu leikhópsins hófust. Færa
átti upp leikritið Morð í prestsbú-
staðnum eftir Agöthu Christie.
Danny átti að leika lítið hlutverk
lögreglumanns og aðstoðarmanns
aðaUeynilöggunnar í leikritinu.
Malcolm Calm, sem var atvinnu-
mmm
Húsið sem líkiö var faliö í
Þetta hús í bænum Carlisle viö skosku landamærin hafði staöiö autt eftir
andlát gamallar konu. Moröingianum þótti þaö tilvalinn felustaöur.
ráð fyrir. Þau héldu fjölda einkaæf-
inga fyrir leiksýninguna. í fyrstu
skipti Danny sér ekki af öllum
einkaæfingum eiginkonunnar. Það
var ekki fyrr en umhyggjusamir
vinir hans bentu honum á að ekki
væri allt með felldu sem hann fór á
stúfana.
Þann 8. maí 1993 veitti hann
Michelle eftirför svo lítið bar á.
Hann sá þá að viðvörun vinanna
hafði ekki verið að ástæðulausu.
Sama kvöld rifust hjónin heiftar-
lega. Michelle sagði Danny van-
hæfan, bæði sem eiginmann og
leikara, og taldi upp fjölda vina
sem hún hefði átt undanfarin fimm
ár. Danny varð æfur og sló til eig-
inkonu sinnar. Hann sló hana svo
fast í andlitið að hún missti næst-
um því meövitund. Síðan gekk
hann burt.
Eftir aö hafa fengið sér drykk á
hverfiskránni hélt hann heim á
leið. Honum hafði þá runnið reiðin
að mestu og vonaðist til að þau
gætu rætt málin. En Michelle beið
hans i anddyrinu, vopnuð stórum
eldhúshníf. Hún hjó mann sinn í
handlegginn. Danny, sem hlotið
hafði þjálfun í átökum vegna starfs
síns, sló til baka og í átökunum
sem fylgdu hlaut Michelle ban-
væna stungu í brjóstholið.
Sat við lík eiginkonunnar
Danny Evans greindi seinna frá
því hvernig hann hefði setið lengi
við lík eiginkonu sinnar og velt því
fyrir sér hvað hann ætti að gera.
Hann vissi að hann ætti að kalla fé-
lagana á lögreglustöðinni á vett-
vang. En hann óttaðist afleiöingarn-
ar og aö hann myndi strax hafna í
fangelsi vegna manndráps. Hann
greip til óskynsamlegs ráðs.
Hann reyndi að afmá öll spor eft-
ir það sem gerst hafði. Fyrst vaföi
hann plasti utan um Michelle og
fjarlægði renninginn í anddyrinu.
Því næst skrúbbaði hann gólfið í
leikari i lausamennsku, fékk hlut-
verk leynilöggunnar. Hann var
þekktur leikari og hann naut aðdá-
unar Michelle Evans.
Samleikur Malcolms og Michelle
varö fljótt nánari en handritið gerði
Leynilöggan og aöstoöarmaöurinn
Malcolm Call, til vinstri, og Danny Evans, aöstoöarmaöur hans.
Michelle Evans
Eiginmaöur hennar var sjaldan heima og leitaöi hún sér smám saman
afþreyingar annars staöar.
anddyrinu og hreinsaði vandlega
blóðbletti af dyrakörmum og þrösk-
uldum. Vegna reynslu sinnar úr lög-
reglumannsstarfinu vissi hann að
nauðsynlegt var að þrífa hvern krók
og kima.
Því næst þurfti hann að losa sig
við líkið. Hann minntist allt í einu
nýlegs máls úr vinnunni. Öldruð
einstæð kona hafði fundist látin á
heimili sínu. Hús hennar stóð autt
og var, að mati Dannys, ákjósanleg-
ur felustaður. Hann ók af stað i nátt-
myrkrinu með lík eiginkonu sinnar
í farangursgeymslu bils sins. Þegar
MicheUe fyndist átti það að lita út
eins og henni hefði verið rænt og
nauðgað og hún síðan myrt.
Þegar Danny var kominn heim á
„Svo virtist sem
Danny stæöi hjartan-
lega á sama um hlið-
arspor eiginkonunnar,
aö minnsta kosti til
ársins 1993 þegar æf-
ingar á árlegri upp-
færslu leikhópsins
hófust. Færa átti upp
leikritið Morð í
prestsbústaðnum eft-
ir Agöthu Christie.“
ný hringdi hann í Malcolm Call.
Leikarinn kvaðst ekki hafa séð
MicheUe og það vissi jú Danny auð-
vitað. En hann vissi að lögreglan
myndi kanna öU simtöl og að símtal
hans tU Malcolms myndi sanna að
hann hefði sjálfur verið heima.
Hann notaði keppinaut sinn sem
fjarvistarsönnun.
Um níuleytið næsta morgun
hringdi Danny til starfsfélaga sinna
á lögreglustöðinni og tUkynnti
hvarf konu sinnar.
Þegar ekkert hafði spurst til
hennar í fjóra sólarhringa var hafin
umfangsmikil rannsókn á hvarfi
hennar. Malcolm CaU var yfirheyrð-
ur og viðurkenndi hann samband
sitt við MicheUe Evans. Hann vísaði
því algerlega á bug að hann heföi
skaðað hana á einhvern hátt.
QSBl
Á þessu stigi málsins beindist
grunur lögreglunnar að Danny
Evans. Víst þótti að hann hefði vit-
að um samband konu sinnar við
Malcolm CaU. Þótti það í sjálfu sér
næg ástæða til morðs. Og hann
hafði verið áberandi rólegur eins og
hann vissi eitthvað sem öðrum var
ekki kunnugt um.
Lögregluforingjanum D.I. CeUard
datt skyndilega í hug að skoða
skýrslur Dannys Evans undanfama
mánuði. Mál gömlu konunnar, sem
hafði átt húsið er stóö nú autt, vakti
strax athygli hans. Lögregluforing-
inn leitaði í húsinu og fann lík
MicheUe eins og Danny hafði skUið
við það.
Féll í klassíska gildru
Lögrégluforinginn bað nú Danny
að komá og „ræða svolítið við sig“.
Þrátt fýrir að Danny væri reyndur
lögreglumaður, sem kunni yfir-
heyrslutækni, féU hann í klassíska
gildru.
„Við höfum fundið fingrafórin
þín í húsi gömlu konunnar og vitum
að þú drapst konuna þína,“ sagði
lögregluforinginn.
„Það getur ekki verið,“ svaraði
Danny. „Ég var með hanska á hönd-
unum.“
Við réttarhöldin tók saksóknari
rök verjandans til greina og breytti
ákærunni í manndráp. Það var
einkum hegðun Dannys Evans eftir
drápið sem var fordæmd. Hann var
dæmdur í 15 ára fangelsi en getur
búist við að fá reynslulausn eftir
tvö ár.
Ovinur samfélagsins
Jacques Mesrine var á flótta undan frönsku
lögreglunni í nær tvo áratugi.