Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 DV Helgarblað Karl V. Matthíasson sóknarprestur, þingmaöur og trillueigandi segir aö smábátar veröi aö róa „Ef menn myndu spyrja mig aö því hvort þeir eigi aö róa þá gæti ég ekki sagt nei. Ég vil ekki hvetja til lögbrota en I hjarta mínu veit ég aö ég myndi sjálfur róa. Stjórnvöld geta sjálfum sér um kennt efþaö veröur uppreisn á miöunum. Viö höfum staöiö í fiskveiöistríöi viö aörar þjóöir. Þaö sem ríkisstjórnin er aö gera er aö hún er aö lýsa yfír fiskveiöistyrjöld hér innanlands. “ Smábátapresturinn - Karl Valgarður Matthíasson þingmaður, sóknarprestur og trillueigandi, segir ríkisstjórnina hafa lýst yfir nýju þorskastríði með gildistöku laganna um kvóta á smábáta. Hann segist munu hvetja menn til að róa og líkir kvótakerfinu við spilavíti þar sem menn veðja á kerfisbreytingar Einhvem veginn finnst mér að trillukarlar og smábátasjómenn hafi átt í útistöðum við ríkisvaldið und- anfarin 10-15 ár. Síðast fyrir réttri viku stóðu argandi sjómenn í hóp fyrir utan Alþingishúsið og brenndu neyðarblys. Þeir voru að mótmæla því að lög sem kveða á um kvótasetningu smábáta muni taka gildi i haust, en undanfarin ár hefur hluti þeirra getað veitt steinbít, ýsu og ufsa án kvóta. Þeir voru afar her- skáir og sögðu að lögin væru ólög og myndu leggja atvinnulíf lands- byggðarinnar i rúst. Umrædd lög, sem eiga að taka gildi í haust, voru í rauninni sett haustið 1999 en gildistöku þeirra hefur jafnan verið frestað til þessa. Þegar trillukarlarnir tendruðu blys sín á Austurvelli var einn þing- maður sem hafði alveg sérstaka samúð með málstað þeirra og lýsti því yfir í ræðustól að hann myndi predika gegn þessum lögum alla tíö. Þetta var séra Karl Valgarður Matthíasson, sóknarprestur í Grundarfirði, sem kom inn á þing sem aöalmaður í stað Sighvats Björgvinssonar í vetur. Séra Karl hefur fengist viö trillusjómennsku með hléum í nærri 30 ár og er sann- kallaður smábátaprestur. Hann stundaði sjómennsku og kennslu í 10 ár á Snæfellsnesi en fékk síðan köllun eins og fiskimenn við Galí- leuvatn forðum og settist á skóla- bekk í guðfræði 29 ára gamall og vigðist til Staðarprestakalls í Súg- andafirði árið 1987. Samtals var hann prestur á Vestfjörðum í 9 ár, á Suðureyri, ísafirði og Tálknafirði. Handtekinn meö afa 15 ára Karl er enginn nýgræðingur í því að mótmæla því hann var 15 ára handtekinn og settur í Síðu- múlafangelsi eftir að hafa mætt með afa sínum í mótmælastöðu við Há- skóla íslands til þess að mótmæla veru íslendinga í Nató og sérstak- lega komu gríska utanríkisráðherr- ans til íslands en þá var herforingja- stjórnin illræmda við völd í Grikk- landi. Þá var Karl ekkert farinn að velta fyrir sér starfsframa við Aust- urvöll en hann var þó á sínum yngri árum virkur félagi í Alþýðubanda- laginu. „Ég var ekkert sérlega áberandi en mætti á flokksþing og þess hátt- ar og stofnaði ásamt öðrum Alþýðu- bandalagsfélag á Snæfellsnesi, þá var ég formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Vestfjörðum fyrir 10 árum,“ segir Karl þegar hann rifjar upp pólitíska fortíð sína með blaðamanni DV. Hann segir að allt tal um muninn á Samfylkingunni annars vegar og Vinstri-grænum hins vegar sé illa grundað og bendir á muninn á þing- mannafjölda flokkanna. Stjórnvöld geta sjálfum sér um kennt ef það verð- ur uppreisn á miðunum. Við höfum staðið í fisk- veiðistríði við aðrar þjóð- ir. Það sem ríkisstjórnin er að gera er að hún er að lýsa yfir fiskveiðistyrjöld hér innanlands. Nefndin sem á að endurskoða fisk- veiðilöggjöfina er lömuð. Það er eins og kolkrabbi hafi sogið úr henni allan mátt. Össur er hæfur „Eins og staðan er í dag erum við með 17 þingmenn en Vinstri-grænir sex. Það eru tvö ár í kosningar og ég hef ekkert gefist upp við þá hugsjón að hægt sé að sameina vinstrimenn. I gamla daga, þegar maður var í Al- þýðubandalaginu, voru menn alltaf með allt hreinu og á vissan hátt var hugsað fyrir menn. Reyndar býr Samfylkingin svo vel að eiga öflug- an formann og breiða sveit að baki honum. Formaður Samfylkingar- innar, Össur Skarphéðinsson, er mjög hæfur maður. Hann er greind- ur, hefur góða menntun og lífs- reynslu og kemur frá islensku al- þýöuheimili. Um þetta hef ég mikið að segja því viö höfum verið vinir síðan við vorum unglingar og marga fjöruna sopið saman.“ Lífið leggst í auön - Hvers vegna eigum við ekki að setja þessi lög um kvóta á smábáta? „Það eru byggðasjónarmið. Þegar menn átta sig á því að það er hægt að selja fiskveiðiheimildir eða leigja þær þá fara menn að selja kvótann. Útgerðirnar fara i burtu og ekkert annaö kemur í staðinn. Ég horfði upp á þetta gerast fyrir vestan, hvernig hver útgerðarmaðurinn af öðrum seldi skipið burt úr plássinu. Þingeyri, Suðureyri, Flateyri, ísa- fjörður, Bolunarvík, Tálknafjörður. Þessir staðir eru allir undir sömu sök seldir. Þetta þýðir að fólkið sjálft, alþýða manna, hefur engin bjargráð." - Hvaða áhrif telur þú að þessi nýju lög muni hafa á sjávarþorp á landsbyggðinni? „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þessi lög verði látin taka gildi en ef þau gera það þá mun atvinnulíf á mörgum stöðum á landinu leggjast i auðn. Það er verið að ræna þessa staði lífínu og margir munu verða fyrir miklu andlegu álagi vegna þessa. Það eru fyrrverandi togara- sjómenn sem einkum hafa verið að koma með þessa smábáta í litlu plássin. Margir þeirra eru stór- skuldugir og þeirra bíður ekkert nema að selja báta sína.“ Fyrri eigendur eignast kvótann Karl segir að málflutningur um að landsbyggðin sé afæta á samfé- laginu sé alger fjarstæða. „Það voru örfáir einstaklingar og fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.