Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Page 29
37
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001_____________________________________________
DV __________________________________________________________________________________________________Helgarblað
sem nutu þessarar Vestfjarðaaðstoö-
ar sem svo var kölluð. Mér er sagt
að eitthvað af þessari aðstoð hafi
breyst í hús á Arnarnesinu.“
- Munu ekki allir þeir sem nú
eignast kvóta selja hann þegar í
stað?
„Smábátar eru skuldsettir eins og
aðrir bátar og það er því mjög hætt
við að slíkt gerist. Nú, svo má ekki
gleyma því að í mörgum tilvikum
eru það fyrri eigendur smábáta sem
eignast þennan kvóta.“
Hvaö vita fiskifræðingar?
Karl segir að smábátar hafi ekki
farið mikið fram úr áætluöum
heildarkvóta og veiðar þeirra á ýsu
hafi ekki gengið á ýsustofninn um-
fram það sem fiskifræöingar hafi
ráðlagt.
„Það má líka velta því fyrir sér
hvort ráölegt sé að treysta fiskifræð-
ingum. Það hafa staðið hér látlausar
verndaraðgerðir á þorskstofninum í
nærri 20 ár að ráði fiskifræðinga.
Þær virðast engan árangur hafa
borið og nú er boðað að skera þurfi
niður veiðar á þorski. Hvaða vernd
felst í þessu? Auk þess eru sérfræð-
ingarnir sjálfir farnir að benda á að
það séu til nokkrir staöbundnir
þorskstofnar í kringum landið. Þar
með er eiginlega botninn fallinn
undan núverandi fræðum. Stað-
bundnir stofnar, sérstaklega smáir,
verða tæpast nýttir bærilega nema
með staðbundnum veiðarfærum
sem ekki geta gengið of nærri stofn-
inum?“
Stríðið er ekki tapað
- Nú hafa trillukarlar barist fyrir
rétti sínum til frjálsra veiða áratug-
um saman. Er ekki þeirra stríði lok-
ið með algerum ósigri með gildis-
töku þessara laga?
„Nei, stríðið er ekki tapað. Ef
menn myndu spyrja mig að því
hvort þeir eigi að róa þá gæti ég
ekki sagt nei. Ég vil ekki hvetja til
lögbrota en í hjarta mínu veit ég að
ég myndi sjálfur róa. Stjórnvöld
geta sjálfum sér um kennt ef það
veröur uppreisn á miðunum. Við
höfum staðið í fiskveiðistríði við
aðrar þjóðir. Það sem ríkisstjórnin
er að gera er að hún er að lýsa yfir
fiskveiðistyrjöld hér innanlands.
Nefndin sem á að endurskoða fisk-
veiðilöggjöfina er lömuð. Það er
eins og kolkrabbi hafi sogiö úr
henni ailan mátt. Forsendan fyrir
því að Ámi Mathiesen lagði fram
þessi lög á sínum tíma var að heild-
arendurskoðun laganna væri ekki
lokiö og nefndin sefur enn. Síðan er
engin umræða í gangi, lögunum er
bara skellt á. Hvað á að gera við
þessa báta?“
Siðlaus atgangur
- Heldur þú að með þessari laga-
setningu hafi stjórnvöld gengið of
langt og menn muni almennt rísa
gegn lögunum?
„Bátar verða að róa svo iðandi
mannlíf megi áfram verða í byggum
landsins. Það er siðlaust að leggja
niður mannlif með einni lagasetn-
ingu. Ég get ekki séð annað en þetta
hafi stórfellt byggðahrun i fór með
sér. Það eru engar vitrænar áætlan-
ir í gangi af hálfu stjómvalda til að
sporna gegn því. Það má líkja viö
þessu við móðuharðindin. Þetta er
þvílíkt högg fyrir byggðimar að
einu líkingarnár sem ná að fanga
þessar hörmungar eru hamfarir á
borð við móðuharðindin. Það er
verið að ganga af byggðunum dauð-
um með þessum siðlausa atgangi
stjórnvalda. Þessu á augljóslega
ekki að linna i tíð þessarar ríkis-
stjómar. Það á greinilega að klára
verkið og veita dreifbýlinu náðar-
höggið, eins og lögin á smábátana
bera með sér.“
- En væru aðgerðir til mótvægis
þessari lagasetningu ekki 'komnar
fram ef ríkisstjómin hefði einhvern
pólitískan áhuga á því?
„Það getur vel verið að þeir ætli
að rétta fram einhvern blómvönd.
Annars veit ég ekki hverjir eru tals-
menn þessarar ríkisstjórnar, þeir
virðast vera orðnir ansi margir og
ekki allir innan stjórnarinnar."
Fyrir stórútgerðarmenn
- Gengur ríkisstjórnin þá erinda
stórútgeröarmanna að þínu áliti?
„Niðurstaðan er að minnsta kosti
þeim í vil. Það er verið að loka kerf-
inu og stöðugt færri einstaklingar
koma að útgerð. Fyrir átta árum
áttu 20 stærstu fyrirtækin í sjávar-
útvegi 36% veiðiheimilda. Nú eiga
20 stærstu fyrirtækin 60% kvótans.
Þetta er skýr stefna og ríkisstjómin
er að ganga erinda þessara hags-
muna. Þetta er stjórn sem trúir á
hina stóru og sterku. Hagfræði rík-
isstjórnarinnar er að setja öU eggin
í sömu körfuna."
Má ekki drepa Bjart
Þegar Karl var ungur maður á
SnæfeUsnesi kynntist hann triUu-
sjómennsku og reri á bátum föður
síns og gerði síðar út með frænda
sínum frá HeUnum. Hann segir að
triUukarlinn sé Bjartur í Sumarhús-
um nútímans, sjálfstæðislöngun ís-
lendingsins holdi klædd.
„Þetta er lífsstíll sem leyfir sjálf-
stæði mannsins aö njóta sín og
leggja á djúpið á eigin vegum og
Drottins. Þetta er Bjartur í Sumar-
húsum og það má ekki drepa hann.“
Hann átti síðan triUu í svoköll-
uðu dagakerfl þegar hann var prest-
ur á Suðureyri, átti trUlu með öðr-
um á Tálknafirði og nú á hann lít-
inn Færeying sem hann keypti fyrir
tveimur árum og hefur leyfi til að
veiða í soðið en blátt bann er lagt
við því að hann selji einn einasta
fisk.
Eins og spiiavíti
En hefur hann hagnast af því að
kaupa og selja triUur og hefur hann
eignast kvóta í gegnum þetta kerfi?
„Nei, ég hef aldrei hagnast á
þessu og konan mín telur að mín út-
gerðarsaga hafl sjaldan verið til
mikils ábata. Þegar ég seldi trilluna
ásamt veiðiréttinum á Suðureyri
hefði ég sjálfsagt getað grætt kring-
um 10 miUjónir með því að bíða í
nokkur ár. En það var ekki mark-
miðið og ég var ekkert að hugsa út
í það. Sá sem keypti hana lét saga
upp í kjölinn og úrelda en flutti
veiðidagana á aðra trillu og hagnað-
ist eflaust. Kvótakerfið er eins og
spilavíti sem snýst í kringum þenn-
an aðalatvinnuveg þjóðarinnar þar
sem menn eru að veðja á alls konar
kerfisbreytingar. Það eru alls konar
menn að að hagnast á því að selja
rétt sinn og veiðileyfi."
Eru ailir á leið í bæinn?
Margir virðast hafa þá ímynd af
landsbyggðinni að þar séu bókstaf-
lega allir á leiðinni í bæinn. Hvers
„Það má líkja þessu við
móðuharðindin. Þetta er
þvílíkt högg fyrir byggð-
irnar að einu likingamar
sem ná að fanga þessar
hörmungar eru hamfarir
á borð við móðurharðind-
in. Það er verið að ganga
af byggðunum dauðum
með þessum siðlausa at-
gangi stjómvalda. Þessu
á augljóslega ekki að
linna í tíð þessarar ríkis-
stjórnar. Það á greinilega
að klára verkið og veita
dreifbýlinu náðarhöggið,
eins og lögin á smábát-
ana bera með sér. “
vegna flytur fólk?
„Það er margar ástæður og ég
held að betra menntakerfi og meira
öryggi í atvinnuuppbyggingu skipti
miklu máli. En við eigum að staldra
við og spyrja okkur: Hvernig íslandi
viljum við búa í? Viljum við t.d. að
það verði byggð á Blönduósi eða eig-
um við að vera svo hagkvæm að
fara með jarðýtuna á þorpið af því
að það borgar sig ekki að neinn búi
þar. Heilu sjávarþorpin geta rúmast
auðveldlega í einni blokk í Reykja-
vík en hvar er frelsið í slíkri hag-
kvæmni. Þeir tímar voru uppi að
fólk vildi búa úti á landi og byggði
sín hús þar. Það hafði trú á framtíð-
inni og þeirri vinnu sem þarna
bauðst. Þegar skipin sigla burt og
engin fiskur berst á land þá fer fólk-
iö líka.“
Hægt að selja norðurljósin
- En hvernig eigum við að bjarga
landsbyggðinni frá því að leggjast í
auðn og er það í valdi stjórnvalda?
„Opinberir aðilar hafa ekki staðið
sem skyldi að atvinnuuppbyggingu.
Viö vitum vel að fjarvinnslan sem
átti að bjarga hinum dreifðu byggð-
um var eitt allsherjar hneyksli.
Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein í
heiminum og mér flnnst að við ætt-
um að snúa okkur meira að þorsk-
eldi og nota það til uppbyggingar á
landsbyggðinni enda hef ég í félagi
við aðra þingmenn Samfylkingar-
innar lagt fram þingsályktun um
eflingu þorskeldis hér. í löndunum í
kringum okkur eru menn á fullri
ferð í þessu. Það er þegar hafið
kapphlaup um strandlengju íslands
í þessu tilliti og þar eru stórir há-
karlar fremstir i flokki. Þetta er hin
sama hagfræði eggjakörfunnar. Þeg-
ar eitt stórt fyrirtæki ræður öllu í
einu byggðarlagi þá eru öll eggin í
sömu körfunni. í Noregi, Nýja-Sjá-
landi og Kanada er mikið hugsað
um þorskeldi og miklar áætlanir
uppi. Annað stórundarlegt mál er
aö þótt stöðugt fleiri ferðamenn
komi til íslands yfir veturinn þá
koma þeir allt of lítið út á lands-
byggðina. Þaö er svigrúm til að gera
stórátak í þessum efnum. Ég veit
um stað á Snæfellsnesi þar sem 20
Japanar heimsóttu sveitabæ til þess
eins að fylgjast með norðurljósun-
um. Það er hægt að selja norðurljós-
in og þaö meira að segja aftur og aft-
ur. Vilji er allt sem þarf.“
Prestur gegn vímu
Nú hefur þú mikið beitt þér í for-
varnarmálum. Hvað viltu gera í
þeim málum?
„Ég hef setið í stjórn SÁÁ og haft
mikinn áhuga á því að vinna gegn
áfengis- og flkniefnabölinu. Þetta er
eins og faraldur í samfélaginu eins
og landlæknir hefur sagt. Og þar er
ekkert ofsagt. Við verður að grípa
til róttækra aðgerða til að stemma
stigu við þessum óþverra. Það þarf
að margfalda forvarnir og byrja að
fræða unga fólkið miklu fyrr og með
miklu meira afgerandi hætti. Ég hef
séð það í prestsstarfi mínu að það er
miklu meira illt sem hlýst af áfeng-
isneyslunni en menn gera sér grein
fyrir. Þunglyndi, slys og alls kyns
ömurleiki. Fólk verður ófullnægt og
áfengið vinnur gegn og drepur nið-
ur lífsgleðina. Lífið er allt of gott og
dýrmætt til að menn kasti því á glæ
með því að láta undan freistingum.“
-PÁÁ
Karl hefur fengist vlð trilluútgerð árum saman og er réttnefndur smábátaprestur
„Ég hef aldrei hagnast á þessu og konan mín telur að mín útgerðarsaga hafi sjaldan veriö til mikils ábata. Þegar ég seldi trilluna ásamt veiðiréttinum á Suöur-
eyri hefði ég sjálfsagt getað grætt kringum 10 milljónir með því aö bíða í nokkur ár. En það var ekki markmiðiö og ég var ekkert aö hugsa út í þaö. “