Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Síða 40
48 Formúla 1 Hf LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 ■ ■ ■ I i, Rúnar Jónsson er einn af okkar bestu ökumönnum hér á landi enda tífaldur Is- landsmeistari í rallakstri. Hann hefur fylgst vel með Formúlu 1 undanfarin ár og er því ekki úr vegi að spyrja hann nokkurra spuminga um þau mál sem brenna á mönn- um þessa dagana. David Coulthard og Michael Schumacher keppa um efstu stöðuna á stigalistanum, kemrn- Coulthard á óvart? „Ég átti von á því að Coulthard myndi verða öflugur þar sem hann sýndi vaxandi styrk á síðasta ári. Hann undirbjó sig mun betur fyrir timabilið heldur en Hákkinen og þar af leiðandi kemur það ekki á óvart að hann skuli vera aðalkeppinautur Schmnacher þessa stundina." Hvað með gengi Williams, kemiu- það þér á óvart hversu snemma fyrsti sigrn- Williams, BMW og Michelin varð að veruleika? „Gengi Williams hefur vaxið jafnt og þétt síðasta árið og þeir hafa staðið mjög vel að öllum sínum málum varðandi þróun á bilnum. Jafnframt hafa þeir mjög öfluga vél sem skilar þeim í toppbaráttuna. Þeir hafa einnig átt stóran þátt í þvi að þróa Michelin-dekkin svo að sigur hjá þeim lá í loftinu að mínu mati. I framhaldinu á ég von á því að þeir muni sigra fleiri keppn- ir á þessu ári og stimpla sig inn sem eitt af toppliðunum í Formúlu 1 í dag.“ Nú var beðið með mikilh eftirvæntingu eftir Montoya. Hefur hann staðið undir væntingum? „Montoya hefur komið mjög öflugur inn í þetta tímabil en verið svolítið óheppinn á köflum sem er ekki neitt óeðlilegt þar sem hann er á sínu fyrsta ári og vantar því stöðugleika á við þá bestu. Ég hef trú á að hann muni ná að sigra keppni eða keppnir á þessu tímabili þar sem hann hefur alla burði til þess. Ég átti von á honum sem mesta kryddinu í Formúlunni þetta árið og hann hefur staðið undir mínum væntingum." Gerði hann rétt gegn M. Schumacher á 16. hring í austurríska kappakstrinum fyrir hálfum mánuði. Var þetta klaufaskapur eða snihd? „Að mínu mati gerði hann ekkert annað en að verja sína stöðu á réttmæt- an hátt. Þetta var keppnisharka af bestu gerð sem endaði kannski hálfklaufa- lega fyrir báða.“ Nú hefur Jacques Viheneuve verið talinn einn af betri ökumönnum i Formúlu 1 síðustu ára en nú virðist sem gamh jaxhnn, Oliver Panis, sé að hrista hann ærlega til? „Villeneuve hefur átt í erfiðleikum eftir slysið i Ástraliu á meðan Panis hefur getað látið fara lítið fyrir sér og er ekki undir neinni pressu sem skil- ar honum mjög góðum árangri. En Villeneuve kemur til með að eflast þegar líður á tímabilið." Mika Hákkinen hefur gengið iha að undanfómu. Hefur þetta verið óheppni eða hreinlega minni áhugi og viljastyrkur? „Mitt mat er að hann er ekki andlega tilbúinn í þennan slag.“ Er hann á leið úr Formúlu 1 eða á hann enn möguleika á að keppa um titihnn? „Það verður erfitt fyrir hann að ná titlinum í hús þetta árið en hann hef- ur alla burði til að verða heimsmeistari aftur.“ Var rétt hjá Ferrari að biðja Barricheho að færa sig fyrir Schumacher í lok síðustu keppni? „Mín skoðun er sú að þetta sé heldur snemmt þar sem Barrichello á enn þá sjálfur góða möguleika á titlinum en það er ljóst hver er hæstráðandi í þessu liði.“ Á McLaren að beita sömu skipunum? „Þeir þurfa að fara að huga að því en það er það mikið eftir af tímabilinu að mér fmnst það ekki réttmætt alveg strax." Besta keppnin það sem af er ári? „Brasilía." Spá fyrir Monaco-kappaksturinn um helgina? 1. Montoya, 2. M. Schumacher, 3. Coulthard, 4. Hákkinen, 5. R. Schumacher, 6. Villeneuve. TjjF' . s- ibr r' í STAÐAN í HEIMSMEISTARAKEPPNINNI Ökumaður Lið 01. Michael Schumacher 42 McLaren 42 02. David Coulthard 38 Ferrari 60 03. Rubens Barrichello 18 Williams 18 04. Ralf Schumacher 12 Benetton 1 05. Nick Heidfeld 8 Jordan 13 06. Jarno Trulli 7 BAR 9 07. Juan Pablo Montoya 6 Arrows 1 08. Heinz-Harald Frentzen 6 Sauber 12 09. Olivier Panis 5 Jaguar 0 10. Villeneuve/Hákkinen/Reikkonen 4 Prost 0 Án nokkurs vafa er kappakstur helgarinnar einn sá litríkasti og mest heillandi í Formúlu 1 mótaröðinni ár hvert. Saga Formúlu 1 hefur markað spor um stræti skattaparadísarinnar þar sem allir bestu ökumenn síðastliðin 50 ár hafa ekið um þröngar götur Monte-Carlo og ævinlegar hafa risarnir staðið upp úr: Graham Hill, Jackie Stewart, Alain Prost, Aryton Senna og Michael Schumacher sem allir hafa sigrað oftar en aðrir á þessari braut sem krefst full- kominnar athygli og einbeitni hvern einasta hring. Ekkert svigrúm er fyrir mistök þar sem akstursleiðin er umvaf- in vegriðum og öryggissvæðin eru eng- in. Mónakó-brautin gefur engin grið. Þótt hún sé sú stysta og hægasta í móta- röðinni þá reynir hún geysilega mikið á bil og ökumann. Mikilvægar tímatökur í gegnum hverja einustu beygju fram hjá vegriðunum má ekkert bera út af, ekki síst í tímatökum sem eru hvergi mikilvægari en í Mónakó, þar sem tí- undi hluti úr sekúndu getur skilið á milli ráspóls og fimmta sætis. „Með því rétt að nudda girðingarnar getur maður unnið sér inn nokkra tí- unduhluta og i timatökum getur það þýtt nokkrar rásraðir," segir Benetton- ökumaðurinn Gianicarlo Fisichella. Þar sem framúrakstur er nær ómögu- legur getur það borgað sig að fara eftir ráðum Fisichella en þá fara millímetr- arnir að skipta máli í vali á aksturslín- um og stutt er þá á milli hetjunnar og skúrksins. „Það er mjög auðvelt að klessa bílinn áður en maður setur besta tímann sinn,“ segir Rubens Barrichello sem á síðasta ári kláraði i öðru sæti. „Það þarf að hafa fullkominn skiln- ing á því hvemig bíllinn hegðar sér og það breytist frá ári til árs.“ Þar sem beygjurnar eru krappar og hraðinn lít- ill þurfa tæknimenn liðanna að setja fulla vængpressu á bílana og hjólbarð- arnir verða með mýkra móti. Michelin hefur ekki ekið í Mónakó síðan 1985 en hefur verið að undirbúa sig eftir bestu getu á Valencia-brautinni á Spáni. „Fyrir dekkin er hún meira helvíti en himnaríki. Brautin er þakin sérstak- lega sleipri götumálningu og vegkant- arnir og göturæsin bjóða hættunni heim varðandi skemmdir á dekkjun- um,“ segir Pierre Dupasquier frá Michelin um Mónakó-brautina. „Svo eru ökumenn alltaf að nuddast utan í vegriðunum," bætir hann við. Ökumenn hræddir viö ræsinguna Eftir að fjórir búar sátu eftir í ræs- ingunni í Austurriki fyrir um hálfum mánuði. er ræsi-stýringar bílanna brugðust, hafa verið vangaveltur um hvað gæti gerast í Mónakó komi slíkt upp aftur. Þar sem ráslínan á Al-ring- brautinni í Austurríki er breið var nægilegt rými fyrir ökumenn til að sveigja fram hjá þeim sem eftir sátu og kom sem betur fer ekki til óhappa. Ann- að er upp á teningnum um þessa helgi því mjórri gerast brautimar ekki en í Mónakó og svigrúmið er nærri því ekk- ert. Báðir Jordan-ökumennirnir, þeir Frentzen og Trulli, sem hvorugur komst af stað í síðustu keppni, hafa ákveðið að nota handvirka ræsingu í stað nýju rafeindahjálparinnar sem leyfð var frá og með spánska kappakstr- inum fyrir mánuði. Sama er að segja um önnur lið sem sum hver hafa ákveðið að fara sömu leið og Jordan, ekki síst þar sem liðin fá engin tækifæri um helgina til að prófa búnaðinn. Aðeins er leyfilegt að prófa ræsistýringuna á þjónustusvæð- um en þar sem plássið þar er með allra minnsta móti i Mónakó verður það al- veg bannað. Þvi verða liðin algerlega að forrita ræsinguna „blint“ og það eru menn ekki tilbúnir að gera í aðeins þriðju keppni eftir að búnaðurinn var leyfður. Einstök og spennandi Undanfarin níu ár hefur Michael Schumacher sigrað Qórum sinnum i Mónakó og á síðasta ári brást Ferrari- bíllinn honum er hann var í forystu. David Coulthard sigraði í kjölfar þess og komst þar með í þann eftirsótta hóp manna sem unnið hafa stærstu perluna í festi Formúlu 1. Félagi hans, Mika Hákkinen, er einn þeirra sem sigrað hafa í Monte Carlo. „Ég nýt þess alltaf að keppa í Mónakó. Þetta er alveg ein- stök, spennandi akstursbraut, umleikin sögu sem býður upp á allt aðrar áskor- anir en nokkur önnur braut í keppnis- röðinni." -ÓSG Mika Hákkinen: Núeða aldrei! Ef það er eitthvað sem hefúr komið á óvart í þeim sex keppnum sem lokið er af keppnistímabili ársins i Formúlu 1 þá er það hin geysilega óheppni og slakur ár- angur hins tvöfalda heimsmeistara, Mika Hákkinens. Flestir biðu með öndina í hálsinum eftir hinum óslipaða demanti, Juan Pablo Montoya, og héldu að hann fangaði athygli áhorfenda en annað hefur komið á daginn. Mika Hákkinen hefur stolið senunni í ár og það ekki fyrir glæsi- legan árangur heldur hitt, að vera aðeins með 4 stig á lista sínum þegar keppnis- tímabilið er rétt í þann mund að nálgast háifa leið. Þriðji heimsmeistaratitill hans virðist ekki vera í augsýn þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.