Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Page 56
Nýr Opel Corsa 'L as •/ . W' ./H FRETTASKOTIÐ SlMINNSEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 Til London fyr- ir 13 þúsund - með DV og Go Eftir helgina mun DV fara af stað með tilboð sem ætlað er lesendum blaðsins og boðið er upp á í tilefni af *■ eins árs afmæli flugs á vegum breska flugfélagsins Go til íslands. Um er að ræða ferðir til London fyr- ir aðeins 13.000 kr. og eru þá allir skattar meðtaldir. Það sem lesendur DV þurfa að gera er að safna fjórum sérstökum Go-merkimiðum sem birtast í blaðinu frá 29. maí til 1. júní 2001 og bóka flugið fyrir 4. júní. Tilboðið gildir fyrir alia þá sem hafa hug á að ferðast á tímabilinu 3. júní til 20. júlí og geta dvalið í lág- mark tvær nætur. Tilboðið gildir ekki í flug á föstudögum og sunnu- dögum. í London er margt hægt að gera sér til dundurs, fara í leikhús og söfn, gramsa á mörkuðum, fara á tónleika og aðra listviðburði auk þess sem þar er fjölskrúðugt mann- líf og góðar verslanir. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í þess- ari heimsborg og enginn ætti að láta þetta frábæra ferðatilboð fram hjá sér fara. -ÓSB Verð frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir Grensásvegi 3 s: 533 1414 DV-MYND BRINK Ungfrú Gateway Stúdentsefni í Menntaskólanum á Akureyri dimitteruöu í gær en í dag hefst hjá þeim próflestur. Eins og jafnan á dimissjón brugöu krakkarnir sér í hin ýmsu gervi og studdust þá við fyrirmyndir úr fréttum og mannlífi vetrarins. Hér má t.d. sjá hóp sem ákvaö aö ktæöa sig upp sem ungfrú Gateway, en þaö var fyrsta fegurðarsamkeppni kúa á ís- landi sem haldin hefur verið með þessum hætti. íslensk miðlun í gjörgæslu hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar: 50 störf og hundr- uö milljóna í húfi - möguleiki á „Það verður fundur í næstu viku þar sem farið verður yflr stöðuna. Við segjum ekki meir fyrr en þá,“ sagði Klemens Ámason, stjórnarmaður í ís- lenskri miðlun, en fyrirtækið berst nú fyrir lífi sínu og framtíðarstörfum fimmtíu starfsmanna. Ljóst er að upp- bygging fyrirtækisins úti á lands- byggðinni hefur algerlega mistekist og er sá draugur sem fyrirtækið dragnast með eftir að það hóf að ein- beita sér að verkefnum á höfuðborgar- svæðinu. íslensk miðlun er markaðs- fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að afla og selja upplýsingar fyrir aðra að erlendri fyrirmynd. Einnig rekur fyr- irtækið tölvuþjónustu. „Það er mikið undir þó ég geti ekki upplýst hversu miklar fjárhæðir er um að ræða. En við fylgjumst grannt með því þama eigum við mikilla hagsmuna að gæta,“ sagði Magnús Ægir Magnússon hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar sem verið hefur með ís- gjaldþroti skoöaður Hilmar Þór Sævarsson Brattur þrátt fyrir allt fyrir framan höfuöstöövarnar á Krókháisi - verk- efnastaðan atdrei verið betri. lenska miðlun í viðskiptum og hefur nú sett fyrirtækið í gjörgæslu með til- heyrandi ráðstöfunum. Meðal stærstu hluthafa í íslenskri miðlun eru Tæknival og KÁ á Selfossi. Stjórnarformaður íslenskrar miðl- unar, Fritz Már Jörgensson, lét nýver- í næstu viku ið af störfum en framkvæmdastjórinn, Hilmar Þór Sævarsson, segir verk- efnastöðuna hafa batnað mjög mikið að undanförnu: „En það er satt að við höfum skoðað alla möguleika og þar með gjaldþrot þó engin ákvörðun hafi enn verið tekin," sagði Hilmar Þór en framtíð hans, fyrirtækisins og ann- arra starfsmanna mun ráðast á stjórn- arfundinum sem boðaður hefur verið í næstu viku. Útstöðvar íslenskrar miðlunar á landsbyggðinni, sem mistókust allar og eru nú að sliga fyrirtækið, voru á Isafirði, Ólafsfirði, Stöðvarfirði og Raufarhöfn. Þær voru allar reknar í samvinnu við bæjarfélögin á hverjum stað sem töpuðu flest hver stórfé á til- rauninni. Stærstu hluthafar íslenskr- ar miðlunar hafa þó tapað mestu eða eins og einn aðstandenda fyrirtækis- ins orðaði það: „Þetta verður mikill skellur." -EIR Hörgárdalur: Reöurinn fær heimsókn Á sunnudaginn á Páll Arason í Bugu í Hörgárdal von á heimsókn bandarískra kvik- myndagerðar- manna sem ætla að fræðast um reður hans. Páll er 86 ára og hefur öðlast landsfrægð fyrir að hafa ánafnað Reður- safninu í Reykjavík lim sinn við andlát. „Þetta er fimmti alþjóðlegi kvikmyndagerðarhópurinn sem heimsækir mig vegna málsins þannig að ég hlýt að verða heimsfræg- ur bráðum,“ segir Páll Arason, sem þegar hefur komið fram í frönsku, ensku og dönsku sjónvarpi og er nú á leið í það bandaríska. -EIR Selfoss: Þjófnaðaralda Lögreglan á Selfossi á í vök að verjast fyrir þjófagengi sem herjar bæði bæinn og sumarhúsabyggðir í nágrenni hans. Nánast daglega er brotist inn í bíla og íbúðarhús á Sel- fossi svo og í sumarhús f Grímsnesi og í uppsveitum Árnessýslu. Telja lögreglumenn næsta víst að þjófarn- ir séu ekki innanbæjarmenn heldur séu leiðangrar gerðir út frá Reykja- vík í þvi augnamiði að ræna eigur manna austan fjalls. Mikil spjöll á innanstokksmunum fylgja undan- tekningarlítið innbrotum þessum og verksummerki um margt lík. -EIR Bolungarvík: Fyrirtækið heit- ir Bakkavík Gengið var frá stofnun nýrrar rækjuverksmiðju í Bolungarvík í gær sem kaupir þrotabú Nasco-Bol- ungarvíkur fyrir liðlega 236 milljón- ir króna. Þetta var þriðja atlagan að þvf að stofna félagið en í fyrri skipt- in var ekki hægt að ganga frá mál- inu þar sem ágreiningur reis milli Byggðastofnunar og Sparisjóðs Bol- ungarvíkur um skiptingu kostnaðar vegna þrotabús Nasco-Bolungarvík- ur. Auk Sparisjóðsins eiga Bolung- arvíkurkaupstaður og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur hlut í hinu nýja sjávarútvegsfyrirtæki en enginn framkvæmdastjóra eða for- manna þessara aðila var þó við- staddur undirskrift kaupsamnings- ins. Agnar Ebenesersson verður fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sem heita mun Bakkavík. Agnar reiknar með að rækjuvinnslan hefiist strax eftir hvítasunnuna, eða 5. til 6. júní. Vinnsla hefur legið niöri síðan í byrjun desembermánaðar sl. -GG Ragnheiður Clausen hætt á Stöð 2: Var aldrei velkomin Ragnheiður Clausen, sem hvarf frá Ríkissjónvarpinu yfir til Stöðvar 2 fyrir hálfu ári, fann sig aldrei vel- komna á nýjum vinnustað og hefur því sagt upp og er hætt: „Ég fann mig aldrei sem einn af umsjónarmönnum íslands í dag og varð því óánægð. Það var Páll Magn- ússon sem réð mig til starfa en hann hætti svo sjálfur nokkrum dögum síð- ar,“ segir Ragnheiður sem þá var til- kynnt af samstarfsfólki sínu að vernd- arengillinn væri horfinn á braut. Og það reyndust orð að sönnu. Ragnheið- ur Clausen telur að viðmót ýmissa samstarfsmanna sinna á Stöð 2 megi líkja við einelti. Hún hafi mætt til leiks með opinn hug en samkvæmt heimildum DV mætti hún fordómum og í versta falli illvilja. „Ég veit að sjónvarpsvinna á vel við mig en þarna fékk ég aidrei tæki- færi til að blómstra. Nú er ég bara úti í garði að reyta arfa. Ég ætla að rækta garðinn minn og sjálfa mig,“ segir Ragnheiður Clausen sem um árabil hefur heillað sjónvarpsáhorfendur með sjaldgæfri útgeislun á skjánum. „Ég tjái mig ekki um málefni starfs- manna,“ segir Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, þegar hann er inntur eftir ástæðum fyrir brotthvarfi Ragnheiðar Clausen úr herbúðum hans. -EIR Ragnheiður reytir arfa í gærkvöld Nú ætlar hún aö rækta garöinn sinn og sjálfa sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.