Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001
DV
Fréttir
Af 28 OECD-þjóðum skila íslensk fyrirtæki lægstu skattana:
íslendingar greiða heims-
ins hæstu neysluskatta
- Danir og íslendingar hæstir í tekjusköttum
Fyrirtæki borga lægri skatta á ís-
landi en i nokkru öðru af 28 ríkjum
OECD, reiknað sem hlutfall af lands-
framleiðslu, samkvæmt nýju yfirliti
frá OECD. Á það jafnt við um tekju-
skattinn einan og að meðtöldum
launasköttum og almannatrygginga-
gjaldi. Meðalskatthlutfallið var 3-4-
falt hærra en hjá OECD 1999. Á hinn
bóginn borga einstaklingar hærri
skatta á íslandi en í nokkru öðru
landi, að Danmörku einni undanskil-
inni. Þá er átt við samanlagða tekju-
skatta og neysluskatta en íslendingar
borga heimsins hæstu neysluskatta.
Að gefnu tilefni skal á það bent að
fyrirtæki á írlandi borga 150% hærri
skatta en íslensk en heimili á írlandi
fjórðungi lægri skatta en íslensk.
Gróðinn hvergi mínni
„Það er rétt athugað að íslenskt at-
vinnulíf greiðir mjög lága skatta í
samanburði við flest ef ekki öll önnur
OECD-ríki," sagði Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. En
skýringin á lágum tekjusköttum is-
lenskra fyrirtækja geti fremur falist í
því að þau séu almennt rekin með
minni hagnaði en fyrirtæki í öðrum
löndum heldur en í skattprósentunni.
Athuganir ÞH bendi til að afkoma
fyrirtækja virðist gjarnan lakari á ís-
landi en í öðrum löndum. Mismun-
andi reikningsskil (hinir séríslensku
verðbólgureikningar) geri samanburð
á afkomu fyrirtækja hér og annars
staðar þó fremur torveldan.
“Jú, í samanburði við önnur lönd
er skattakerfið frekar hagstætt fyrir-
tækjum að flestu leyti,“ svaraði Þórð-
ur. Það væri einna helst að við skær-
um okkur úr með atriði eins og eigna-
skatta og stimpilgjöld, sem flestir telji
raunar mikilvægt að breyta. Og raun-
ar sé mjög erfítt að sjá fyrir sér að
stimpilgjöldin geti samrýmst alþjóð-
legu fjármálakerfi til lengdar.
Auðlindagjald forsenda
OECD
En framfylgi stjórnvöld þeirri brýnu
þörf sem þau virðast telja á að lækka
lægstu fyrirtækjaskatta í heimi, er þá
ekki hætt við þeir
færist yfir á aðra;
þ.e. íslensk heimili
sem nú þegar borga
næsthæstu skatta í
heimi? „Jú, miðað
við að skattalaga-
breytingar verði
hlutlausar gagnvart
afkomu hins opin-
bera, sem OECD
leggur mikla
áherslu á m.v. nú-
verandi aðstæður,
þá þýðir það að ein-
hverjir aðrir skattar
þurfa að hækka á
móti.“ Þórður segir
tillögur OECD um
skattkerfisbreyting-
ar byggjast á því að
þær yrðu fjármagn-
aðar með auðlinda-
gjaldi. „Það er
grunntónninn i
þessu hjá þeim.“
-HEI
DV-MYND GVA
Vel þess virði að bíða eftir Rammstein
Gísli Sigurösson, Páll Reynisson, Þorvaldur Guðlaugsson og Herbert Herbertsson voru fyrstir i langri
biöröö eftir miöum á tónleika þýsku þungarokkssveitarinnar Rammstein. Þeir hófu biöina klukkan
níu í gærkvöld og voru hinir hressustu í morgun.
Skattar OECD-ríkja 1999
- sem hlutfall af landsframleiðslu
Skattar á fyrlrtækl Skattar á elnstakllnga
m í
3,2
■I
4,1
4.6
4.7
5,0
7,8
i
8,1
9,0
9,2
C'-
10,0
rnmim
mm
12,3
12,8
13,4
MÉÉIBjjl
13,8
14,9
mamÉmmrn g
15,0
15,0
15,5
15,7
16,2
mm
13,2
.t'u't'. jt/-i'' ' —á, J
imSSSW 16’°
18,1
10,0
16,6
16,9
mmm
18,2
18,4
19,3
19,9
21,4
flWWBWpi 18,4
H 17,1
sa
Reykjavík:
Forsætisráðherra vill að Hafró endurskoði grundvöll starfsemi sinnar:
Ramm-
steinæði
- miðar skammtaðir
Hátt í tvö hundruð manns biðu
þolinmóð fyrir utan verslunina
Skífuna við Laugaveg klukkan
átta í morgun. Fólkið beið þess að
miðasala á seinni tónleika þýsku
þungarokkssveitarinnar Ramm-
stein hæfist en miöar á fyrri tón-
leikana seldust upp á 55 mínútum.
Þeir hafa síðan gengið kaupum og
sölum á Netinu og verð þeirra
jafnvel skipt tugum þúsunda í
sumum tilfellum. Þeir sem biðu i
morgun áttu þess kost að kaupa
miðana á réttu verði en þær upp-
lýsingar fengust hjá starfsmanni
Skífunnar að miðar yröu nú
skammtaðir; fjórir á hvern mann.
Þeir fyrstu voru mættir fyrir
utan verslunina um níuleytið í
gærkvöld og síðan fjölgaði jafnt og
þétt í röðinni eftir því sem leið á
nóttina. Fólk lét vel af útivistinni,
margir létu fara vel um sig í svefn-
pokum eða voru með stóla til að
sitja á, og að sögn var stemning
góð í alla nótt. Rammstein heldur
tvenna tónleika hérlendis, 15. og
16. júní. -aþ
Vatnspollakenmngar
ekki á úthafið
Þorskveiöar
Ekki hægt að beita svona afmörkuðum
vatnspollakenningum á úthafíð, segir Davíð.
duga
| Davíð Oddsson
forsætisráðherra
I segir að ekki sé
j hægt að neita því
að það hafi orðið
| alvarleg skekkja
við mælingu
| þorskstofnsins, og
jafnvel fleiri fiski-
stofna. Það segi
öllum að visinda-
f grundvöllurinn
undir þessum fræðum hafi ekki verið
; nógu öflugur sem sé alvarlegt þar
sem öll þessi speki hafi úrslitaáhrif
I um ákvarðanir sem geta kostað þjóð-
arbúið milljarða króna til eða frá.
I Hafrannsóknastofnun verði að endur-
| skoða grundvöll starfsemi sinnar og
! reikna með að niðurstöður séu ekki
alltaf þær einu réttu. Ofmat stofnun-
j arinnar á ástandi þorskstofnsins
j verði hins vegar ekki til þess að
veikja efnahagslíf þjóðarinnar, meira
þurfi til. Það séu hins vegar
mikil vonbrigði að ekki hafi
tekist að byggja upp fiski-
stofnana og því séu vænt-
ingarnar ekki jafnmiklar.
Áfall þeirra sem stundi fisk-
veiðar og fiskvinnslu sé
auðvitað eitthvert en
kannski minna en haldið
hefur verið fram í umræð-
unni.
„Vandinn er sá að við sjá-
um ekki að einhver önnur
aðferð sé betri en þessi nið-
urstaða kennir okkur það að við
erum ekki komin að hinum eina og
sanna fræðilega grundvelli og þurfum
að taka okkur tak. Við höfum ekki
fundið hinn stóra sannleika í þessum
fræðum. Sjávarútvegsráðherra mun
skoða þetta mál allt vandlega á næstu
vikum og kynna siðan ríkisstjóminni
sína ákvörðun í þeim efnum. Það hef-
ur heyrst í umræðunni að það þurfi
að veiða meira af stofninum en ég hef
ekki þekkingu til að meta það, enda
deila fræðimennirnir. Sumir tala um
að það sé ekki hægt að beita svona af-
mörkuðum vatnspollakenningum á
úthafið sjálft, og það má vel vera. En
ef ég vissi það væri ég ekki í starfi
forsætisráðherra heldur niðri á Haf-
rannsóknastofnun," sagði Davíð
Oddsson, forsætisráðherra. -GG
Davíö Oddsson
wmrnrœz?
Deilt um virkjun
Friðrik Sophus-
son, forstjóri Lands-
virkjunar, segir að
ný virkjun Orku-
veitu Reykjavíkur
geti tæpast verið í
nokkru samhengi
við ný raforkulög
og hugsanlega sam-
keppni í smásölu sem þeim fylgja. -
RÚV greindi frá.
Spennandi heimur
Kona var í fyrsta skipti ráðin yf-
irmaður í virkjun Landsvirkjunar
er Rán Jónsdóttir rafmagnsverk-
fræðingur var ráðin stöðvarstjóri
Blönduvirkjunar. í aflstöðvunum
hafa fram að þessu ekki unnið kon-
ur í tæknistörfum.
Viðgeröin dýr
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
SIF, sem laskaðist á flugi yfir Snæ-
fellsnesi fyrir tæpum tveimur vik-
um, verður llklegast ekki tekin í
notkun að nýju fyrr en eftir miðjan
júlí og jafnvel enn síðar. Fréttablað-
ið greindi frá.
Stjórnin í uppsveiflu
Samkvæmt nýrri könnun Gallups
bættu stjórnarflokkarnir við fylgi
sitt í síðasta mánuði. Sjálfstæðis-
flokkurinn nýtur nú fylgis 43% kjós-
enda og Framsóknarflokkurinn
15%.
Endurmat á stefnu
Kristinn H.
Gunnarsson telur
hrakfarir Hafrann-
sóknastofnunar
kalla á umræðu um
stjórn fiskveiða.
Stefnan sem átti að
tryggja vöxt fisk-
stofha og viðhalda
þeim virðist ekki hafa gengið eftir.
Samherji tapar
Samherji tapaði 252 miljónum
króna fyrstu 4 mánuði ársins.
Fyrstu 3 mánuðina hagnaðist Sam-
herji um 241 miljón króna. Afkoman
hefur þannig versnað um tæpan
hálfan milljarð á einum mánuði og
má rekja breytinguna til lækkunar
á gengi íslensku krónunnar og verk-
falls sjómanna.
Sala Eiða staðfest
Bæjarstjórn Aust-
ur-Héraðs sam-
þykkti á fundi sín-
um í dag samnings-
drög við óstofnað
hlutafélag Sigurjóns
Sighvatssonar og
Sigurðar Gísla
Pálmasonar um sölu
eignum Eiðastaðar.
ekki verið gefið upp.
Grænmeti lækkar ekki
Tollar á grænmeti lækka ekki og
verðmyndun verður óbreytt fram á
haust í það minnsta. Tillögur starfs-
hóps landbúnaðarráðherra um að
lækka verð á grænmeti til neytenda
verða ekki tilbúnar fyrr en í vetrar-
byrjun.
Þekkingarsetur
Á undanfornum misserum hefur
Þróunarfélagið Lundur unnið að út-
færslu hugmyndar um uppbyggingu
þekkingarseturs í landi Lundar við
Nýbýlaveg í Kópavogi.
Aflahæstur
Langaflahæsti smábáturinn á síð-
asta ári var sex tonna þorskaflahá-
marksbáturinn Guðmundur Einars-
son ÍS frá Bolungarvík með 828 tonn
í 255 róðrum. Það gerir 3,25 tonn að
meðaltali í róðri. Aflaverðmætið er
84,8 milljónir króna. Báturinn
einnig efstur 1999. - BB greindi frá.
-HKr.