Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Page 7
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001
7
I>V
■WMfM
HEILDARVIDSKIPTI 2.769 m.kr.
Hlutabréf 444 m.kr.
Spariskírteini 893 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
SR-mjöi 137 m.kr.
Eimskip 62 m.kr.
O Lyfjaverslun íslands 54 m.kr.
MESTA HÆKKUN
OSR-mjöl 5,4%
QMP-B'io 5,3%
©Skeljungur 3,8%
MESTA LÆKKUN
©ÚA 12,5%
©Opin kerfi 11,1%
©Kögun 4,5%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.068 stig
- Breyting O 0,7% ;
Afkomuvið-
vörun frá SS
Vegna hækkunar fjármagnsliða,
ýmissa kostnaðarliða og niður-
færslu á hlutafé í Kjötmjöli ehf. er
fyrirséð að afkoma Sláturfélags Suð-
urlands fyrstu 6 mánuði yfirstand-
andi árs verður verulega lakari en
afkoma fyrstu 6 mánaða ársins 2000,
að því er segir í afkomuviðvörun frá
félaginu.
Tap hjá
Loðnuvinnslunni
Fyrstu fjóra mánuði ársins varð 6
milljóna króna tap af rekstri Loðnu-
vinnslunnar hf. Á sama tíma í fyrra
var 2 milljóna króna hagnaður af
rekstrinum.
í frétt frá Loðnuvinnslunni hf. er
bent á að verksmiðjan tók aðeins á
móti 6.000 tonnum af hráefni í febr-
úar 2001, þar sem loðnuveiðin var
mest fyrir vestan land á þeim tíma
en í venjulegu ári hefur febrúar ver-
ið besti mánuður verksmiðjunnar
hvað hráefni varðar.
Þá kemur fram að gengistap
vegna langtímalána nemur 37 millj-
ónum króna á tímabilinu sem hefur
neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu
en á móti hafa gengisbreytingarnar
jákvæð áhrif á tekjur félagsins.
Alls tók verksmiðjan á móti
40.000 tonnum á þessu tímabili á
móti 63.000 tonnum á sama tíma í
fyrra.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði er nú 75 milljónir króna
en var 41 milljón á sama tímabili
2000.
Veltufé frá rekstri nam 48 millj-
ónum króna en var 30 milljónir
fyrstu 4 mánuðina 2000.
Óbreyttir vextir
í Bretlandi
Bankaráð Englandsbanka ákvað
á fundi sínum í gær að halda stýri-
vöxtum sínum óbreyttum í 5,25%.
Bankinn hefur þrívegis lækkað
vexti í ár til þess aö bregðast við
samdrætti í efnahagslífi heimsins.
Ákvörðun bankans kom þó ekki á
óvart að þessu sinni.
KAUP SALA
ISbollar 104,160 104,690
LikíPund 144,680 145,420
I * Kan. dollar 68,350 68,770
j'lkbönsk kr. 11,8270 11,8920
tHÉáNorsk kr 11,0900 11,1510
SSsænsk kr. 9,4870 9,5390
HHn. mark 14,8320 14,9211
1 J !Fra. franki 13,4440 13,5248
1 Belg. franki 2,1861 2,1992
CJ3I Sviss. franki 57,9100 58,2300
&o!l. gyllini 40,0174 40,2579
^iÞvskt mark 45,0892 45,3601
OSt. líra 0,045540 0,045820
^jQAust. sch. 6,4088 6,4473
rTport. escudo 0,4399 0,4425
1« , jSpá. peseti 0,5300 0,5332
| • llap yen 0,866300 0,871500 |
ÍLJrskt pund 111,974 112,647
SDR 130,380000 131,170000
{§ECU 88,1868 88,7167
Viðskipti
Umsjón: Viöskiptablaöið
Samherji tapar hálfum
milljarði á einum mánuði
Óendurskoðað upp-
gjör Samherja hf. fyrir
móðurfélagið á íslandi
fyrir fyrstu fjóra mán-
uði ársins sýnir 252
milljóna króna tap.
Fyrstu þrjá mánuði árs-
ins var 241 milljón
krónu hagnaður af
rekstri Samherja. Alls
hefur taprekstur félags-
ins í apríl því numið
493 milljónum króna.
Versnandi afkomu
má rekja til lækkunar á
gengi íslensku krón-
unnar og verkfalls sjómanna.
Á aðalfundi Samherja i byrjun
april sl. var greint frá rekstraráætl-
unum félagsins fyrir árið 2001 sem
unnar voru í árslok 2000. Þar kom
fram að áætlanir gerðu ráð fyrir að
hagnaður fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði yrði
um 2.175 milljónir
króna og hagnaður árs-
ins fyrir skatta yrði
um 860 milljónir
króna. Enn fremur
kom fram að í rekstr-
aráætluninni væri gert
ráð fyrir að gengi ís-
lensku krónunnar yrði
óbreytt á árinu og að
ekki kæmi til verkfalls
sjómanna.
í afkomuviðvörun
frá Samherja hf. segir
að nú liggi fyrir að gengi krónunn-
ar hefur fallið um 16% frá áramót-
um og að skip félagsins hafa verið
frá veiðum vegna sjómannaverk-
falls i 50 daga á árinu, þar með tal-
inn allur aprílmánuður. Því er ljóst
að félagið verður rekið með veru-
legu tapi á fyrri hluta árs 2001. Á
móti kemur að fari verðlagsþróun
ekki úr böndum má ætla að aíkoma
félagsins batni á næstu misserum
vegna þeirrar hækkunar sem orðið
hefur á erlendum gjaldmiðlum.
Engu að síður er ljóst að heildaraf-
koma ársins verður mun lakari en
kynnt var á aðalfundi félagsins.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði verður hins vegar að öll-
um likindum ekki langt frá því sem
áætlað var.
Nettóskuldir félagsins um síöustu
áramót voru um 6 milljarðar króna
og þann 30. apríl sl. námu þær 6,4
milljörðum króna. Miðað við þær
gengisbreytingar sem orðið hafa má
gera ráð fyrir að velta móðurfélags-
ins á ársgrundvelli verði tæpir 11
milljarðar króna.
Þorsteinn Már
Baldvinsson,
forstjóri Samherja hf.
Reykjavíkurborg tekur Oracle launa-
og starfsmannakerfi í notkun
Reykjavíkurborg
Hjá Reykjavíkurborg eru um tíu þúsund launþegar og því er um mjög flókið og
umfangsmikið starfsmanna- og launakerfi að ræða.
Fyrsti hluti Oracle e-business
suite starfsmannakerfisins frá
Skýrr hf. hefur verið tekinn í notk-
un hjá Ráðhúsi Reykjavíkur.
Það var Anna Helgadóttir, starfs-
mannafulltrúi í Ráðhúsi Reykja-
víkur, sem framkvæmdi fyrstu
vinnsluna í nýja kerfinu. Innleið-
ing kerfisins hefur gengið mjög vel
en áætlað var að taka þennan
hluta í notkun um miðjan október
næstkomandi. Þessi áfangi er því
rúmum þremur mánuðum á undan
áætlun.
Ráðhús Reykjavíkur er fyrsta
stofnun borgarinnar tO þess að
taka þennan hluta starfsmanna-
kerfisins í notkun. Áætlað er að
allar stofnanir Reykjavíkurborgar
veröi farnar að nota fyrsta áfanga
kerfisins fyrir 1. október nk. Þessi
hraði í uppsetningu er mögulegur
vegna þess hvað Oracle e-business
suite kerfin eru sveigjanleg og auð-
veld í aðlögun fyrir ólíkar þarfir
mismunandi aðila.
í frétt frá Skýrr hf. kemur fram
að allt nýja kerfið verður rekið
miðlægt hjá Skýrr og munu not-
endur vinna í kerfmu í gegnum
Internetið með hefðbundnum
internetvafra. Samkvæmt kaup-
samningi veröur kerfið afhent í
tveimur hlutum, annars vegar nýtt
launakerfi fyrir Reykjavíkurborg
þann 1. janúár 2002 og starfs-
mannakerfi þann 1. apríl 2002.
Oracle e-business suite hefur
sópað til sín verðlaunum og viður-
kenningum og nú síðast töldu um
50% lesenda tímaritsins Infoworld
Oracle bestu viðskiptakerfin fyrir
rafræn viðskipti, „e-business app-
lication of the year“.
Hjá Reykjavíkurborg eru um tíu-
þúsund launþegar og því er um
mjög flókið og umfangsmikið starfs-
manna- og launakerfi að ræða.
Skýrr hefur áratugalanga þekkingu
og reynslu í aðlögun og rekstri á
viðskiptakerfum fyrir hið opinbera
og þekkir því mjög vel þarfir og
óskir stjómsýslunnar.
Heimilissýningin endurvak-
in í nýrri og breyttri mynd
Heimilissýning
verður haldin í Laug-
ardalshöll 30. ágúst til
4. september næst-
komandi. Þar mun
fjöldi fyrirtækja
kynna þjónustu sína
og vöruúrval. Þetta er
fyrsta Heimilissýning-
in sfðan hinar vinsælu
sýningar vora reglu-
legur viðburður á 8. og
9. áratugnum.
í frétt frá aðstandendum sýningar-
innar kemur fram að á Heimilissýn-
ingunni verður aUt sem við kemur
heimilinu og fjölskyldunni. Þá verður
einnig boðið upp á margvíslega
skemmtun og uppákomur á meðan á
sýningunni stendur. Málþing um
heimilið verður haldið i tengslum við
sýninguna en þar verða málefni
vinnu og heimilis til umfjöUunar, með
áherslu á breytt fjölskyldumynstur og
sveigjanlegan vinnutíma.
Heimilið og fjölskyldan hefur tekið
breytingum á síðustu áram samhliða
breyttu þjóðfélags- og efnahagsástandi
i landinu. Á síðustu árum hafa rúm
20% þjóðarinnar flutt árlega sam-
kvæmt tölum Hagstofu íslands. Það
þýðir að um 60.000 manns munu flytja
á þessu ári. Því tU við-
bótar má gera ráð fyr-
ir að um 20.000 manns
breyti eða bæti heim-
Ui sín á hverju ári.
Vaxandi velmegun
hefur skUað sér í því
að fólk leggur meiri
áherslu á lífsgæði en
nokkra sinni áður og
sést það meðal annars
á kauphegðun f mat og
drykk, innréttingum, húsbúnaði og
ekki síst á íbúðarhúsnæði. Sam-
kvæmt neyslukönnun GaUups búa
tæp 70% þjóðarinnar í eigin húsnæði
og aðeins 15% búa í leiguhúsnæði.
Hin 15% búa hjá foreldrum. Langflest-
ir búa í einbýlishúsum eða um 46%.
Til gamans má geta þess að sam-
kvæmt sömu könnun eiga 9,3 % þjóð-
arinnar rafknúna espresso-vél, æ
færri nota örbylgjuofn, eða 19%, um
70% heimila era nettengd og nær
helmingur sparar sér uppvaskið með
því að nota uppþvottavél.
Búist er við að 30-50 þúsund gestir
leggi leið sína í Laugardalinn á Heim-
Uið í haust.
Samstarfsaðilar sýningarinnar eru
Landssími íslands, Skjár 1 og Búnað-
arbanki íslands.
Búnaöarbankinn
Einn af aðstandendum
sýningarinnar.
íslenska um-
boðssalan opnar
nýjan vef
íslenska umboðssalan, útflutnings-
fyrirtæki á sviði sjávarafurða, hefur
opnað nýjan vef. Vefurinn www.isa.is
er upplýsingavefur fyrir viðskiptavini
fyrirtækisins sem og aðra þá sem hafa
áhuga á útflutningi sjávarafurða sem
og upplýsingum og nýjungum á því
sviði.
í næsta áfanga vefgerðarinnar verð-
ur opnað sérstakt viðskiptamanna-
svæði þar sem viðskiptavinir fyrir-
tækisins, innlendir fiskseljendur og
erlendir fiskkaupendur, geta farið á
sitt eigið svæði á vefnum og fengið
upplýsingar um vörur, verð og eigin
stöðu í viðskiptum hjá fyrirtækinu.
Netspor ehf. vann þarfagreiningu
vefjarins fyrir íslensku umboðssöluna
ásamt því að sjá um verkstýringu á
vefgerðinni. Auglýsingastofan Gullna
hliðið sá um útlitshönnun og Spuni
hugbúnaðarhús um vefgerðina.
í framhaldinu hefur Islenska um-
boðssalan samið viö Netspor ehf. um
markaðsþjónustu vegna vefjarins.
Felst sú þjónusta í vinnu með starfs-
mönnum íslensku umboðssölunnar að
reglulegu viðhaldi vefjarins og nýt-
ingu hans með það að markmiði að
hann skili fyrirtækinu, sem og við-
skiptavinum þess, sem mestum ár-
angri.
Subaru LegacyWagon
Verð: 1.360.000
Nýskr. 5.1997,2000cc vél, 5 dyra,
5 gíra, grár, ekinn 69 þ.
Nissan Urvan
Tilboð: 790.000 verð: 990.000
Nýskr. 2.1997,2500cc Diesel vél,
5 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 79 þ.
NX225
VSK-bíll
Renault Megane Scenic RN
MD209
Nýskr. 10.1997, I600cc vél,
5 dyra, sjálfskiptur, rauður,
ekinn 71 þ.
Hyundai Sonata GLSi
Nýskr. 9.1998,2000cc vél, 4 dyra,
sjálfskiptur.grár, ekinn 61 þ.
Honda Civic
Verð: 790.000
EF0I8
Nýskr. 12.1995, I400cc vél,
5 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 56 þ
úrval af
góðum
notuðum
bílum
í síma
575 1230
Grjóthálsi I
bilaland.is