Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Side 9
9 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 PV_______________________________________________________________________II Útlönd Iðrast ekki Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakkiands, segist ekki þurfa aö roðna vegna fortíðarinnar. Jospin viöurkenn- ir róttæka fortíð Forsætisráðherra Frakklands, Lionel Jospin, hefur viðurkennt að hafa verið trotskíisti á námsárum sínum á sjöunda áratugnum en því hafði hann áður neitað. Afhjúpanirnar i frönskum fjöl- miðlum um pólítíska fortíð Jospins hafa valdið uppnámi í Frakklandi. Flestir búast við að Jospin verði helsti keppinautur Jacques Chiracs fórseta í forsetakosningunum á næsta ári. Fátt bendir í dag til þess að afhjúpanirnar hafi alvarlegar pólítiskar afleiðingar fyrir forsætis- ráðherrann. Máfið er engu að síður pínfegt fyrir hann því hann hafði áður harðneitaö að hafa verið trot- skíisti. Hann kveðst ekki iðrast pófitískrar fortíðar sinnar. Tóbaksrisi greiði 300 milljarða í skaðabætur Tóbaksfyrirtækið Phifip Morris var í gær dæmt i Los Angeles í Bandaríkjunum tif að greiða krabbameinssjúkfingi jafnvirði rúmfega 300 miffjarða ísfenskra króna í skaðabætur. Sjúkfingurinn sagði tóbaksrisann ekki hafa varað hann við skaðsemi reykinga. Á tíunda áratugnum voru mörg stór tóbaksfyrirtæki dæmd tif greiðslu skaðabóta. Þá var um að ræða kröfur hópa og heilbrigðisyfir- valda. Sjúklingurinn, sem sigraði Philip Morris fyrir rétti, er 56 ára og hefur hann reykt frá 13 ára aldri. Eftir að hafa í reykt tvo pakka á dag í um 40 ár er hann nú kominn með lungna- krabba sem dreifst hefur út í hrygg- inn og upp i heila. I málshöföun sinni sagðist sjúklingurinn hafa lagt trúnað á fullyrðingar tóbaksfyrir- tækisins um að tóbaksreykingar væru skaölausar. Philip Morris ætl- ar að áfrýja. Rannsókn vegna mynda af bíl Díönu prinsessu Dómsrannsókn er nú hafin gegn frönskum ljósmyndara, Jacques Langevin, sem tók myndir af flaki Mercedes-bifreiðarinnar sem Díana prinsessa og ástmaður hennar, Eg- yptinn Dodi al Fayed, voru í þegar þau létust í bílslysi í Paris í ágúst 1997. Kanna á formlega hvort Ijós- myndarinn hafi rofið friðhelgi einkalífsins. Lögreglan lagði hald á myndirnar eftir slysið og þær hafa aldrei verið birtar. Ekki er víst að rannsóknin leiði til kæru. Ljósmyndarinn var meðal níu annarra starfsfélaga sinna sem veittu bíl Díönu eftirför í París. Dómarar úrskurðuðu að bílstjóri bæri ábyrgð á slysinu en ekki ljós- myndararnir. Norska ríkið tekur við rekstri sjúkrahúsanna Norska ríkið mun taka við rekstri sjúkrahúsa af sveitarfélög- unum frá og með næstu áramótum. Þetta var samþykkt á Stórþinginu í Noregi í gær. Miðflokkarnir og Sós- íalíski vinstriflokkurinn voru á móti breytingunum. Þeir óttast að þær séu fyrsta skrefið í átt að einka- væðingu og að arðsemissjónarmið verði ríkjandi en ekki velferð sjúk- linganna. Sjúkrahúsin verða dótturfyrir- tæki fimm svæðisfyrirtækja og munu þau verða sjálfstæðari en þau eru í dag. Krónprins syrgður Hermaður í Nepal skrifar nafn sitt í bók sem liggur frammi fyrir þá sem vilja votta samúð sína vegna harmleiksins í landinu á föstudagskvöld. Vitni segja Dipendra krónprins hafa gengið berserksgang en enn þykir margt á huldu. Milosevic mun mæta í Haag Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verður fram- seldur hvort sem serbnesk lög leyfa það eða ekki, segir serbneski forsætisráðherrann Zor- an Djindic. Það hefur verið vand- kvæðum bundið að fá Milosevic framseldan til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna þar sem innlend lög leyfa ekki framsalið. Djindic forsætisráðherra segir því að umbótasinnuð stjórn Júgóslavíu sendi Milosevic til Haag. Það er ekki seinna vænna fyrir júgóslavnesk yfir- völd að mæta kröfum Vesturlanda um framsal forsetans fyrrverandi, sem er sakaður um að bera ábyrgð á fjölda voðaverka á Balkan- skaga síðustu ár. 29. júní næstkomandi verður haldin ráðstefna í Bruss- el þar sem rætt verður framlag umheimsins til Slobodan Milosevic Verður framseldur til Haag hvort sem Júgóslavíu hins vegar júgóslavnesk lög leyfa uppbyggingar í Júgó- ekki geta hætt á alþjóð- eðurei. slavíu en landið var í lega einangrun á ný. ....... talsverðri niðurníðslu Tregða júgóslavneskra yfirvalda til eftir áratug undir Milosevic og loft- að framselja forsetann fyrrverandi hefur stefnt áformum um erlenda aðild að uppbyggingu í landinu í uppnám. Djindic segir umheiminn ekki geta beðið mikið lengur eftir árásir Nato. Júgóslavar treysta á stuðning Bandarikjamanna sem aft- ur á móti krefjast þess að Milosevic mæti örlögum sínum i Haag. Díana prinsessa Kanna á hvort Ijósmyndari hafi rofið friðhelgi einkalífsins með því að taka myndir af bílslysinu í París. Lögfræðingar hryðjuverkamanns- ins Timothys McVeigh beita nú öll- um brögðum til að ná fram frestun á aftöku hans sem á að fara fram eftir fjóra daga. Richard Matsch, dómari í málinu, hefur synjaö beiðni lögfræðinganna um frestun aftökunnar. Hann segir ekkert geta breytt gjörðum McVeighs. „Hvað sem tím- inn leiðir í ljós um mögulegar gjörð- ir annarra í málinu mun ekki breyta þeirri staðreynd að Timothy McVeigh var tæki dauða og eyði- leggingar," sagði Matsch. McVeigh er fundinn sekur fyrir að sprengja upp alríkisbygginguna í Oklahomaborg árið 1995 með þeim afleiðingum að 168 manns létust. Hann hefur sýnt litla iðrun yfir verknaðinum og hefur hingað til ekki róið fast að því að fá einhverju breytt um aftöku sína. Nú gefur hann lögfræðingum sinum grænt ljós á að reyna að fá aftökunni hf. Aðalfundur Máka hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. júní 2001, kl. 14.30, í eldisstöð MÁKA hf. í Fljótum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og hlutafélagalögum. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir kr. Enn fremur að stjóm félagsins verði falið að útboðsgengi hinna nýju hluta. 3. Önnur mál sem kunna að verða fram borin. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins ásamt ársreikningi munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 9, Sauðárkróki. Stjórn Máka hf., Sauðárkróki Timothy McVeigh Ódagsett mynd frá því hann var ungur. Hann rær nú að því af fullum krafti aö fá aftöku sinni frestað. Að öllu óbreyttu verður hann sprautaöur með eitri eft- ir fjóra daga. Hann myrti 168 manns, þar af 19 börn. frestað. í síðasta mánuði kom í ljós að 4000 blaðsíðum af gögnum um málið hafði verið haldið leyndum í réttarhöldunum yfir McVeigh fyrir fjórum árum. Var þá aftökunni frestað til 11. júní. Lögfræðingar hryðjuverkamanns- ins hafa heitið því að áfrýja úr- skurði Matsch dómara, alla leið til Hæstaréttar Bandarikjanna ef ann- að bregst. Tíminn er hins vegar að renna út fyrir McVeigh, sem að öllu óbreyttu verður líflátinn með eitur- sprautu eftir fjóra daga. Það veikir málstað McVeighs að hann hefur játað verknaðinn á sig. Hann segist hafa verið í striði við bandaríska ríkið og segir fórnar- lömb sprengingarinnar í Oklahoma- borg hafa verið óheppilegan stríðs- kostnaö. í desember síðastliðnum sagðist hann tilbúinn að deyja en hann skipti um skoðun þegar alrík- islögreglan viðurkenndi handvömm sína varðandi gögn í málinu. McVeigh reynir að fá aftökunni frestað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.