Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 Skoðun r>V Hefur veðrið áhrif á skap þitt? Jón Magnússon: „Já, töluvert. “ Daníel Sigurösson, 9 ára: Já, mér líöur alltaf betur þegar veöriö er gott. “ Björn Valtýsson sjómaður: „Nei, ekki get ég sagt þaö. “ Sveinn Stefánsson verkamaöur: „Jú, ætli þaö ekki. Er ekki alltaf best þegar sótin skín. “ Davíö Rafn Björgvinsson, 12 ára: „Já, mér finnst best þegar heitt er I veöri. “ Gyöa Úlfarsdóttir stuöningsfulltrúi: „Já, þaö gerir þaö. Mér líöur best í sól og sumaryl. “ ESB-flotinn í landhelgi Islands? - Og þjóöartekjur minnkuöu allt aö 50% Stefna Samfylkingarinnar Allur skipafloti ESB fær aðgang að landhelgi íslands. - Þá vitum við það! Þetta mátti lesa i frétt 29. mai sl. og vitnað í breska blaðið Sunday Thelegraph. Greint var frá því aö fram- kvæmdastjóm Evr- ópusambandsins (ESB) sé að hrinda í framhvæmd því verki að gera öil fiskimið ESB að sameiginlegri auð- lind. - Þetta eru skýr skilaboð til ís- lendinga um aö ljá aldrei máls á því að ganga í ESB. Samkvæmt túlkun blaðsins Sunday Thelegraph eru þetta orð Franz Fichers sem fer með sjávarút- vegsmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjóm ESB og þetta á að ganga í gildi árið 2003. Fiskveiðiheimildinni verður breytt þannig að ekki verður um að ræða að stjómvöld hvers ríkis fái úthlutað ákveðnum hluta heildarafl- ans í sínu landi og ráðstafi sínum „Og til að kóróna allt er sagt, að heimildin verði að fullu framseljanleg milli aðildarlanda. Þetta er al- varlegur hlutur, ekki síst með tilliti til stefnu Sam- fylkingarinnar, sem er uppistaðan í R-listanum í Reykjavík. “ fiskimiðum. Og til að kóróna allt er sagt, að heimildin verði að fullu framseljanleg milli aðildarlanda. Þetta er alvarlegur hlutur, ekki síst með tilliti tii stefnu Samfylkingar- innar, sem er uppistaðan i R-listan- um í Reykjavik. Nú veit fólk hvað það kýs með því að kjósa þetta lið yfir sig aftur til borgarstjómar. Næg em skammar- strikin þeirra til þessa. Að ári eru sveitarstjómarkosn- ingar og mátulegt væri að launa Samfylkingunni rækilega þá lambið gráa til að kanna hvort ekki kæmi hik á þetta lið fyrir næstu alþingis- kosningar. Ef við gengjum í ESB myndum við missa um 45-50% af þjóðartekjum okkar. Þeir sem muna árin 1966-67 þegar Bjami heitinn Benediktsson sigldi þjóðarskútunni krappan sjó vita að þá misstum við um 30% af útflutningstekjum okkar á einum degi þegar síldin hvarf fyr- ir austan land. Með einstakri stjórnvisku og sér- stöku sambandi við verkalýðsfor- ustuna gat Bjami heitinn samið með því að leggja grunninn aö ibúð- um fyrir efnaminna fólk í Breiðholti og víðar sem mildaði svolítið þetta áfall. Samt varð hér landflótti til Norðurlanda og annað í atvinnuleit. Sem betur fer varði þessi kreppa ekki lengi en ef af þvi yrði sem Sunday Thelegraph skrifar um yrði sjálfsagt hrun í þjóðfélaginu. R-listinn í Reykjavík, sem sam- anstendur af Samfylkunni, Fram- sókn og kommum, ætti að vera okk- ur víti til vamaðar við sveitar- stjórnarkosningamar að ári. Þeir sem ekki skilja hvað við er átt þurfa að kynna sér verk R-listans og lita betur á bókhaldið sitt. Karl Ormsson skrifar: Þorskaflinn - strangara eftirlit Kristján Gunnarsson skrifar: Ég er ekki einn um að halda því fram að hvað sem menn segja Haf- rannsóknarstofnun til hnjóðs og reyna að sverta vinnubrögð hennar þá er hún okkar eina haldreipi þegar kemur að eftirliti og rannsóknum á fiskistofnum við landið. Ég treysti ekki sjómönnum frekar en öðrum hagsmunaaðilum í þjóðfélaginu þeg- ar meta á stærð fiskistofnanna. Fiskifræði er vísindagrein og þótt hún sé ung og sjálfsagt einhverjir hnökrar sjáanlegir þá höfum við ekki neitt annað að styöjast við. Upphrópanir sjómanna, útgerðar- manna og annarra sem hafa at- vinnu af sjávarútvegi og því að ná sem mestum afla ár hvert mega „Þorskaflinn er allra við- kvœmastur og hann hefur fengið óblíða meðferð sjó- mannastéttarinnar, sem er sannanlega uppvís að því að henda fyrir borð ómœldu magni ungviðis þorsksins. “ ekki verða til þess að stjómvöld hlaupi upp til handa og fóta og láti undan þrýstingi kröfugerðarmanna um að tillögur Hafrannsóknarstofn- unar verði sniðgengnar. Þorskafl- inn er allra viðkvæmastur og hann hefur fengið óblíða meðferð sjó- mannastéttarinnar sem er sannan- lega uppvís að því að henda fyrir borð ómældu magni ungviðis þorsksins. Þótt eitthvað slakni á þenslunni í þjóðlífinu, jafnvel svo að nemi þetta fimm eða sex milljörðum króna þá skal það ekki harmað. Það er fylli- lega tímabært að þessi þjóð fái smjörþefmn af því hvemig á að lifa í þessu annars gjöfula landi. Hér er ekki allt fiskur sem betur fer, nú orð- ið, og hér hefur skapast hugvit sem er nú virkjað á hugbúnaðarsviðinu til útflutnings, það mun fylla í götin sem skapast af eitthvað minni veiðist. Aðalatriðið er að strangt eft- irlit sé með sjávarafla, sérstaklega með þorskaflanum. Við eigum að styöja Hafró en ekki lemja á stofnun- inni, eina aðhaldinu á ofveiði og stöðuga ásókn í stofninn. Samsærið mikla Það verður að segjast eins og er að Garri er farinn að hafa nokkrar áhyggjur af framtíðinni. Ekki kannski svo mikið sinni eigin framtíð, heldur miklu frekar framtíð Davíðs Oddssonar. Davíð er sem kunnugt er mesta hetja og fyrir- mynd Garra og því er vandi Davíðs að öðmm þræöi vandi Garra líka. Og nú berast skelfilegar fréttir um þorskstofninn frá Hafrannsóknastofn- uninni sem skyndilega er búin aö týna næstum hálfri milljón tonna af þorskstofninum. Þannig er um fátt að ræða annað en að skera verulega niður heildarkvótann á næsta ári. Ef ekki kemur til eitthvert kraftaverk þýðir þetta einfaldlega að góðærið er yfirstaöið, enda búið að gefa út að heildaraflinn að ári megi ekki fara upp fyrir 190 þúsund tonn. Hagfræðin í þessu máli er augljós og auðskilin: lítil þorskveiði þýðir litlar tekjur, litlar tekjur þýða lítil þensla, lítil þensla þýðir litlir skattar, litlir skattar þýða litið svigrúm fyr- ir Davíð, lítið svigrúm fyrir Davíð þýðir myrkviöi í efnahagsmálum og myrkviði í efna- hagsmálum þýðir einfaldlega að sólgleraugun verða að víkja. Og ef Davíð verður að taka niður sólgleraugun verður hann ekki nærri eins töffaralegur og hann er vanur. Yrði áfall Það má því búast við talsvert breyttri útgeisl- un frá stjómmálahetjunni Davíð ef fram heldur sem horfir. Áhyggjufullur og sólgleraugnalaus þykist Garri sjá að Davíð muni ekki ná að halda því flugi með þjóðinni sem hann hefur haft síð- astliðin misseri. Það er verulegt áhyggjuefni, ekki síst ef þetta yrði til þess að demógógar eins og doktor Össur, Skallagrímur eða jafnvel Sverr- ir zetuliði fengju byr í seglin en enginn þeirra skilur gildi þess að halda góðærissólinni á lofti, hvað sem þaö kostar. Enda kunna þessir menn ekkert að nota sólgleraugu eða skilja gildi þeirra. Þá er nú Davíð betri, þar fer maöur sem skilur þörf litla mannsins til að baða sig í sólar- geislum neyslu og skulda - jafnvel þó þeir geisl- ar séu bæði bláir og kaldir. SamsæriH Því hefur Garri af sínu þjóðþekkta pólitíska innsæi séð í gegnum þetta plott allt og um leið fundið leið fyrir sjálfan sig og Davíð til að halda sólgleraugunum og lookinu! Þetta þorskhrunstal er auðvitað allt saman eitt allsherjarsamsæri stjórnarandstöðunnar gegn góðærinu. Náttúru- fræðingar eru búnir aö vera aö funda heilu dag- ana um sín kjaramál og beita nú fyrir sig nátt- úrufræðingunum á Hafró í skæruhernaði gegn stjómvöldum. Með í samsærinu eru svo foringj- ar stjómarandstöðunnar og einstaka stjórnar- þingmaður líka. Þegar er búiö að virkja hags- munaaðila í sjávarútvegi til að taka þátt í þess- um ljóta leik og gott ef þorskamir sjálfir eru ekki með í ráðum líka. Allt miðar þetta að því að koma höggi á Davíð, ná af honum sólgleraug- unum og setja efnahagsstjórn hans í bobba. Enn er ekki víst að Davíð sjálfur sjái í gegnum þetta og þess vegna er Garri áhyggjufullur, þó svo hann trúi því raunar að Davíð ranki við sér á endanum. Og þá verður aflt gott. Enginn þarf að taka af sér sólgleraugun og hægt verður að halda góðærinu til streitu enn um sinn, rétt eins og menn hafa náð að halda lífinu í því _ meö hrópum undanfama mánuði. G3ITI Áliö tilbúlö tll útskipunar Orkugeymsla framtíöar? Á1 en ekki vetni Jóhann Guðmundsson skrifar: Ég las grein í Mbl. um helgina eftir dr. Bjöm Kristinsson, prófessor við HÍ, undir fyrirsögninni Á1 - málmur orkunnar. Þar eru færð rök fyrir því að álið sé fullt af efnaorku, rétt eins og olía og kol. Álmálmurinn sé orku- geymir. Þarna var varpað fram þeirri spumingu hvort álið sé sú lausn sem menn hafa beðið eftir á flytjanlegri orkugeymslu til framtíðar - vatns- orku íslands, sem er mikil, og með því að breyta henni í álorku fyrir farar- tæki er t.d. stefnt að umhverfisvænni framleiðslu á nýjum orkumiðli. Ég er þeirrar trúar að þama sé leið til auðs fyrir okkur Islendinga. Vetnið er trú- lega enn aflt of langt í burtu hvað varðar t.d. orku fyrir farartæki, vegna vandans við geymslu þess. Veðjum því á álið, en ekki vetnið. 63% eru með nektarstöðum JMG skrifar: Nýleg könnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að 63% vilja hafa nektarstaðina áfram í miðborg Reykjavíkur. Kirkj- unnar fólk, svo og nokkrir ofstækis- fullir í Samfylkingunni, ættu að láta sér nægja að sniðganga þessa skemmtilegu staði, en láta þá annars afskiptalausa. Ofsóknir eins og nú era hafnar gegn nektardansstööunum fara kirkjunnar fólki sérstaklega illa, því oft og víða hefur kirkjum verið lokað af ofstækisfullum andstæðing- um trúarinnar. Þetta gerðu t.d. kommúnistar í Rússlandi og þaðan er Samfylkingin ættuð. Prestar ættu að boða trúna af auknum krafti og beina fólki á veg dyggðarinnar en ekki reka ofstækisáróður. Nektardansmeyjar hafa orðið fyrir aðkasti vegna þessa ofstækis, líkt og kristnir menn hér áður. Er það gleymt? Ég vil geta farið í kirkju kl. 11 fyrir hádegi og hlýtt á guðsorð. En svo vil ég líka geta farið á skemmtistað þegar kvölda tekur án þes að verða fyrir áreiti af þeim sem kjósa að sitja heima. Prestamir ættu að biðja fyrir þeim konum sem vilja koma á siðgæðislögreglu. Þeir á Herjólfi... Uppsagnir á Herjólfi Ragnar skrifar: Ég Sá frétt þess efnis að allir vélstjórar á Vestmanna- eyjaferjunni Herjólfl hafi sagt upp störf- Nú er tækifæriö: nýtt utn/ra °8 me® farþegaskip, takk. 1é juní sl- ^am' ................. skip rekur ferjuna Herjólf og að sögn er í bígerð að segja upp fleiri áhafnarmönnum á ferjunni. Ég man þá tíð þegar Ríkis- skip var lagt niður, svo gott sem á einni nóttu, af þáverandi samgöngu- ráðherra, og núverandi forseta Al- þingis. Þá var Ríkisskipsmönnum lof- að störfum hingað og þangað, m.a. hjá Samskipum. Ekki veit ég hve margir starfa þar enn. Nú finnst mér gráupp- lagt að téöir vélstjórar á Herjólfi, ásamt e.t.v. fleiri vélstjórum, stýri- mönnum og öðrum með farmannapróf stofni félag sem kaupi farþegaskip til siglinga fyrir íslendinga. Það er tími til kominn að landsmenn sameinist um rekstur á slíku skipi. Margir eru reiðubúnir að leggja í púkkið, og ekki stendur á mér. Jgj Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.