Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 13
13 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 DV Inngangurinn að Helvíti er horfinn í kvöld verður á Kjarvalsstöðum opnuð sýningin Flogið yfir Heklu. Á sýningunni er fjallaö um Heklu, ímynd hennar í myndlist og tengsl náttúru og manns. „Ég stakk einhvern tímann upp á þessari hugmynd við stjórnendur safnsins. Ég hélt fyrirlestur í Listahá- skólanum sem var byggður á þessu efni og segja má að sá fyrirlestur sé grunn- urinn að sýningunni," segir Einar Garibaldi Eiríksson sem stjómar sýn- ingunni. Með titlinum Flogið yfir Heklu vísar hann til greinar Halldórs Laxness um Kjarval sem birtist í bók um listmálarann árið 1950. „Best of Hekla“ „Það er mjög ánægjulegt að eftir að hafa valið fremur þröngt svið þá er eins og sýningin sprengi alla ramma; opnist í allar áttir,“ segir Einar Gari- baldi. „Á endanum varð ég að hafna mjög miklu. Það hefði verið auðvelt að fylla salinn af „Best of Hekla“ og láta þær myndir liggja í ákveðinni þögn og fyrirframgefnu samþykki um að þetta væru fegurstu myndimar sem við ætt- um af Heklu. Það var í rauninni ekki takmarkið að gera slíka samantekt heldur að gera sýningu sem sýndi hugarheim myndlistarmannsins. Mig langaði að gera myndlistarmanninn meira sýnilegan; sýna að starf listamannsins væri ekki bara að hlaupa með trönumar út í guðsgræna náttúruna og búa til myndir af henni.“ kenni hvers timabils koma mjög sterkt fram í því hvernig fjallið er málað.“ Einar segir að það sé ekki ætlunin að búa til sögulegt yfirlit yfir ákveðna þróun heldur miklu frekar að bera saman gömul verk og ný; setja þau hlið við hlið og athuga hvað gerist. „Þetta er líka tilraun til af fá að sjá myndir sem maður hefur aldrei séð en eru samt í huga manns og skipta mann máli,“ segir Einar Gari- baldi og nefnir þar til sögunnar leiktjöld Sig- urðar Guðmundssonar málara sem hann mál- aði fyrir Útilegumennina og er talið elsta lands- lagsmálverkið. Hin mikla mynd Breytingin á viðhorfi þjóðarinnar til Heklu hefur breyst gríðarlega frá því Eggert og Bjarni klifu hana fyrstir manna um miðja átjándu öld „Þróunin er mjög hægfara og tengist framfór- um í vísindum og tækni. Laxness bendir á þessa þróun í grein sinni um Kjarval. Hekla færist frá því að vera mesti ógnvaldur landsins til þess að vera hámark fegurðarinnar á íslandi í málverkum frumherjanna. Síðan breyta bílar og flugvélar Heklu í ljölskylduskemmtun. Ógn- in er horfm: það er algjörlega búið að fletja út mýtuna um innganginn að Helvíti með þrívídd- arlíkönum. Hekla hefur verið tæmd af öllu innihaldi." En hvemig er Hekla í huga Einars Garibalda? „Hún er eins og sýningin; ótrúlega margslungin mynd. Kannski er þessi sýning að einhverju leyti niðurstaða þeirrar löngunar minnar aö mála mynd af Heklu. Ég hef ekki fundið nógu stóran striga fyr- ir þá miklu mynd.“ DV-MYND GVA Einar Garibaldi og Hekla Hallgríms Helgasonar Kannski er þessi sýning aö einhverju leyti niöurstaöa þeirrar löngunar minnar að mála mynd af Hekiu. “ Hekla í listamanninum sjáifum Flogið yfir Heklu er ekki aðeins listsýning heldur er hún sagnfræðileg heimild og landfræðileg. „Þegar ég setti þessa sýningu saman uppgötvaði ég að Hekla er eins og perlan. Hún er spegilmynd: þegar máluð er mynd af Heklu þá er maður ekki að mála mynd af fjallinu heldur af sjálfum sér. Ein- Englakliður Kanadíska söngkonan Carole Davis, sem hélt ný- lega tónleika í Salnum í Kópavogi, var í tónleika- skránni kölluð „syngjandi erindreki" Kanadabúa á íslandi. Tónleikar hennar voru þó alveg ómögulegir og engan veginn sæmandi söngkonu með svo há- fleygan titil. Útkoman verður örugglega betri er ís- lendingar syngja í Kanada á næstunni, því Mótettukór Hallgrímskirkju ætlar að halda vortón- leika sína víðs vegar þar vestra. Er um heila tón- leikaröð að ræða sem byrjaði í Reykjavík á mánu- dagskvöldið, aö sjálfsögðu í Hallgrímskirkju. Tón- leikamir mörkuðu lok kirkjulistahátíðarinnar, enda var efnisskráin mjög á andlegu nótunum, þó dag- skrá kórsins í tónleikaferðinni verði annars hin fjöl- breyttasta. Tónleikarnir hófust á sjálfum þjóðsöngnum, Lof- söng eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson, en hann var fyrsti íslendingurinn sem hafði tónlist að aðalstarfi. Söngur kórsins undir stjórn Harðar Áskelssonar var ekkert minna en undursamlégur, raddirnar vom dá- samlega skýrar og veiku nótumar svo unaðslega vel mótaðar að það hálfa væri nóg. Sama má segja um annað á efnisskránni, hvarvetna var túlkunin vönd- uð og áhrifarík, og sumt var svo vel sungið að það var eins og maður væri að hlýða á himneskan englaklið. Tónlist Meðal þess sem kórinn söng var Avuksihuu- topsalmi eftir Einojuhani Rautavaara og Magnificat eftir Arvo Part, en þeir tveir teljast meðal vinsæl- ustu tónskálda samtímans, eins og Halldór Hauks- son benti á í ágætri grein í tónleikaskránni. Ástæð- an fyrir því hve vel Párt hefur gengið að ná til fjöld- ans er augljós. Árið 1976 kom hann fram með afar persónulegan stíl þar sem auðskiljanlegir þríhljóm- ar voru í hávegum hafðir, á sama tíma og nú- tímatónlist lyktaði almennt af sjálfsfróun gamalla karla, eins og einhver orðaði það svo huggulega fyr- ir ekki löngu. Rautavaara er „framúrstefnulegri", enda notast hann við eitt og annað úr nýlegum stefnum og straumum, en þrátt fyrir það er tónlist hans svo frumleg og innblásin að fólk getur ekki annað en fundist hún skemmtileg. Verk Rautavaara, sem kór- inn söng á tónleikunum, er hugsað sem ákall til Drottins og var athyglisverð blanda af nútímalegum stílbrögðum og frumstæðum laglínum, a.m.k. minnti tónlistin á áköll úr japönskum Sjintó-sið, sem er ævafom, heiðinn átrúnaður þar sem áslátt- arhljóðfæri og söngur koma mjög við sögu. Bæði verk Rautavaara og Párt voru stórfengleg í flutningi kórsins, styrkleikajafnvægi prýðilegt, textafram- burður auðskiljanlegur og almenn styrkleikabrigði markviss og nákvæm. Tveir einsöngvarar stóðu sig ágætlega með kóm- um, þau Margrét Sigurðardóttir i Kvöldbænum Þor- kels Sigurbjörnssonar og Hafsteinn Þórólfsson i Jesu dulcis memoria eftir Otto Olsson. Tónlist Olssons er hrifandi fógur og mætti vel heyrast oftar, og má segja hið sama um ýmislegt annað á efnisskránni, sem var í heild áhugaverð, eins og hið fagra Agnus Dei eftir bandaríska tónskáldið Samuel Barber. Verður því ekki annað sagt en að þetta hafi verið frá- bærir tónleikar, og er kómum hér með óskað góðs gengis í tónleikaferðinni. Jónas Sen Bjart yfir Hveragerði Það er mikið að gerast í tónleikahaldi úti á landi um þessar mundir en frá íyrsta til þriöja júní átóð yfir Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur í Hveragerði sem skipulögð er að venju af þeim Gunnari Kvaran og Guð- nýju Guðmundsdóttur. Margir góðir tónlist- armenn komu fram á tónleikum hátíðarinn- ar að þessu sinni, m.a. kennarahjónin þekktu Almita og Roland Vamos sem kennt hafa mörgum af fremstu fiðluleikuram landsins. Lokatónleikar hátiðarinnar á hvítasunnudag báru þess glöggt vitni að Hvergerðingar og nærsveitamenn kunnu vel að meta framtakið, setið var i hverju sæti bæði uppi og niðri í kirkjunni sem hlýtur að teljast tU tíðinda, einkum þar sem tónleik- arnir hafa að nokkru keppt við lokatónleika Kirkjulistahátíöar. Efnisskrá tónleikanna var með blönduðu sniði en fyrst lék píanókvintett skipaður þeim Guðnýju og Gunnari, Vamoshjónunum og Peter Maté verk unnið upp úr íslenskum þjóðlögum og frumsömdum stefjum eftir Jón Ásgeirsson. Kvintettinn skiptist í fjóra kafla og höfðu þrír verið fluttir áður en síðasti kaflinn, Aug- un mín og augun þín, var frumfluttur hér. Verkið er bráðskemmtilegt, 1. kaflinn kraftmikill og galsafeng- inn, annar kaflinn settur saman af fjórum stefjum sem tvinnast saman og í þeim þriðja gengur stefið úr Krummavísum á milli hljóðfæranna á skemmti- legan hátt. Fjórði og síðasti kaflinn er undurfallegur en í honum er byggður upp magnaður stígandi með síendurtekinni laglínunni úr Augun mín og augun þín. Kvintettinn gerði verkinu góð skU og dró vel á lágu nótunum sem þeim háu, hann sveiflar sér léttUega upp á þær hæstu eins og í lokanót- unni í „Sjá dagar koma“ eða „Marechiare“ e. Tosti eða beitir henni lágt og er þá ekki síður magnaður eins og t.d. í „Ég lít í anda liðna tíð“. Péter Maté lék með á píanóið og skUaði sínu einstaklega vel. Síðasta verkið á efnisskránni var Kvintett fyrir píanó og strengi í f-moU eftir César Franck sem Guðný og Gunnar léku ásamt Vamos-hjónunum og Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Gunnar lýsti verkinu í inngangi sem dramatískasta og ástríðufyllsta kammer- verki allra tíma en verkið var frumflutt 1880 og tileinkað Saint-Saéns. Það fékk þó misjafn- ar viðtökur, m.a. af Saint-Saéns sjálfum sem lék píanópartinn í frumflutningnum og yfirgaf sviðið um leið og honum var lokið. Kvintett- inn er sannarlega ofsafengin og ástríðufuU tónsmíð en dramtísku kaflarnir eru sífeUt brotnir upp með öðram blíðari og ljúfsárari stefjum. Þó að kammerhópurinn, skipaður þeim Gunnari, Guðnýju og félögum, sé ekki kvintett sem leikur saman að staðaldri náðu þau nokkuð vel saman og léku þetta erfiða verk af hita og tilfinningaþunga. Á stundum var þó eins og dramatíkin í verkinu næði þvílíkum tökum á hljóðfæraleikurunum aö þeir hreinlega gleymdu sér og blíðlegri stefin náðu því ekki aUtaf að skapa þær andstæður sem í verkinu búa og ljá því það tregafuUa yfirbragð sem einkennir það svo mjög. Tónleikarnir í heild voru fjölbreyttir og skemmtileg- ir og er þeim Guðnýju, Gunnari og öðrum aðstand- endum óskað til hamingju með þessa metnaðarfuUu tónlistarhátíð. Hrafnhildur Hagalín Metnaðarfull tónlistarhátíð Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar í Hverageröi þar sem tenórinn Jóhann Friögeir Vaidimarsson heillaöi áheyrendur upp úr skónum. fram ólíkar stemningar kaflanna þó að á stöku stað virtust fiðlurnar fullhörkulegar miðað við finlegan seUó- og lágfiðluleikinn t.d. í viðkvæmri laglínunni í Augun þín og augun mín undir lokin. Næstur á dagskrá var svo ungi tenórsöngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem heiUaði áheyr- endur upp úr skónum með flutningi sínum á nokkrum íslenskum og erlendum sönglögum. Jó- hann Friðgeir hefur ekki aðeins mjög góða rödd, hann hefur einnig mikla útgeislun á sviði og er lit- ríkur túlkandi. Rödd hans hljómar jafnfaUega jafnt ________________Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Elsa hennar Láru vann Á laugardaginn hlaut dansverkið Elsa eftir Láru Stefánsdóttur danshöfund fyrstu verðlaun í alþjóð- legri baUett- og danshöfunda- keppni í Helsinki. Verkið var flutt af dönsurunum Hlín Diego Hjálmarsdóttur og Guðmundi Elíasi Knudsen og er verkið samið við tónlist finnsku raftónlistarsveit- arinnar Pan Sonic. Um var að ræða frumflutning á Elsu en hún verður frumsýnd á íslandi i haust þannig að íslenskir dansunnendur geta hlakk- að tU. Pars pro toto dans/leikhús stend- ur að verkinu en búningar voru hannaðir af Elinu Eddu Árnadóttur og saumaðir af Hjördísi Sigurbjörns- dóttur. PáU Ragnarsson hannaði lýs- ingu fyrir verkið. Keppnin í Finnlandi er í háum gæðaflokki og komast mun færri að en vUja. í danshöfundahluta keppn- innar bárust ríflega sjötíu umsóknir og voru eUefu verk valin tU sýninga á stóra sviði Þjóðaróperuhússins í Helsinki. Aðalverðlaun keppninnar hlutu Portúgalar en Svíar og Finnar urðu í öðru og þriðja sæti. Akureyri í myndlist Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri hefst á laugardaginn og hefur yfirskriftina Akureyri í mynd- list. Sýningin er samsýning sextán myndlistarmanna sem búa og starfa á Akureyri en frá bænum hafa margir athyglisverðir listamenn komið á síðustu árum og áratugum. Leitast er eftir því að draga fram hvort eyfirsk myndlist hafi sérstök einkenni og hvort Akur- eyri sé í eðli sínu frábrugðin öðrum bæjum landsins. Sú nýbreytni er tekin upp í tengsl- um við þessa sýningu að í stað þess að safnstjórn taki ákvörðun um kaup á verki fyrir safnið verður skoðanakönnun á sýningunni; áhorf- endur kjósa „besta" verkið og ráða þannig hvaða verk verður keypt til safnsins. Auk þess getur heppinn áhorfandi eignast verk eftir vin- sælasta listamanninn og flugmiða til listaborgarinnar New York. Auk þessarar kosningar verður gerð nán- ari könnun á viðhorfi ólíkra hópa til myndlistar og vonast forráðamenn safnsins til þess að komast að ýms- um fróðlegum hlutum eins og til dæmis hvaða þjóðfélagshópur er hrifnari af abstrakt list en raunsærri list. Mikilvægi manneldis Margir hafa þá tilhneigingu að láta ofan í sig alls konar óþverra og hefur manneldis- stefna ríkisins reynt að leiða fólk inn á betri brautir síðustu árin með dyggri aðstoð mat- vælafræðinga. Háskóli íslands stóð á vordögum 2000 fyrir þverfaglegu málþingi um manneldi á nýrri öld í tilefni þess að tuttugu ár voru liðin frá fyrstu útskrift matvælafræðinga frá HÍ. Meðal fyrirlesara voru mat- vælafræðingar, næringarfræðingar og aðrir vísindamenn af sviðum mannfræði, læknisfræði, hagfræði, sagnfræði og landafræði. Nú er komin út bókin Manneldi á nýrri öld sem inniheldur þá fyrirlestra sem fluttir voru á málþinginu. Um- fiöllunarefnið er bundið við mat- væli en sjónum er meðal annars beint að erfðabreyttum matvælum, offitu, vannæringu og fæðubótarefn- um. Bókin er ætluð stúdentum og öðrum sem hafa áhuga á framtíð manneldis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.