Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Qupperneq 15
14
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjórl: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sirni: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.vislr.is
Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiöiun hf.
Plötugerð: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Týndi þorskurinn
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar
og þá sérstaklega um stöðu þorskstofnsins er áfall en er
langt í frá að boða gríðarlegar efnahagslegar þrengingar
eins og sumir vilja láta í veðri vaka. Gríðarlegt ofmat á
stærð þorskstofnsins undanfarin ár sýnir að þrátt fyrir
allt er fiskifræðin ónákvæm vísindi. Forráðamenn Haf-
rannsóknastofnunar eiga mikið verk fyrir höndum; ann-
ars vegar að skýra út fyrir landsmönnum hvað fór úr-
skeiðis og hins vegar að læra af mistökunum. Starf vís-
indamannsins er stöðug leit að sannleikanum.
Mikilvægt er að ekki séu dregnar rangar ályktanir af
skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Þrátt fyrir allt er eina
leiðin til að stjórna fiskveiðum af einhverri skynsemi að
takmarka aðgang að auðlindinni og sú takmörkun verð-
ur að byggjast á vísindalegum forsendum, hversu ófull-
komin sem þau visindi kunna að vera. í þessu sambandi
er vert að hafa í huga að ónákvæm vísindi eru ekki röng
vísindi og ráðleggingar fiskifræðinga um nýtingu auð-
linda hafsins eru enn bestu vegvísar sem hægt er að
styðjast við.
Minni þorskstofn en áður var talið undirstrikar enn og
aftur mikilvægi þess að kvótakerfið sé virkjað af fullum
þunga og án undantekninga. Og einmitt þess vegna var
og er skynsamlegt að koma smábátum undir kvótakerfið
og láta þar með alla sitja við sama borð. Göt í stjórnkerfi
fiskveiða leiða ekki annað af sér en ofveiði.
Stjórnkerfi fiskveiöa hér við land er eins og önnur
mannanna verk ófullkomið, en þrátt fyrir gallana er kerf-
ið það skásta sem völ er á - skiptir engu hvað atkvæða-
veiðarar í stétt stjórnmálamanna reyna að halda fram.
Ágúst Einarsson prófessor bendir á þetta á heimasíðu
sinni og segir meðal annars: „Alvarlegast núna er ef tals-
menn samtaka og flokka fara með óvönduð ummæli um
vísindarannsóknir og þykjast allt hafa vitað betur og
nota þessa alvarlegu stöðu til að þjóna skammtíma hags-
munum sínum. Slikt orðagjálfur er algengt í sambandi
við sjávarútvegsmál.“
Hitt er svo annað að skýrsla Hafrannsóknastofnunar
beinir kastljósinu enn á ný að stjórnkerfi fiskveiða og
eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra benti á i setn-
ingarræðu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1999
rikir ekki sátt um sjávarútvegmál og fiskveiðistjórnunar-
kerfið: „Þess vegna eigum við að taka opnum örmum og
umfram allt opnum huga öllum athugasemdum, allri
gagnrýni, svo ég tali ekki um nýjum hugmyndum ein-
staklinga eða hópa sem telja sig hafa fundið leiðir til úr-
bóta.“
Nýjar leiðir verða hins vegar ekki ræddar með upp-
hrópunum og pólitískum glamuryrðum sem eru sérhann-
aðar fyrir 10 sekúndna innslag í fréttatíma stjórnvarps-
stöðva eða fyrirsögn í dagblaði.
íslendingar eru í flestu vel í stakk búnir til að mæta
samdrætti i þorskafla. Sjávarútvegurinn gæti hins vegar
mætt samdrættinum enn betur ef hann væri ekki
hnepptur í spennitreyju opinberra hafta. Þak á hámarks-
hlutdeild einstakra fyrirtækja í kvóta einstakra fiskteg-
unda gerir ekki annað en rýra möguleika lifandi starfs-
greinar til að nýta mikilvægustu auðlindina á sem hag-
kvæmastan hátt. Furðulegt fyrirhyggjuleysi útgerðar-
manna í þessum efnum hefur gert stjórnvöldum kleift að
viðhalda vitleysunni.
Óli Björn Kárason
DV
Skoðun
Laxeldi í sjókvíum
Á síöastliðnu ári fór aö
bera á því að endurvakinn
væri áhugi fyrir því að
reyna fyrir sér með laxeldi
í sjókvíum við íslands-
strendur en litið hafði þá
um nokkurra ára skeið far-
ið fyrir áhuga á slíku eftir
að landinn hafði brennt sig
rækilega á laxagöslinu
mikla hér á árunum þegar
laxeldi átti öllu að þjarga.
Það kom auðvitað í ljós
þegar umsóknir um starfs-
og rekstrarleyfi fóru að streyma inn
að löggjöf um laxeldi hafði lengi ver-
ið mjög ábótavant og í hana hafði
vantað ýmis ákvæði sem eðlilegt og
nauðsynlegt mátti telja að þar væri
að finna. Þess vegna var samið laga-
frumvarp til breytinga á eldri lögum
um þetta efni og var þar að finna um-
talsverðar endurbætur sem miöa að
því að skapa þessari nýju atvinnu-
grein eðlilegri og skýrari ramma.
Ýmist leyft eöa bannaö
Það gerðist hins vegar að meðan
þetta frumvarp, sem þó var til bóta
og var lagt fram af ríkisstjórninni,
var til afgreiðslu í landbúnaðamefnd
að landbúnaðarráðherra tók
sig til og gaf út reglugerð
um fiskeldi þar sem það er
ýmist leyft eða bannað á
gjörvallri strandlengjunni.
Verður að segja eins og er
að ekki liggja næg málefna-
leg rök að baki þeim ákvörð-
unum til að þær geti talist
trúverðugar. Sérstaklega
þar sem mikið vantar upp á
að nægar grunnrannsóknir
hafi farið fram til að slíkar
ákvarðanir geti byggt á vís-
indalegum niðurstöðum. Einnig var
þetta gert áður en sú málefnalega
niðurstaða lá fyrir sem að hluta til er
þó að finna í lögunum sem voru sam-
þykkt nú í lok mai.
Það er erfitt að sjá rökin fyrir því
að það hefði þurft að hafa slíkan
hraða á við að samþykkja sjókvíaeldi
í Mjóafirði og í Berufirði og tilrauna-
eldi í Klettsvík þar sem allur þessi
rekstur var einungis á undirbúnings-
stigi, má heita á teikniborðinu, þeg-
ar þetta gerist, og stjómvöld höfðu
þegar viðurkennt að eldri löggjöf
væri mjög ófullkomin. Hefði ekki
verið eðlilegt að viðhafa þá varúð frá
upphafi sem sjálfsögð er þegar er
Sigríður
Jóhannesdóttir
alþingismaöur
„Enda þótt bráðabirgðaákvœði í hinum nýju lögum
segi að endumýja þurfi rekstrarleyfi innan árs frá gild-
istöku hinna nýju laga vita allir að það er meira en að
segja það að stöðva rekstur þegar hann er kominn á
flugstig ef hann stenst ekki kröfur hinna nýju laga. “
verið að stofna til stóratvinnurekstr-
ar með því að setja framandi tegund
inn í okkar lífríki?
Hugsanleg erföablöndun
Öllum ber saman um að slíkt lax-
eldi gæti sett okkar eigin laxastofna,
sem við höfum umtalsverðar tekjur
af, í talsverða hættu vegna mögulegr-
ar efðablöndunar. Enda þótt bráða-
birgðaákvæöi í hinum nýju lögum
segi að endurnýja þurfi rekstrarleyfi
innan árs frá gildistöku hinna nýju
laga vita allir aö það er meira en að
segja það að stöðva rekstur þegar
hann er kominn á flugstig ef hann
stenst ekki kröfur hinna nýju laga.
Það var skoðun okkar sem sátum í
Allt Hafró að kenna?
Formaður Samfylkingarinnar, líf-
fræðingurinn og lifeðlisfræðidoktor-
inn Össur Skarphéðinsson, hefur lýst
því yfir að hann telji rannsóknarstörf
Hafrannsóknastofnunar ekki lengur á
vetur setjandi. Ekki hefur komið fram
hverjar af aðferðum kolleganna hann
vill leggja af. Kannske allar, og stofn-
unina i heild?
Beitum ávallt bestu þekkingu
Aöferðir Hafró hafa um áratugi ver-
ið sífellt þróaðar og endurbættar með
betri tækjum og þekkingu. Að kasta
þeim nú tel ég ekki sjálfsagt, a.m.k.
ekki af þeirri ástæðu einni að af nið-
urstöðum nú verði að álykta að ástand
þorskstofnsins sé lakara en menn von-
uðu fyrir fáeinum árum. Skammtíma-
samanburður getur ekki átt við því
þekking okkar á ástandi og áhrifaöfl-
um náttúrunnar í lífríki hafsins er
mjög takmörkuð. Við höfum ekki lagt
fram svo gífurlega fjármuni né mann-
afla til að auka þá þekkingu að
við getum krafist hárnákvæmra
upplýsinga. Ég tel raunar óvíst
að við eigum þess kost að fá ör-
ugga vitneskju um ástand lífrík-
isins í hafinu, eins síbreytilegt
og það er og háð feikilega marg-
vislegum áhrifum.
Sjálfsagt er að setja rannsókn-
araðferðir alltaf undir mæliker,
meta hvemig þær hafa reynst,
hverjar ætti að leggja af, hverjar
hafa reynst öðrum vel og við ætt-
um að taka upp. Jafn sjálfsagt er
að endurmeta sífellt aðferðir til
að vinna úr rannsóknargögnum
niðurstöður og draga af þeim ályktanir
um ástand veiðistofna við landið. Ein-
ungis þannig leggjum við grunn að
betri skilningi á mikilvægustu auðlind
okkar. Okkur er brýn nauðsyn að hafa
ávallt yfir að ráða bestu þekkingu á líf-
riki hafsins og beita einungis bestu að-
ferðum við að afla gagna, vinna úr þeim
og draga af þeim
ályktanir um
ástand lífríkisins
og nytjastofnanna í
hafinu.
Aðferðir Haf-
rannsóknastofnun-
ar við gagnaöflun
og rannsóknir, úr-
vinnslu rannsókna-
gagna, framsetn-
ingu á niðurstöð-
um og mótun álykt-
ana á grundvelli
þeirra hafa tekið
miklum framfór-
um. Nýjar hafa ver-
ið teknar upp, ein-
hverjar hinna eldri
lagðar af og aðrar
endurbættar. For-
sendur þess eru batnandi
tækjakostur og aðstaða
ásamt vaxandi þekkingu
og fræðastarfi. Rannsókn-
ir, aðferðir og niðurstöður
Hafró hafa oft á síðustu
áratugum og nokkrum
sinnum á siðasta áratug
verið bornar undir mæli-
ker vísindanefhdar Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins
og settar í endurskoðim
vísindamanna sem skara
fram úr á alþjóðvettvangi.
Ástæður þess eru aug-
ljósar. íslensk stjómvöld
vilja eindregiö að hér sé á hverjum tíma
beitt bestu vísindum til að rannsaka
ástand flskistofnanna við landið og að
veiöum okkar verði hagað í samræmi
við ráðgjöf sem byggir á traustum álykt-
unum um vöxt og viðgang veiðistofna.
400 þúsund tonna ársafli
Yfirlýsing össurar var sett fram
vegna fregna um að Hafrannsókna-
stofnun muni ráðleggja samdrátt í
þorskveiðum á næsta fiskveiðiári. Það
veldur miklum vonbrigðum. Ekki síst
þegar rifjað er upp að á fjórum áratug-
um frá 1950 til 1990 hafi þorskfiskafli á
íslandsmiðum verið að jafnaði um 400
þúsund tonn árlega, en nú muni Hafró
ráðleggja aðeins um helming þess eft-
ir áratugavemdun stofnsins. Þó þekk-
ing okkar á ástandi fiskistofna í haf-
inu sé takmörkuð sýnir hún án nokk-
urs vafa að þessi afli var ofveiði. Af
henni erum við enn að súpa seyðið.
Strax upp úr 1970 vöraðu vísinda-
menn við ofveiði úr þorskstofninum
en aflaheimildir voru iðulega ákveðn-
ar talsvert meiri en þeir ráðlögðu og
aflinn varð ævinlega enn meiri. Að
ráðgjöf vísindamanna Hafrannsókna-
stofnunar var ekki farið fyrr en á síð-
asta áratug - þá fyrst hófst af alvöru
vemdun og uppbygging þorskstofns-
ins. Því tel ég fráleitt að við getum
vænst sliks afla í næstu framtíð og
jafn fráleitt að miða við aflamagn sem
var klárlega ofveiði. Svo höfum við á
síðustu áratugum stundað stórfelldar
veiðar á æti þessara stofna, loðnu og
rækju, og lagt af hvalveiðar. Það gæti
hafa haft einhver áhrif. Hitt er ljóst að
þorskstofninn hefur enn ekki dafnað
eftir áratuga ofveiði, sem haldið var
áfram löngu eftir aö upplýst var að
hverju stefndi.
Forsendur framfara
Ekki er stórmannlegt eða uppbyggi-
legt að skattyrðast út í Hafrannsókna-
stofnun og þær aðferðir sem hún beit-
ir. Fremur eigum við áfram að endur-
meta og bæta aðferðir hennar og
skapa forsendur þess að ný og betri
þekking streymi stöðugt inn í starfs-
hætti hennar eftir því sem framfarir
verða og þekkingarauðurinn eykst.
Nýtt hafrannsóknaskip skapaði mikl-
ar umbætur í starfsaðstöðu vísinda-
manna og er nú nær að hvetja unga ís-
lendinga til að leggja fyrir sig nám til
rannsókna á fiskveiðum og nytjastofn-
um. Þeim námsmönnum fækkar og til
að bæta úr því þarf jákvæða umræðu
sem sýnir virðingu fyrir þessum störf-
um og mikilvægi þeirra.
Nú ber okkur að kalla eftir endur-
skoðun og umbótum á þeim visinda-
legu aðferðum sem beitt er við rann-
sóknir og túlkun rannsóknagagna um
ástand nytjastofna okkar í hafinu.
Þannig eflum við Hafrannsóknastofn-
un og þau nauðsynlegu þekkingarstörf
sem þar eru unnin, okkur sjálfum til
sæmdar og gæfu.
Árni Ragnar Árnason
„Nýtt hafrannsóknaskip skapaði miklar um-
bœtur í starfsaðstöðu vísindamanna og er nú
nœr að hvetja unga íslendinga til að leggja
fyrir sig nám til rannsókna á fiskveiðum og
nytjastofnum. “ - Hafrannsóknaskipið Ámi
Friðriksson kemur til landsins.
minni hluta landbúnaðarnefndar að
þótt hinar nýju lagabreytingar væru
um margt til bóta og við styddum
þær þess vegna vantaði mikið á að
þær tækju nægilega til náttúru-
verndar almennt og umhverfíssjón-
armiða. Þar má til dæmis benda á að
ekki er gert ráð fyrir að Náttúru-
vernd ríkisins eigi umsagnarrétt um
veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis
eöa hafbeitar en í þeirri stofnun sitja
þeir sérfræðingar sem eru sérfróðir
um þá skuldbindandi alþjóðasátt-
mála um náttúruvemd sem íslend-
ingar hafa undirritað.
Sjálfsögð öryggisráðstöfun
Að síðustu skal það ítrekað, að það
verður nú í ljósi þeirrar ásóknar í
fiskeldi í kvíum sem nú er uppi að
gera strax í haust breytingar á lög-
um um umhverfismat sem gera ráð
fyrir að fiskeldisstöövar, sem fram-
leiöa meira en 200 tonn á ári skuli
alltaf þurfa að gangast undir mat á
umhverfisáhrifum. Slík öryggisráð-
stöfun ætti að vera sjálfsögð áður en
lagt er fé í stórar framkvæmdir af
þessu tagi og kemur öllum til góða,
líka þeim sem hyggjast hefja laxeldi.
Sigríður Jóhannesdóttir
Ummæli
Skemmtilegt
vinnuumhver f i ?
„Erfiðlega hefur gengið að fá nema
í kjötiðn undanfarið. Ástæðurnar eru
sennilega margar og á þar ekki einn
þáttur frekar sök en annar. Þó freist-
ast maður til að ætla að starfsöryggið
og launakjör að námi loknu valdi þar
miklu. Atvinnurekendur vilja gjam-
an hafa fáa fagmenntaða kjötiðnaðar-
menn og helst gera þá að verkstjór-
um og ráöa síðan ófaglært fólk tU að
vinna undir þeirra stjórn. Það getur
tæpast talist skemmtilegt vinnuum-
hverfi þar sem meirihluti starfs-
manna talar framandi tungu.“
Níels S. Olgeirsson í Matvís - fréttabréfi.
Sorphaugar norðursins
„Hugmyndirnar um
sorpurðun og þar með
uppbyggingu á sorp-
haugum norðursins
með þátttöku Eyfirð-
inga eru með öllu
ófærar. Af þeim má
ekki verða. Vona ég
að þær eigi sér ekki fylgi innan sveit-
arstjórnarinnar. Ég held að talsmenn
þessarar hugmyndar ættu að fara í
sérstaka umhverfisendurhæfingu.
Mikilvægt er að Skagflrðingar láti í
sér heyra um þetta mál.“
Snorri Styrkársson í Feyki.
Markmið nást að lokum
„Því eru auknar likur á því að
peningastefna, sem miðar að því að
draga úr verðbólgu á ný, hafi tíma-
bundinn samdrátt í fór með sér. Ný-
sett verðbólgumarkmið bankans mun
þá nást að lokum þrátt fyrir tíma-
bundinn verðbólgukúf og harkalegri
aðlögun en áður var vonast til.“
Úr inngangi aö Peningamálum,
riti Seölabankans.
Spurt og svarað
Hefur vísindalegur trúverðugleiki Hafró beðið hnekki?
Ásgeir Logi Ásgeirsson,
bœjarstjóri í Ólafsfirdi.
Endurskoðum
ríkjandi aðferðir
„Stofnmælingar verða alltaf
erfiðar i framkvæmd en menn
hafa verið að reyna að nálgast
sannleikann í þessu máli með
því að nota ævinlega sömu aðferðirnar frá ári til
árs, svo sem togararallið.
Ég tel að full ástæða sé til þess að endurskoða
og bæta ríkjandi aðferðir með von um að ná
betri tökum á viðfangsefninu. Þar minni ég á að
línuveiði hefur sjaldan verið betri en einmitt
núna.
Með því sjáum við að ólík veiðarfæri skila
okkur mjög breytilegum árangri og sama mun
væntanlega gilda um vísindarannsóknir. Hinn
eini og stóri sannleikur er vandfundinn.“
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
Vinnslustöðinni í Eyjum.
Önnur skýrslan sem
segir fýrri vitlausar
„Þetta er önnur skýrslan í
röð sem segir hinar fyrri hafa
verið vitlausar hvað þorskinn
varðar. Menn töldu sig orðið
hafa nokkuð góða vitneskju um ástand stofnsins
og þvi höfðu menn í sjávarútvegi gert sínar
áætlanir í samræmi við það. Nú horfum við
hins vegar fram á tekjumissi og verulega breytt-
ar forsendur. Fiskifræðingar segja þorskstofn-
inn miklu minni en áður var áætlað. Ég gæli
hins vegar við þá hugsun að þeir séu að van-
meta stofninn, því fiskgengd, t.d. í Kantinum
hér austan við Eyjar, hefur verið mjög góð und-
anfarið - og ekkert sem gefur okkur til kynna að
stofninn sé í lægð.“
Lúðvík Bergvinsson,
þingmaður Samfylkingar.
Hvað eru
hreindýrin mörg?
„Þjóð sem byggir afkomu sína
í jafn ríkum mæli á sjávarútvegi
og við gerum gerir ríkar kröfur
til fiskifræðinga, eins og i hlutar-
ins í eðli liggur þegar veiðum er stjórnað með til-
liti til ráðgjafar þeirra. Hins vegar geta niðurstöðu
fiskifræðinga aldrei verið jafn nákvæmar og stærð-
fræðinga. Þessa dagana er rætt um Hafró öfganna
á milli, sem er um margt dæmigerð fyrir umræð-
una hér á landi. Vert er að hafa í huga þegar lagt
er mat á nákvæmni niðurstaða Hafró að mönnum
hefur aldrei tekist að telja hreindýrin sem þó eru
uppi á fastalandi og því segir það sig sjálft að enn
snúnara verður að telja flskana í sjónum. Af þeirri
staðreynd geta allir dregið lærdóm."
Öm Pálsson,
framkvœmdastjóri.
Ekki hcegt að geyma
fisk í sjónum
„Vísindalegur trúverðugleiki
Hafró er vart til staðar lengur.
Mönnum hefur verið tahn trú um
að hægt sé að geyma fisk i sjón-
um en slíku er ekki til að dreifa lengur, þrátt fyrir
að aflaráðgjöf stofnunarinnar hafi verið fylgt. Ekki
er að finna viðhlítandi skýringar á hvað hafi farið
úrskeiðis. Þeir sem eru á vettvangi allan ársins
hring gefa lítið fyrir það að minna hafi verið af
þorski á metárunum ‘97 og ‘98 en stofnunin heldur
nú fram. Þá er spurt hvað orðið hafi af öllum þess-
um fiski? Er hann dauður og þjóðin því orðið af
tugum milljarða vegna rangrar ráðgjafar Hafró eða
er hann enn syndandi í sjónum og einfaldlega ann-
ars staðar en þar sem togararallið fer fram.“
Hafró kvnnti I vikunnl svarta skvrslu um ástand borskstofnsins. Ýmslr tella aft skvrsluna áfellisdóm vfir rannsóknaraðferöum stofnunarinnar siálfrar.
Oteljandi þorskar
á þurru landi?
„Sjórinn er svo rosalega
stór að bara Guð getur talið
alla fiskana þar,“ sagði 10
ára sjómannssonur spekings-
lega við eldhúsborðið heima
hjá sér á dögunum þegar for-
eldrar hans og fleiri voru að
ræða hina nýbirtu og
kolsvörtu skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar um ástand
þorskstofnsins og íleiri fiska.
Mun þetta vera það eina sem
sagt hefur verið síðustu daga
um hafrannsóknir við ísland
sem ekki felur í sér einhvers
konar fordæmingu á starfs-
mönnum Hafró og aðferðafræði þeirra.
Það er sem sagt komið á daginn að
það er ekki alveg á hreinu hvað mikið
af þorski er í sjónum og getur munað
um milljón tonnum eða svo til eða frá.
Skekkjumörk Hafró hækka sífellt, hafa
verið þetta á bilinu 20-50 prósent og
nálgast nú 100 prósentin að marga
mati. Og þegar og ef skekkjumörkin ná
því hámarki þá liggur auðvitað beint
við að leggja Hafrannsóknastofnun
niður og ráða nokkra draumspaka
menn að austan og bollaspákonur að
vestan til að spá í ástand og horfur
þorskstofnins. Það myndi spara mikið
fé og Vcirla skila verri árangri en
núnotaðar rannsóknaraðferðir, ef
marka má gagnrýni svo margra í garð
Hafró þessa dagana.
Friðun í stríðinu
Ýmsir álitsgjafar hafa reynt að
skýra og skilgreina þær skekkjur sem
augljóslega hafa komið fram í útreikn-
ingum vísindamanna Hafró á undan-
förnum árum. Sumir segja að friðun
virki í raun öfugt á þorskinn, þ.e. hon-
um fækki við friðun en fjölgi eftir því
sem meira sé veitt af honum upp að
vissu marki. Þannig hefur Guðjón A.
Kristjánsson, sem er einna skýrastur
þingmanna á þessu sviði, bent á að í
seinni heimsstyrjöldinni hafi orðið
mikill samdráttur í þorskveiðum,
þorskurinn hafi í raun verið friðaður í
striðinu en í kjölfarið hafi veiði ekki
aukist heldur þvert á móti, stofninn
hafi verið í mikilli lægð eftir stríð.
Þetta hafa reyndar aðrir skýrt með þvi
að þó vissulega hafi lítið verið veitt á
stríðsárunum þá hafi verið þvílíkur
hamagangur á hafinu, djúpsprenging-
ar og læti; þorskar hafi ekki getað
þversynt fyrir kafbátum og sökkvandi
skipum og flugvélum og þetta ástand
hefði hugsanlega leitt til andlegra
þrenginga innan þorskstofnsins, jafn-
vel raðsjálfsmorða heilu ár-
ganganna, og þvi hafi litið
veiðst eftir stríð. Þessar
kenningar þarf auðvitað að
rannsaka betur og sjálfsagt
best að fá til þess „óháða“ að-
ila.
Ágætur bóndi í Mývatns-
sveit, andstæðingur Kisiliðj-
unnar, var fyrir nokkrum
árum beðinn að skýra mikla
veiði í vatninu á sama tíma
og hann hafði boðað að Kísil-
verksmiðjan væri þar allt lif-
andi að drepa. Og bóndi var
ekki í vandræðum með það:
„Þegar mikið veiðist þá er lítið af fiski
í vatninu því þessir örfáu einstakling-
ar safnast þá saman í félagslegar torf-
ur og þá verður oft mokfiskerí. Þegar
aftur á móti vatnið er fullt af fiski þá
er veiði oft léleg því þá dreifir hann
sér út um allt til að forðast þrengslin
og því veiðist oft bara branda á
stangli.“
Kannski er þessi skýring hins skýra
Mývetnings ekki verri en margar aðr-
ar sem á kreiki eru um lífríkið.
Blint í sjóinn?
En hvað er til ráða ef menn missa
trúna á aðferðafræði Hafrannsókna-
stofnunar við stofnstærðarmat og ann-
að þvíumlíkt? Vilja menn kannski
bara fara að renna blint í sjóinn og
skeyta engu um útreikninga vísinda-
manna? Sjávarútvegsráðherra hefur
sagt að það sé ekki loku fyrir það skot-
ið að einhvers staðar í heiminum séu
starfandi sérfræðingar sem hafa náð
betri árangri í að telja þorska en taln-
ingamenn Hafrannsóknastofnunar og
til greina komi að hefja leit að slíkum
mönnum.
Nú, hér hefur verið bent á að leita
til draumspakra manna og spákvenna
sem svo oft er þrautalending okkar ís-
lendinga þegar vísindin hafa brugðist.
Og sumir hafa bent á að smáuglýsing-
ar DV skila gjarnan frábærum árangri
og því ekki úr vegi að auglýsa þar, t.d.:
„Tapast hafa milljón tonn af óveiddum
þorski. Finnandi vinsamlegast hafi
samband við Hafrannsóknastofnun.
Fundarlaunum heitið.“
Altént er ljóst að það þarf að setja
nefnd í málið og skipa óháða rann-
sóknaraðila til að rannsaka rannsókn-
araðferðir ransóknarmanna Hafrann-
sóknastofnunar.
Þangað til geta útgerðarmenn og sjó-
menn raulað fyrir munni sér visuna
góðu sem Páll Ólafsson kvað um árið
og er hugsanlega einhver besta list-
ræna og um leið vísindalega úttekt á
kvótakerfinu og störfum Hafrann-
sóknastofnunar sem sett hefur verið
fram (og er auðvitað merkilegt því
hvorki kvótakerfið né Hafró voru til
þegar Páll kvað):
Það er ekki þorsk að fá
úr þessum firði;
þurru landi eru þeir á
og einskis virði.
Að svo mæltu er við hæfi að senda
öllum sjómönnum baráttukveðjur í til-
efni komandi sjómannadags.
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um þorskstofninn hef-
ur valdið miklu uppnámi.
Háaloftið
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar: