Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Síða 24
28 Tilvera FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 I>V lí f iö E F T I R V r N N U Dansað á Laugaveginum Bæjarfero nefnist nýtt átak kaupmanna við Laugaveginn í Reykjavík. Það verðm- fyrstu helgi hvers mánaðar frá fimmtudegi til laugardags og hefst einmitt í dag. Dansarar munu dansa um Laugaveginn, harmónikuleikarar spila, fimleikafólk sýna listir og gefnar verða blöðrur og góðgæti. Klassík ■ SUMARTONLEIKAR I STYKKIS- HOLMSKIRKJU Einir af fjölmörgum sumartónleikum Stykkishólmskirkju veröa haldnir í kvöld. Nú treður upp Kór Rensborgarskólans í Hafnar- firði. Hrafnhildur Blomsterberg er kórstjóri og Ólafur Kolbeinn Guð- mundsson spilar á píanó. ^ Leikhús ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJOTI A AKRANESI Leikrltið Meó fulla vasa af grjótl eftir Marie Jones verður sýnt í Bíóhöllinni, Akranesi, í kvöld klukkan 20. Miðasala í síma 433 1037. ■ FEÐGAR Á FERÐ Feðearnir Árni Tryggvason og Orn Árnason eru höf- undar og leikarar í leikritinu Feögar á ferð sem er sýnt kl. 20 í kvöld í lönó. Nokkur sæti laus. ■ FÍFL í HÓFI Gamanleikritið Fífl í hófi verður sýnt klukkan 20 í kvöld í Gamla bíói (hús íslensku óperunn- ar). Leikstjóri er María Siguröardótt- ir. Miöasala í síma 5114200. Nokkur sæti laus. Jazz ■ PIPARBRÆÐINGUR I HUSI MALAR- ans Fvrsta fimmtudag hvers mánaðar í sumar veröa tónleikar í Húsi Máiarans, Bankastræti 7a. Þar leika Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdís Bjarnadóttir rafgítarleikari og Þórdís Claessen slagverksleikari tónlist sem þau kjósa að kalla Piparbræðing. fundir ■ FYRIRLESTUR UM KOKHUÓP Catherine 0. Rlngen, prófessor við háskólann í lowa heldur fyrirlestur í boöi íslenska málfræðifélagsins í dag kl. 16.15 í stofu 304 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „The Feature (spread glottis) in German" Ferðir ■ GÖNGUFERÐ UM HÓLAVALLAGARÐ Þjóöminjasafn íslands stendur fyrir gönguferö um Hólavallagarð viö Suðurgötu í kvöld og veröur lagt upp frá þjónustuhúsinu við Ljósvallagötu kl. 20. Sýningar ■ HALLA I GALLERI 17 Andlegt innlit nefnist sýning Höllu Sigurgeirsdóttur í Gallerí 17. Þar eru 9 myndir, málaöar meö vatnslitum. Síðustu forvöð ■ HAUKUR DOR I SMIÐJUNNÍ NÚ er sýningu á verkum listamannsins Hauks Dórs í Smiöjunnl - Art Gall- erí, Ármúla 36 aö Ijúka. Sjá nánar: Lífið eftlr vlnnu á Vísi.ls Anthony Quinn: Einn fyrsti kvik- myndatöffarinn Um síðustu helgi lést kvikmynda- leikarinn Anthony Quinn, 86 ára gamall. Quinn lifði litríku lífi og starfaði í kvikmyndum í sextíu ár og lék í um það bil 150 kvikmyndum. Quinn var aldrei þessi dæmigerði Hollywoodleikari og þegar hann var fyrst að koma sér á framfæri var langt í frá að hann gæti treyst á út- litið. Það voru hæfileikamir sem hann treysti á og ekki var verra að fyrsta eiginkona hans var dóttir eins valdamesta kvikmyndagerðarmanns í Hollywood, Cecil B. DeMille. Anthony Quinn fæddist í Mexíkó og átti mexíkóska móður og írskan fóður. Áður en hann hóf feril sem kvikmyndaleikari vann hann fyrir sér sem hnefaleikari. í fyrstu voru hlutverkin ekki stór og fékk hann nánast eingöngu að leika bófa og indíána. Viö gerð The Plainsman (1936), sem Cecil B. DeMille leik- stýrði, kynntist hann dóttur hans, Katherine. Þau giftu sig ári síðar og stóð hjónabandið til ársins 1963. Tvær eiginkonur fylgdu síðan í kjöl- farið. Vegur Quinns fór nú að vænkast en erfitt átti hann með að losna við indíánahlutverkin og það var ekki fyrr en hann vann ósk- arsverðlaun fyrir aukahlutverk í Viva Zapata (1952), þar sem mótleik- ari hans var Marlon Brando, að hann gat farið að velja úr hlutverk- um. Quinn notfærði sér frelsi sitt til hins ýtrasta og lék í hverri mynd- inni á fætur annarri fram á níunda áratuginn. Ef Quinn hafði tilkynnt komu sína meðal hinna bestu í Hollywood í Viva Zapata þá staöfesti hann það í kvikmynd Federicos Fellinis La Strada (1954) þar sem hann tókst á við hádramatískt hlutverk einfeld- ings sem ferðast með fimleikamanni. í Lust for Life (1955) lék hann Paul Gauguin á móti Kirk Douglas sem lék Van Gogh og fékk Quinn önnur óskarsverðlaun sín fyrir aukahlut- verk. Þá er vert að geta frammistöðu hans sem Quasimodo í Huncback of Notre Dame (1957) og Wild Is the Wind (1957) en fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd fékk hann fyrstu óskar- stilnefningu sína í aðalhlutverki. Sjöundi áratugurinn er sjálfsagt sá besti sem Anthony Quinn átti sem leikari. Hann lék hvert stórhlutverk- ið af öðru í kvikmyndum á borð við The Guns of Navarone (1961), Requiem for a Heavywight (1962), Lawrence of Arabia (1964), Barabbas (1964) og The Shoes of the Fisherman (1969), svo einhverjar séu nefndar. Hátindinum á ferlinum náði Ant- hony Quinn árið 1964 þegar hann lék Zorba í Zorba, the Greek. Þar skap- aði hann eftirminnilega persónu, glaðlyndan grískan bónda sem á sinn einfalda hátt átti til mikla lífs- speki sem birtist meðal annars í dansi. Fyrir það hlutverk hlaut hann óskarsverðlaun og eftir það var nafn hans ávallt tengt þessu hlutverki. Hann lék síðan Zorba á sviði á ní- unda ártugnum. Anthony Quinn var eins og Zorba, lífsglaður maður. Eftir að tók að halla undan fæti sinnti hann fjöl- skyldu sinni vel og það er engin smá- fjölskylda því hann átti allt í allt þrettán böm. Þá fór hann að mála og sýndi ótviræða hæfileika í þeirri list- grein eins og í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Með Anthony Quinn er fallinn einn af gömlu hetju- leikurunum í Hollywood, leikari sem var einn fyrsti kvikmyndatöffarinn. -HK Liv Tyler Leikur konuna sem karlmennirnir geta ekki hætt að hugsa um. Lífið á McCool’s- barnum One Night at McCool’s er ný gamanmynd sem frumsýnd verður á morgun. Myndin gerist á stutt- um tíma og segir frá samböndum sem myndast á milli einnar konu og þriggja karlmanna. Þetta byrj- aði allt saman eitt kvöld á McCool’s-barnum. Þrír grunlausir menn og ein ákveðin kona hittast. Það er mikið að gera og spenna í andrúmsloftinu. Komið er að lok- un, Randy (Matt Dillon) er að vinna á barnum. Lögfræðingurinn Carl (Paul Reiser) er enn þá inni á staðnum og rannsóknarlögreglu- maðurinn Dehling (John Goodm- an) er nýkominn í hús enda er staðurinn orðinn að vettvangi glæps. Hvaö það er sem tengir þessa þrjá aðila kemur svo í ljós siðar. Var það líkið sem tengdi alla aðilana ... eða var það hin sjóðheita og súpersexí Jewel (Liv Tyler)? Áður en kvöldið er á enda er Jewel orðinn afgerandi þáttur í lífi þeirra allra og þeim er ljóst að hún er meira en þeir ráða við ... og einnig að hún ræður við meira en þá þrjá! Það er stórgóður leikarahópur sem leikur I One Night at McCool’s og auk þeirra sem nefnd- ir hafa verið leikur Michael Douglas mann sem verður á vegi Jewel. Það er Svíinn Harald Swart sem leikstýrir en meðal fyrri af- reka hans er kvikmyndin og sjón- varpsþættirnir um njósnarann Hamilton. Anthony Quinn og Zorba Anthony Quinn stillir sér upp fyrir framan málverk af sér í hlutverki Zorba. Bíógagnrýni Háskólabíó/Laugarásbíó - Along Came a Spider: ★ ★ Athyglissjúkur mannræningi Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Morgan Freeman skapaði í Seven eftirminnilega lögreglu, persónu sem hann sótti í þegar hann hóf að leika lögreglumanninn og sálfræðinginn Alex Cross í Kiss the Girls. Nú er það svo aö Cross, sem rithöfundurinn James Patterson skapaði í skáldsög- um sínum, er ekki nema tæplega fer- tugur. Freeman var sextugur þegar hann lék Cross í fyrsta sinn og að hætti góðra leikara tókst honum að gera persónuna það trúverðuga að meira að segja helstu aðdáendur Alex Cross sættu sig við að í myndinni var Cross ekkert unglamb lengur. Free- man endurtekur svo leikinn í Along Came a Spider og satt best að segja bjargar hann miklu með yfirveguð- um leik í mynd sem er einstaklega flöt þegar haft er í huga hversu áhugaverðar persónurnar eru og söguþráðurinn flókinn. Along Came a Spider byrjar ekki illa. Mislukkuð aðgerð sem gerir það að verkum að aðstoðarkona Cross lætur lífið verður til þess að hann fer í sjálfskipaða einangrun. Þetta atriði er sterkt og myndrænt og lofar góðu um framhaldið. í einangruninni fylgist Cross með því í sjónvarpinu þegar leit er hafin að barni öldunga- deildarþingmanns sem mannræningi hefur undir höndum. Síminn hringir og á hinum endanum er mannræn- inginn sem vill að Cross sé milli- göngumaður. Ljóst er hann hefur val- ið Cross sem verðugan keppinaut. Þeir sem vanir eru flóknum saka- málamyndum sjá að í farvatninu er leikur kattarins að músinni. Cross lætur vita af sér og áður en hann veit af er hann orðinn lykilmaðurinn í lausn mannránsins sem tekur á sig ýmsar og óvæntar stefnur. Um leið og Cross verður meira og meira þátttakandi í ráðabruggi mannræningjans fara að myndast holur í söguna sem erfitt er að fylla í á sannfærandi hátt, mót- sagnir veröa áberandi og Freeman á fullt fangi með að halda dampi í hlutverkinu. Hann er samt aldrei í vandræðum. Þjálfuð og góö rödd hans hefur seiðandi áhrif sem ger- ir það að verkum að ótrúverðugur texti virkar sannfærandi. Hann getur þó ekki bjargað því að hinn óvænti endir er ekki sú háspenna sem búast hefði mátt við. Á móti kemur að leikstjórinn, Lee Tamahori (Once Were Warri- ors), er fagmaður og góö kvik- myndataka og klipping, ásamt tónlist sem passar vel við efnið, skapar spennuþrungið andrúms- loft sem fleytir myndinni áfram og gerir hana að afþreyingu sem er þess virði að eyöa kvöldstund yfir. Leikstjóri: Lee Tamahori. Handrit: Marc Ross eftir skáldsögu James Pattersons. Kvlkmyndataka: Matthew F. Leonetti. Tón- list: Jerry Goldsmith. Aöalleikarar: Morgan Freeman, Monica Potter, Michael Wincott, Penelope Ann Miller og Michael Moriarty.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.