Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Side 7
7
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 _____________________________________________________
DV Fréttir
Bæjarstjórinn á Akureyri segir afla smábáta hafa aukist um tugi þúsunda tonna:
Kjaftæði í bæjarstjóranum
DV, AKUREYRI:____________________
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, gerði í hátiðar-
ræðu sinni á sjómannadeginum á
Akureyri málefni smábátamanna að
umræðuefni, meinta illa meðferð á
þeim, og sagði þar m.a. „Á síðustu
10 árum hefur svokölluðum smábát-
um flölgað um nokkur hundruð og
afli þeirra aukist um tugi þúsunda
tonna. Aflaaukning smábátanna frá
árinu 1984 er meiri en þorskveiði-
heimildir allra skipa sem gerð eru
út frá Norðurlandi á þessu fiskveiði-
ári. Varla getur það talist ill með-
ferð. Spyrja má hvers Norðlending-
— segir formaður trillukarla á Norðurlandi eystra
ar eigi að gjalda þegar smábátarnir
hafa fengið að auka stöðugt sínar
veiðar meðan lög og reglur hafa
haldið aftur af svokölluðum afla-
marksskipum sem eru m.a. uppi-
staðan í sjávarútvegi Eyjafjarðar-
svæðisins."
„Það er bara kjaftæði úr Krist-
jáni Þór bæjarstjóra að við höfum
fengið að auka við okkur afla um
tugi þúsunda tonna og hann hefði
átt að leita sér upplýsinga hjá okkur
áður en hann fór að halda ræðu um
þessi mál,“ segir Júlíus Magnússon,
formaður Kletts, félags smábátaeig-
enda á Norðurlandi eystra.
Júlíus segir að á tímabili
hafa allt að 40% virkra smá-
báta á Norðurlandi eystra
verið á aflamarki og sjálfur
hafi hann á sinum tíma val-
ið að fiska undir því kerfi.
„Ég er ekki með á hreinu
hvernig þessar tölur eru
dag, þær hafa eitthvað lækk-
að, en þeir sem eru á afla-
markskerfinu eru fastir þar.
Stór hluti þessara aflamarksbáta
sitja þar fastir með 10-20 tonna afla-
heimilda í þorski og við erum sifellt
að fá á okkur niðurskurð á þessi fáu
tonn. Þeir smábátaeigenda sem
völdu frjálsu leiðina á sínum
tíma eru vissulega með
pálmann í höndunum miðað
við okkur og þeir hafa aukið
við sig þótt það sé fjarri lagi
að það sé eitthvað í líkingu
við tölur bæjarstjórans á Ak-
ureyri. Hann er ekki með
alla þessa hluti á hreinu og
gleymir þeim hluta smábát-
anna sem eru fastir í afla-
markskerfinu“ segir Júlíus Magn-
ússon.
Kristján Þór sagði í sjómanna-
dagsræðu sinni það vera blekking-
arleik og afar ódýra lausn margra
Kristján Þór
Júlíusson.
stjórnmálamanna að vekja vonir
með fólki í þá veru að bjargráðin í
byggðamálum felist í því að unnt sé
að nota aflaheimildir til þess að
stýra búsetu um landið. Það verði
ekki gert nema taka þær frá ein-
hverjum og færa öðrum. „Ef stjórn-
málamenn telja að úrræði til að
bjarga landsbyggðinni felist í þvi að
taka aflaheimildir frá fyrirtækjum á
stöðum eins og Akureyri og dreifa
til annarra byggðarlaga i þeirri von
um að efla byggð í landinu þá mun
aðgerðin hæglega geta snúist upp í
andhverfu sína“ sagði bæjarsstjór-
inn. -gk
Sögin öll
Allt er í heiminum hverfult. Líka stórverstunin Sögin sem margir heimsóttu í
Höföatúniö hér á árum áöur. En nú er Sögin öll. Húsiö rifiö og upp rís nýr
veruleiki sem mun standa þar til annaö veröur ákveöiö í fyllingu tímans.
Rauða kross-deildirnar á Vesturlandi og Félag hjartasjúklinga gáfu stórgjöf:
Sjúkrahús tæknivædd með gjöfum
DV, AKRANESI:________________________
Það er dapurleg staðreynd en til
þess að geta endurnýjað og viðhaldið
bráðnauðsynlegum tækjum og búnaði
sjúkrahúsa þarf ævinlega að koma til
aðstoð frjálsra félagasamtaka. Guðjón
Brjánsson, framkvæmdastjóri Sjúkra-
húss og Heilsugæslustöðvar Akra-
ness, lét þessa getið í ávarpi þegar
Rauða kross-deildir og Féiag hjarta-
sjúklinga á Vesturlöndum gáfu 4,5
milljóna króna tæki í fyrradag. Guð-
jón sagði að ástandið væri ekki bara
svona hjá sjúkrahúsinu á Akranesi
heldur hjá sjúkrahúsum og heilsu-
gæslustöðvum um land allt.
Er þetta langstærsta einstaka gjöfln
sem Rauða kross-deildirnar á Vestur-
landi hafa staðið að, nú í sameigin-
legu átaki með Félagi
hjartasjúklinga á Vest-
urlandi. Auk þess er
þetta stærsta tækjagjöf-
in sem sjúkrahúsinu
hefur borist.
Þorkell Guðbrands-
son, yfirlæknir lyflækn-
ingadeildar Sjúkrahúss
Akraness, segir að þessi
gjöf komi í góðar þarfir.
Lyflækningadeildin hef-
ur um áratugaskeið veitt viðtöku sjúk-
lingum með hjartabilun eða bráða
kransæðasjúkdóma, hjartakveisu og
kransæðastíflu. Þessir sjúklingar hafa
að sjálfsögðu einkum komið af upp-
tökusvæði sjúkrahússins en á sumrin
koma einnig sjúklingar úr sumarbú-
staðabyggðum í nær-
liggjandi héruðum.
Með tilkomu Hval-
fjaröarganga hefur
ekki dregið úr að-
sókn þessara sjúk-
linga nema siður sé.
Tækjabúnaður sá
sem lyflækninga-
deildin hafði var orð-
inn gamall og úr sér
genginn. Nýja tækiö
er frá HP, hjartahágæslutæki (moni-
tor) og fjargæslubúnaður (tele-
metriur) til þess að fylgjast megi ná-
kvæmlega með sjúklingum á bráða-
stigi sjúkdómsins. Fjármagn til kaupa
á þessum tækjum hafði ekki fengist
úr ríkissjóði. -DVÓ
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Frá afhendingu stórgjafarinnar
Frá vinstri Þorkell Guöbrandsson,
Magnús Þorgrímsson og
Arinbjörn Kúld.
frábær
staðsetning,
gott inni- og
útipiáss
vantar bíia
á staðinn
Sæþota Sea- doo GSX 800
Árg. 1997, kerra og gallar fylgja.
Verð 900 þús
Volvo 460 GL turbo
1990, ekinn 165 þús.
Verð 350 þús.
Terrano II Luxury TDI 2,7
Skrá. 4/2001, sjálfskiptur, ekinn
1000 km.
Verð 3360 þús
Volvo S 40, beinskiptur.Skrá
1/1998, ekinn 45 þús.
Verð 1190 þús.
Ford Transit sendibíll, 2,5,
dísil.Skrá. 12/2000, nýr bill.
Verð 2350 þús.
M Benz Classic 2,3,
sjálfskipturTopplúga
cruisecontrol, 18t. álfelgur.
Árg. 1996, ekinn 124 þús.
Ný bílasala -
Bílamiðstöbin
v/ Funahöfða - sími 540 5800
Bll_ASALA.NET