Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 Skoðun I>V Hundar og fólk á Laugaveginum „Meira og minna eins og börn okkar, og hluti af fjölskyldunni. “ Hundahald á íslandi Hvað ætlar þú að gera 17. júní? Erla Inga Hilmarsdóttir verslunarmaöur: Fara í bæinn I skrúögöngu og eitt- hvaö skemmtilegt. Edda Gunna Heiðarsdóttir verslunarmaður: Ég verð líklega í útilegu og elti þá bara góöa veöriö. Hrafnhildur Þórarinsdóttir verslunarmaöur: Eitthvaö skemmtilegt meö fjölskyld- unni í Reykjavík. Lóa Linda Hermannsdóttir, 8 ára: Mig langar aö fara í bæinn og sjá brúöuleikhúsiö. Kristín Ottósdóttir verslunarmaöur: Ég ætla aö vera heima því þar er best. Ingibjörg Reykjalín verslunarmaöur: Ég ætla bara aö eiga góðan dag. Al- veg eins heima. J,P. Fannar Jónsson skrifar: Hvernig myndi þér liða ef þú ætt- ir hund og værir að flytja í raðhúsa- hverfi eða íbúð? Ég nefni dæmi: Einn af íbúum þess hafnar því að þú komir með hund þinn í nýju íbúð- ina þína, þrátt fyrir jákvætt svar frá öllum hinum íbúunum. Oftast eru afsakanir notaðar, eins og t.d. of- næmi, þótt svo engar sannanir liggi frammi fyrir því. Ef ég má vitna í önnur Norðurlönd þá spyr maður engan að þvi hvort maður megi vera með hund eða ekki þegar mað- ur er að flytja, þú átt hund þinn í friði þar svo lengi sem hann er ekki truflandi. Eru það bara sérréttindi einbýlis- húsaeigenda á íslandi að halda hund 1 friði og ró, ég spyr? Þetta er ekki bara eitthvað sem var að ger- ast í gær heldur er þetta næstum því á hverjum degi, annaðhvort er verið að reyna að fæla fóik úr sín- um íbúðum eða þess krafist að hundurinn verði svæfður. Sannir hundaeigendur myndu auðvitað flytja, en finnst íslendingum það Jóhann skrifar: Á næturklúbbunum starfa nokk- ur hundruð manns, og flestir í fuilu starfi, og eiga þar alla lífsafkomu sina. Nú hefur það gerst að kirkjan hefur hafið atvinnuofsóknir gegn þessu fólki og vill láta senda það út á götuna. Þeir sem aldrei koma á þessa klúbba sjá þar marga syndina sem við hin, sem þangað förum, komum ekki auga á. - Er það í fullu samræmi við gamla máltækið, að þeir tala mest um Ólaf konung sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Jafnréttisnefndir voru ekki stofn- aðar til að spilla því að fólk hefði at- vinnu. Ef fólk sér spillingu á nætur- íslendingar bera litla virð- ingu fyrir dýrahaldi og verðmæti þess, hvað þú kunnáttu. Hundar, fyrir hinn dœmigerða íslending, eru bara eitthvað sem á heima úti í hlöðu í sveit. “ virkilega rétt? - Að fólk sé rekið úr húsi sínu vegna þess að það á hund/a sem því þykir vænt um, hunda sem hafa ekki truflað neinn né gert neinum mein? Allir skilja mætavel að ef hundur- inn hefur gert eitthvað af sér, er t.d. sígeltandi, að það sé truflandi. Mað- ur reynir þá að bæta úr því. Að „svæfa“ hundinn er kannski ein- faldasta lausnin en þó ekki sú rétt- látasta. Það er hreint morð á sak- lausu dýri. Fólk í dag er að kæra hundaeig- endur, og aðeins fyrir hundahaldið. Þetta er auðvitað alveg fráleitt. Hundaeigandinn hefur þó sáralítið að segja í því máli. Og þannig er ís- „Nú hefur það gerst að kirkjan hefur hafið at- vinnuofsóknir gegn þessu fólki og vill láta senda það út á götuna. Þeir sem aldrei koma á þessa klúbba sjá þar marga syndina sem við hin, sem þangað förum, komum ekki auga á. “ klúbbunum býr hún innra með því sjálfu. Og minnir það helst á hinar skoplegu lýsingar Jóhannesar heit- ins Birkilands og baráttu hans við lenskt þjóðfélag í dag. íslendingar bera litla virðingu fyrir dýrahaldi og verðmæti þess, hvað þá kunn- áttu. Hundar, fyrir hinn dæmigerða íslending, eru bara eitthvað sem á heima úti í hlöðu í sveit. En hundar eru meira og minna eins og börn okkar, og hluti af fjöl- skyldunni. Þeir hafa bjargað lifi fólks bæði andlega og líkamlega. Neitun og svo hundabannsskiltin um.allan bæ segja mikið um hve ís- lenska þjóðin hefur því miður alltaf verið lítið fyrir dýrahald. ísland er eina landið í heimi sem lætur svona og hefm' illt orð á sér þegar kemur að hundahaldi. í Svíþjóð ferðu með hundinn þinn í strætó og lest, hægt er að binda hundinn sinn á sérstökum svæðum fyrir utan matvöruverslunina eða aðrar verslanir, svo fátt sé nefnt. Hundar eru hvergi bannaðir í görð- um og hundabannsskiltin sjást hvergi. Hundar hafa ákveðna stöðu í samfélaginu þar og eru virtir. Enn og aftur itreka ég að hundurinn er besti vinur mannsins - hvort sem þú átt hund eða ekki. syndina, þar sem freistingarnar voru alltaf handan við homið. Út yfir tekur þó að ein þingkona Samfylkingarinnar skuli berjast gegn því að fólk hafi atvinnu. Hún talar líkt og hún sé fulltrúi alþýð- unnar. Á næturklúbbunum starfa margar stéttir; dyraverðir, barþjónar, plötu- snúðar, fólk við ræstingar, skrif- stofufólk, bílstjórar og iðnaðarmenn. - Og svo fjöldi dansmeyja, erlendra sem innlendra. Allt þetta fólk vill kirkjan telja liðsmenn hins illa og vill koma því á vonarvöl. Það er and- stætt sönnu, kristnu samfélagi. Það er líka takmark einnar þingkonu Samfylkingarinnar. Því miður. Engin spilling á næturklúbbum Garri Nakinn nútími Garri hefur af því áhyggjur hvað hann er vel klæddur þessa dagana - og hefur reyndar verið svo lengi. Hann er gjarna í jakkafótum, í nýþveg- inni skyrtu og með tiltölulega einlitt bindi um hálsinn, þokkalega þrengt. Á venjulegum sumar- dögum þegar hitinn fer jafnvel alveg upp í tíu gráður er hann gjama í léttum frakka utan um þetta allt saman og gott ef stundum grillir ekki i þunnan trefíl um hálsinn, svona til öryggis. Fötln burt Garri er ansi hræddur um að hann sé að detta úr móð. Hann horfir á þjóð sína tína af sér hverja spjörina af annarri en stendur ýmist eða situr eftir í fullum herklæðnaði hins venjulega skrifstofumanns. Garri gengur eftir götum bæjar- ins og sér ekki betur en naflinn á öllum sæmi- lega vöxnum konum heilsi honum meira og bet- ur en andlit þeirra og limaþokki. Og svo stutt eru pilsin, að ekki sé talað um þröng, að Garra sýnist allt eðlilegt blóðrennsli vera í hættu. Garri gengur líka eftir rekkum bókabúðanna og sér ekki betur en allar konur sem blaðamenn taka viðtal við komi til dyranna eins og þær eru alls ekki klæddar, í besta falli að þær sýni sig á klæðalitlum naríum, kantskomar vel, ef ekki al- veg rakaðar á þeim stað sem einu sinni mátti ekki nefna í blöðum. Og sami hugumstillti Garri fer stundum í laugamar og hefur þar fyrir aug- um nýjustu baðfatatískuna sem er ekki klæða- meiri en svo að rasskinnar kvenna dilla sér utan um einhvem gé-streng, eins og hengdar upp á þráð. Oft á tíðum getur allt þetta verið falleg sjón. Og ekki hefur Garri hug á því að kvarta til um- boðsmanns kvenna og segja þetta vera sjónmeng- un. Garri er alltof bjartsýnn til að svo geti orðið. Karlmenn líka Vandamálið er hins vegar að nú eru karlmenn farnir að sýna sig næsta klæðalausir á almanna- færi. Hingað til hefur þeim kynstofni nægt að hlaupa af og til á typpinu sínu yfir knattspymu- velli til að minna á passlega geðveilu sína. Það er fyrirgefið, enda hafa þeir menn gjarna sést í skamman tíma, þökk sé vökulum augum þétt- klæddra lögreglumanna. Nú er þetta heldur að breytast og nægir að minna á forsíðu DV í gær- dag. Garra brá stórlega þegar hann kom inn í sölutum í gær og hugðist kaupa sér sitt daglega fanta og freyjusúkkulaði: Á miðju búðarborðinu stóð sjálfur Álfreð Þorteinsson borgarfulltrúi framsóknarmanna upp úr heita pottinum í Sund- höll Reykjavíkur, á bringuhárunum einum skjól- klæða. Fremur lítið vatn virtist vera í pottinum þennan morgun sem myndin var tekin, svo mik- ill hluti af nekt þessa litla stjórnmálamanns sást, en það var líka alveg nóg. Næst má búast við forsíðuviðtali við Geir Haarde á Mannlífi þar sem hann verður í vel straujaðri nærbrók undan járni Ingu Jónu, ein- um fata. Það verður smekklegt og umfram allt sölulegt. Garri Sjómannadekrið Hafsteinn Guðmundsson skrifar: Það eru áreiðan- lega fleiri en ég farnir að skrúfa fyrir eða loka eyr- unum fyrir þvi mikla sjómanna- dekri sem gengur yfir þessa þjóð, stundum í bylgjum, en nú stöðugt vegna skýrslunnar frá Hafró, sem þó verða ekki margir til að mótmæla. Allir vita að hér hefur verið ofveiði langalengi og það er ekki Hafró eða vísindamönnum þar á bæ að kenna. Hins vegar eru sjómenn, ásamt útgerð- inni, sekir um að hafa slengt fram vill- andi gögnum sem Hafró hefur svo unn- ið eftir. Mér finnst sjómannastéttin i heild hafa gert á sig að undanfornu og sér í lagi með óbilgjörnum kröfum. Nú sýpur hún seyðið af græðginni, og það er bara af hinu góða. Góð tónlist í Kananum Bílstjóri hringdi: Ég er búinn að gefast upp á morgun- þætti RÚV á Rás 2. Nú er þar sest að hlæjandi afleysingafólk með glað- hlakkalegt spjall, aðallega sín á milli, við upplestur úr dagblöðunum. Mikið skellt upp úr, tónlistinni hælt og skemmtilegum þætti fram undan. Slæmt að Ingólfur og Hrafnhildur þurfi bæði að fara í frí. Heldur skárri er Bylgjan á morgnana, en langar fréttir og íþróttir eru allt of fyrirferð- armiklar í annars léttum þætti. Ég stilli því æ oftar á miðbylgjuna á 1530 metrana, þar sem frábært útvarp varnarliðsmanna hljómar með skemmtilegri tónlist, m.a. kántrí, blús o.fl. sem hefur verið úthýst á stóru stöðvunum og stuttum skýrum fréttapistlum. Mikið gætu Islendingar lært af bestu útvarpsmönnum í heimi, með því einu að stilla á miðbylgjuna 1530 og heyra í góðum útvarpsstöðv- um. Bestu þakkir fyrir Kántríbæ FM 88,5 sem er barnalega einfalt og hjarta- hreint útvarp. Það þarf ekki háskóla- próf í tónlist frá popplandi eða rokk- landi til að njóta þeirra tónlistar. Of heitt í sólinni? Beð/'ð eftir hausttilboðunum. Sólarferðir að sumri til? Guðrún Jóhannsdóttir sknfar: Mér finnst einkennilegt að íslend- ingar skuli keppast við að fara í sólar- landaferðir um hásumarið, þegar hér er þó skásta veðrið, alltaf er bliöa ein- hvers staðar á landinu og sólargangur- inn lengstur. Ég gæti ekki hugsað mér ferðir til sólarlanda í hitann sem þar er allt frá miðjum júní og a.m.k. til loka ágúst. Hef reynt það og geri ekki nema einu sinni. Hins vegar flnnst mér skorta á nægilega margar vor- og haustferðir á vegum islenskra aðila, sérstaklega haustferðir í september og október þegar hitinn er farinn að sljákka, bæði t.d. á Ítalíu og á Spáni, en samt yfriö nægur hiti fyrir okkur, vel yfir 20 stigin. Ég bíð eftir góöum hausttilboðum til sólarlanda. Ekki bara þessum fyrir hjón með bömin tvö, heldur fyrir hjón eingöngu. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.