Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 Tilvera DV lí f iö Stórsveitin á Ingólfstorgi Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika á Ingólfstorgi í dag kl. 17. Gestasöngvari er Páll Óskar Hjálmtýsson og stjórnandi er hinn sænski Daniel Nolgard. Efnisskráin er létt og aðgengileg. Verði veður slæmt færast tónleikarnir inn í Tjamarsalinn. Leikhús ___________ FÉÐGÁRA'FERÐFeðeáFnÍFArnÍ Tryggvason og Orn Árnason eru höf- undar og leikarar í leikritinu Feðgar á ferö sem er sýnt kl. 20 í kvöld í lönó. Nokkur sæti laus. MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM Leikritið Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Coon- eyverður sýnt í kvöld klukkan 20 á Stóra svlöi Borgarleikhússins. Leik- stjóri er Þór Tulinlus og þýðandi Árni Ibsen. Örfá sæti laus. PÍKUSÖGUR Píkusögur eftir Eve Ensler veröur sýnt í kvöld klukkan 20 á Þriöju hæö Borgarleikhússins. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdótt- ir en leikkonur eru þær Halldóra Geirharösdóttlr, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Nokkur sæti laus. RÚM FYRIR EINN Hádegisleikhús lönó sýnir klukkan 12 í dag leikritið Rúm fyrir einn. Nokkur sæti eru laus. Böll SÖNGKVÓLP í KAFFILEIKHÚSINU Hið Olafsljaröarættaöa Kleifabanda- lag, Menn frá Kleifum, sér um að stjórna fjöldasöng og almennum dansi í Kaffileikhúsinu þar sem allir geta sungiö með vegna texta sem varpað er á skjá. Miðasala í Kaffi- leikhúsinu og hefst fjöriö kl. 22.15. Kabarett SPENNANDI HUOPVÉRK Í NÝ- LISTASAFNINU l dag er boöið upþ á Paul Lydon og IVCP (Haraldur Karlsson og Marteinn Bjarnar Þórð- arson) -Taktur sólkerfisins. Dpnanir jJÖÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS ís- lenskar þjóösögur og ævintýri er þema sumarsýningarinnar sem opn- uð hefur verið í Safni Ásgríms Jóns- sonar viö Bergsstaöastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni, sem stend- ur til 1. september, eru margar af frægustu þjóðsagnamyndum lista- mannsins og þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Ásgrímssafn er opið daglega frá kl. 13.30-16 en lokað á mánudögum. LISTAVERK í SILFURTÚNI Garðabær fagnar 25 ára afmæli og hefur af því tilefni sett um sex útilistaverk við Silfurtún, elsta skipulagöa íbúðahverfi bæjarins. Þar sýna verk sín þau Gabríela K. Friðriksdóttir, Helgi Gíslason, Magnús Tómasson, Pétur Bjarnason, Rebekka Rán Samper og Valgeröur Guölaugsdóttir. IRAFAR A GAUKNUM Gaukur á Stöng býður fólk velkomið og lofár fjöri með Birgittu og strákunum í íra- fári í stuðbílstjórasætinu. EINAR OG KRISTJÁN í NESKAUP- STAÐ Þeir kumpánar Elnar Agúst og Kristján Grétars sjá fyrrum sam- sveitungum Einars í Neskaupstaö og nágrenni fyrir feiknaskemmtun í Egilsbúö. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is Eini rithandarsérfræðingur lögreglunnar lætur af störfum: Spennandi að leysa gátur - segir Haraldur Árnason sem snýr sér nú að þjónustu við almenning „Rithandarrannsóknir eru feiki- lega lifandi og skemmtilegt starf. Það er alltaf spenna því fylgjandi að leysa gátur og í nokkrum tilfellum hefur niðurstaða rithandarrann- sóknar ráðið úrslitum fyrir dómi,“ segir Haraldur Ámason, en hann er eini íslenski lögreglumaðurinn sem hefur sérhæft sig í rithandar- og skjalarannsóknum. Haraldur hefur starfað í hartnær fjörutíu ár hjá lög- reglunni en er nú á fórum og hyggst starfa að skjalarannsóknum í einka- geiranum. Haraldur var starfsmaður rann- sóknarlögreglunnar þegar hann hóf að fást við skjalarannsóknir. Hann segir að fyrir tíma tölvutækninnar hafi fjölmörg mál komið upp sem tengdust ritvélum. „Þetta voru oft á tíðum umfangs- mikil mál og i mörgum þeirra þurfti að kanna hvort tiltekin ritvél hefði verið notuð við gerð skjala. Ég sökkti mér ofan í þessi fræði og las allt sem ég komst yfir. Nokkru seinna var ég spurður hvort ég vildi ekki sérmennta mig í skjalarann- sóknum og eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til,“ segir Haraldur og árið 1989 hélt hann til Bretlands þar sem hann nam skjalarannsókn- ir hjá rannsóknardeild breska inn- anríkisráðuneytisins í borginni Birmingham. Haraldur segir námið hafa verið fjölbreytt og erfitt á köfl- um enda hafi hann oftar en ekki set- ið sveittur við að leysa ýmis verk- efni. „Þarna lærði ég mikilvægustu lexíuna en hún er sú að hálfvelgja dugir ekki í þessu fagi. Þaö þýðir ekki að segja „ég held,“ menn verða að geta sagt „þetta er mín niður- staða.“ Erfiö fölsunarmál Haraldi flnnst skorta mjög á að almenningur geti leitað ásjár rit- handarsérfræðinga því eins og stað- an sé í dag starfi lögreglan einvörð- Ætlar aö halda áfram skjalarannsóknum Haraldur ætlar aö halda áfram aö sinna því sem honum þykir skemmtilegast, þ.e. skjalarannsóknum, þótt hann sé hættur hjá lögreglunni. Hér er Haraldur ásamt starfsfélaga sínum hjá Vaktþjónustunni, Finni Beck. ungu fyrir ákæruvaldið. „Það eru dæmi þess að fólk hefur leitað til lögreglu með skuldabréf þar sem búið er að falsa undirskrift viðkom- andi. Málið er kært til lögreglu og hugsanlega leiðir rithandarrann- sókn til þess að sannað þyki að und- irskriftin sé fölsuð. Það er þó ekki þar með sagt að hægt sé aö sanna hver falsaði undirskriftina og málið því lagt upp. Sá sem „á“ fölsuðu undirskriftina verður að halda vöku sinni því hann getur þurft að greiða viðkomandi kröfu. Ef lögreglurann- sóknin endar ekki með ákæru getur fórnarlambið átt von á innheimtu- kröfum. Það vantar farveg fyrir mál sem þessi og það er meðal þess sem ég ætla að snúa mér að í framtíð- inni, veita bæði almenningi og lög- fræðingum þjónustu af þessu tagi,“ segir Haraldur Árnason. Falsanir af ýmsu tagi verða alitaf til og Haraldur segir nútímatækni í raun ekki hafa gert fölsurum svo auðvelt fyrir. „í nánast öllum tilfell- um þar sem skjalafals á sér stað er hægt að koma upp um það. Þar vinna margir þættir saman, allt frá fmgrafarafræði til pappírfræða. Það er mikilvægt að taka hverju verk- efni af opnum huga og hætta ekki fyrr en niðurstaða er fengin," segir Haraldur Árnason, rithandarsér- fræðingur hjá Vaktþjónustunni. -aþ Myndlistarmaöurinn Páll Guömundsson á Húsafelli Hann spilar á steinaspil sitt sem margir hafa séd er heimsótt hafa vinnustofu hans á Húsafelli Borgfirðingahátíð: Hátíð að sveitamannasið Vcsíurldhdsmótið í sveitafitness, dragkeppni dráttarvéla, heimsins stærsta tátilja, minni Skallagríms Kveldúlfssonar, Guitar Islancio, dæg- urlagapönksveitin Húfan, feðgarnir Öm Árnason og Árni Tryggvason, steinaspil Páls á Húsafelli og Stuð- menn eru meðal atriða á Borgfirð- ingahátíð 2001 um helgina. Þetta er fjölskylduhátíð að sveitamannasið sem stendur frá föstudegi tO sunnu- dagskvölds vítt og breitt um Borgar- íjarðarhérað. í dag verður til að mynda líf og tjör í krmgum verslanir í Borgarnesi, listsýningar í Reykholti og Borgarnesi o.fl. Á morgun verður meðal annars „sveitasæla" á Hvanneyri þar sem boðið er upp á leiki og létt gaman fyr- ir aUa fjölskylduna. Má þar nefna hús- dýragarð, dragkeppni dráttarvéla, heyvagnaferðir, leitina að nálinni í heystakknum og Vesturlandsmótið í sveitafitness sem er ný „hvanneyrsk" íþróttagrein sem byggist á brauðstriti bóndans. Keppendur þurfa m.a. að bjástra með heybagga, gera við búvél- ar og moka skít. Um kvöldið verður baðstofukvöld á Hvanneyri þar sem fram koma félagar í kvæðamannafélaginu Iðunni, Hall- dóra Friðjónsdóttir sópransöngkona og feðgarnir Örn Árnason og Árni Tryggvason. Á sunnudag verður vegleg þjóðhá- tíð í Borgarnesi þar sem m.a. verður minningarathöfn um landnámsmann- inn Skallagrím Kveldúlfsson. Hátíða- höldin enda síðan á stórtómeikum með hinum einu og sönnu Stuðmönn- um í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Barber í Laugaborg Á morgun kl. 15 verða haldnir sum- artónleikar í Laugaborg, Eyjafirði. Þar koma fram þær Gerður Bolladótt- ir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Á efnis- skrá eru verk eftir Samuel Barber, þar á meðal Knoxville: Summer of 1915, sem er þekktasta verk þessa dáða bandaríska tónskálds, og sex sönglög eftir Jórunni Viðar. Gerður lauk burtfararprófi undir handleiðslu Sigurðar Demetz Franzsonar árið 1995. Frá árinu 1995 til ársloka 2000 stundaði hún nám í Bandaríkjunum. Júlíana Indriðadóttir lauk einleik- araprófi árið 1989 frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssnar. Á árunum 1989-94 stundaði hún framhaldsnám í Berlín. Eftir tveggja ára dvöl hérlend- is hélt Júlíana til náms í Bandarikjun- um og lauk meistaragráðu árið 1998. Júlíana vinnur við kennslu, undirleik og kórstjórn í Reykjavík. Árið 1995 hlaut Júlíana Tónvakaverðlaun Ríkis- útvarpsins. Geröur Bolladóttir. Syngur verk eftir Barber og Jórunni Viöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.