Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Side 11
11 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001_____________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Mlchael Portillo Er kominn langt á leiö meö aö veröa formaður íhaldsmanna. Stuðningur við Michael Portillo Stephen Dorrell, fyrrverandi heil- brigðisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Michaels Portillos til formanns íhaldsflokksins. Stuðningur Dorrells þykir tíðindum sæta, ekki síst þar sem hann studdi framboð Kenneths Clarkes, fyrrverandi fjár- málaráðherra, áriö 1997. Clarke hef- ur lýst yfir áhuga sínum á að bjóða sig fram til formanns gegn Portillo. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi skýröi ákvörðun sína með því að Portillo væri maður breytinga og að hann gerði sér fulla grein fyrir al- varleika ósigurs íhaldsmanna í kosningunum 7. júní síðastliðinn. Enn hefur enginn tekið ákvörðun um að taka slaginn við Portillo en meðal þungavigtarfólks innan flokksins sem íhugar málið eru fyrr- nefndur Clarke og Ann Widde- combe. Samkvæmt reglum Ihalds- flokksins velur þingflokkurinn tvo frambjóðendur og flokksmenn allir kjósa á milli þeirra. Bush hnikar ekki um millímetra varðandi Kyotosáttmálann: Fóstureyðingaskip við írland Fiskiskipiö Aurora er komiö til írlands en þaö er meö útbúnaö til aö framkvæma fóstureyöingar. Hollenskir aöstand- endur skipsins vilja vekja umræöur um bann viö fóstureyöingum í hinu kaþólska írlandi. Um 6000 írskar konur ferö- ast til Bretlands árlega til að fá fóstrum eytt. 240 handteknir eftir ófsmenn voru fluttir á sjúkrahús, bitnir af hundum lögreglunnar. Lögreglan hafði umkringt skóla sem hundruð andófsmanna gistu í gegn vægri greiðslu. Andófsmenn höfðu sést bera múrsteina, kylfur og fleira inn í skólann á miðvikudags- kvöld. Hundruð ungmenna komu til að mótmæla þvi að félagar þeirra væru lokaðir inni og slógust við lög- reglu. Ungur andófsmaður inni í skólan- um sagði að um stríð væri að ræða og að hætta væri á einhver léti lífið. Lögreglunni tókst að rýma skólann rnn miðnætti. Andstæðingar Evrópusambands- ins ætla að halda áfram mótmælum í dag, friðsamlegum þó að því er þeir tilkynntu í gær. Bush Bandaríkjaforseti hélt frá Gautaborg í morgun til Varsjár í Póllandi. Með í farteskinu hefur hann gagnrýni leiðtoga Evrópusam- bandsins vegna afstöðu sinnar til Kyotosáttmálans. Fulltrúar Alþjóða- bankans lýstu einnig í gær yfir áhyggjum sínum vegna loftslags- breytinga. Segja þeir þær bitna harðast á fátækustu íbúum heims- ins. Yfirmaður vísindanefndar bankans, Robert Watson, kvaðst telja að tugir milljóna manna yrðu að flytja frá heimkynnum sinum vegna hækkandi yfirborðs sjávar. George W. Bush hefur ekki hnik- að um einn millímetra varðandi af- stöðu sína til Kyoto-sáttmálans. Þetta er mat Görans Perssons, for- sætisráðherra Svíþjóðar, eftir frétta- mannafund með Bandaríkjaforseta. Á sjálfum fundinum var Persson hógværari í orðavali. „Viö erum sammála um að við erum ósammála um Kyotosáttmálann," sagði sænski forsætisráðherrann í Gautaborg í gær. Á meðan Bush snæddi dádýrs- steik með leiðtogum Evrópusam- bandsríkjanna gengu þúsundir and- stæðinga Bush og stefnu hans um Gautaborg og hrópu slagorð gegn „eiturforsetanum". Kveiktu mót- mælendur í bandaríska fánanum. Bæði andófsmenn og lögreglumenn særðust í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Lögreglumaður var dreg- inn niður af hesti sínum og tveir aðrir særðust lítillega. Fjórir and- Andófsmaður gripinn Lögregla á hesti reynir aö handtaka andófsmann sem tók þátt í mótmælunum í Gautaborg í gær gegn leiötogafundi Evrópusambandsins og Bush Bandaríkjaforseta. óeirðir í Gautaborg Starfsmaður Bush: Sendi Gore myndband af Bush á æfingu Fyrrverandi starfsmaður kosn- ingabaráttu George W. Bush játar að hafa sent myndbandsupptökur og leynileg gögn til aðstoðarmanns A1 Gore. Myndbandið var klukkutíma- langt og sýndi Bush á æfmgu við rök- ræður en einnig fylgdu með í send- ingunni 120 blaðsiður af leynilegu efni um rökræður. Talsmaður Hvíta hússins hefur lýst yfir vonbrigðum með uppátæki starfsmannsins, Ju- anitu Lozano. Áður hafði Bush lýst þvi yfir að lekinn kæmi ekki úr röð- um hans eigin kosningavélar. Aðstoðarmaður Gores fékk gögnin í hendurnar þann 13. september síð- astliðinn og hann skilaði þeim til al- ríkislögreglunnar. Þá dró hann sig út úr undirbúningi Gores fyrir sjón- varpsrökræður frambjóðendanna Aöstoöarmaöur hans fékk óvænta tveggja. sendingu frá starfsmannaliöi Bush. Al Gore Engir ryksugupokar • Ryksugað í gegn um vatn • Hreinsar§iÞJÞÞI//É óhreininda • Bjargvættur þeirra sem þjást af rykofnæmi • Engin ólykt meðan ryksugað er • Hreinn útblástur Hrein og klár bylting Með Kdrcher 5500 AquaSelect ryksugunni Og veröið er aöeins 28.555,- Umboðsaðilar viða um land SKEIFAN 3E-F • SÍMI581 2333/581 2415 ■ WWW.RAFVER.IS 1) Vutnssía 2) Sia Jyrir meðalstómr ugnir 3) HliPA finkontosía 4) ÚtbiásturssUi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.