Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Side 13
13 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 DV Rússneskir áhorfendur vilja rússneska samtímaleikritun: Gleymið Tsj ekhov og komið með eitthvað nýtt! Rússar hafa lengi verið ein mesta leikhúsþjóð í heimi og þaðan hafa margar gersemar komið og af þeim eru leikrit Tsjekhovs þekktust. Leik- skáldin hafa ekki verið eina útflutningsvara þeirra því kenningar Stanislavskis hafa verið lífsseigar í vestrænu leikhúsi. Rússar leika enn og nýlega var sett upp i Moskvu leikritið Eldhús eftir Maxim Kurochkin. Leikritinu var slátrað af gagnrýnendum en áhorfendur elska það og fylla húsið á hverri sýningu. John Freedman Qallaði fyrir skömmu um verkið og ástand- ið í rússneskri samtímaleikrit- un í The New York Times. Komin á flug? Gagnrýnendur hafa sagt að þetta sé lélegt leikrit og verðs- kuldi alls ekki þá athygli sem það hefur fengið. Gagnrýnandi Izvesia sagði til dæmis að höf- undurinn hefði reynt að segja allt í einu og án þess aö vita hvað hann hafði í huga. En við- brögð áhorfenda við leikriti hins 31 árs Kurchkin eru sönn- un á því að lögmál Newtons gilda líka í leikhúsi; neikvæður kraftur gagnrýnenda gegn já- kvæðum krafti áhorfenda sem streyma í miðasöluna til að tryggja sér sæti. Þrátt fyrir að túlka mætti þetta sem sigur Olegs Mens- hikovs, leikstjóra og aðalleikara Eldhúss, þá eru sérfræðingar ílestir á sama máli um að gifur- lega aðsókn að verkinu megi skýra á þann hátt að rússnesk samtímaleikritun sé loksins komin á flug aftur eftir áratuga lægð og áhugaleysi leikhússtjóra á að setja slík verk upp. Beavis, Butthead og Bor- is Af orðum leikskáldsins Kurochkins má ráða að rúss- nesk leikskáld starfi í skugga Tsjekhovs. Hann skrifaði verk sem er byggt á Niflungasögu og blandar inn í hana Rúss- landi nútímans og nýjum hug- myndum. Hann skrifaði óraunsætt verk og vonaðist til þess að með því myndi hann brjóta niður þá múra sem ímyndir • Stanislavskis og Tsjekhovs hafa byggt í kring- um rússneska samtímaleikrit- un. „Ég vildi ekki afneita þeim,“ segir Kurochkin, „en ég vildi hafa þá á sama plani og aðra. Fyrir mér er morð Si- egfried í „Nibelungenlied" mikilvægara en sú staðreynd að Stanislavski setti einu sinni upp verk Tsjekhovs." Blandan sem kynnt var hér að framan, goðsaga, vandamál og nýjar hugmyndir, er ótrúleg. Umgjörð sýningarinnar er með svipuðu móti, blanda af nútima- fatnaði og miðaldaklæðnaði sem er hannaður í smáatriðum með timann í huga. Tónlistin er líka sérstök, níunda sinfónía Dvoraks blandast sam- an við söngleikjastef eftir rússnesku rokkstjörn- una Boris Grebenshchikov. Fréttir af árásum Húna koma í sjónvarpinu (fluttar af röddum sem líkjast Beavis og Butthead óþægilega mikið), per- sónurnar vitna stíft í auglýsingar og Húnakon- ungur blótar í gegnum Netið. „Ég kemst ekki inn“ Ástandið í rússneskri samtímaleikritun hefur verið það slæmt að nokkrir höfundar tóku sig saman fyrir nokkrum árum og minntust hund- rað ára afmælis eins eftirminnilegasta falls í sögu leikritunar, fyrstu uppfærslu á Mávinum eftir Tsjekhov. Sú sýning féll með stæl. Höfund- andi MAX sem er umboðsskrif- stofa fyrir leikára. Hún segir verk- ið hafa þann eiginleika að það heltaki áhorfandann og sleppi honum ekki. „Mig dreymdi verkið í tíu daga eftir að ég sá það. Það er dulúðugt og maður fer í gegnum alvöru kaþarsis." Olga Subbotina, sem er einn af athyglisverðustu leikstjórum Rússa í yngri kantinum, tekur undir með Isayevu og telur að leikskáldið og leikstjórinn hafi viljað vekja upp sterk viðbrögð og umræðu um rússneska samtíma- leikritun. „Kurochkin og Mens- hikov gerðu þetta verk til þess að draga rússneska samtímaleikrit- un upp á yfirborðið, ná því af litlu sviðunum og upp á aðalsviðin,“ segir Subbotina og segist hrifin af metnaði þeirra. „Því miður voru gagnrýnendur ekki hrifnir af því en það er ekki merki um að það hafi mistekist." Hin 28 ára Subbotina segir að núna sé ekkert mikilvægara en að finna nýja höfunda. Stóri gallinn Yelena Gremina brást við ástandinu með því að koma, í fé- lagi við aðra, á fót tveimur mið- stöðvum fyrir leikskáld. Annars vegar Debut-miðstöðina og hins vegar Miðstöð leikskálda og leik- stjóra. Báðar miðstöðvamar hafa verið vítamínsprauta fyrir rússneskt leikhúslíf og til dæmis hafa Kurochkin og Subbotina komið sér á framfæri með hjálp þeirra. Gremina hefur einnig komið á sambandi við Royal Court leik- húsið í London og hafa á vegum þess verið haldin nokkur nám- skeið í Moskvu. Það var á slíku námskeiði sem Menshikov og Kurochkin náðu saman. Þrátt fyrir að Gremina sé hrifin af verki Kurochkins þá segist hún ekki hlynnt því að leikskáld reyni einungis að uppfylla óskir leikara og leikstjóra. „Það er stór galli í kerfi okkar,“ segir hún. „Til að samtímaleikrit nái árangri þarf það að skarta stjörnum eða vinna til verðlauna. Ég er á þeirri skoð- un að Kurochkin stæði undir upp- færslu á eigin forsendum. Ég vildi sjá verk hans sett upp eins og verk Ibsens." Hún segir verk hans byggjast á honum sjálfum en ekki því að hann sé að reyna að gera eitthvað fyrir aðra. Óheiibrigð staða leik- skáldsins Menshikov hefur einstaka að- stöðu varðandi íjárhagslega bak- hjarla. Hann er virtur sem leik- stjóri og leikari í sjónvarpi og á sviði og það besta sem getur kom- ið fyrir ungan höfund er að fá lið- sinni hans. Menshikov lék i Burnt by the Sun en fyrir hana fékk Nikita Mikhalov óskarsverð- laun árið 1995. Hann lék einnig á móti Vanessu Redgrave í While She Danced eftir Martin Sherman sem sett var upp í London árið 1992. Fyrir leik sinn fékk hann Olivier-verðlaunin. Sterk staða Menshikovs veldur því að Gremina hefur áhyggjur af stöðu Kurochkins. „Staða leik- skáldsins í leikhúsinu mun alltaf verða óheilbrigð," segir Gremina en Kurochkin er ekki sammála: „Sjúkdómsgreiningin er að breytast. Margir góðir og frumlegir höfundar eru komnir fram.“ Niðurstaða Johns Freedman, sem er leikhús- gagnrýnandi The Moscow Times, er að almennar vinsældir Eldhúss séu ekki nægar til að snúa við þróuninni. Það sé ekki einu sinni ljóst hvaða áhrif þetta hafl á framtíð Kurochkins. En samt sem áður fylli áhorfendur leikhúsin og krafa þeirra sé: „Gleymið gagnrýnendunum, gleymið Tsjekhov og komið með eitthvað nýtt!“ Byggt á The New York Times Upprisa rússnesku leikskáldanna Ástandið í rússneskri samtímaleikritun hefur verið það slæmt að nokkrir höfundar tóku sig saman fyrir nokkrum árum og minntust hundrað ára afmælis eins eftirminnilegasta falls í sögu leikritunar; fyrstu uppfærslunnar á Mávinum eftir Tsjekhov. Sú sýning féll með stæl. Myndin er úr sýningu Þjóðleikhússins á Mávinum. Rimas Tuminas leikstýrði sýningunni en á myndinni má sjá Róbert Arnfinnsson og Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í hlutverkum stnum. arnir héldu málþing á mörkum hæðni og alvar- leika og var það tileinkað Treplev, persónu úr Mávinum sem framdi sjálfsmorð. Höfundarnir héldu því fram að þeir gætu verið nokkuð bjart- sýnir fyrst verk Tsjekhovs hefði fallið. Leikskáldið Yelena Gremina var meðal þeirra sem héldu málþingið og segir hún að allir viti að leikskáldið sé minnst mikilvægasta fígúra leik- hússins. „I einhverju dægurlagi segir, „Ég kemst ekki inn“. Jæja, það er hlutskipti okkar." Alvöru kaþarsis Ekki eru þó allir sammála gagnrýnendum. Margir málsmetandi leikhúsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að verkið sé mjög áhugavert. „Eldhús er heiUandi leikrit sem gæti þótt flókið í fyrstu," segir Larisa Isayeva, stofnandi og stjórn- __________________Menning Umsjön: Sigtryggur Magnason Djassinn dunar Mikið er á seyði í djassinum um þjóð- hátíðarhelgina. í dag klukkan fimm er gott að skella sér niður í bæ og hlýða á tónleika Stórsveitar Reykavikur en hún spilar á Ingólfstorgi. Stjórnandi sveitar- innar er Daniel Nolgárd en hann hefur áður stýrt sveitinni með góðum ár- angri. Efnisskráin er létt og aðgengileg og gestasöngvari er Páll Óskar Hjálmtýsson. Ef veður verður vott þá færast tónleikarnir inn í Tjarnarsal Ráðhússins. Stórsveitin mun síðar í mánuðinum skella sér út á land með sömu efnisskrá og leika á tónleikum á Blönduósi og Hvammstanga 22. og 23. júní. Þegar því ferðalagi er lokið heldur Stórsveitin til Svíþjóðar þar sem henni hefur verið boðið að taka þátt í Sandviken djasshá- tíðinni. Þar mun sveitin meðal annars spila íslenska tónlist eftir Veigar Mar- geirsson, Stefán S. Stefánsson og Sigurð Flosason. Stjórnandi Stórsveitarinnar á hátíðinni verður Daniel Nolgárd. Á morgun heldur svo Kristjana Stefáns- dóttir tónleika á Jóm- frúnni með triói sínu. Tónleikarnir eru milli fjögur og sex og með henni leika Agnar Már Magnússon og Gunnar Hrafnsson. Ef veður leyfír fara tónleik- arnir fram utan dyra á Jómfrúartorg- inu. Hátíðardagskrá í Nýlistasafninu Á sunnudaginn klukkan 12 hefst há- tíðardagskrá í Nýlistasafninu sem er jafnframt lokadagur Pólýfóníu. Þátttak- endur eru Ingibjörg Magnadóttir, Sally Chapman, Serge Comte, Translight 2000, Egill Sæbjörnsson, Artpönk 2001, Fallega gulrótin, Graupan, Thund- erlove, Djasscoresveitin Anus, Dópskuld, The Zuckakis Mondeyano Project, Thundergun og fleiri. Áseyði Listahatíðin A seyði á Seyðisfirði hefst á morgun og stendur til 21. ágúst. Ýmislegt verður á seyði á hátíðinni sem hefst á morgun með tónleikum Jagúars í Herðubreið. Meðal atburða í sumar má nefna sýninguna Með fulla vasa af grjóti, Listáhátíð ungs fólks á Austur- landi og margbreytilega tónleika og myndlistar- sýn- ing- ar. Tónleikar í Langholtskirkju Crown College kórinn frá Minneapol- is heldur tónleika i Langholtskirkju á morgun klukkan fimm. Kórinn er þekktur fyrir vandaðan flutning á tón- list frá ólíkum tímabilum og fer árlega i tónleikaferðir um Bandaríkin. Ferð kórsins nú er til Norðurlandanna og er ísland fyrsti viðkomustaðurinn. Þrjár sýningar Þorgerðar Þorgerður Sig- urðardóttir hefur í mörgu að snúast þessa dagana en þrjár sýningar hennar eru í gangi víðs vegar um landið. í Skálholtsskóla er sýningin Úr turni Skálholtskirkju. Um er að ræða myndir unnar með stafrænni tækni eft- ir innlit í turn Skálholtskirkju. í fordyri Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit er sýningin Bænir og brauð. Þar sýnir Þorgerður tréristur byggðar á gömlum brauðmótum en sá siður var algengur á íslandi fyrr á tímum að skera út brauð- mót til að skreyta efri hliðina á pottkök- um. í Norska húsinu í Stykkishólmi tekur Þorgerður síðan þátt í sýning- unni Fimm sinnum fimm sem er sýning fímm listakvenna sem hafa vinnustofur á Korpúlfsstöðum. Þær eru auk Þor- gerðar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jóns- dóttir, Kristín Geirsdóttir og Magda- lena Margrét Kjartansdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.