Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Qupperneq 28
Kjúklingakönnun:
Engin mengun
Engin campylobactermengun né
salmonella fannst í 59 sýnum úr
ferskum kjúklingum sem rannsök-
uð voru i nýrri könnun. Hún var
gerð á vegum Hollustuvemdar rik-
isins og heilbrigðiseftirlits sveitar-
félaganna dagana 21. maí til 7. júní
—s? sl.
Sýni bárust frá 8 heilbrigðiseftir-
litssvæðum þannig að könnunin á
að gefa góða mynd af ástandinu um
allt land. Sýnin voru frá Reykja-
garði, Móum, Ferskum kjúklingum
og ísfugli. -JSS
Varmá:
Sjóðandi vatn
drap fugl og fisk
„Þetta var mjög ljót aðkoma að
Varmánni þegar 90 gráða heitt
vatnið rann út í ána og drap fugla
og flska, töluvert mikið af ungviði"
sagði Páll Skúlason, sem var við
Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld,
þegar hitaveituæðin opnaðist og
sjóðandi heitt vatnið rann út í
Varmá með þeim afleiðingum að
allt kvikt drapst.
„Ég fann fjóra fiska, tveggja
punda, sem voru dauðir og síðan
komu fuglar að sem lentu í veislu og
fengu nóg að éta niður með allri á,“
sagði Páll i lokin.
-G.Bender
Kynþokki og
kjaftasögur
í helgarviðtali DV segir Andrea Ró-
bertsdóttir frá frægðinni, frétta-
mennskunni og ekki síst kjaftasögun-
um. Gunnlaugur Briem trommari
segir frá landvinningum í tónlistinni
og erfiðum skilnaði.
Þann 17. júní er eitt ár liðið frá Suð-
urlandsskjálftunum. Rifjaðar eru upp
þær hrikalegu hamfarir og jafnframt
skoðað hvernig mál standa nú á Suð-
urlandi. Einnig segir Þórhildur Lín-
dal, umboðsmaður barna frá glóðinni
í brjósti sér og Júlíus Vífill Ingvars-
son, borgarfulltrúi og bílakóngur, seg-
ir söguna alla, en hann stendur nú á
fimmtugu.
SPENNIÐ SELTIN!
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FOSTUDAGUR 15. JUNI 2001
DV-MYND TEITUR
Hálfklæönaöur
Ungar stúlkur sýndu sig og sönnuöu að svokallaöur erótískur fatnaöur er í mikilli sókn, hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Dömurnar sýndu fatnaöinn á Sportkaffi í Reykjavík í gærkvöld viö mikinn fögnuö viöstaddra.
Lyf j averslunin:
Ásakanir á víxl
Búnaðarbankinn sendi frá sér
ályktun þar sem bankinn harmar að
hann skuli hafa verið dreginn inn í
deilur sem geisa nú innan Lyfjaversl-
unar ríkisins. Kemur yfirlýsingin i
kjölfar yfirlýsingar Gríms Sæmund-
sens, stjórnarformanns Lyfjaverslun-
ar íslands hf., í gær vegna samskipta
sinna við Búnaðarbankann þar sem
hann sagði stjórn LÍ fara fram á rann-
sókn Fjármálaeftirlitsins á Búnaðar-
bankanum Verðbréfum varðandi við-
skipti með hlutabréf í LÍ.
Málið snýst um kaup sem stjórnin
samþykkti á næturfundi aðfaranótt
þriðjudags að gera á Frumafli ehf.
sem er í eigu Jóhanns Óla Guðmunds-
sonar sem jafnframt er stærsti ein-
staki hluthafi í LÍ. Grími var falið að
leita eftir því við Búnaðarbankann að
hann gerði mat á verðmæti þessara
viðskipta sem sögð eru snúast um 860
milljónir króna. Heimildir DV herma
að bankinn hafi óformlega metið verð-
mæti Frumafls mun lægra svo muni
hundruðum milljóna króna.
Lárus Blöndal stjórnarmaður fór
fram á það við sýslumanninn í
Reykjavík að lögbann yrði sett á þessi
kaup og verður úrskurðað í þvl eftir
helgi. Hann segist hættur að botna í
þessu máli og kannist ekki við að
stjórnarfundur hafi verið haldinn
varðandi kröfu um rannsókn.
Nærmynd af Jóhanni Óla á bls. 4.
-HKr.
Nýr tónn hjá Sjálfstæðisflokknum:
Horö lending i aösigi
- en það hefur sína kosti að mati formanns efnahags-
Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, er ekki sammála Rannveigu
Sigurðardóttur, hagfræðingi ASÍ,
sem sagði i DV í gær að rangt hefði
verið að lækka skatta á einstaklinga
árið 1997. Hins vegar kveður við
nýjan tón hjá sjálfstæðismönnum.
Allt tal um mjúka lendingu eða jafn-
vel snertilendingu, eins og Geir
Haarde fjármálaráðherra boðaði á
þingpöllum i vor, heyrir sögunni til.
í samtali frá útlöndum við DV í
gær sagði Vilhjálmur að skatta-
lækkunin hefði gert útslagið og
hjálpað til við að skapa þann upp-
gang sem orðið hefði í þjóðfélaginu.
Hann er hins vegar sammála Rann-
veigu um að lendingin verði hörð.
„Þetta verður miklu hraðara en
menn héldu vegna þess að gengið
hefur breyst svo hratt. En það þýðir
þá líka að það skapast meiri mögu-
leikar til að fara af stað næsta ár.
Eftir því sem aðlögunin verður
hraðari því betri eru möguleikarn-
ir.“
og viðskiptanefndar
verður hörð eða mjúk eru getgátur
en hættumerkin eru uppi og þegar
berast fréttir af uppsögnum í ýms-
um fyrirtækjum og það er mikið
áhyggjuefni.“
Vilhjálmur
Egilsson.
Þóröur
Friðjónsson.
Svanfríöur
Jónasdóttir.
Ogmundur
Jónasson.
- Ertu að segja að því harkalegri
lending, því betra?
„Nú er það bara þannig að það
hafa margir óvæntir hlutir gerst og
margir munu tapa á þessari hörðu
lendingu. Að því leyti er hún ekki
góð en á hinn bóginn getur verið
auðveldara að ná sér upp aftur ef
aðlögunin verður hröð. Þetta hefur
tvær hliðar,“ sagði Vilhjálmur Eg-
ilsson.
Engir kostir
Svanfríður Jónasdóttir,
ur Samfylkingar, sagði
þingmað-
i morgun:
„Ég sé enga kosti við að lendingin
verði hörð og við höfum varað við
því að stjómvöld hafi neitaö að
horfast í augu við hættumerkin sem
hvarvetna hafa blasað við. Þó að
sumir þeirra séu ekki lengur í af-
neitun þá er ljóst að bæði forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra berja
áfram höfðinu við steininn."
Ögmundur Jónasson, þingmaður
vinstri grænna, sagði í morgun að
brotlending hefði aldrei neina kosti.
„Ef verðbólga fer úr böndunum
bitnar það harðast á þeim sem hafa
minnstar tekjur. Hvort lending
Nokkurra missera aðiögun
Þórður Friðjónsson, forstöðu-
maður Þjóðhagsstofnunar, sagði í
morgun: „Ég tel nú ekki jákvætt að
lendingin í efnahagslífinu verði
hörð, heldur sé þvert á móti mikil-
vægt að hafa aðlögun að hægari
hagvexti eins mjúka og hægt er.
Það er ljóst að það verður hlé á ör-
um hagvexti í bili, nokkur misseri
a.m.k., og við það skapast oft aðlög-
unarvandamál í efnahagslifinu.
Það er ástæða til þess að draga úr
slíkum vandamálum eins og kost-
ur er. Hléið á hagvextinum gæti
orðið styttra eftir því hvaða
ákvarðanir verða teknar um stór-
iðju.
Hvorki náðist í fjármálaráð-
herra né forsætisráðherra vegna
málsins. -BÞ
Hitað upp fyrir tónleika ársins:
Rammstein í Skagafirði
Hljómsveitin Rammstein hélt i gær-
morgun yfir Kjöl með stefnuna á
Skagafjörð þar sem hita átti upp fyrir
tónleikana í Laugardalshöll í kvöld -
með því að slappa af. Á dagskránni
var rafting, sund í Steinsstaðaskóla Qg
- málsverður 5 Varmahíið.'"
„Þetta eru náttúrugaukar frá Aust-
ur-Þýskalandi og vilja sjá eitthvað
grænt frekar en að hanga á börunum
í Reykjavík," sagði Þorsteinn Steph-
ensen hljómleikahaldari sem fylgdi
Rammstein ekki yfir Kjöl enda í nógu
að snúast í Laugardalshöllinni þar
sem tvennir tónleikar standa fyrir
dyrum. í Varmahlíð i Skagafirði tók
Tilbunir i slaginn
Rammstein valdi náttúruna
fremur en næturbarina.
Magnús Sigmundsson, framkvæmda-
stjóri Ævintýrferða, á móti Ramm-
stein og fylgdarliði sem er um 20
manns:
„Rafting er toppurinn á ferðaþjón-
ustunni í ár. Þetta er það sem útlend-
ingarnir vilja. Við fórum með liðið í
Austari-Jökulsá sem fellur úr
Hofsjökli um Austurdal og endar þar
sem heita Héraðsvötn. Á þessu svæði
verða Rammstein-strákarnir en mér
skilst að þeir vilji helst slappa af og
hafa það huggulegt," sagði Magnús í
Ævintýraferðum.
Hljómsveitin var væntanleg aftur á
höfuðborgarsvæðið í nótt eftir skag-
firsku ævintýraferðina; uppfull af
orku fyrir átök kvöldsins 1 Laugar-
dalshöÚ þar sem þúsundir aðdáenda
bíða í ofvæni eftir að sjá þýsku átrún-
aðargoðin sín. -EIR
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
Grensásvegi 3
C1frt%J s: 533 1414
>