Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Side 11
Frönsk tónlist hefur
átt töluverðum
vinsældum að
fagna undanfarin
misseri með dans-
tónlistarmönnum
eins og Air, Dafl
Punk og Dimitri
From Paris.
Vinsælasti franski
tónlistarmaðurinn í
heiminum í dag er
samt að gera allt
öðruvísi hluti.
TVausti Júlíusson
kynnti sér Manu
Ohao í tilefni af út
komu annarrar
sólóplötu hans,
Proxima Estacion:
Esperanza.
Þegar EMI útgáfurisinn gerði
áætlanir um þær plötur á árinu 2001
sem fara ættu I forgang í kynningu
og dreifmgu út um allan heim þá
vakti eitt nafn nokkra athygli, nefni-
lega nafn franska tónlistarmannsins
Manu Chao. Fyrsta sólóplata Man-
us, Clandestino, sem kom út árið
1998, er ein af mest seldu frönsku
plötunum út um allan heim frá upp-
hafi. Hún er komin langt á þriðju
milljón og nýju plötunni hans, Prox-
ima Estacion: Esperanza, er auðvit-
að ætlaö að gera a.m.k. jafnvel. Við
skulum kíkja aðeins á Manu.
leiörétting
Þau mistök urðu á poppsíðunni
hér í Fókus í síðustu viku að um-
fjöllun um Stereo MC’s birtist
ekki í heild sinni. Áhugasamir
geta lesið greinina í heild sinni á
Fókusvefnum á Vísi.is. Slóðin er
www.visir.is/fokus.
plötudómar
Ævintýramaður af gamla
skólanum
Manu Chao - farandsöngvari og
flökkudýr.
Fyrrum meðlimur Mano
Negra
Manu Chao, sem verður fertugur á
þessu ári en lítur út fyrir að vera tíu
árum yngri, byrjaði í tónlist fyrir tutt-
ugu og funm árum. Hann var þá í
pönkhljómsveitum eins og Joint de
Culasse og Hot Pants. Árið 1987 var
hann einn af stofnendum Mano
Negra.
Mano Negra varð til úr nokkrum
hljómsveitum á grin-pönk senu París-
ar, þ.á m. Hot Pants, Los Carayos,
Chihuahua, Kingsnakes og Les
Wampas. Mano Negra var jafnframt
ein af þeim hljómsveitum í París á
þessum tíma sem blönduðu saman
rokktónlist með pönk attitúdi og alls
konar annarri tónlist, hjá Mano
Negra var blandan suður-amerísk
tónlist, reggae, karíbahafstónlist og
rokk og þeir kölluðu hana patchanka.
Tóku ástfóstri við Suður-
Ameríku
Mano Negra starfaði í sjö ár og
sendi frá sér fimm stórar plötur. Á
tímabili náði hún nokkrum vinsæld-
um í Bretlandi, m.a. með laginu King
Kong Five og plötunum Puta’s Fever
og King of Bongo. Hún var samt ekki
mikið að reyna við Bretland eða
Bandaríkin en sneri sér þess í stað að
Suður-Ameríku. Þeir félagar fóru í
tvær stórar tónleikaferðir um áifuna,
í þeirri fyrri, Cargo 92, sigldu þeir á
milli helstu stórborganna en í þeirri
seinni ferðuðust þeir með lestum og
húsvögnum. Mano Negra var á samn-
ingi við Virgin í Frakkland, en þeir
félagar voru ailan tímann miklir hug-
sjónamenn og áttu í stöðugu stríði við
útgáfuna um að halda verðinu á plöt-
unum þeirra og aðgangseyri á tón-
leika í lágmarki.
Flökkulíf
Eftir útgáfu síðustu plötunnar
þeirra Casa Babylon leystist hljóm-
sveitin upp. Manu Chao lagðist þá í
fjögurra ára ferðalag, aðallega um
Suður-Ameríku, þar sem hann lifði
hálfgerðu flökkulífi, tók að sér þá
vinnu sem bauðst hverju sinni en
skrifaði líka dagbók og tók upp
ógrynni af tónlist. Þessar upptökur
mðu grunnminn að hans fyrstu sóló-
plötu, Clandestino, sem kom út árið
1998. Clandestino er að mörgu
leyti eins og framhald af tónlist
Mano Negra. Það má á henni heyra
áhrif frá latin, reggae og karíbahafs-
tónlist en í staðinn fyrir að það ægi
öllu saman hefm platan einn hljóm
sem er aðallega byggður á einfóldum
gítargrunnum og söng. Inn í þetta
blandast svo ólíkir hlutir (blástm, tal-
mál, bakraddir) en gítarleikurinn og
söngur Manu (sem er jafnt á
spænsku, ensku og frönsku) eru alltaf
í forgrunni.
Hann flutti svo til Barcelona og hóf
upptökm á Proxima Stacion: Esper-
anza, sem eins og áður segir er ný-
komin út. Nýja platan er vægast sagt
mjög lík þeirri fyrri og hefur verið
kölluð „litli bróðir" Clandestino.
Bæði er stíllinn sá sami og eins notast
sum lögin við sömu grunnana og lög
á fyrri plötunni. Lagið Mr. Bobby er
t.d. ný útfærsla á laginu Bongo Bong.
Manu viðurkennir þetta en segir að
það sé engin ástæða til þess að henda
einhverju þó að það sé ekki nýtt. „Ég
er örugglega búinn að búa til átta lög
með Bongo Bong grunninum," segir
hann. „Það er engin ástæða til þess að
búa til eitthvað glænýtt bara til þess
að búa til eitthvað glænýtt."
Tónleikaferð og pólitískar
aðgerðir
Á næstu vikum ferðast Manu með
Radio Bemba og spilar á tónleikum til
þess að kynna nýju plötuna. Stór hluti
af hans tíma þessa dagana fer samt í
að undirbúa aðra uppákomu. 18. júlí
halda átta stærstu efnahagsveldi
heims fund í Genova á Ítalíu og Manu
er í óða önn að undirbúa mótmælaað-
gerðirnar. Hann er nýkominn úr vett-
vangsrannsókn á Ítalíu þar sem hann
hitti fyrir fulltrúa margra hinna ólíku
félagasamtaka sem ætla að mótmæla
fundinum. Hann er sjálfur félagi í
Attac sem eru alþjóðleg samtök sem
berjast gegn alþjóðavæðingunni og
samþjöppun auðs. Radio Bemba mun
líka spila á tónleikum til styrktar bar-
áttunni. Það hljómar kannski undar-
lega en þó að hann sé eitt af stóru
nöfnunum á útgáfuáætlun EMI þá er
Manu Chao fúlasta alvara!
Varð til fyrir slysni
Manu segir reyndar í nýlegu viðtali
að það hafi verið fyrir tilviljun sem
hann datt niður á þennan hljóm. Upp-
haflega var hann að vinna með upp-
tökumanninum Renault Létang að
plötu sem átti að vera byggð yfir
teknógrunn. Þeir voru komnir eitt-
hvað áleiðis með að vinna plötuna
þegar græjurnar klikkuðu eitthvað,
þykkur teknógrunnurinn hvarf og eft-
ir stóð berstrípaður ryþmagítarinn og
söngurinn. Útkoman hljómaði það vel
að þeir ákváðu að sleppa teknóinu,
eða réttara sagt geyma það um sinn.
Vinsældir Clandestino urðu hins veg-
ar þvílíkar að það er ekki mjög líklegt
að Manu rifji upp teknóið alveg í
bráð.
Proxima Estacion: Esper-
anza
Ári eftir að Clandestino kom út
hóaði Manu saman nokkrum félögum
og stofnaði hljómsveitina Radio
Bemba. Hún fór í mikið tónleika-
ferðalag, m.a. um Suður-Ameríku.
hvaöf fyrir hvernf sksmmti legar staöreyncfi r
★★★★ Flytjandi: Autechre Platan: Confíeld Útgefandi: Warp/Japis Lengd: 62:05 mín. Confield er sjötta plata breska raftón- listardúósins Autechre í fullri lengd. Autechre, sem er skipuð þeim Sean Booth og Rob Brown, hefur lengi veriö í fararbroddi þeirra bresku sveita sem leika „danstónlist fyrir höfuðið" en sú tónlistarstefna kom fram meö Artifici- al Intelligence safnplötunum sem Warp gáfu út snemma á tíunda ára- tugnum. Autechre eru brautryöjendur og spá- menn og það er þess vegna alltaf ástæða til þess að tékka á nýju efni frá þeim. Eins og U-ziq, Aphex Twin og Squarepusher þá eru þeir störstjörnur f teknógeiranum og eiga sér marga harða aðdáendur. Áhangendur Warp útgáfunnar ættu auðvitað að skoða plötuna svo og þeir sem mættu á tðn- leika Autechre í MH á sínum tfma. Eftir frekar rólegt ár það sem af er hjá Warp-útgáfunni eru nú aö koma út nýjar plötur með nokkrum af hennar helstu hetj- um. Ný Plaid plata er komin út sem og ný smáskffa frá Squarepusher og það styttist Ifka f stóra plótu frá honum. Fyrr á árinu kom reyndar mjög flott plata sem frekar lít- ið hefur farið fyrir en þaö er „Lipswítch" meö Richard Devine. Fyrsta flokks hávaði þar á ferðinni eins og Warp er von og vfsa.
★ ★ FlytjandhFeeder piatan: Echo Park Útgefandi: The Echo Label/Japis Lengd: 40:05 mín. Echo Park er þriðja plata þríeykisins f Feeder. Áður hefur sveitin gefið út Polythene, 1997, og Yesterday Went Too Soon, 1999. Af þessum plötum ættu einhverjir að kannast við lögin High og Yesterday Went Too Soon. Lög af nýju plötunni hafa einnig heyrst í út- varpi hér á landi. Feeder ætti að virka ágætlega á þá sem fíla hávaðagítartónlist af hvaða stefnu sem hún er. Einnig ættu frjáls- lyndir brit-popparar að geta samsam- að sig að einhverju leyti við trióið þar sem það virðist ekki alveg hafa farið varhluta af þeirri tónlistarstefnu sem öllu tröllreið fyrir eigi allt of löngu. Félagarnir í Feeder eru duglegir við að túra heiminn og hafa verið meira og minna á tónleikaferðalagi síðustu fjög- ur árin. Til marks um það hversu harð- ir þeir eru við að túra þá kláraði gítar- leikarinn og söngvari Grant Nicholas seinni helming tónleikaferðalags um Bretland kinnbeinsbrotinn. Auk þess spilaði trommarinn John Lee ökkla- brotinn f annarri tónleikaferð.
★ ★★ Fiytjandi: Cappadonna piatan: The Yin & The Yang Útgefandl: Epic/Skífan Lengd: 48:45 mín. „The Yin & The Yang" er önnur sólóplata Wu-Tang liðans Darryl Hill, öðru nafni Cappadonna. Sú fyrri, „The Pillage", kom út fyrir þremur árum og þótti mjög góð. Á nýju plötunni nýtur Cappadonna m.a. full- tingis pródúsera eins og True Master (sem var áberandi á fyrri plötunni), Goldfingaz, Inspectah Deck og Neonek og rappara á borö við Ghostface Killah, Killah Priest, Raekwon og Da Brat. Þar sem það ætlar að verða einhver bið á næstu Wu-Tang plötu, sem þeir félagar skelltu á útgáfuplan sumarsins i einhverju bjartsýniskasti f byrjun árs- ins, þá er þessi plata auðvitað smá- huggun. Þetta er frekar poppað efni, flott sánd og húkkar auðveldlega þannig að það ætti aö höfða til rapp- unnenda sem gera ekki of miklar kröf- ur um frumlegheit og ferskleika. Eins og áður sagði verður einhver bið á næstu Wu-Tang Clan plötu. Það er hins vegar von á Ghostface Killah plötu fljót- lega og RZA stefnir á að senda frá sér Bobby Digital plötu nr 2. „Digital Bullet" seinnipart júlf. Method Man, Raekwon, U-God og GZA eru svo allir að huga að nýjum plötum en komnir mislangt. Loks má geta þess að The W-DVD útgáfa er að koma út þessa dagana.
★ Flytjandi: LÍfehoUSe piatan: No Name Face Útgefandi: SKG Music/Skífan Lengd: 55:17 mín. No Name Face er fyrsta plata tríósins Lifehouse, skipuð strákum á tvítugs- aldri frá Los Angeles. Hún skaust ný- veriö inn á vinsældalista í Bandaríkjun- um með smáskífulaginu Hanging By a Moment og hefur einnig eitthvað heyrst á „rokkstöðinni" Radíó X. Tónlistin á No Name Face passar vel fyrir þá einstaklinga sem eru of pirrað- ir út f lífið til að hlusta á sveitaballa- popp og R&B en þola hins vegar ekki ofurpirring, hrjúfan gítarhávaða eða öskur hljómsveita á borð viö Pearl Jam, Deftones eða Nirvana. Þrátt fyrir að vera tríó þá, á einhvern einkennilegan hátt, eru fjórir menn á flestum myndum af hljómsveitinni. Þetta kemur til vegna þess að fyrrver- andi gítarleikari Lifehouse, Rick Woolstenhulme, sem spilaöi með sveitinni áður en þeir tóku plötuna upp, spilar enn með sveitinni á tón- leikum. Hann telst því víst enn hálf- gerður meðlimur.
niöurstaöa
Þetta er mjög flott plata. Það eru níu stykki á
henni, sum eai frekar einfóld, önnur flóknari.
Autechre halda áfram að leika sér með sánd og
misflókna ryþma. Tónlistin er bæöi hörö og mjúk,
bæði falleg og harkaleg, bæði nýstárleg og kunrr
ugteg. Platan er öll góð og virkar best ef hún er
leikin i heild sinni. Hámarkið kemur bá í lokalag-
inu „Lentic Catachresis" sem er magnaö stykki
sem fer rólega af stað eins og nudd en endar
með barsmiðum. -trausti júlíusson
Echo Park er mjög góð bakgrunnstón-
list og nær jafnvel að lyfta sér fram í
forgrunninn á nokkrum köflum með
kröftugu gítarrokki og finum melódí-
um. Það sem truflar bó er að stundum
skýtur upp kollinum óþægilega mikið
brit-popp, jafnvel inni i miðjum lögum,
eitthvað sem dregur dálítið úr stjörnu-
fjölda.
-hafstelnn thorarensen
Þetta er þokklegasta plata. Hún kemur kannski
ekki á óvart en hún er nokkuð vel samsett. Lög
in eru flest i lagi, en „Supermodel" sem Cappa
donna flytur með Ghostface Killah, poppsmellur-
inn „Love Is The Messags" sem skartar Ra
ekwon og „We Kncw" þar sem Jermanie Dupri
og Da Brat eru gestimir eru bestu lögin að mínu
mati. Ekkert snilldarverk en ágætis plata samL
Alveg þess viröi að kippa henni upp á einhverri út-
sölunni... traustijúTiusson
No Name Face er ekki skemmtileg plata.
Greinilega er um að ræða afuið sveitar
sem er undir of sterkum áhrifum rokkbylt-
ingarinnar í Bandarikjunum seinasta ára-
tuginn. Tónlistin virðist vera eitthvert sann-
bland af Síattelgrönsi og saktórokki og er
á köflum næstum gripandi en megn sætu-
keimur kemur í veg fyrir að rokkið fái að
njóta sín. Sömu sögu er að segia um
sönginn. -hafsteinn thorarensen
r*
-r
v
15. júní 2001 f Ó k U S
11