Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 8
Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 530 m.kr. i - Hlutabréf 270 m.kr. - Ríkisbréf 114 m.kr. MEST VIÐSKIPTI ! © Baugur 91 m.kr. í © Össur 47 m.kr. I © Tryggingamiðstööin 33 m.kr. MESTA HÆKKUN i © Eimskip 10,0 % ! © Pharmaco 7,7 % i © Össur 5,8 % MESTA LÆKKUN ; ©Íslandssími 7,4 % i ©Tryggingamiöstöðin 1,1 % O ÚRVALSVÍSITALAN 1058 stig : - Breyting O 2,53 % ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 I>V Viðskipti Umsjón: Víðskiptablaðiö Efnahagshorfurnar hafa versn- að að mati Þjóðhagsstofnunar - hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári en aðeins 0,5% á því næsta Draga verður úr ríkisvæð- ingu hugbún- aðargeirans Ingvar Kristins- son, formaður Sam- bands íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja, segir að eitt brýnasta hags- munamál hugbún- aðarfyrirtækja sé að draga verði ríkisvæðingu greininni, þ.e. ríkið sé ekki stofna fyrirtæki í samkeppni hugbúnaðarfyrirtækin. Þetta kemur fram í viðtali Ingvar á vefsvæði Samtaka iðnaðar- ins. Ingvar segir að ekki verði dreg- ið úr ríkisvæðingunni fái íslensku hugbúnaðarfyrirtækin ekki tæki- færi til að takast á við verkefnin og umbreyta áhugaverðum lausnum í vörur sem unnt væri að selja á er- lendum mörkuðum. „í mörgum op- inberum stofnunum, bönkum og tryggingafyrirtækjum eru starfandi tölvudeildir sem framleiða hugbún- að í stað þess að leita samstarfs við hugbúnaðarfyrirtækin. Því miður sinnir ríkisskattstjóri ekki starfi sínu viö innheimtu virðisauka- skatts af þessari starfsemi eins og lög kveða á um,“ segir Ingvar. Ingvar Kristinsson. ur í að að við við Talið er aö hagvöxtur verði 1,5% á þessu ári samanborið við 2,0% í síðustu spá. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhags- spá Þjóðhagsstofnunar með tilliti til þróunar efnahagsmála frá því hún var síðast birt í mars sl. Þá liggja nú fyrir fyrstu drög að þjóðhagsspá fyrir árið 2002, þar sem meðal annars er tekið mið af ákvörðunum sjávarútvegsráö- herra um kvóta fyrir komandi fiskveiðiár. Þessi lækkun á hagvexti stafar einkum af minni útgjöldum til einkaneyslu en í fyrri spá. Á ár- inu 2002 er gert ráð fyrir að enn hægi á hagvexti og hann verði 0,5%. Þar að baki liggur að einka- neysla dregst nokkuð saman og íjárfesting minnkar verulega. Viö bætist svo samdráttur í sjávaraf- urðaframleiðslu. Vlftskiptahalli 10,1% af landsframleiftslu Horfur eru á að viðskiptahalli verði 73 milljarðar króna á árinu 2001 sem er svipað og áður var gert ráö fyrir. Þetta jafngOdir 10,1% af landsframleiðslu. Á hinn bóginn er reiknað meö að hallinn á viðskiptum við útlönd minnki verulega á næsta ári. Þannig verði hann 57,6 milljarðar króna, eða sem svarar 7,4% af lands- framleiðslu. Verðlagshorfur hafa versnað til muna að undanförnu. Nú er talið að verðbólga gæti orðið 9,1% frá upphafi tU loka þessa árs og 6,5% milli áranna 2000 og 2001. Veru- lega hægir þó á verðbólguhraðan- um eftir því sem á árið líður og á næsta ári er reiknað meö 3,5% verðbólgu frá upphafi til loka árs. Verftbólguhorfur versna frá síðustu spá Frá þvi síðasta spá Þjóðhags- stofnunar var gefin út hefur gengi íslensku krónunnar veikst um 15%. Með því hafa horfur um verðbólgu versnað og er nú gert ráð fyrir 6,5% hækkun verölags milli áranna 2000 og 2001. Frá upphafi til loka árs er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 9,1% en það sem af er ári hefur verölag hækkað um 5%. Ekki er gert ráð fyrir að kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann aukist á árinu 2001, samanborið við áætlun um 2% hækkun í síð- ustu spá. Gert er ráð fyrir nokkru meiri hækkun tekna en meiri verðbólga vegur mun þyngra á móti. Búist er við að atvinnuleysi aukist er líða tekur á árið og nemi 1,5% fyrir árið í heild, sam- anborið við 1,3% í fyrra. Töluvert hefur hægt á veltu í þjóðarbúskapnum undanfarna mánuði og hefur spá um einka- neyslu verið endurskoðuð til lækkunar. í stað 2V2% vaxtar er nú gert ráð fyrir að einkaneysla aukist um V2% að magni. Áætlun um samneyslu er óbreytt frá fyrri spá þar sem spáð var um 3% vexti. Þá er útlit fyrir að fjárfest- ing verði heldur minni en áður var gert ráð fyrir og dragist sam- an um 3V2% i staö 2V2% sam- dráttar í fyrri spá. Meiri samdráttur í Inn- flutningi í siðustu spá var gert ráð fyrir að almennur innflutningur drægist saman um V2% frá fyrra ári að magni en nú er gert ráð fyrir meiri samdrætti, eða sem nemur 4%. Vöruskiptajöfnuöur versnar þrátt fyrir það um 3 milljarða króna frá fyrri spá, að- allega vegna gengisþróunar en einnig vegna áætlana um minni útflutning. Þá er reiknað með heldur minni halla á viðskiptum með þjónustu, eöa sem nemur 9,7 Meiri samdráttur / síöustu spá var gert ráö fyrir aö almennur innflutningur drægist saman um 1^/2% frá fyrra ári að magni en nú er gert ráö fyrir meiri samdrætti, eöa sem nemur 4%. milljörðum króna í stað 12,5 milljarða. Halli á þáttatekjum er nú áætlaður meiri en í síðustu spá, aðallega vegna óhagstæörar gengisþróunar. í heild er gert ráð fyrir að viðskiptahalli nemi 73 milljörðum króna á þessu ári eða sem nemur 10,1% af landsfram- leiðslu. í spánni er reiknað með áfram- haldandi vexti samneyslu, þó heldur minni en síðustu ár. Á hinn bóginn er búist við að einka- neysla dragist saman um 0,5% á árinu 2002. Þá er einnig gert ráð fyrir að dragi töluvert úr fjárfest- ingu. Nokkrum stórum verkefn- um lýkur á þessu ári. Má þar nefna stækkun Norðuráls og byggingu Smáralindar. Þá hefur smíði fiskiskipa verið mikil á ár- unum 2000 og 2001. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðum um frekari uppbyggingu stóriðju en ef af þeim verður í samræmi við núverandi áform hefði það mikil áhrif á þá spá sem hér hef- ur veriö lýst. Þannig yrði fjárfest- ing nokkurn veginn óbreytt milli ára í stað þess að dragast saman um 10% og fyrir vikið yrðu um- svif mun meiri í þjóðarbúskapn- um. Kaupmáttur dregst saman milll 2001 og 2002 Gert er ráö fyrir að verðbólga fari hratt minnkandi og verðlag hækki um 3,5% frá upphafi til loka árs 2002. Milli áranna 2001 og 2002 er gert ráð fyrir aö verð- lag hækki um 6,2%. Spáin felur í sér að efnahagsstefnan verði nægilega aöhaldssöm til að tryggja að þensla fari áfram minnkandi í þjóðarbúskapnum. Miðað við umsamdar hækkanir launa um næstu áramót og minni spennu á vinnumarkaði má gera ráö fyrir aö kaupmáttur launa minnki milli áranna 2001 og 2002. Hér er sú forsenda lögð til grund- vallar að ekki komi til endur- skoðunar launaliðs kjarasamn- inga. Þá er reiknað með að kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann dragist saman um ‘/2% frá 2001 til 2002. Búist er við að atvinnu- leysi aukist heldur á árinu 2002 og fari í 2%. í heild er reiknað með að út- flutningur vöru og þjónustu auk- ist um l'/2% milli áranna 2001 og 2002. Á móti er reiknað með að innflutningur vöru og þjónustu dragist saman um 4'/2%, aðallega vegna minni umsvifa i þjóðarbú- skapnum. Halli á viðskiptum með vöru og þjónustu dregst því sam- an um 20 milljarða milli áranna 2001 og 2002 og fer í 28*/2 milljarð króna. Vegna meiri skuldsetning- ar erlendis og veikingar krónunn- ar aukast vaxtagreiöslur af er- lendum lánum. Halli á jöfnuði þáttatekna eykst því um ríflega 4 milljarða frá fyrra ári og fer í 28,3 milljarða króna. Þetta er helm- ingur viðskiptahallans sem í heild er áætlaöur 57,6 milljarðar króna. Ásmundur ráðinn framkvæmda- stjóri EFA Ásmimdur Stef- ánsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri EFA hf. og tek- ur hann við starfinu af Gylfa Arnbjöms- syni frá og með 1. júlí. Ásmundur læt- ur á sama tíma af störfum sem fram- Ásmundur kvæmdastjóri hjá ís- Stefánsson. landsbanka hf. _____________19.06.2001 kl. 9.15 KAUP SALA HrdPollar 105,140 105,680 £S§Pund 147,210 147,960 ;I*i Kan. dollar 68,530 68,960 ESlDönskkr. 12,0920 12,1580 ttjNorsk kr 11,3840 11,4460 CSsænsk kr. 9,9660 10,0210 mark 15,1587 15,2498 _ÍFra. franki 13,7401 13,8227 B Belg. franki 2,2343 2,2477 3 Sviss. franki 58,9700 59,3000 U2H0U. gyllini 40,8990 41,1447 ~Þýskt mark 46,0824 46,3594 I'lt líra 0,04655 0,04683 ; >~iAust. sch. 6,5500 6,5893 1 Port. escudo 0,4496 0,4523 UOspá. peseti 0,5417 0,5449 íl * Jfap. yen 0,85460 0,85980 írskt pund 114,440 115,128 SDR 131,5900 132,3800 JHecu 90,1294 90,6710

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.