Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Side 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001________________________________________________ DV ______________________________Neytendur Nesti að heiman í útileguna: Hollara, hagkvæmara og betra Hver man ekki eftir útilegum í gamla daga þegar mamman stóð sveitt og smurði brauð, steikti kjúkling og tók til fleira góðgæti sem borða átti í tjaldi einhvers stað- ar upp í sveit. í dag er öldin önnur og íslendingar aka á milli vega- sjoppa og fá sér hamborgara og pyls- ur á milli þess sem þeir grflla. Reyndar hafa veitingastaðirnir við vegrkantinn aukið úrvalið undan- farin ár og nú er t.d. hægt að fá kjöt- súpu á sumum þeirra. En mun holl- ara og hagkvæmara er að gera eins og mamma í gamla daga og útbúa sitt nesti sjálfur. Neytendasíðan fékk Önnu Sigríði Ólafsdóttur, mat- væla- og næringarfræðing hjá Manneldisráði, til að leiðbeina les- endum DV um hvað hentar að taka með í fjölskylduútilegu sem á að standa yfir eina helgi. „Það skiptir auðvitað máli að velja eitthvað sem fjölskyldunni þykir gott, þvl það er hluti af góðri útilegu að njóta góðrar máltíöar," segir Anna Sigríður. „Þó er það auð- vitað háð því hversu löng útilegan er og hvað stendur til að gera í ferð- inni hvemig nesti er hentugast. Ef við hugsum okkur fjölskyldu sem fyrst og fremst ætlar sér að njóta helgarinnar úti á landi og gistir í tjaldi gæti nestið til dæmis saman- staðið af einhverju eftirfarandi:,, Ávextir og grænmeti „Ferskir ávextir og grænmeti endast vel. Þá er líka best að taka með sér þar sem að það eru þær fæðutegundir sem helst verða út undan ef nærst er á sjoppufæði í ferðalögum. Best er að taka ávext- ina og grænmetið með í heilu lagi en það er gott að vera búin að þvo þá ávexti og grænmeti sem borðaðir eru með hýðinu, t.d. epli og tómata, til aö hægt sé að grípa til þeirra hvenær sem er. Mjólkurvörur sem hægt er að taka með í útileguna eru helst G-vörur því þær þola að vera geymdar utan kæliskáps. Jógúrt og harða osta er Uka hægt að setja í kælitöskuna en henta siður ef ferðalögin eru lengri.“ Kjöt og fiskur „Þaö er alltaf vinsælt að grilla í útilegum, og er grillmatur ágætur kostur. Velja ætti að kjöt í þéttum Sem meðlæti er hægt að baka kartöflur á grillinu, eða vera með tilbúið kartöflusalat í kælitöskunni. Salöt með ediki endast lengur en majonessalöt. Flest kartöflusalöt sem fást í verslunum hérlendis eru með majonesi en hægt er að búa til sitt eigið með ediki. T.d. má finna lystugar nema í 1-2 daga. Skinka, kæfa, ostur eða annað álegg hentar vel á samlokuna. Soðin egg og græn- meti í sneiðum er sniðugt að hafa með í þéttu íláti. Betra er að bæta grænmetinu á samlokurnar rétt áður en þær eru borðaðar til að ekki fari vatn úr því í brauðið. Til að fullkomna ferðina er líklegt að margir kjósi að hafa með sér ein- hver sætindi. Ávextirnir, sem þegar ættu að vera komnir í nestiskörfuna, eru góður millibiti og eftirréttur. Grillaðir ávextir geta t.d. verið góm- sætur biti ef á annað borð er verið að grilla. Þurrkaðir ávextir eru líka vinsælir á ferðalögum, sérstaklega þegar farið er í göngutúra, og súkkulaði fylgir flestum fjallgöngum. Það er ekkert að þvf að fá sér súkkulaðimola svo lengi sem hugsað er um að magnið sé ekki of mikið. Ekki má gleymast að ferðalög eru til að gera sér dagamun og matar- æði örfárra daga breytir litlu ef al- mennt er borðaður hollur matur,“ segir Anna Sigriður að lokum. Kælibúnaður Þegar útilegan stendur í nokkra daga er gott að hafa matinn, sem venjulega er geymdur í ísskáp, í kæliboxi. Nokkrar gerðir kæliboxa eru til á markaðnum. Algengust er sú sem kæld er með frosnu hylkjun- um en undanfarin ár hefur sifellt borið meira á boxum sem stungiö er í samband i sígarettukveikjara bíls- ins. Þá fær boxið straum og virkar eins og ágætis ísskápur. Kæliboxið sem sést á myndunum sem fylgja þessari grein er frá Seglagerð- inni Ægi en þar fást fjór- ar gerðir rafdrifinna kæliboxa á verðbilinu 9.995 til 21.992 kr. Reyndar er kælibox ekki rétt- nefni á tveimur dýrari gerð- unum þar sem þau box geta einnig haldið heitu. Dýrasta boxið er einnig þeim eigin- leikum búið að i þvi er straumvari sem slekkur á því ef lítið rafmagn er eftir á geymi bílsins. Það gerist þó eingöngu ef kæliboxið er haft lengi i gangi þegar slökkt er á bíln- um. -ÓSB Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur, sýnir hér lesendum DV nokkrar tegundir matvæla sem hentugt er aö taka meö sem nesti í útileguna. Kæliboxiö er rafdrifiö og fæst í Seglageröinni Ægi. umbúðum og gæta þess að ekki leki vökvi úr þvi á önnur matvæli. Þeg- ar umbúðir hafa verið opnaðar einu sinni þarf að matreiða kjötið innan skamms tíma. Ef fólk vill síður hafa fyrir því að matreiða á ferðalögum er hægt að vera búinn að forsteikja kjöt eða kjúklinga sem gott er að borða kalt. Ferskur fiskur er erfiðari í með- förum, en ef veiði er hluti af ferðinni er ekk- ert betra en glænýr grillaður silungur. Svo stendur harðfisk- urinn alltaf fyrir sínu. uppskrift að einu slíku í matreiðslu- bókinni Hollt og gott sem til er á mörgum heimilum hér á landi. Þótt kartöfluflögur séu ekki hollustu- fæða geta þær verið ágætur kostur í tjaldferðinni þar sem hvorki þarf að kæla þær né matreiða." Brauð og álegg „Brauð, hrökkbrauð, kex og annar kornmatur endist vel og hentar í öll ferðalög. í upphafi ferðar og sem vega- nesti getur verið gott að hafa með sér smurðar sam- lokur að heiman, en þær eru sjaldan Lopapeysan þurrkuð Prjónaflíkur þarf helst að þurrka flatar og getur það tekið langan tíma og pláss á stofugólfinu. Ef flýta þarf fyrir er ráð að festa lak milli tveggja snúra og leggja flíkina flata þar á. Ef veöur er hagstætt ætti peysan að þorna á mun skemmri tíma en inni á gólfi. Gætið þess bara að ekki skíni sól á flíkina, hún gæti upplitast. Verndið veggfóðrið Ef fluttar eru myndir, hillur eða skápar sem hangið hafa á vegg- fóðruðum vegg sér oft á veggfóðrinu eftir nagla eða skrúfur sem hengt var á. Komast má hjá þessu vanda- máli ef örlítil fyrirhyggja er við- höfð. Þegar negla á i veggfóðraða vegginn er ráð að skera þríhyrndan flipa úr veggfóðrinu áður en neglt er. Hann er síðan lagður út á hlið og naglinn negldur í beran vegginn. Ef naglinn er tekinn niður siðar er flipinn límdur aftur á sinn stað. Litur rabarbarans Þegar gera á sultu eða graut úr rabarbara ætti að reyna að velja alltaf rauðustu leggina. í þeim er minna af oxalsýru og því þarf minna af sykri í grautinn og sult- una. Beinir borar Grannir borar bogna oft. Hægt er að rétta þá aftur með því að velta þeim fram og aftur milli tveggja kubba úr sléttu og hörðu tré. Vaxblettir Ekki er mikill munur á heildar- verði vörukörfu með 83 vörutegund- um í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þessi niðurstaða fékkst í verðkönn- un sem Neytendasamtökin gerðu dagana 11.-15. júní en kannað var verð ýmissa vörutegunda. í fréttatil- kynningu frá samtökunum segir að bomar hafi verið saman nákvæm- lega sömu vörutegundimar í báðum borgum. Farið var í sambærilegar verslanir í borgunum tveimur og kannað verð á sjö vöruflokkum; af- þreyingarefni og leikföngum, íþróttavörum, húsbúnaði, rafmagns- tækjum og myndavélum, snyrtivör- um, fatnaði á konur og fatnaði á karla. Kvenfatnaður dýrari hér Mesti verðmunurinn reyndist vera á kvenfatnaði en 68% munur er á verði jakkapeysu og bómullar- bolar og er fatnaðurinn dýrari í Reykjavfk. Svo reyndist einnig vera í öðrum tilvikum en þó munar mis- miklu, eða frá 3% og upp í 68%, eins og áður sagði. Karlmannsfatnaður er einnig dýrari í Reykjavík í fjór- um tilvikum af átta og mesti munur sem fannst í þessari könnun var 40%. Þaö var á karlmannsskyrtu sem var dýrari í Reykjavík. Mun færri einingar af karlmannsfatnaði voru bornar saman, eða átta miðað við 21 einingu af kvenfatnaði. Ástæðan er að mun erfiðara var að fmna nákvæmlega sömu vöru hér og í Kaupmannahöfn. Minnsti verðmunurinn sem fannst var 0,27% en 30 ml Gucci Rush-ilmvatn kostaði 2.720 kr. í Kaupmannahöfn og 2.727 kr. í Reykjavík. Hlaupaskór ódýrari í Reykjavík Önnur atriði sem vekja sérstaka athygli í þessari könnun eru: •k í vöruílokknum afþreyingar- efni og leikfóng er mesti munurinn á geisladiskum en þeir eru 35% dýr- ari í Reykjavík. •k I vörflokkmim snyrtivörur var mesti verðmunurinn á Revlon-vara- lit en hann var 30% dýrari í Reykja- vík. Chanel No 5 ilmvatn er hins vegar ódýrara í Reykjavík. * í vöruflokknum íþróttavörur eru hlaupaskór í öllum tilvikum ódýrari í Reykjavík og er munurinn 4-16%.. •k í vöruflokknum rafmagnstæki og myndavélar er mesti verðmunur- inn á matvinnsluvél en hún er 54% dýrari í Reykjavík. k Húsbúnaður frá Ikea er í öllum tilfellum dýrari í Reykjavík. k í vöruflokknum karlmannsföt er mesti verðmunurinn á karl- mannaskyrtu eða 40% og er hún dýrari í Reykjavík. Minnsti munur- inn er á stuttermabol, eða 5%. Þær tölur sem hér er vitnað til er verð án virðisaukaskatts. Verðið er umreiknað miðað við opinbert við- miðunargengi Seðlabanka íslands 11. júní sl. en þá var sölugengi danskrar krónu 11,928. Ástæðan fyrir því að miðað er við gengisskráningu þann dag er sú aö það var sá dagur sem könnunin var framkvæmd í Kaup- mannahöfn. Lögð er áhersla á að hér er um verðsamanburð að ræða en ekki var tekið tillit til gæða eða þjón- ustu í verslunum. Vaxblettir í dúkum og víðar geta verið erfiðir viðureignar. Margir þekkja það ráð að leggja rakadrægan pappír, eins Iog eldhúsbréf eða dag- blaö, ofan á blettinn og strauja svo varlega yfir. Náist bletturinn ekki áþannig reynið þá að nudda hann varlega gx með terpentínu. At- Rn\ hugið fyrst hvort P*/ efnið þolir þá með- Málningarmerki Ekki er auðvelt að muna hversu mikil málning er eftir í átekinni dós en það blasir við ef dósin er merkt. Settu teygju utan um dósina í réttri hæð og tylltu henni með límbandi á 2-3 stöðum til að hún færist ekki úr stað. Verðkönnun NS á ýmsum vörum í Reykjavík og Kaupmannahöfn: Lítill munur á heildarverði vörukörfu Frá Strikinu Strikiö er þekktasta verslunargata Kaupmannahafnar. í könnun sem Neyt- endasamtökin geröu kom í Ijós aö ekki var mikill munur á heildarveröi á vörukörfu í Kaupmannahöfn og Reykjavík. r Lögfræðingur n Starf löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Húsavík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. júlí 2001. Upphaf starfstíma er samkomulagsatriði. Umsóknir skulu vera skriflegar og berast undirrituðum ásamt gögnum um menntun og fyrri störf. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum. Upplýsingar um starfið veita sýslumaður og staðgengill hans í síma 464-1300. Húsavík, 15. júní 2001 Sýslumaðurinn á Húsavik Halldór Kristinsson L J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.