Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 13 DV____________________________ Samræmd fegurð í Breiðholti í dag hefst í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti sýningin Samræmd heildarmynd - kirkja, arki- tektúr, glerlist, skrúði. Eins og nafnið gefur til kynna þá helgast nafngift sýningarinnar af því að sóknamefndir kirkjunnar hafa haft það í huga að kirkjubyggingin, listskreytingin og skrúðinn hafi samræmt heildaryfirbragð. Arki- tektar kirkjunnar eru Gylfi Guðjónsson og Ingi- mundur Sveinsson, glerlistamaðurinn er Leifur Breiðfjörð sem ásamt Sigríði Jóhannsdóttur vann skrúðann fyrir kirkjuna. Innri birta kirkjunnar „Það var mjög spennandi verkefni að vinna glugga inn í þetta rými,“ segir Leifur Breiðfjörð. „Þegar dagsbirtu nýtur við er i lagi með steinda glerið en þegar myrkrið færist yfir þá er erfiðara við að eiga.“ Lausnin á þessu vandamáli var sú að lista- verkið er í tveimur lögum. Ytra lagið er steint gler sem snýr út en fyrir innan er sandblásið spegilgler. Hluti spegilsins er sandblásinn burt og sjást þar i gegn hlutar steinda glersins. Mynd- ræn form sem sandblásin eru í speglana endur- varpa því innri birtu kirkjunnar þegar myrkur er úti. Þegar hirtir úti skína litir og form steinda glersins í gegnum sandblásna spegilinn. „Það má því segja að á kvöldin fari verkið í önnur fót. Þá er það í raun allt annað verk.“ Einstakt framtak Skrúði Sigríðar er um margt óvenjulegur því hann er afskaplega litskrúðugur og má segja að presturinn verði gangandi listaverk þegar hann klæðist honum. Saman mynda glerlistaverkin og skrúðinn svipsterka og fagra heild. Einnig er óvenjulegt að listamennirnir voru fengnir til að gera svartan skrúða sem notaður er á föstudeg- inum langa. Sigríður segir að framtak sóknarnefnda kirkj- unnar sé einstakt. „Maður er óskaplega heppinn að fá svona verkefni einu sinni á ævinni," segir Sigríður. „Flestar kirkjur eru þannig að það er gerður hvitur skrúði og svo líða mörg ár þar til annar listamaður gerir annan skrúða og kannski sá þriðji altaristöflu. Margar kirkjur eru því sam- bland verka mismunandi listamanna. Það að geta búið til samræmda heild er einstakt." Hreinleiki arkitektúrsins Einhvern veginn tekst listamönnunum að færa sterka hefð og táknmál kirkjunnar til nú- tímans. „Það eru vissir hlutir sem má gera og aðrir sem má ekki gera,“ segir Sigríður. „Við höfum undirbúið okkur mjög vel. Höklarnir eru til dæmis mun stærri en venja er en kirkjan ber það gríðarlega vel. Ef eitthvað mjög látlaust hefði komið inn í þetta rými er hætta á að það hefði týnst. Hreinleikinn í arkitektúrnum kallar á sterka listræna gripi.“ DV MYND E.ÓL. Leifur og Sigríöur meö listaverkin Skrúöinn er mjög litríkur og kallast litir hans á viö glerlistaverk Leifs í lofti og gluggum. Sigríður segir að listrænt starf í kirkjunni sé að verða mjög öflugt. „Við höfum verið viðriðin Listvinafélag Hall- grímskirkju í mörg ár. Ég merki sterka viðhorfs- breytingu þar; samband listamanna við kirkjuna hefur eflst mjög. Myndlistin er komin meira inn í kirkjuna og tónlistin er hluti af mjög öflugu starfi. Þróunin er eins og steinn sem fellur í vatn og gárar það.“ Með þessari sýningu lýkur starfi Leifs og Sig- ríðar við kirkjuna í bili. Þau segjast þó ekki hafa yfirgefið hana að fullu þótt önnur verkefni taki við. „Þessi sýning er afar ljúft verkefni," segir Sig- ríður. „Leifur hefur ljósmyndað allt og gert sýn- ingarskrána. Hún stendur því eftir sem kynning á þessu samstarfi." Tónlist Faðir vor f | £ f f | t * s f i 1 U. h ÍÁ í í , » i M f # ; « * t * u® p *, e . , í L . J ; J J . Síöustu tónleikar fyrir brottför „Aö mörgu leyti voru tónleikarnir góö skemmtun og er söngsveitinni hér meö óskaö góös gengis á erlendri grund. “ Söngsveitin Fílharmónía er á leið- inni í tónleikaferð til Ungverjalands og Slóveníu og af því tilefni hélt hún tónleika undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar i Seltjarnarneskirkju á miðvikudagskvöldið. Efnisskráin samanstóð af stuttum lögmn, bæði andlegum og veraldlegum, eftir inn- lend og erlend tónskáld. Þar voru þekkt og vinsæl lög á borð við Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigur- bjömsson og Grátandi kem ég nú, Guð minn, til þín í útsetningu Jóns Leifs. Einnig var nokkuð um áhuga- verð lög sem heyrast sjaldnar, t.d. Faðir vor eftir Jón Ásgeirsson, sem undirritaður hefur aldrei heyrt áður. Þetta er afar fágaður, látlaus sálmur, gæddur kvenlegri mýkt - ef nota má þá líkingu - og söng kórinn hann einkar fallega, tært og yfirvegað. Á þetta hugljúfa lag skilið að heyrast miklu oftar. Þrjár þjóðlagaútsetningar eftir Haíliða Hall- grímsson voru seiðmagnaðar og grípandi í flutn- ingi kórsins, en þeirri fjórðu, Veröld fláa sýnir sig, sem líka átti að syngja, var sleppt. Ástæðan var forfóll nokkurra kórmeðlima, enda vantaði stundum upp á að heildarhljómur kórsins væri fullnægjandi. í sálmaútsetningu Jóns Leifs voru bassarnir einhvers staðar langt í burtu, sjálfsagt vegna veikinda, en hvers vegna sópranraddirnar voru svona skerandi og hvellar hér og þar er hins vegar ekki alveg á hreinu. Á móti kemur að alt og tenór blönduðust fallega saman, þó tenór- arnir sjálflr hafi stundum verið í hálfgerðum vandræðum, eins og í hinu fáránlega lagi Einn dunandi dans eftir konung væmninnar, Sigvalda Kaldalóns. Mörg laganna söng kórinn hins vegar afar fal- lega, eins og Uti vár hage, sem er þjóðlag og þjóð- vísa frá Svíþjóð í útsetningu Hugos Alfvén, og 0 thou, the central orb eftir Charles Wood. Þar fékk maður loksins að heyra í píanó- leikara kórsins, Guðríði St. Sigurðar- dóttur, sem hafði það aldeilis gott, þvi af tuttugu og fjórum lögum efnis- skrárinnar spilaði hún aðeins í hin- um fimm síðustu. En hún sat samt við píanóið allan tímann og gaf tón- inn í upphafi hvers lags, og var spennan yfir því hvort hún myndi yf- irleitt spila eða ekki orðin óþolandi er á leið. Þegar hún svo loksins sýndi klæmar var útkoman falleg og mark- viss og í góðu samræmi við kórinn, en það hefði verið gaman að heyra meira fyrst hún var þarna á annað borð. Bernharður Wilkinson stjórnaði kórnum af kunnáttu og öryggi, en betra hefði verið ef kórmeðlimir hefðu kunnað meira utan að, í stað þess að vera með nefin flöt ofan í möppunum í lögum sem lítið mál væri að læra á svipstundu. Þetta er sjálfsagt vegna skorts á sjálfstrausti, sem engin ástæða er þó fyrir, því Söngsveitin Fílharmónía er ekki slæmur kór og gerir margt vel, þó fága þurfi eitt og annað. Að mörgu leyti voru tónleikarnir góð skemmtun og er söngsveit- inni hér með óskað góðs gengis á erlendri grund. Jónas Sen __________________Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Skáldsagnaþing um allt land Hugvísindastofnun Háskóla íslands hefur skipulagt fyrirlestradagskrár bókmenntafræðinga Háskólans í sam- vinnu við heimamenn á 6 stöðum á landsbyggðinni í sumar. Þessi hug- mynd kviknaði í vor eftir að vel heppn- uðu Skáldsagnaþingi Hugvísindastofn- unar og Bókmenntafræðistofnunar lauk í Háskólanum. Á þinginu fluttu 33 bókmenntafræðingar við Háskólann stutt erindi, hver um eina skálsögu að eigin vali. Þegar farið var að kanna hvort áhugi væri fyrir því að fá nokkra fyrirlesara af þinginu til að flytja fyrirlestra sína aftur úti á landi í sumar kom í ljós að svo var og því var hafist handa við að skipu- leggja sumardagskrá með 3-6 fyrirlestr- um á hverjum stað. Sá háttur hefur ver- ið hafður á að heimamenn leggja fram óskalista um fyrirlesara og sjá um skipulagningu á staðnum en Hugvís- indastofnun um skipulagninguna að öðru leyti. Háskóli íslands vinnur nú að fjöl- mörgum verkefnum sem miða að því að auka starfsemi háskólans og starfsemi tengda honum á landsbyggðinni. Sum- ardagskrá Skáldsagnaþings er hluti af þeirri viðleitni. Nú þegar er búið að halda Skáldsagnaþing í Stykkishólmi, en á morgun fer þingið fram í Þorláks- höfn og á sunnudaginn á ísafirði. í júlí verður það haldið á Höfn í Hornafirði, Hólum í Hjaltadal og á Skriðuklaustri. Á Skáldsagnaþingi í Þorlákshöfn fjallar Baldur Gimnarsson um Mobý Dick eftir Herman Melville, Margrét Jónsdóttir um riddarann Don Kíkóta eftir Cervantes og Geir Svansson ræðir um skáldsögu Megasar, Björn og Sveinn. Þann 24. júní verður Skáldsagnaþing á ísaflrði og þar fjallar Guðrún Nordal um Innansveitarkróniku Halldórs Lax- ness, Geir Svansson um Björn og Svein, Irma Erlingsdóttir um í leit að glötuð- um tíma eftir Marcel Proust, Bergljót Kristjánsdóttir um Gerplu Halldórs Laxness og Árni Bergmann um Meist- arann og Margarítu eftir Mikhail Búlgakov. Sagnagerð augans Land & synir, mál- gagn kvikmynda- manna, er komið út og er að venju að flnna í ritinu skemmtilega umræðu um kvik- og sjón- varpsmyndagerð. Meðal þess sem er að finna í blaðinu er um- fjöllun Ólafs H. Torfasonar um Blade Runner og aðrar myndir af þeirri ætt- kvísl. Ari Kristinsson gerir athuga- semdir við nýlegt útboð Sjónvarpsins á leiknu efni sem hann segir að sé ekki nýjung heldur miklu frekar skref aftur til fortíðar. Hann segir meðal annars: „Erfitt er að átta sig á hvað dagskrár- stjórinn á við þegar hann talar um ferskar hugmyndir og nýjar aðferðir. nema að dagskrárstjórinn álítið það „ferska hugmynd" og „nýja aðferð" að snúa aftur til fortíðar og taka upp fimmtíu ára gamlar vinnsluaðferðir við gerð sjónvarpsefnis." í ritinu er birtur fróðlegur fyrirlestur Einars Más Guð- mundssonar, Sagnagerð augans, og flallað um málþing um heimildarmynd- ir sem fór fram síðustu helgina í apríl. Kristján borgar- listamaður Á þjóðhátíðardag- inn var tilkynnt að Kristján Davíðsson hefði verið valinn borgarlistamaður Reykjavíkur en þá nafnbót hlýtur sá reykviski listamaður sem skarar fram úr í listum. í fréttatil- kynningu segir að Kristján slái „sinn eigin tón áfram í átt til fullkomnunar".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.