Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óll Björn Kárason Aöstoftarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerft: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Vesturlönd hossa Pútín Ef Slobodan Milosevic, fyrrum forseti Júgóslavíu, er stríðsglæpamaður, þá er Vladimir Pútín, núverandi for- seti Rússlands, enn meiri stríðsglæpamaður. Hernaður hans í Tsjetsjeníu er villimannlegri en hernaður hins fyrr- nefnda var i löndum hinnar gömlu Júgóslavíu. Miskunnarlaus hernaður Pútins hefur árum saman beinzt gegn venjulegum borgurum í Tsjetsjeníu. Fréttir þaðan berast hins vegar svo seint og stopult og myndir alls ekki, því að vestrænir fjölmiðlar hafa þar mun lakari aðstöðu til að fylgjast með en í Bosníu og Kosovo. Mestu máli skiptir þó, að vestrænir leiðtogar töldu Vesturlöndum ekki hag í að bera blak af Milosevic, en eru hver um annan þveran að reyna að vera í góðu sambandi við Pútín. Þeir telja nauðsynlegt að hafa hann góðan, af þvi að Rússland er öflugt ríki, öfugt við Serbíu. Meðan ráðamenn Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna ríf- ast nánast opinberlega í innri samskiptum sínum um allt sviðið frá Kyoto-sáttmálanum yfir dauðarefsingu og að eldflaugavörnum, eru þeir sammála um það eitt, að reyna að koma á sem beztum samskiptum við stjórn Pútíns. Óveðursský leyniþjónustunnar eru að hrannast upp í Rússlandi, enda er Pútín alinn þar upp. Hvarvetna sjást merki þess, að arftakar KGB eru að taka völdin i landinu. Menn eru aftur byrjaðir að líta flóttalega kringum sig og tala í hálfum hljóðum eins og á tímum Stalíns. Dæmin eru fjölbreytt. Stórgróðamenn eru látnir maka krókinn í friði, nema þeir séu fyrir Pútín, þá er skattalög- reglan send á þá. Ef þeir eiga fjölmiðla, sem eru gagnrýn- ir á stjórnvöld, eru þessir fjölmiðlar afhentir öðrum, sem eru hallir undir forsetann og stjóm hans. Vísindamenn eru handteknir vegna gruns um njósnir í þágu Vesturlanda og aðrir eru varaðir við ferðum til út- landa. Sama gildir um þá, sem hafa tekið að sér að fylgj- ast með framvindu umhverfismála i Rússlandi. Þeir em þar á ofan hundeltir með opinberum ákærum. Alexander Nikitin skipstjóri fann kjarnorkuvélar í ryðguðum kafbátahræjum við Kolaskaga. Á rúmum fimm árum hafa yfirvöld kært hann níu sinnum fyrir njósnir. Þar á meðal hefur hann bæði verið kærður fyrir brot gegn leynilegum lögum og gegn afturvirkum lögum. Samstarfsmenn Pútíns úr leyniþjónustunni hafa undan- farið verið ráðnir hver á fætur öðrum til lykilstarfa í stjórnsýslunni. Þetta eru yfirleitt menn, sem eru heila- þvegnir í stalínskri kaldastriðshugsun. Helzti ofsækjandi Nikitins er orðin að lénsherra í Pétursborg. Slysið í kafbátnum Kúrsk er dæmigert um aðvífandi myrkur í Rússlandi. Yfirvöld gáfu út margvíslegar yfirlýs- ingar um orsakir slyssins, sem allar voru mismunandi, en áttu allar þó það sameiginlegt að vera ekki bara rangfærð- ar eða rangar, heldur beinlínis fjarstæðar. Almenningur í Rússlandi trúði auðvitað ekki einu orði i yfirlýsingum yfirvalda um slysið í Kúrsk. En menn hafa hægt um sig, þvi að þeir óttast hleranir á símum og tölvupósti. Smám saman eru Rússar að hverfa aftur inn i sjálfa sig eins og þeir urðu að gera á tímum Stalíns. Eini munurinn á Stalín og Pútín er, að Stalín hafði áratugi til að móta ógnarstjórnina, en Pútín hefur aðeins verið við völd í hálft annað ár. Ef Vesturlönd halda áfram að moka peningum í Rússland, hefur Pútín góðan tíma til að reisa alræði leyniþjónustunnar að nýju. Það er vestræn sjálfseyðingarárátta, að Bandaríkin og Vestur-Evrópa skuli koma sér saman um það eitt að veita arftaka Stalíns sem allra mestan stuðning. Jónas Kristjánsson I>V Skoðun Læknir, hlusta þú Nú þegar menn hafa farið að safna saman og koma á framfæri reynslusögum sem margar hverjar snerta feininismál, þá er kannski í lagi að fara að lyfta fleiri steinum og virða fyrir sér hvað býr undir; steinum sem við vitum flest af en viljum helst ekki hreyfa við. Áhugi nútímans á kynlífs- málum tryggir áhuga á öll- um sögum sem snerta reynslu manna fyrir neðan mitti og á öldufaldi þess áhuga berast sögur sem hafa mikil- vægan boðskap og við getum jafnvel lært örlítið af. Sögurnar sem hér skulu reifaðar eru um valdbeitingu sem viðgengst í samfélagi okkar og við tökum þátt í af fúsum og frjálsum vilja. Það er valdbeiting sérfræðing- anna. Haldreipi nútímans Á grundvelli sérfræðiálits eru teknar ákvarðanir og farið út í að- gerðir eða þeim sleppt sem geta bæði snert einstaklinga og samfélag. Þetta sérfræðiálit erum við alin upp í að trúa á og hlýða í hvívetna. Þetta er haldreipi nútímans og hluti af blekkingarleiknum um lýðræðið. Að trúa því að sérfræðiálitiö sé ópóli- tískt og óhagsmunatengt er lykilatriði í notkun þess í samfélaginu og hvert tæki- færi er notað til að styrkja stoðir þessarar misnotuðu vísindahyggju. Að trúa að það sé nær óskeikult er forsenda hlýðninnai'. Einstakling- arnir mæta sérfræðinga- valdinu í ýmsum myndum. Bifvélavirkinn segir okkur hvað þarf að gera við bílinn, píparinn hvað þarf að gera við langt inn í vegg og læknirinn metur og kveður upp úr um hvaða meðferðar sé þörf við kvillum okkar sjálfra. Sérfræðiálit Oftast eru ráð læknanna gefin að vel athuguðu máli og ekki ástæða til vantreysta öllum alltaf. Þó er það svo að í siðuðum löndum hér í kringum okkur hafa þeir sem betur mega sín fyrir löngu tekið upp þann sið að fara aldrei út í stórar aðgerðir nema að fyrir liggi að minnsta kosti álit tveggja mikilsmegandi lækna. Helst þriggja! En við erum ekki alltaf í þessari aðstöðu og svo spila kannski peningar inn í málið líka. í íjölmiðlum á dögunum var gert að umtalsefni að kona nokkur er- lendis kom með hryggbrotinn mann sinn til skoöunar og var sagt eftir myndatöku að ekkert amaði að hon- um og hún ætti bara að gefa honum magnyl. Hún sætti sig ekki við þetta og á næstu stöð var lesið rétt úr myndum og maðurinn tekinn til meðferðar vegna tveggja brota á hrygg hans. Hræðileg saga, en þær geta fleiri verið slæmar og það þarf ekki að sækja þær yfir Atlantsála. Hræðileg reynsla Ung kona í bænum var að eignast sitt annað bam. Ákveðið hafði verið að taka bamið með keisaraskurði vegna þess hve stórt það var og lega þess óhagstæð eðlilegri fæðingu. Hún hitti marga lækna bæði fyrir fæðingu og meðan á henni stóð. Öll- um læknunum sagði hún það sama. Hún varaði þá eindregið og afdrátt- arlaust við því að ekki hefði gengið að deyfa hana mænudeyfingu í fyrri fæðingunni. Ekki af því að það hefði „Þar sem hún /á þarna og skurölæknirinn byrjaöi aö skera kom í Ijós aö deyfmgin virkaöi ekki nema aö hluta - nákvæmlega eins og hún haföi sagt þeim allan tímann. Hún var því skorin á hol, aö hluta til ódeyfö og auövitaö kvalin. “ (Myndin erlend og er ekki tengd efni greinarinnar). mistekist heldur virtist hún ekki taka deyfingunni. Menn heyrðu en hlustuðu ekki. Keisaraskurðurinn var settur í gang. Hún átti að vera vakandi og mænu- deyfð. Þar sem hún lá þarna og skurðlæknirinn byrjaði að skera kom í ljós að deyfingin virkaði ekki nema að hluta - nákvæmlega eins og hún hafði sagt þeim allan tímann. Hún var því skorin á hol, að hluta til ódeyfð og auðvitað kvalin. Þegar fylgjan var rifin út var nærri liðið yfir hana af kvölum. Skurðlæknirinn, sem að öllu eðli- legu hefði bróderað vandlega saman skurðinn, herti nú á vinnu sinni og heftaði kviðinn saman í einum græn- um. Til að kóróna þetta þurfti þessi unga og í raun harðgera kona að gráta sáran í næstum klukkutíma áður en henni var loks gefin morfin- sprauta. Ailir reyndu að láta sem þetta væri eðlilegt og því var litla sem enga samkennd að fá hjá fagfólkinu. Og kannski var það verst af öllu. Hræðslan við að viðurkenna hina vís- indalegu slagsiðu kemur jafnvel í veg fyrir mannlega samhygð þegar verst lætur. - Feluleikurinn er fyrir öllu. Sigfrlður Björnsdóttir Sigbfrí&ur Björnsdóttir tónlistarkennari Óskalög sægreifa Enn lengist óskalagalisti sægreifa og nú skal kvótinn allur á einn stað. Kvótalögin skulu lifa - þrátt fyrir slæma dóma. Allt sem úr sjó verður dregiö héðan í frá verður í einkaeign örfárra eðalbubha sem lagahöfundar hásalanna hafa valið að hygla á kostnað okkar hinna. Það sem með réttu ætti að teljast eign þjóðarinnar skal nú nýtt af þeim sem hafa í um- hoði stjómvalda fengið kvótann að gjöf. Nú er það smábátaútgerðin sem víkja skal fyrir óskum sægreifa. Kvótalögin láta vel í eyrum Hér á landi eru menn við völd sem með einræðistilburðum ætla að koma höndum yfir allt sem þjóðin á. Um það hefur verið rætt og ritað að ríkisstjórnin sé svo öflug og styðjist við slíkan styrk á þingi að hún geti látið lúðraþyt og hergöngumars hljóma á ferð yfir hvað sem fyrir er. Og nú er það að koma í ljós, betur en nokkru sinni, að stjórnin sú ama ætlar að láta sín völd ná út yfír það sem hingað til hefur þótt sæma. Nú eru einkavæðing og vinapot sönglög sem láta kunnuglega í eyrum - þau eru á vörum allra sem eitthvað fylgjast með. Og nú hefur stjómin ákveðið að sjálfsagður réttur smábáta- sjómanna skuli fyrir borð borinn, því karlarnir sem ná með einhverjum ótrúleg- um klækjum að reka út- gerðarfyrirtæki með halla vilja fá að auka sin hlut. Já, hákarlarnir vita betur en aðrir að ofveiði, brottkast og smáfiskadráp eru hentug hjálpartæki ef skjótfenginn gróði skal í hávegum hafður. Af þeim sökum verður að útrýma öllu sem kalla má heiðarleg vinnubrögð. Kvótalögin láta svo vel í eyrum, jafnvel þótt söng- urinn sé viðhjóðslega falskur. Einhverstaðar í veröldinni tækju menn slíkum lögum með fyrirvara og jafhvel gæti svo farið að þau yrðu aldrei leikin. En tónlistin sú er ekki véfengd hér á landi, ekki hér á svefnskerinu, þar sem lýðurinn til- biður í ótta hina ríkjandi stétt og trú- ir í blindni lyginni sem um vit henn- ar flæðir. Beðið um lög Ef sjómenn fara í verkfall þá biðja sægreifar um lög. Óskum manna sem eiga innviði flokka þeirra sem með völdin fara verður náttúrlega að hlýða. Að öðrum kosti eru hrokafull- ir, pólitískir plötusnúðar settir út í kuldann af pótintátum þeim er laga- valinu ráða. Ef fiskverkafólk heimtar hærri laun sjá eigendur útgerðar og frysti- húsa sér þann leik á borði að flytja til landsins „ódýrt vinnuafl". Óg þessu fólki skal fjölga með lögum sem firra hákarlana allri ábyrgð og gera þeim kleift að segja síðan fólki þessu upp störfum án fyrirvara. Ef spár um afkomu fiskistofna og áætlanir fiskifræðinga um stofn- stærðir og veiðanlegt magn eru á skjön við það sem burgeisarnir höfðu ætlað þá er bara að biðja um lög og auðvitað verða misvitrir stjórnmálamenn að hlýöa. - Óskalög sægreifa fá að hljóma daginn út og daginn inn. Fagmannlega haldiö um tónsprotann Söngur kvótaeigenda er saminn og útsettur af snillingum sem trúa því að söngurinn sá fjölgi fiskum í sjón- um. Jafnvel þó að þeim hafi með lagavalinu nánast tekist að eyða öll- um fiski hér við land. Auðvitað er þetta stórkostlegt tón- verk sem þjóðin hlýðir á, því sá sem er að reyna að hnoða texta við her- legheitin er enginn annar en Davíð Oddsson, eitt fremsta sálmaskáld þjóðarinnar. Og við skulum í ein- ingu hlýða á örlagasinfóníu þá sem Davíð Óddsson segir okkur að heið- arlegir menn hafl samið - hann held- ur fagmannlega um tónsprotann. Og hann heldur eflaust áfram að vera góður stjórnandi þegar hann hefur komið öllum okkar völdum á fárra 'manna hendur. Þúsundáraríki Davíðs er í nánd. Ég veit að hann er bljúgur eins og við hin. Og ég veit að hann er vinur vina sinna. En því meira sem ég heyri af söngvum sumra manna, þeim mun betur kann ég að meta mávagarg. Kristján Hreinsson „Ef spár um afkomu fiskistofna og áœtlanir fiskifrœð- inga um stofnstœrðir og veiðanlegt magn eru á skjön við það sem burgeisamir höfðu œtlað þá er bara að biðja um lög og auðvitað verða misvitrir stjórnmála- menn að hlýða. “ - Spáð í spilin á Hafró. Krísa, háski eða tækifæri? „Ekkert fyr- irtæki er óhult fyrir krísum og harðri umfjöll- un frétta- manna um þær. En hvað er krísustjórn- un og hvernig er best að bregðast við gagnvart fjölmiðlum? Sé rétt staðið að málum getur krísa orðið fyrir- tækjum til heilla. Best er að vera viðbúinn. Munið að Nói byggði Örk- ina áður en það fór að rigna. Illa er hægt að stjórna því hvort fyrirtæki verða fyrir óvæntum atburði. Það er hins vegar hægt að stjórna því hvernig tekist er á við hann.“ Áslaug Pálsdóttir á femin.is. Klár pabbi „Ég var næstum búin að láta henda mér út af dvalarlista í sumar- búðir. Við fengum ekki gíróseðil sendan fyrr en níu dögum fyrir dvöl en það stendur í einhverjum bæk- lingi sem vinkona mín fékk sendan að „ef dvalargjaldið hefur ekki verið greitt tíu dögum fyrir dvöl á þátt- takandi á hættu á að detta út af dvalarlista án nokkurrar viðvörun- ar“. Ég ætla að fara þótt ég sé ekki á neinum dvalarlista, þá ætla ég samt að troða mér með. Pabbi not- færði sér samt tæknina til að borga gjaldið sem fyrst, fór bara á Netið og borgaði. Katrín Alma Stefánsdóttir á gummijoh.net. Spurt og svaraö Á sérstakur dagur tileinkaður konum rétt á sér eða er hann orðinn tímc Þuríður Backman, þingmaður VG. Sérstakt þema „Þessi dagur er ekki tíma- skekkja meðan ekki ríkir jafnrétti milli karla og kvenna í íslensku þjóðfélagi, þrátt fyrir að það sé lögbundið. Meðan misrétti kemur fram í launum og möguleikum í at- vinnulífinu á dagurinn fullan rétt á sér og er raun- ar nauðsynlegur. En ég vildi svo sannarlega að hann væri tímaskekkja. Konur nota daginn til þess að vekja athygli á jafnréttismálum og raunar ætti ekki aö þurfa að beina athyglinni að sérstöðu og að enn sé óréttlæti og ójafnræði ríkjandi. Ég gæti trú- að því að það hafi áróðurslega meira gildi að vera með sérstakt þema á þessum degi sem tengist þvi sem mest brýtur á konum hverju sinni.“ Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstœðisflokks. Þutfa að vera í takt við tímann „Þessi kvenréttihdadagur á fullkomlega rétt á sér. Það er ákveðinn hópur kvenna sem stendur fyrir því að minnast þessa dags og með- an þær sjá tilefni til þess hef ég nákvæmlega ekkert við það að athuga og flnnst raunar sjálf- sagt að þær geri það. Það sem um er fjallað á þessum degi hlýtur að breytast frá ári til árs með breyttum tímum. Þetta snýst líka um það að þær konur sem standa fyrir því að minnast dagsins geti verið nægjanlega duglegar að flnna hvernig skilgreina eigi breytt hlutverk kvenna í þjóðfélaginu. Þær, eins og aðrir, þurfa að vera í takt við tímann." Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. KEA ekki kvennavcent „Nei, það er töluvert í land með það að þetta sé tímaskekkja og það á öllum sviðum. Það veitir ekkert af því að hafa einn dag á ári til þess að minna á það að staða kynjanna á að vera jöfn en er það ekki. Það getur hins vegar verið allur gangur á þvi að konur séu ekki að nota þennan dag rétt, sínum málum til framdráttar, en margar nota hann rétt. Að langmestu leyti er hann ekki misnotaður af konum en ég man þess dæmi sem ég vil þó ekki nefna. Það mundi hitta betur í mark að afmarka einhver brennandi málefni á þessum degi. Á þessum degi fer ég á stjórnarfund hjá KEA og síðan er fram- haldsaðalfundur KEA um kvöldið. Ég er eina konan í stjóm svo félagið telst varla „kvennavænt" í ljósi þess.“ Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Meira hóf en í október „Mér finnst það bara allt i lagi að konur noti 19. júní sem sérstakan baráttudag, eða kven- réttindadag. Mér finnst ekkert endilega að kon- ur eigi svo mjög á brattan að sækja í jafnréttis- málum. Hér á Djúpavogi er alltaf eifthvað um að vera á þessum degi. Konur koma saman í Löngubúð og eru þar með heimatilbúna dagskrá og hafa haldið þeim sið undanfarin ár. Við karl- arnir minnum einnig á okkur annað slagið, en með öðrum hætti. Þetta er mun betra og meira hóf yfir þessum degi en á kvennafrídaginn 24. október." Kvenréttindadagurinn er í dag og 86 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Hreggviðarvörn í blómalandi Það er yfirleitt erfitt að átta sig á samfélagsbreyt- ingum á meðan þær standa yfir. Breytingar á hugarfari, tísku og aldarhætti gerast gjarnan svo hægt að aðeins verður greint þegar frá líð- ur og menn hafa tækifæri til að bera saman þjóðfélag- ið á mismunandi tímum úr fjarlægð. Þetta kom glögglega í ljós að kvöldi nýliðins þjóðhá- tíðardags þegar ríkissjón- varpið frumsýndi eftir ógn- arlangan dúk og disk sjón- varpsþátt sem tekinn var upp árið 1974 en ekki sendur út fyrr en nú. í þættinum komu fram þáverandi trú- hadorar og róttæklingar Böðvar Guðmundsson, Megas og Örn Bjarnason, spökuleruðu og spjölluðu við Ómar Valdimarsson og sungu að auki frumsamda lýrík. Og í sjálfu sér kemur ekki á óvart þó sensorar árs- ins 1974 hafl steypt stömpum þá þeir litu afurðina því í þættinum var ým- islegt fam borið sem ugglaust hefði farið í flnustu taugar margra sann- kristinna góðborgara fyrir rúmum aldarfjórðungi, ef þeir hefðu átt kost á að sjá og heyra. María legin Líkast til hefur hinn dýrðlegi ópus Megasar: „Vertu mér samferða inn í blómalandið, amma,“ verið talinn jaðra við guðlast og kannski gott bet- ur. Enda þar fjallað um Krist og fleiri goð á frjálslegan hátt. María til dæmis sögð hafa haft „i myrkrinu mök við grímuklætt útfrymi með pípuhatt," og sjálfur Kristur sagður koma á KFUM-fundi á þriðjudögum til að gefa börnunum dóp og enn fremur kaupa kúmenbrennivm á síð- kvöldum og drekka „uns hann dettur út af blindur / og deyr og rís upp þunnur og fer í bað.“ En ugglaust hefur ekki síst veriö litið alvarlegum augum að Megas dró nafngreinda góðborgara inn í málið og söng við fót: „og Silli og Valdi þeir segjast hafa legið/sæla Maríu áður en guð kom til.“ Og ef framlag Megasar hefur ekki þótt nóg til að hola þættinum ofan i frystikistuna á sínum tíma, þá lagði Böðvar Guðmundsson sitt lóð á vog- arskálarnar með drápu sinni um þá voðalegu viðartegund Hreggvið, sem óx eins og illgresi um samfélagið viða og þreifst gott ef ekki best á am- erískum skít í vörðu landi. Þetta hefur heldur ekki þótt góð latína hjá hægri öflunum í landinu fyrir margt löngu. Rúsínan í pylsuenda þáttarins voru svo yfirlýs- ingar Böðvars um að ís- lendingar væru svo yfir- máta frjálslegir og umburð- arlyndir að þeir vildu leyfa öllum skoðunum að blómstra og Böðvar kvaðst ekki fremur en Megas hafa lent í því að vera ritskoðað- ur. Var engu líkara en þáttastjórnandinn og þeir félagar sæju hvert stefndi með þetta efni og gerðust þarna forspáir mjög um þátt- arins óvissa tíma. Holumokstur En nú er sem sagt öldin önnur. Nú þykir það við hæfl að senda út á sjálfan þjóðhátíðardaginn braginn Megasar um blómalandið, ömmu, Maríu mey, Silla, Valda og Krist. Og ekkert þykir athugavert við hugleið- ingar Böðvars um trjátegundina Hreggvið, enda flestir búnir að gleyma fyrirmyndinni. Og þessir róttæku og beinskeyttu trúbadorar, Megas og Böðvar, eru nú í hópi ástsælustu listamanna þjóðar- innar og lesnir og sungnir jafnt af hægri sem vinstri mönnum. Enda hefur landinu verið stjómað síðustu árin af manni sem var upprennandi brandarakall og trúður þegar þáttur- inn með Megganum, Böðvari og Erni var bannaður. Og sá boðar þjóð sinni þessa dagana það helst að hætta að moka þegar hún er komin ofan í hol- una. Það er þvi ekki kyn þó þjóðin sé frjálsyndari og umburðarlyndari en áður. Eða hvað? Er ekki hugsanlegt að skáldin séu einfaldlega hætt að yrkja svo undan svíði? Að þegar róttæknin leið undir lok og ungir og reiðir vinstri menn urðu spakir langt inni á miðjunni, hafi um leið allur slagkraftur horfið úr ljóðum og textum? Eða hverjir eru um þessar mundir að semja og syngja nöpur níðkvæði um glópa- grjót á borð við Hólmsteina eða um meint legorðsbrot Bónusfeðga meö Maríu guösmóður? Og myndi sjón- varpsþáttur með svoddan efni, fást sýndur um þessar mundir? Eða þyrftum við að bíða aftur í aldar- Qórðung? Og sá boðar þjóð sinni þessa dagana það helst að hœtta að moka þegar hún er komin ofan í holuna. Það er því ekki kyn þó þjóðin sé frjálsyndari og umburðarlyndari en áður, Eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.