Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 Leit.is kynnir nýjung: Með eigin leitarstiku í Explorer Leit.is hélt upp á tveggja ára starfsafmæli síð- astliðinn föstu- dag með pompi og prakt. í tilefhi af því kynnti fyrirtækið nýjung sem vert er að gefa gaum að. „Við höfum sett okk- ar eigin leitarstiku inn í viðmót Ex- plorer-netvafrans frá Microsoft. Eft- ir því sem ég best veit erum við að- eins annað fyrirtækið í heiminum sem fær að gera þetta. Hitt er fyrir- tækið sem rekur leitarsiðuna Google.com,“ segir Hans Guð- mundsson, sölufulltrúi hjá Leit.is. Ekki þarf neina samninga við Microsoft heldur þurfa fyrirtæki að- eins að verða sér úti um rafrænt skírteini frá fyrirtækinu Verisign sem segir hvaðan hugbúnaðurinn kemur og hvort fyrirtækið sé í rauninni til. Þetta gerir Leit.is kleift að bjóða leitarstikuna til niður- hiaðningar af Netinu. Mesta vinnan liggur hins vegar í forrituninni sem er að sögn kunnugra ekki létt verk en Leit.is hefur yfir 19 ára forritara Leitarstikuna er hægt að nálgast á vefsíðu Leitar.is og er hún afar einföld í uppsetningu þar sem nákvæmar leiðbeiningar fylgja. Hans tekur fram að hún virki aðeins á Ex- plorer 5,0 og einnig á þær nýju útgáfur sem seinna koma en ekki eldri útgáfur og ekki Netscape-vafra. - fólk getur uppfært án greiðslu Ragnheiður Guönadóttir, fegurðardrottning íslands, hleður hér niður fyrstu leitarstiku Leitar.is á Explorer-vafra Microsoft í afmælishófi Leitar.is síðast- liðinn föstudag. Svona lítur svo leitarstikan út þegar hún er komin á sinn staö á Explor- ernum. að ráða, Krystian Sikora að nafni, sem sveif víst í gegnum þetta. Bara á PC í byrjun Leitarstikuna er hægt að nálgast á vefsíðu Leitar.is og er hún afar einfóld í uppsetningu þar sem ná- kvæmar leiðbeiningar fylgja. Hans tekur fram að hún virki aðeins á Explorer 5,0 og einnig á þær nýju útgáfur sem seinna koma en ekki eldri útgáfur og ekki Netscape- vafra. Hann bendir einnig á að til að byrja með aliavega virki leitarstik- an bara á PC-tölvum en ekki á Makkanum. „Við ætlum að sjá til hvemig gengur fyrst. Svo er aldrei að vita hvað við gerum.“ Leitarstikan er sett upp á verkstiku Explorer-vafrans. Með henni eru ýmsir valkostir í boði. Hægt er að slá beint inn það sem leita á að í lykilorðaglugga. Auk þess er hægt að fara beint inn á hin- ar fjölmörgu þjónustusíður sem Leit.is hefur komið upp á vefsvæði sínu, s.s. afþreyingarsíðu, bílasíðu og mörgum öðrum sérhæfðum síð- um. Hans bendir á að einnig sé hægt að setja Leit.is upp sem aðal- leit þegar valinn er search-takkinn á Explorer-vafranum. Það er gert með því að kiikka á Leit.is-lógóið. Vinsælasti vefurinn Gengi netfyrirtækja hefur verið í umræðunni upp á síðkastið og svo virðist sem kreppan sem byrjaði í Bandaríkjunum á seinasta ári hjá .com-fyrirtækjunum sé að smitast yfir í skyldmenni þeirra, .is-fyrir- tækin. Hans viðurkennir að hann hafi heyrt af fyrirtækjum sem ættu í erfiðleikum en þvertekur fyrir að Leit.is hafi fundið fyrir því, þvert á móti. „Við fáum nú orðið að meðal- tali 24.000 heimsóknir á dag á síð- una okkar. Einnig höfum við í sein- ustu tveim könnunum hjá Gallup verið kosin vinsælasti vefurinn.“ Hans segir að það sama megi segja mn auglýsingatekjur af síð- unni, sem margir segja að séu að dragast saman á Netinu. „Við höf- um meira en nóg af auglýsingum á vefsvæði okkar og jafnvel of mikið á stundum. T.d. er nánast biðtími eft- ir auglýsingum á upphafssíðunni. Einnig höfðum viö sett okkur að vera bara með um fimm auglýsing- ar á sérsíðunum en það hefur stund- um sprengt utan af sér.“ Aðspurður hvers vegna hann tel- ur Leit.is ganga svona vel þegar margir eru í kröggum svarar Hans því til að afþreyingarefni og tenglar af Leit.is á aðrar síður geri hana t.d. mjög góða sem upphafssíðu þegar netvafra er startað. Einnig er mikið um það að tenglar séu settir á siður fyrirtækja og jafnvel einstaklinga inn á leitarsíðu Leit.is. „Fólk hring- ir jafnvel í okkur og spyr hvort það megi setja tengil á síðuna sína. Við sjáum okkur auðvitað hag í því og setjum því tengilinn upp fyrir þá sem vilja." Allt í allt segir Hans að reksturinn gangi vel og framtíðin sé ekkert annað en björt. ES rannsakar verð á DVD v I DVD hafa ver- ið gagnrýnd- ir fyrir þetta þar sem þeir eru með einokun- araöstöðu á öllum mörkuð- um heimsins. Þeir segjast hins vegar vera að vemda höf- undarrétt og koma í veg fyrir sjó- ræningjastarfsemi. Monti segir mjóa línu vera milli verndunar höfundarréttar og misnotkunar yfirburðarstöðu á markaði. Evrópuráðið ætlar að hefja rannsókn á því hvers vegna verð á DVD- diskum er hærra í Evrópu miðað við Banda- ríkin. DVD-diskar eru um 2 pund- um (tæplega 300 krónum) ódýr- ari í Bandaríkjunum en Evrópu. Evrópubúar geta hins vegar ekki horft á þá diska nema kaupa DVD-spilarann sinn í Bandaríkjunum eða láta aftengja læsing- una i evrópska spil- aranum sem gerir ábyrgð framleið- anda ógilda. Mario Monti, samkeppnis- ráðherra Evr- ópusamhandsins, ætlar að senda fyrirspurn til kvikmyndafyrir- tækja og biðja um rök fyrir því af hverju heiminum sé skipt upp í markaðssvæði þar sem Bandarík- in eru eitt svæði, Evrópa annað, Asia annað o.s.frv. Framleið- endur efnis Hraðvirkasti ör- gjörvinn frá Intel er 1,7 gígaherts sem með nýju tækninni myndi aukast upp í u.þ.b. 2,2 gíga- herts. Teygt silíkon gerir örgjörva hraðvirkari Vísindamenn hjá IBM-tölvu- framleiðandan- um segjast hafa fundið upp að- ferð sem kemur til með að auka vinnsluhraða örgjörva um allt að 30-35%. Þetta segjast þeir hafa gert með því að teygja á silíkonþráðum sem notaðir eru sem umferðaræðar rafeinda. Hingað til hefur tæknin sem not- uð hefur verið til að auka vinnslu- getu örgjörva byggst á því að minnka alltaf allt innvols þeirra þannig að rafeindir þurfi að ferðast styttri vegaiengdir. Með því að teygja á silíkoninu þarf hins vegar ekki að minnka neitt sem gerir end- urnýjun alls framleiðslubúnaðar óþarfan. Með þvi að teygja á silíkon- þráðunum eykst bilið milli silíkon- atómanna sem aftur gerir viðnám þeirra við rafeindirnar sem eftir þeim ferðast minna. Rafeindir geta því ferðast á allt að 70% meiri hraða eftir þráðunum sem aftur gefur áð- umefnda aukningu á vinnslugetu örgjörva. Þrátt fyrir að tæknin til að teygja silíkonþræðina sé komin er talið að um tvö ár séu þangað til að fyrstu örgjörvarnir með teygðu þráðunum koma á markað og allt eins víst að ný tækni verði þá komin fram sem sé enn öflugri ef þróun á þessu sviði verður jafn ör og hingað til. Bóluefni gegn vindgangi Vísindamenn í Ástralíu hafa nú afráðið að hefja tilraunir með nýtt bóluefni sem draga á úr skaðsemi vindgangs búfjár. Að sögn vísindamannanna dregu.r bóluefnið ekki eiginlega úr vindgangi heldur dregur það úr magni metangass í viðrekstri og ropi dýranna um allt að 20%. ; Metangas er talið tilheyra þeim flokki lofttegunda sem valda gróð- urhúsaáhrifum. Það er jafnvel talið vera mun skaðlegra en koltvísýringur sem mest er fjallað um i tengslum við gróðurhúsaá- hrif. Búið er að eyrnamerkja um 600.000 sauðfjár og 400.000 naut- gripi í tihaunina og ef vel gengur þá er búist við því að bóluefnið, sem tók tíu ár að hanna, verði j komið i framleiðslu á almennan j markað árið 2005. Skjalaskipti minnka um 90% Samkvæmt könn- i un sem fyrirtæk- } ið Webnoize gerði hefur fjöldi i skjalaskipta fallið j j um 90% á Napsternum eftir að dómstólar í Bandaríkjunum skip- uðu Napster-fyrirtækinu að loka á dreifingu höfundarréttarbundins tónlistarefnis. í febrúar á þessu ári var meðal-Napsternotandinn með um 220 lög á harða diskinum sínum sem annað fólk gat sótt í gegnum Napster-síðuna. í maí var þessi tala komin niður í 21 lag. Með þessu hefur tíðni skjalaskipta fallið úr 2,8 milljörðum fyrir febr- úar í 360 milljónir í maí. Napster , er nú í samningaviðræðum við nokkur útgáfufyrirtæki með að koma á fót löglegum skjalaskipt- um þar sem höfundarréttur er ; varinn. Það lítur ekki vel út þar sem Webnoize gerði skoðanakönn- un hjá 3000 notendum Napster þar sem niðurstöðumar em þær að 78% ætli sér að halda áfram að ná í tónlist ólöglega með þeim forrit- um sem í boði eru, eins og t.d. Gnutella, en aðeins 21% mun nýta sér löglegar leiðir. Þriðjungur óþrifinn af kamrinum í gær byrjaði vika 1 hreinlætis í mat- ; argerð í Bretlandi : og í tilefni þess voru birtar niður- stöður 2000 manna könnunar þar sem hreinlæti fólks í kringum mat var kannað. Niðurstöðurnar þykja frekar slæmar. í ljós kom að um 31% breskra karlmanna og 17% j kvenna þvo sér ekki um hendurn- ar eftir aö ganga örna sinna á j kamrinum. Til að bæta gráu ofan á svart þvoðu um 25% karlmanna og 17% kvenna sér ekki um hend- urnar áður en matseld var hafin. Skýringar á óþrifnaðinum voru m.a. að fólk taldi að klósettið væri hreint eða að hendurnar litu ekki út fyrir að vera skítugar. Að sögn John Krebs, prófessors og for- manns matvælaeftirlitsins í Bret- landi, er matareitrun þó nokkurt vandamál í Bretlandi og aukinn þrifnaður gæti hjálpað mikið við : að draga úr henni. 5 ■......... 1 .r jJmitvoífi'')

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.