Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2001, Síða 22
26
d*
Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
ÞRIDJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001
DV
X
85 ára
Gunnþór Guðmundsson,
Spítalastíg 3, Hvammstanga.
Ingólfur Árnason,
Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavlk.
80 ára
Eiríkur Elí Stefánsson,
Hjúkrunarheimilinu Eir, 2.h. suöur, Hlíö-
arhúsum 7, 112 Reykjavík,
María Arnlaugsdóttir,
Kirkjuvegi 11, Keflavik.
Sigvaldi Búi Bessason,
Goöheimum 23, Reykjavik.
75 ára
Sigríöur Guömundsdóttir,
Sogavegi Vonarlandi, Reykjavík.
70 ára_________________________
Amalía Kristín Einarsdóttir,
Engjavegi 16, Isafiröi.
Birgir Sigurösson,
Brimnesbraut 7, Ðalvík.
Ingibjörg Rut Olsen,
Torfnesi Hlíf 2, Isafiröi.
60 ára
Baldur Þór Baldvinsson,
Hjallabrekku 36, Kópavogi.
Bergþór Guömundsson,
Skúlagötu 76, Reykjavík.
Dóra Erla Þórhallsdóttir,
Sólheimum 27, Reykjavík.
Einar Georg Einarsson,
Reykjaskóla, Staöarhr., V-Hún.
Eiríkur Pálsson,
Hlíöarvegi 23, Hvammstanga.
Guöleif Bára Andrésdóttir,
Gunnlaugsgötu 12, Borgarnesi.
Guömundur Jóhann Ólafsson,
Skaftahlíö 31, Reykjavík.
Gunnar Tryggvason,
frá Arnarbæli, Fellsströnd,
Ðalasýslu. Gunnar tekur á
móti gestum að
Krókabyggö 16 í
Mosfellsbæ, milli kl. 17
og 20.
Magnús Jóhannsson,
Hraöastööum 4, Mosfellsbæ.
Steinar Kjartansson,
Austurvegi 23, Hrísey.
50j
ara
Anna Margrét Akadóttir,
Úthliö 10, Reykjavlk.
Guörún Kristinsdóttir,
Smárahlíð 6e, Akureyri.
Konráö Ásgrímsson,
Huldubraut 16, Kópavogi.
40 ára
Anna Birgitta Nicholson,
Þverholti 11, Keflavík.
Ágúst Lúðvíksson,
Hringbraut 136k, Keflavík.
Ásta Þórarinsdóttir,
Suðurgötu 46, Keflavík.
Ástríöur Hákonardóttir,
Vesturbraut 12, Grindavík.
Bjami Þór Ólafsson,
Hjaltabakka 22, Reykjavík.
Elfar Daöi Dagbjartsson,
Litla-Saurbæ, Selfoss.
Gísli Árnason,
Hvannahlíð 4, Sauöárkrókur.
Hafdís Rósa Bragadóttir,
Dalbraut 39, Bíldudal.
Halldór Garöarsson,
Stekkjarhvammi 60, Hafnarfiröi.
Hermann Agnarsson,
Raftahlið 53, Sauöárkróki.
Hrönn Fanndal,
Hvanneyrarbraut 35, Siglufirði.
Kjartan Sigurösson,
Aftanhæð 2, Garðabæ.
Kristinn Gunnarsson,
Löngumýri 22c, Garöabæ.
Magnús Þráinsson,
Gautlandi 15, Reykjavík.
Tómas Ásgeir Sveinbjörnsson,
Skólavegi 48, Keflavík.
Aðalheiður Hólm Þórarinsdóttir,
frá Kollsvík, Rauöasandshreppi, lést á
heimili sínu í Deltona á Flórída 9.6.
Útförin hefur fariö fram.
Maria Ragnarsdóttir,
Gyöufelli 16 í Reykjavík, lést á heimili
sínu 11.6.
Matthildur G. Rögnvaldsdóttir,
frá Hellissandi, Hrafnistu í Reykjavík,
andaöist 13.6.
Guöný Kristjánsdóttir,
Rangárseli 18 í Reykjavík, veröur
jarösungin frá Seljakirkju 19.6. kl. 15.
Matthildur Siguröardóttir,
Víöilundi 20, Akureyri, veröur jarösungin
frá Akureyrarkirkju 19.6. kl. 13.30.
Jónína Dýrleif Ólafsdóttir,
Jens Bjelkegate 78, Ósló, Noregi, lést
15.5 sl. Minningarathöfn fer fram í
Fossvogskirkju 19.6 kl. 15.00
Leifur Steinn Elísson
aðstoðarframkvæmdastjóri Visa íslands
Leifur Steinn Elísson er fimmtugur í dag
Leifur Steinn Elísson, Silungakvísl
17, aðstoðarframkvæmdastjóri Visa
íslands - Greiðslumiðlunar hf., er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Leifur Steinn fæddist í Búðardal og
ólst þar upp og einnig að Hrappsstöð-
um í Dalasýslu. Hann var við nám í
barnaskólanum í Búðardal og að
Laugum í Dalasýslu. Leifur Steinn tók
landspróf frá Reykjaskóla í Hrútafirði
1967 og stúdentspróf frá Menntaskól-
anum að Laugarvatni 1971. Hann var
við nám í viðskiptadeild Háskóla ís-
lands 1971 til 1974. Fil. kand frá Lunds
Universitet í Svíþjóð í hagfræði og
skyldum greinum 1981.
Leifur Steinn stundaði hefðbundin
landbúnaðarstörf á unglingsárunum,
vegavinnu, brúarvinnu og bankastörf
á sumrin til tvítugs.
Leifur Steinn var leiðsögumaður
erlendra veiðimanna við Laxá í Döl-
um 1974 til 1980. Hann starfaði á
sjúkrahúsi í Svíþjóö samhliða náminu
á árunum 1976 tÚ 1981. Eftir að hann
kom frá námi kenndi hann einn vetur
við Fjölbrautaskóla Suðurlands, síðan
við sölu- og markaðsstörf hjá Aco hf. í
Reykjavík 1982 til 1984, jafnhliða
kennslustörfum viö Tölvuskólann
Framsýn hf. Leifur Steinn vann við
sölu- og markaðsstörf og fram-
kvæmdastjórn Atlantis hf. 1984 til
1986. Leifur Steinn var ráðinn aðstoð-
arframkvæmdastjóri Visa íslands í
desember 1986.
Fjölskylda
Leifur Steinn kvæntist 27.9. 1975
Sveinbjörgu Júliu Svavarsdóttur, f.
18.5.1954, MA í félagsráðgjöf og yfirfé-
lagsráðgjafa á endurhæfmgardeild
Geðdeildar LSP - háskólasjúkrahúss.
Hún er dóttir Svavars Júlíussonar
kaupmanns og Unnar Kolbrúnar
Sveinsdóttur, rannsóknarmanns hjá
Iðntæknistofnun.
Börn Leifs Steins og Sveinbjargar
eru Elfa Dögg, f. 18.3. 1975, BA í sálar-
fræði frá HÍ, rekstrarstjóri Samtaka
auglýsenda, en hennar maki er Ómar
Örn Jónsson viðskiptafræðingur,
framkvæmdastjóri íslandsveija ehf.
Sonur þeirra er Dagur Steinn, f. 16.12.
1999. Unnur Mjöll, f. 27.4.1979, stúdent
frá FB, nemi í myndlist við listahá-
skóla í New York en sambýlismaður
hennar er Einar Þór Gústafsson, nemi
í margmiðlun og skyldum greinum í
New York. Sindri Snær, f. 12.6.1988 og
Silja Ýr, f. 28.11. 1990.
Systir Leifs Steins er Bjarnheiður,
f. 13.5. 1954, starfsmaður Sjóvár-Al-
mennra en hennar maki er Kári Stef-
ánsson. Alvilda Þóra, f. 21.1. 1957,
bankastarfsmaður og fyrrverandi
bóndi að Hrappsstöðum í Dalasýslu
en hennar maki er Svavar Jensson,
húsasmíðameistari og fyrrverandi
bóndi. Þau eru að bregða búi og flytja
suður. Gilbert Hrappur, f. 23.9. 1959,
vélamaður og verktaki í Búðardal en
sambýliskona hans er Valgerður Ásta
Emilsdóttir póstfulltrúi. Guðrún Vala,
f. 28.11.1966, BA í mannfræði, uppeld-
isfræði og kennsluréttindum, fyrrum
skólastjóri í Laugagerðisskóla, nú
grunnskólakennari í Borgarnesi.
Hennar maki er Amþór Gylfi Árna-
son, viðskiptafræðingur og starfsmað-
ur Norðuráls.
Foreldrar Leifs Steins eru Elís
Gunnar Þorsteinsson, f. 5.7. 1929, fv.
bóndi og vegaverkstjóri og Emilía
Lilja Aðalsteinsdóttir, f. 12.1. 1934,
húsmóðir. Þau eru búsett í Kópavogi.
Ætt
Elís Gunnar var sonur Þorsteins
Gíslasonar, Ljárskógarseli, og Alvildu
Maríu Friðriku Bogadóttur Sigurðs-
sonar, kaupmanns frá Búðardal. Elís
átti nokkur systkini, sem öll eru látin.
Ragnar, lengst af kennari við Reykja-
skóla. Hann átti m.a. Hrafn, útgerðar-
mann á Ólafsfirði, Úlf, föður Karls
Ágústs leikara og Hrein, mennta-
skólakennara á Laugarvatni. Ingveld-
ur á Vallá. Bogi Ingiberg, stundum
kallaður faðir og afl körfubolta á ís-
landi, yfirflugumferðarstjóri á Kefla-
víkurílugvelli. Sigvaldi var lögfræð-
ingur og starfaði m.a. hjá Verslunar-
ráði. Gunnar var starfsmaður á
Reykjalundi. Hálfbróðir sammæðra
var Magnús Rögnvaldsson, vegaverk-
stjóri í Búðardal. Hálfsystir samfeðra
var Guðlaug Þorsteinsdóttir, gift Gesti
Ólafssyni, menntaskólakennara á Ak-
ureyri.
Foreldrar Emilíu vora Aðalsteinn
Baldvinsson, kaupmaður i Brautar--
holti 1 Dölum og Ingileif Sigríður
Björnsdóttir, bónda í Brautarholti,
Jónssonar. Móðir Ingileifar var
Guðrún Ólafsdóttir, bónda á Vatni,
Brandssonar og konu hans, Katrínar,
systur Skarphéðins, föður Friðjóns,
fv. ráðherra, og Pálma, fóður
Guðmundar jarðeðlisfræðings og
Ólafs, bókavarðar í Seðlabankanum.
Katrín var dóttir Jóns, bónda í Stóra-
Galtardal, Þorgeirssonar og konu
hans, Halldóru Jónsdóttur, bónda á
Breiðabólstað á Fellsströnd,
Jónssonar. Systir Halldóru var
Hólmfríður, langamma Ingibjargar,
ömmu Ingibjargar Haraldsdóttur
rithöfundar. Systir Halldóru var
einnig Steinunn, langamma Auðar
Eydal. Bróðir Halldóru var Þórður,
langafi Friðjóns Þórðarsonar,
sýslumanns í Dalasýslu, og Gests,
föður Svavars sendiherra.
Sjötugur
Jón Reynir Magnússon
fyrrverandi forstjóri SR-mjöls
Jón Reynir Magnússon, efnaverk-
fræðingur og fyrrverandi forstjóri,
Þorragötu 5 í Reykjavík, er sjötugur
í dag.
Starfsferill
Jón Reynir varð stúdent frá MR
1951. B.S-próf í efnaverkfræði frá
Rensselaer Polytechnic Institute I
Troy, New York, 1956. M.S.-próf í
matvælaiðnfræði frá Iowa State
University í Ames, Iowa 1958. Lauk
9 mánaða framhaldsnámi í sölu og
dreifingu matvæla við Cornell Uni-
versity í Ithaca, New York 1960 á
vegum OECD. Kennari við Iowa
State University 1956-1958. Verk-
fræðingur hjá Búvörudeild SÍS.
1958-1969. Forstöðumaður við gæða-
eftirlit og þróun nýrra framleiðslu-
vara hjá fiskverksmiðju Coldwater
Seafood Corporation í Cambridge,
Maryland 1969-1970. Ráðinn tækni-
legur framkvæmdastjóri Sildarverk-
smiðja ríkisins 1970 og fram-
kvæmdastjóri þeirra 1971-1993. For-
stjóri SR-mjöls hf. frá stofnun fyrir-
tækisins 1. ágúst 1993, en þá yfirtók
SR-mjöl hf. rekstur Síldarverk-
smiðja ríkisins. Hætti störfum sem
forstjóri vegna aldurs 1. ágúst 2000.
Jón Reynir starfaði í ýmsum
nefndum um sláturhúsamál á veg-
um SÍS, Framleiðsluráðs landbún-
aöarins og Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins. í stjórn efnaverkfræði-
deildar VFÍ 1962 og í stjórn Stéttar-
félags verkfræðinga 1967-1969. í
Verðlagsráði sjávarútvegsins frá
1971. í stjórn Verðjöfnunarsjóðs
flskiðnaðarins 1977 til 1990. í stjórn
Lagmetisiðjunnar Siglósíldar
1973-1980. í stjórn Félags Isl. fisk-
mjölsframleiðenda frá 1977 og for-
maður stjómar 1977-1986. í ráð-
gjafarnefnd Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins frá 1978 og í stjórn
stofnunarinnar 1990-1994. f stjórn
og ýmsum nefndum Alþjóðasam-
bands fiskmjölsframleiðenda (The
Intemational Association of Fish
Meal Manufacturers, IAFFM. Nú
IFOMA, International Fishmeal and
Oil Manufacturers Association) frá
1973 og forseti samtakanna 1982-
1984. Félagi í Rotaryklúbbnum
Reykjavík-Austurbær frá 1971, for-
seti klúbbsins 1995-1996. Aðalræðis-
maður fyrir Suður-Afríku á íslandi
frá 1980.
Fjölskylda
Jón Reynir er sonur Magnúsar
Jónssonar, f. 18.2. 1893 á Litlu-Heiði
í Mýrdal, d. 8.4. 1971, húsasmíða-
meistara í Reykjavík, og Halldóru
Ásmundsdóttur, f. 8.4.1896 á Hnappa-
völlum í Öræfum, d. 26.4. 1993, hús-
móður í Vík í Mýrdal og í Reykjavík.
Jón Reynir kvæntist, 11.6. 1955,
Guðrúnu Sigríði Bjömsdóttur, f. 30.6.
1930 á Auðkúlu í Svínavatnshreppi,
A-Hún. Guðrún Sigríður er stúdent
frá MA 1951, húsmóðir í Reykjavík.
Hún er dóttir Björns Stefánssonar, f.
13.3. 1881, d. 9.11. 1958, prests á Auð-
kúlu og víðar, prófasts í Húnavatns-
prófastsdæmi og seinni k.h. Vaigerð-
ar Jóhannsdóttur, f. 26.4.1902, d. 29.3.
1980, á Húsabakka í Seyluhreppi í
Skagaflrði.
Börn Jóns Reynis og Guðrúnar
Sigríðar eru Magnús Reynir, f. 22.10
1956 í Ames; Iowa í Bandaríkjunum,
ljósmyndari i Reykjavík. K. (óg.)
Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir, f.
25.11. 1966, húsmóðir og kerflsfræð-
ingur. Bam þeirra: Vala Rún, f. 27.11.
1996 í Reykjavík.
Barn Magnúsar og Maríu Jónsdótt-
ur, f. 9. 8. 1966, húsmóður og félags-
ráðgjafa í Reykjavík, Jón Reynir, f. 2.
maí 1990 í Reykjavík.
Birna Gerður Jónsdóttir, f. 16.10.
1958 i Reykjavík, húsmóðir, hjúkrun-
arfræðingur og ljósmóðir í Reykja-
vík. Maki hennar er Guðlaugur
Gíslason, f. 11.2.1956 í Reykjavík, tré-
smiður. Börn þeirra: Guðrún Birna,
f. 10.9. 1981 í Indónesíu, og Katrín
Þorbjörg, f. 5.6. 1982 í Indónesíu.
Sigrún Dóra Jónsdóttir, f. 22.7.1966
í Reykjavík, húsmóðir og kennari
þar. M. Jóhann Gunnar Stefánsson, f.
21.4. 1964 í Reykjavík, frkvstj. í
Reykjavík. Börn þeirra: Stefán Gunn-
ar, f. 21.12.1990, Birna Sísí, f. 4.5.1998
og Inga Rannveig f. 20.12. 2000.
í tilefni afmælisins tekur Jón
Reynir á móti gestum á afmælisdag-
inn í Versölum, Hallveigarstíg 1, kl.
17 til 19.
Attatíu og fimm ára
Svanhvít Unnur Ólafsdóttir
húsfreyja
Svanhvít Unnur Ólafsdóttir
húsfreyja, búsett að Miðleiti 7 í
Reykjavík, er 85 ára í dag.
Starfsferill
Svanhvít bjó lengst af á Suður-
eyri við Súgandafjörð. Eiginmað-
ur hennar var Páll Friðbertsson, f.
10.11. 1916, forstjóri og stofnandi
Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri.
Hann lést árið 1989.
Fjölskylda
Börn Svanhvítar eru Sævar
Pálsson, f. 17.1. 1942, d. 1998.
Gunnar Pálsson, f. 11.7. 1946, sam-
býliskona hans er Hafdís Pálma-
dóttir. Þau reka efnalaug. Gunnar
á tvö böm; Pálma Þór og Svan-
hvíti. Hafdís á tvær dætur; Lindu
Björgu og Hrafnhildi Heiðu Þor-
grímsdætur. Friðbert Pálsson, f.
28.4. 1951, framkvæmdastjóri
Góðra stunda. Hann er kvæntur
Margréti Theódórsdóttur skóla-
stjóra. Þau eiga tvo syni; Guð-
mund Pál og Theódór. Leo Páls-
son, f. 22.7. 1955, sölustjóri mynd-
banda hjá Háskólabíói. Hann er
kvæntur Ingunni M. Þorleifsdótt-
ur hárgreiðslumeistara. Þeirra
börn eru Fannar og Unnur Ósk.
Svanhvít ætlar að vera í hús-
mæðraorlofi á afmælisdaginn.